Morgunblaðið - 13.03.2004, Síða 4

Morgunblaðið - 13.03.2004, Síða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Einnig eigum við til á súperverði Dodge Ram 1500 bensínbíl, árg. ‘03 RISATILBOÐ Cherokee Overland árg. ‘03 og ‘04 Opið í dag, laugardag, frá kl. 11-16 Netsalan ehf. „Alltaf með nýjungar!“ Knarrarvogur 4 104 R. Sími 517 0220 netsalan@itn.is á nýjum Cherokee jeppum árg. ‘03 og Dodge Ram 2500 Quad Cab Laramie, leður, árg. ‘04 PETER Christmas-Möller, yfir- maður nútímalistardeildar Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn, vildi ekki tjá sig í gær um það hvernig upp- boðshúsið hygðist bregðast við grun- semdum um að mynd sem til stóð að bjóða upp og eignuð var Jóhannesi Kjarval væri fölsuð, að öðru leyti en því að verkið hefði verið dregið af uppboðinu. Morgunblaðið greindi frá því á fimmtudag að grunur léki á að mynd- in, sem í uppboðsskrá Bruun Rasm- ussen er nefnd Pige med harpe, eða Stúlka með hörpu, væri stæling á málverkinu Landslag leikið á píanó eftir Kjarval. Haft var eftir Ólafi Inga Jónssyni, forverði hjá Morkinskinnu, að falsarar hefðu að öllum líkindum málað yfir mynd eftir danska lista- manninn Mogens Hoff, sem boðin var upp hjá Bruun Rasmussen árið 1985. Til uppboðsnúmers myndarinnar þá var vísað í skránni fyrir uppboðið, þar sem til stóð að selja myndina, en það verður haldið 31. mars næstkomandi. Christmas-Möller hefur staðfest við Morgunblaðið að myndin eftir Hoff hafi aftur verið boðin upp hjá Bruun Rasmussen árið 1992, en gefur ekki upp hver kaupandinn var. Myndin sem talin er fölsuð kom áður fram á uppboði hjá Galleríi Borg árið 1994 og var þá nefnd Vorkoma. Þrátt fyrir að hætt hafi verið við að bjóða myndina upp verður hana að finna í uppboðsskrá Bruun Rasmus- sen fyrir uppboðið 31. mars, enda var skráin farin í prentun áður en ákvörð- un var tekin um að draga myndina til baka. Ætluð fölsun ekki boðin upp ÞYRLUÁHAFNIR Landhelgis- gæslunnar og Varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli léku stórt hlutverk á strandstað í Skarðsfjöru í gær þar sem Baldvin Þorsteinsson EA 10 bíður björgunar. Notast var við her- þyrlu Varnarliðsins og TF-SIF, þyrlu Gæslunnar, við að flytja búnað frá landi út í Baldvin Þorsteinsson og norska dráttarskipið Normand Mariner sem kom til landsins í gær. Dráttarskipið fór í átt að Baldvini en þegar það átti eftir 1,3 sjómílur treysti það sér ekki nær og bíður þess að þyrluáhöfn Gæslunnar dragi rúmlega 2 km langa taug úr skipinu yfir í Baldvin. Í gær kom TF-SIF á strandstað um kl. 14 og flutti 10 skipverja út í Baldvin sem hófu frek- ari björgunarundirbúning. Næstu klukkustundunum var varið í að flytja björgunarbúnað út í Baldvin, s.s. keðjuhlekki, lykkjur og fleira. Að sögn Jarle Andersen, verkefn- isstjóra Normand Mariner, voru að- stæður þokkalegar í gær með tilliti til vinda og sjávarstrauma. Einn erf- iðasti hluti björgunarinnar felst hins vegar í því að koma tauginni úr Normand Mariner yfir í Baldvin en það verður reynt í dag, laugardag. „Við þurfum að flytja taugina um 2500 metra vegalengd og í því felst mesta áskorunin,“ sagði Andersen. 1,8 tonna þung dráttartaug Þegar klukkan var orðin 15.45 lenti þyrla Varnarliðsins í fjörunni við strandstaðinn og fundaði áhöfn hennar með björgunarhópnum áður en fyrsta verkefnið hófst. Í fjöru- borðinu beið gríðarþungt kefli sem flytja átti út í Normand Mariner sem rétt glitti í við sjóndeildarhring- inn gegnum brimrótið. Á keflinu var 1.900 metra löng taugin sem liðs- menn Gæslunnar munu fljúga með yfir í Baldvin í dag en sjálft drátt- artógið verður dregið inn á tauginni. Keflið vó rúm 1,8 tonn en burðar- geta Sikorski-herþyrlunnar er á fjórða tonn. Þeim sem fylgdust með af landi fannst nóg um þyngslin og ekki síst hávaðarokið sem feykti fjörusandi inn um allar glufur. Klukkan 17.04 bifaðist keflið upp á við og þyrlan hélt út á haf í átt til Normand Mariner með farminn hangandi neðan í sér. Þegar þyrlan nálgaðist skipið fór keflið að sveifl- ast ískyggilega mikið í vindinum svo mönnum varð ekki um sel. Svo virt- ist sem slaglengdin ykist með hverri sveiflu, með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. Allt gekk þó að óskum og var keflið komið um borð klukkan 17.11. Eftir á sagði einn liðsmanna úr bandarísku sveitinni Morgunblaðinu að vindurinn