Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 45 MIÐVIKUDAGINN 10. mars verð- ur kvöldstund á föstu í Fella- og Hólakirkju. Sýning á íslenskum út- gáfum passíusálmanna í eigu sr. Ragnars Fjalars Lárussonar verður í safnaðarheimilinu kl. 19–21.30. Kvöldstund í kirkjunni hefst kl. 20 með forspili Lenku Mátéovu, organista. Lilja G. Hallgrímsdóttir, djákni fer með bænaorð. Þátttak- endur leggja svo steina fyrir fram- an altarið sem tákn um það að Jesús sagði að við mættum skilja eftir all- ar okkar áhyggjur og kvíða hjá sér og við þurfum því ekki að láta áhyggjur og mæðu stjórna okkur. Kór kirkjunnar hefur æft sér- staka dagskrá fyrir kvöldstundina ásamt organista þar sem tónlistin tengist föstunni og túlkar ákall mannsins og tilbeiðslu til Guðs. Lovísa Sigfúsdóttir, sópran og Sól- veig Samúelsdóttir, alt, syngja ein- söng og Laufey Haraldsdóttir leik- ur á píanó. Flest eru verkin eftir 20. aldar tónskáld eins og t.d. norrænu tónskáldin Kjeld M. Karlsen, Knut Nystedt og Thrond Kverno en einn- ig verða flutt verk eftir Mendels- sohn, John Rutter og John Steiner. Í þrjár aldir hafa Íslendingar not- ið passíusálma sr. Hallgríms Pét- urssonar og sérstaklega lesið og hlýtt á þá á föstunni. Jón Símon Gunnarsson, leikari mun lesa passíusálm eftir sr. Hallgrím á kvöldstundinni. Boðið verður upp á kaffi og svaladrykk í safnaðarheimilinu. Allir eru hjartanlega velkomnir til kvöldstundarinnar til að minnast föstunnar og eiga gott samfélag, því Guð hefur gefið okkur náð til þess að geta notið fegurðar og skemmtunar svo hjörtu okkar verði opin fyrir gæsku hans. Þeir sem ekki komast til kirkju á eigin vegum geta fengið akstur til og frá kirkju og láti þeir sem þess óska vita fyrir kl. 15 miðvikudaginn 10. mars í s. 557 3280. Fella- og Hólabrekkusóknir. Laugarneskirkja Aðalsafnaðarfundur AÐALSAFNAÐARFUNDUR Laug- arneskirkju verður haldinn á sunnudaginn 14. mars. Hann hefst í raun með guðsþjónustu kl. 11 en í henni munu margir af fyrirliðum safnaðarstarfsins koma fram og þjóna. Í lok guðsþjónustunnar verða allir starfsmenn og sjálf- boðaliðar safnaðarins kallaðir fram þeir sýndir, fyrir þá þakkað og fyr- ir þeim beðið. Aðalsafnaðarfund- urinn hefst svo formlega kl. 12.30. Stefnt er að frísklegum fundi þar sem fluttar verða margar örstuttar skýrslur. Með því er vonast til að breidd safnaðarstarfsins og þungi komi berlega í ljós. Að öðru leyti verður um hefðbundin aðalfundar- störf að ræða. Stefnt er að fundar- slitum ekki síðar en kl. 14. Komið og upplifið lifandi samfélag þar sem hver grein á safnaðartrénu fær að vaxa og þroskast á sinn hátt en með hagsmuni líkamans alls í huga. Jesús sagði: „Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í hon- um...“ (Jóhannes 14:5) Fyrir hönd sóknarnefndar Laug- arneskirkju, Sigurbjörn Þorkelsson, framkvæmdastjóri. Kvöldstund á föstu í Fella- og Hólakirkju Morgunblaðið/Arnaldur Halldórsson Fella- og Hólakirkja í Efra-Breiðholti. Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurshópa milli kl. 10 og 14 í neðri safnaðarsal kirkj- unnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Léttur hádegisverður að lokinni bæna- stund. Allir velkomnir. Tólf spora fundur kl. 19 í neðri safnaðarsal. Grensáskirkja: Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris- ganga, fyrirbænastund. Léttur málsverður á sanngjörnu verði að helgistund lokinni. Hallgrímskirkja: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Eldri borgara starf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja: Eldri borgarar, félagsvist mánud. kl. 13, brids miðvikud. kl. 13. Bridsaðstoð á föstud. kl. 13. Þátttaka til- kynnist til Þórdísar í síma 511 5405. Langholtskirkja: Kirkjuprakkarar kl. 16. Fjölbreytt starf fyrir 7–9 ára börn. Umsjón hafa Ólafur Jóhann og Þóra Guðbjörg. Lestur Passíusálma kl. 18 í Guðbrands- stofu í anddyri Langholtskirkju. Allir vel- komnir. Laugarneskirkja: Fullorðinsfræðsla Laug- arneskirkju kl. 20. Vigfús Bjarni Alberts- son, guðfræðingur, flytur seinni fyrirlestur sinn um efnið: Viðhorf til dauðans í sam- tímanum og áhrif þeirra á líf okkar. Á eftir verður framhaldsvinna í formi verkefna. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Þorvaldur Halldórsson leiðir lofgjörðina við undirleik Gunnars Gunnarssonar á flygilinn og Hannesar Guðrúnarsonar sem leikur á klassískan gítar. Gengið er inn um aðaldyr kirkju eða komið beint inn úr fullorðins- fræðslunni. Kl. 21.30 fyrirbænaþjónusta við altarið í umsjá bænahóps kirkjunnar. Neskirkja: Fermingarfræðsla kl. 15. Vetr- arnámskeið. Litli kórinn – kór eldri borg- ara, kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Back- man. Allir velkomnir. Foreldramorgunn þriðjudag kl. 10–12. Seltjarnarneskirkja: Foreldramorgnar kl. 10–12. Kirkjuprakkarar kl. 16. Starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Árbæjarkirkja: Kl. 10 foreldramorgnar í safnaðarheimilinu. Kl. 15.30 TTT-starf með tíu til tólf ára börnum í safnaðarheim- ilinu. Kl. 15.30 TTT-starf með tíu til tólf ára börnum í Ártúnsskóla. Breiðholtskirkja: Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja: Leikfimi ÍAK kl. 11.15 í kapellu á neðri hæð kirkjunnar. Kl. 12 létt- ur hádegismatur, helgistund. Heimsókn í Þjóðarbókhlöðu, kaffi þar. Unglingakór Digraneskirkju kl. 17–19. KFUM&KFUK fyrir 10–12 ára börn kl. 17–18.15, húsið opnað kl. 16.30. Alfa kl. 19. Hvernig get ég staðið undir hinu illa? Fræðsla Halldór Konráðsson (Sjá nánar: www.digranes- kirkja.is.) Fella- og Hólakirkja: Strákastarf 8–12 ára kl. 17. Grafarvogskirkja: Opið hús fyrir eldri borg- ara kl. 13.30–15.30. Helgistund, söngur, spil og spjall. Kaffi og alltaf eitthvað gott með kaffinu. Kirkjukrakkar fyrir börn á aldrinum 7–9 ára kl. 17.30–18.30. Æsku- lýðsfélag fyrir unglinga í 9. og 10. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20. Lestur Passíu- sálma kl. 18.15 – 10. sálmur. Um það fyrsta rannsak fyrir Kaífa, Kristján Guð- mundsson varaborgarfulltrúi les. Hjallakirkja: Prédikunarklúbbur presta kl. 9.15 í umsjón dr. Sigurjóns Árna Eyjólfs- sonar. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kópavogskirkja: Foreldramorgnar í safn- aðarheimilinu Borgum kl. 10–12. Sam- verustund kl. 14.30–16. Fræðandi inn- legg í hverri samveru. Lagið tekið undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur. Kaffi og stutt helgistund. Allir hjartanlega velkomn- ir. Starf með 8–9 ára börnum í Borgum kl. 17–18 í umsjón Dóru Guðrúnar og Bóasar. Starf með 10–12 ára börnum á sama stað kl. 18–19 í umsjón Dóru Guðrúnar og Bóasar. Lindakirkja í Kópavogi: Mömmumorgnar í Safnaðarheimili Lindasóknar, Uppsölum 3, kl. 10–12. Seljakirkja: Mömmumorgnar kl. 10–12. SELA, yngri deild, kl. 20–22. Hafnarfjarðarkirkja: Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja: Dagskrá fyrir 8–9 ára í dag kl. 15.30–16.30. Dagskrá fyrir 10–12 ára (TTT) í dag kl. 17–18. Skemmtilegar stundir fyrir hressa krakka. Æskulýðs- félagið (Megas) heldur vikulegan fund kl. 19.30–21 í kvöld. Umsjón með starfi þessara hópa hafa Anna Hulda Einarsdótt- ir og Sigríður Rún Tryggvadóttir. Fríkirkjan í Hafnarfirði: Kl. 16.30–18 er opið hús fyrir 7–9 ára krakka. Kl. 20–22 er opið hús fyrir unglinga 13–15 ára. Vídalínskirkja: Opið hús kl. 13–16.30 í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Karlar og konur, yngri sem eldri, eftirlaunafólk, ör- yrkjar og atvinnulausir eru velkomnir. Spil- að, spjallað og kíkt í blöðin. Samverunni lýkur með helgistund kl. 16. Umsjónar- maður Nanna Guðrún djákni. Þorlákur sækir þá sem vilja og ekur þeim heim. Sími 869 1380. Grindavíkurkirkja: Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Borgarneskirkja: Helgistund í kirkjunni kl. 18.30–19. Þorlákskirkja: Bænastund kl. 9. Landakirkja í Vestmannaeyjum: Kl. 15 Kirkjuprakkarar Landakirkju, 6–8 ára krakkar í kirkjunni. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og leiðtogarnir. Kl. 16 kóræfing Litlu læri- sveinanna, yngri hópur. Kl. 17.10 kóræf- ing Litlu lærisveinanna, eldri hópur. Kór- stjóri Joanna Wlasczcyk og umsjónarmað- ur Kristín Halldórsdóttir. Keflavíkurkirkja: Alfahópur kemur saman í Kirkjulundi kl. 12–15. Léttur málsverður, samfélag og fræðsla um kristna trú. Einn- ig verður komið inn á stöðu atvinnulausra. Umsjón María Hauksdóttir. Styrktaraðilar eru Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavík- ur og nágrennis, Verslunarmannafélagið og Iðsveinsfélagið, ásamt Keflavíkur- kirkju. Allir velkomnir. Krossinn: Almenn samkoma kl. 20. 30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas: Bænastund kl. 20.30. Nánari upp- lýsingar á www.kefas.is. AD KFUK: Fundur í kvöld kl. 20. Biblíulest- ur. Allar konur velkomnar. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Fermingarfræðsla kl. 15. Hópur 2 (Lunda- skóli) Glerárkirkja: Kyrrðarstund í kapellu kl. 18.10. Hjálpræðisherinn, Akureyri: Kl. 17.30 Mannakorn fyrir 6. og 7. bekk. Kl. 19.15 Alfanámskeið. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF FRÉTTIR SIGRÍÐUR Kristjánsdóttir fagott- leikari heldur burtfarartónleika frá Tónlistarskólanum í Reykjavík í Salnum í kvöld kl. 20. Undirleikari á píanó er Guðríður St. Sigurðar- dóttir. Á efnisskránni er Sónata í C-dúr eftir Johann Friedrich Fasch, Kvartett í d-moll eftir Georg Phil- ipp Telemann, Sónata eftir Mikhail Ivanovich Glinka, Sónata op. 71 eft- ir Charles Koechlin og Récit, Sicili- enne et Rondo eftir Eugéne Bozza. Aðrir flytjendur eru Berglind Stefánsdóttir, flauta, Þóra Gísla- dóttir, flauta, Stina Ekdahl, selló, og Guðbjörg Sandholt, píanó. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigríður Kristjánsdóttir fagottleik- ari á æfingu í Salnum. Nýr fagottleik- ari í Salnum Grensásvegi 5 Pöntunarsími 588 8585 Heill grillaður kjúklingur 688 kr. VW Passat 1,6 árg. '99, ek. 72 þús. km. Topplúga, mp3 spilari, 300w hátalarar og tweeterar, litað gler, 17" felgur, á nýjum heilsársdekkjum, samlitur, reyk- laus, þjónustubók o.m.fl. 1.250 þ. Tilboð 1.130 þ. S. 899 1178. Toyota Celica Vvti, árg. '00, ek. 43 þús. Glæsilegur og vel farinn bíll. Reyklaus, með topplúgu, ál- felgum og Carcept spoilerkitti. Uppl. í s. 869 1359 eða halldor- h@simnet.is. Athuga öll skipti. Scania R114 CB 8x4 Árg 4/2003, ekinn 25.800 km. Verð 8.490,000 + vsk. Uppl gefur Bóas í síma 0045 40110007, www.bilexport.dk Fallegur bíll til sölu, Volkswagen Polo árg. '96. Ek. 80 þ. Tilboð óskast. Uppl. í s. 467 1740/ 860 8420. Pajero árg. '88, 7 manna, ný 33" nagladekk. Góður jeppi, lítur þokkalega vel út. Verð 150 þús. Sími 698 9696. Bryngljái á bílinn! Endist árum saman - verndar lakkið - auðveldar þrif. Mössun - blettun - alþrif. Yfir 20 ára reynsla! Litla Bónstöðin, Skemmuveg 22 sími 564 6415 - gsm. 661 9232. Ökukennsla Ökukennsla, endurhæfing, akstursmat og vistakstur. Upplýsingar í símum 892 1422 og 557 6722, Guðbrandur Bogason. Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Nissan Almera, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason Toyota Avensis, bifhjólak. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Wolksvagen Passat, 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Laugavegi 12b, sími 552 1220 Öðruvísi flísfatnaður. Þarftu fjárhagsmeðferð? Fáðu aðstoð FOR! 1. Viðskiptafræðingur semur við banka, sparisjóði og lögfræðinga fyrir fólk og fyrirtæki í fjármálum. 2. Greiðsluþjónusta í boði. FOR Consultants Iceland, 14 ára reynsla, tímapantanir í s. 844 5725. www.for.is . Sparibaukur til sölu. Nissan Micra '98, 3ja dyra, beinsk., ekinn 77.600 km. Allar nánari upplýsing- ar í síma 695 838/695 9250 eða bjorgsaem@hotmail.com. www.midlarinn.is Óskum eftir notuðum bátavélum, 10-100 hö, siglingatækjum, netaspilum, net- um ásamt öllu fyrir smábáta. Sími 892 0808. Tölvup. midlarinn@midlarinn.is Þarftu að auglýsa bílinn þinn? Mundu tilboð til áskrifenda í Bíla- blaðinu á miðvikudögum. Auglýs- ing með mynd á kr. 995. Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. Auglýsingadeild Morgunblaðsins, sími 569 1111. Netfang: augl@mbl.is SAMTÖK Psoriasis og exem sjúk- linga, Spoex, tóku í gagnið nýtt vef- svæði á dögunum, www.psoriasis.is. Félagsmálaráðherra, Árni Magnús- son, opnaði vefsvæðið en þar má finna ýmiss konar fróðleik um félag- ið og meðferðarúrræði fyrir þá sem þjást af psoriasis eða hafa exem. Við opnunina ritaði Valgerður Auðunsdóttir, formaður Spoex, und- ir styrktarsamning við lyfjafyrir- tækið Novartis sem hyggst styrkja samtökin til uppbyggingar vefsvæð- isins. Þá var kynntur samstarfssamn- ingur við Bláa lónið og afhenti Grím- ur Sæmundsen framkvæmdastjóri félaginu fartölvu til afnota næstu ár- in. Innihald samstarfssamnings Spo- ex við Bláa lónið verður kynntur ít- arlega á næstu vikum. Spoex opnar nýtt vefsvæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.