Morgunblaðið - 13.03.2004, Side 2

Morgunblaðið - 13.03.2004, Side 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLDAFUNDIR Á SPÁNI Rúmar átta milljónir manna söfn- uðust saman á götum spænskra borga og bæja í gærkvöldi til að mótmæla sprengjutilræðunum í Madríd í fyrradag og sýna samstöðu í baráttunni gegn hryðjuverkum. Að sögn lögreglunnar voru þetta lang- fjölmennustu útifundir í sögu lands- ins. Um 2,3 milljónir manna söfn- uðust saman í miðborg Madrídar og 1,2 milljónir í Barcelona. ETA neitar aðild að ódæðinu Aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, neituðu því formlega í gær að þau hefðu staðið fyrir hryðjuverkunum í Madríd sem kostuðu að minnsta kosti 199 manns lífið. Spænsk stjórnvöld töldu þó enn líklegt að liðsmenn ETA hefðu verið að verki. Reynir björgun Þyrla Landhelgisgæslunnar mun freista þess í dag að fljúga með 1,8 tonna þunga dráttartaug á milli Baldvins Þorsteinssonar og norska dráttarskipsins Normand Mariner sem kom til landsins í gær. Um tveir kílómetrar eru á milli skipanna og þarf þyrlan að fljúga með taugina afturábak úr norska skipinu í Bald- vin áður en björgun verður reynd. Gagnrýnir bankana Árni Magnússon félagsmálaráð- herra var gagnrýninn í garð við- skiptabankanna og stórra versl- unarfyrirtækja á Iðnþingi í gær og sagði að umsvif einstakra aðila í at- vinnulífinu væru að hans mati á mörkum þess að standast siðferði- lega mælikvarða. Óviðunandi afkoma Afkoma dótturfyrirtækis Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna í Bandaríkjunum undanfarin ár er óviðunandi að mati fráfarandi for- manns stjórnar SH og fram- kvæmdastjóra félagsins. Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni, nýjum for- manni stjórnar, líst illa á viðræður um sameiningu við SÍF. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 40 Úr verinu 12 Umræðan 40/41 Viðskipti 14 Kirkjustarf 42/43 Erlent 18/20 Minningar 43/50 Minn staður 22 Skák 55 Höfuðborgin 23 Myndasögur 56 Akureyri 24/25 Bréf 56 Suðurnes 26 Dagbók 58/59 Árborg 27 Staksteinar 58 Landið 28 Íþróttir 60/63 Listir 29/30 Leikhús 64 Daglegt líf 31/33 Fólk 65/69 Ferðalög 34/35 Bíó 66/69 Forystugrein 36 Ljósvakamiðlar 70 Þjónusta 39 Veður 71 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FERMINGAR | 2004 SIGURÐUR Einarsson, stjórnar- formaður KB banka, hefur ákveðið að flytjast búferlum til Lundúna í vor, þar sem hann mun beita sér fyrir útrás bankans í Bretlandi og á Norðurlöndunum. Sigurður segir að helstu sóknarfærin fyrir bankann liggi á erlendri grundu. Hann til- kynnti starfsfólki KB banka þessar breytingar í gærkvöld. Sigurður segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi velt þessu fyrir sér í nokkurn tíma. „Ég er búinn að vera miklu meira er- lendis en nokkurn tíma hérna heima undanfarin 2–3 ár. Það var útfrá skipulagningu miklu auðveld- ara fyrir mig að vera þar en hér. Við erum með mjög öfluga stjórn- endur hér heima sem sjá að megn- inu til um starfsemina hér. Vöxt- urinn er annars staðar og það þarf að sinna því,“ segir Sigurður, sem segir að undanfarin tvö ár hafi hann verið um 200 vinnudaga á ári er- lendis. Helmingur tekna kemur að utan Sigurður segir að sóknarfæri bankans liggi einkum á hinum Norðurlöndunum og í Bretlandi. Í dag starf- rækir bankinn alls tíu útibú erlendis í átta löndum. „Við erum að sækja fram á því sem má kalla heildsölubankasviði, sem er þrí- eða jafnvel fjórþætt; á sviði eignastýringar, fyrirtækjaráðgjafar, almennrar bankastarfsemi og þá fyrst og fremst í formi fjárfestinga og út- lána,“ segir hann. Í bréfi sem Sigurður sendi starfsfólki bank- ans til að skýra þessa ákvörðun sína segir hann að meginhlut- verk hans í daglegum störfum fyrir bankann sé þróunarvinnan er- lendis og að í dag komi meira en helmingur tekna KB banka frá starfsemi utan land- steinanna. „Á næstu misserum og árum má gera ráð fyrir því að sérstök áhersla verði lögð á útrás í Bretlandi og á Norðurlöndum, sem bankinn skilgreinir sem núverandi heimamarkað sinn. Til þess að geta sinnt áframhaldandi sókn bankans á þessum stöðum hef ég tekið ákvörðun um að flytjast búferlum til London í vor. Með búsetu þar get ég dregið verulega úr ferðalög- um og nýtt tímann betur fyrir bankann um leið og aukinn tími gefst til samvista með fjölskyld- unni,“ segir í bréfinu. Aðspurður hvort ferðalög til Ís- lands muni ekki koma í staðinn, segir Sigurður að hann geri ráð fyr- ir að starfa ákveðna daga í mánuði hér á landi og því muni hann fylgj- ast vel með því sem er að gerast hér á landi einnig. „Við ætlum okk- ur jafnframt að standa vörð um sterka stöðu okkur sem stærsti bankinn á Íslandi og mun ég taka þátt í þeim þætti rekstrarins með óbreyttum hætti,“ segir Sigurður jafnframt í bréfinu. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, flyst búferlum til Lundúna Mun beita sér fyrir útrás bankans á erlendri grund Sigurður Einarsson FLAGGAÐ var í hálfa stöng við opinberar byggingar í gær vegna sprengjutilræðanna hörmulegu í Madríd í fyrradag. Þá ákvað for- seti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son, að aflýsa hinni árlegu veislu sem halda átti á Bessastöðum í gærkvöldi til heiðurs ríkisstjórn, erlendum sendiherrum á Íslandi og æðstu embættismönnum ís- lenska ríkisins. Hjá utanríkisráðuneytinu feng- ust þær upplýsingar í gær að Sig- ríður Snævarr, sendiherra Íslands á Spáni með aðsetur í Frakklandi, hefði farið til Madrídar í gær til að leita upplýsinga og vera Íslend- ingum innan handar. Kornelíus Sigmundsson, skrifstofustjóri í ut- anríkisráðuneytinu, segir að vel hafi verið fylgst með málinu frá upphafi, þ.m.t. listum yfir hina látnu en þar er ekkert íslenskt nafn að finna eða á listum yfir slasaða. Kornelíus bendir hins veg- ar á að ekki sé búið að nafngreina alla slasaða og að ráðuneytið sé því við öllu búið. Vitað er um tólf Íslendinga sem fasta búsetu hafa í Madríd. Þar við bætist hins vegar fólk sem þarna er til skemmri tíma, au pair- stúlkur, fræðimenn og námsmenn. Er erfitt að áætla hversu marga er þar um að ræða en þó eru það án efa nokkrir tugir Íslendinga. Geta ritað nafn í minningabók Biskup Íslands, Karl Sig- urbjörnsson, hefur sent prestum í landinu hvatningu til að biðja fyrir þeim sem líða vegna hryðjuverk- anna í Madríd. Íslendingum gefst kostur á því á mánudag að rita nafn sitt í minn- ingarbók um fórnarlömb árásanna og verður minningarbókin á skrif- stofu ræðismanns Spánar, Þor- geirs Baldurssonar, hjá prent- smiðjunni Odda, Höfðabakka 3–7. Morgunblaðið/Sverrir Flaggað í hálfa stöng Ríkisstjórnin ákvað að flaggað yrði í hálfa stöng við opinberar byggingar í gær í ljósi hörmunganna sem hryðjuverkin í Madríd hafa valdið. TOGARANN Ingimund SH-332 tók niðri á grynningum í mynni Grundarfjarðar á sjöunda tím- anum í gær, en losnaði af sjálfs- dáðum rúmri klukkustund síðar og hélt för sinni áfram. Ekki kom leki að skipinu og engin hætta talin á ferðum, að sögn Ásgeirs Inga Jónssonar, skip- stjóra á Ingimundi. Fjórir voru um borð þegar óhappið varð. Ingimundur, sem er 458 brúttótonna ísfisktogari, er gerður út frá Grundarfirði, en búið er að selja hann og var ver- ið að sigla honum í slipp í Njarðvík þegar óhappið varð, að sögn Runólfs Guðmundssonar, eins af eigendum Guðmundar Runólfssonar hf, sem gerir skip- ið út. Skipið tók niðri á grynn- ingum í mynni Grundarfjarðar, svokölluðum Vesturboða við Melrakkaey, um 5 sjómílur frá höfninni, að sögn björgunar- sveitarmanna frá Björgunar- sveitinni Klakki. Mikill viðbúnaður var á Grundarfirði, og voru allar björgunarsveitir á norðanverðu Snæfellsnesi kallaðar út. Þegar í ljós kom að ekki var hætta á ferðum voru aðrar sveitir en Klakkur frá Grundarfirði aftur- kallaðar. Siglt áfram til Njarðvíkur Þegar Ingimundur losnaði af grynningunum og ljóst var að ekki hafði komið leki að skipinu var því siglt áfram til Njarðvík- ur þar sem meta á skemmdir á því frekar. Togarinn Hringur SH 535 sem er í eigu Guðmund- ar Runólfssonar og farið hafði áleiðis til veiða skömmu áður sneri við er kall kom frá Ingi- mundi um að hann væri strand- aður. Helgi SH 135 sem einnig er í eigu Guðmundar Runólfs- sonar hf var í höfn í Grund- arfirði og hélt hann þegar á strandstað. Þegar hann kom þangað hafði Ingimundur losnað af sjálfsdáð- um og að sögn Arnars Krist- jánssonar, skipstjóra á Helga, var ákveðið að Ingimundur héldi áfram för sinni suður þar sem enginn leki reyndist hafa komið að skipinu. Arnar sagði Hring myndi fylgja honum suð- ur fyrir Snæfellsnes. Strandaði í mynni Grundarfjarðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.