hefði vissulega verið grimmur og ekki væri æskilegt að láta farminn sveiflast á þennan hátt en enginn hefði þó skaðast. Mikið þyrluflug var áfram yfir strandstað fram til kvölds og um tíma voru báðar þyrlurnar á lofti samtímis við að flytja búnað út í skipin. Í dag bíður áhafnarinnar á TF- SIF vandasamt verkefni sem ekki hefur áður verið framkvæmt. Fljúga þarf þyrlunni löturhægt afturábak 2 kílómetra með áðurnefnda taug yfir í Baldvin og sagði Einar Valsson stýrimaður á TF-SIF það ófyrirséð hvernig þyrlan réði við verkefnið og einnig hvernig taugin legðist í sjáv- arstrauma. Tveir kílómetrar milli skipanna Tveir kílómetrar á milli skipanna eru gífurleg vegalengd í þessu sam- hengi og þarf að fara að öllu með gát. „Það hefur verið álandsvindur lengi þannig að það liggur talsverð- ur straumur upp í fjöruna, sem er hagstætt,“ sagði Einar. „Síðan eru fallastraumar sem liggja með ströndinni og aðgæta þarf hvernig dráttartógið leggst í straumana og hve drátturinn verður þungur.“ Spurður um 2 km þyrluflug aftur- ábak, dragandi taug í sjó, segir hann slíkt ekki þægilegt. „Maður sér lítið afturfyrir sig en það má segja að ekki séu miklar hindranir á leiðinni fyrr en við komum að skipinu. En þetta er vandaverk og óljóst hvað þetta tekur langan tíma.“ Ljóst er að mikill áfangi næst í björgunarferlinu ef tekst að koma tauginni í Baldvin í dag og þá fyrst kemur í ljós hvort hið tröllaukna, nærri 30 þúsund hestafla dráttar- skip nær að draga Baldvin á flot. Þyrluáhöfn Gæslunnar flýgur afturábak með 2 km langa taug í Baldvin EA „Þetta er vandaverk“ Morgunblaðið/Arni Sæberg Norska dráttarskipið Normand Mariner, sem kom til landsins í gær, fór 1,3 sjómílu að Baldvini en treysti sér ekki nær og bíður þess að þyrluáhöfn Gæslunnar dragi rúma 2 km langa taug úr skipinu yfir í Baldvin. Morgunblaðið/Rax Á þessu kefli er 1.900 metra löng taug sem verður flogið með frá Normand Mariner í Baldvin Þorsteinsson í dag. Keflið vegur rúm 1,8 tonn og varð mönnum ekki um sel í gær þegar það var flutt í norska dráttarskipið og keflið sveiflaðist til og frá í rokinu. ÞRETTÁN ára undrabarnið frá Noregi, Magnus Carlsen, sigraði Nikola Sedlak, stórmeistara frá Serbíu, í sjöttu umferð Reykjavík- urskákmótsins í gærkvöld. Skák- snillingurinn ungi er nú með fjóra vinninga. Rússinn Alexey Dreew sigraði Svíann Tiger Hillarp Persson og er þar með einn efstur á mótinu með fimm vinninga. Þá sigraði Dagur Arngrímsson breska skákmeist- arann Miles Ardaman. Þeir Helgi Ólafsson, Þröstur Þór- hallsson, Stefán Kristjánsson og Hannes Hlífar Stefánsson eru efstir af Íslendingunum með 3,5 vinninga hver. Ekki er teflt á mótinu í dag en sjö- unda umferð fer fram á sunnudag. Undrabarn- ið vann stór- meistara  Sex stórmeistarar/55 ÞYRLA varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli varð fyrir vélartruflunum á leið á strandstað fjölveiðiskipsins Baldvins Þorsteinssonar á fjórtánda tímanum í gær og þurfti að snúa við. Átta manns voru um borð og sakaði þá ekki. Flugstjórinn lýsti yfir neyðarástandi þegar þyrlan var stödd um 25 sjómílur suð-austur af Keflavík. Þyrl- an sneri þegar við og lenti klakklaust á Keflavík- urflugvelli 12 mínútum síðar. Önnur þyrla var þá send frá varnarliðinu til að að- stoða við björgunarstörfin, en beðið var um aðstoð varnarliðsins þegar ljóst var að TF-LÍF, þyrla Land- helgisgæslunnar, væri biluð og gæti ekki tekið frekari þátt í björgunarstörfunum að svo stöddu. Minni þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF hefur einnig aðstoðað við björgunarstörfin. Viðgerð tekur fjóra daga Að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelg- isgæslunni hefur gírkassi úr TF-LÍF verið sendur til Noregs til viðgerðar, og er áætlað að viðgerð taki fjóra daga. Gírkassinn kostar um 37-38 milljónir króna, en ekki er ljóst hvað viðgerðin kostar. Leigð var fraktflugvél af Flugleiðum til að koma hlutum af tógi sem nota á til að reyna að draga Baldvin á flot til landsins, segir Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja. Vélin sótti búnaðinn til Noregs og kom hingað til lands um hádegi í gær. Búnaðurinn var svo fluttur á strandstað með bílum. Þyrlur úr leik við björgunarstörf Morgunblaðið/Arni Sæberg Flugvirkjar hófu í gær viðgerð á þyrlunni TF-LÍF. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.