Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Nei, nei Sigga, þú átt ekki að hlusta á blaðrið, það er plommpið. Hann hefur svo dásamlegt plommp, plommp. Háskólakynningin 2004 Mikil orka og eftirvænting Allir hérlendu skól-arnir sem bjóða núupp á nám á há- skólastigi kynna valkosti sína á sameiginlegri kynn- ingu nú um helgina. Af því tilefni ræddi Morgunblað- ið við Björk Håkansson, sem starfar hjá markaðs- og kynningardeild Há- skóla Íslands, en kynning- in fer fram á umráðasvæði skólans. – Segðu okkur fyrst frá stað og stund … „Háskólakynningin fer fram á svæði Háskóla Ís- lands á morgun, sunnu- daginn 14. mars kl. 11–17. Allir háskólar á landinu standa að þessari kynn- ingu þ.e. Garðyrkjuskól- inn, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Hólaskóli, Kennarahá- skóli Íslands, Landbúnaðarhá- skólinn á Hvanneyri, Listaháskóli Íslands, Tækniháskóli Íslands og Viðskiptaháskólinn á Bifröst.“ – Er þetta orðið að föstum lið í skólastarfinu hér á landi? „Já, það er komin viss hefð á kynningu á námsframboði háskól- anna. Hún hefur verið til í ýmsum myndum í gegnum árin og verður stöðugt umfangsmeiri, eftir því sem skólunum fjölgar. Háskólarn- ir eiga jafnframt í góðu samstarfi við framhaldsskólana um þennan viðburð, til þess að hann nýtist nemendum þeirra sem best, og gera til dæmis námsráðgjafar framhaldsskólanna ráð fyrir þess- ari kynningu í sínu skipulagi. En það eru ekki einungis fram- haldsskólanemar sem sækja kynninguna, hingað kemur fólk á öllum aldri, jafnvel heilu fjölskyld- urnar. Af þeim sem skrá sig í há- skóla ár hvert er aðeins um 65% að koma beint úr framhaldsskól- um. Allir hinir er fólk á öllum aldri og það er í takt við tímann, sam- félagið þarf á háskólamenntuðu fólki að halda.“ – Hvað eru þetta margir há- skólar? „Í dag eru skólar á háskólastigi 10 talsins, sá nýjasti er Garð- yrkjuskólinn. Skiptingin milli höf- uðborgar og landsbyggðar er hnífjöfn, 5 eru í Reykjavík en 5 á Norður- og Vesturlandi.“ – Hvernig verður kynningin sett upp? „Hver háskóli verður með til- tekið svæði á kynningunni og þar munu fulltrúar skólanna, kennar- ar, nemendur og námsráðgjafar taka á móti gestum, svara fyrir- spurnum og miðla upplýsingum og kynningarefni. Leiðbeiningar um staðsetningu hvers skóla og námsgreinarnar sem þeir bjóða verður dreift á kynningarsvæðinu auk þess sem ýmsar hagnýtar upplýsingar varðandi kynninguna er að finna á vefslóðinni www.ha- skolar.is“ – Er hægt að segja frá ein- hverju nýju eða athyglisverðu? „Allir skólarnir brydda upp á einhverjum nýjungum, Viðskiptaháskólinn á Bifröst býður til dæmis nýtt meistaranám í mennta- og menning- arstjórnun og lögfræði, við Háskólann á Akur- eyri verður nú í fyrsta sinn diplómanám í frumkvöðla- fræði og kennsla er að hefjast í samfélags- og hagþróunarfræði og fjölmiðlafræði. Hvað varðar nýjungar við Tækniháskólann má nefna fjarnám í iðnfræði og fjar- nám er að hefjast í rekstrardeild og við Háskólann í Reykjavík verður í fyrsta sinn í boði tungu- málatengt viðskiptanám. Listahá- skólinn fitjar nú upp á kennara- réttindanámi fyrir tónlistarfólk og mun kynna nýtt fræðinám í leik- listardeild sem nefnist Fræði og framkvæmd. Hvað varðar nýjung- ar við Háskóla Íslands kemur mér í hug safnfræði, menningarfræði, upplýsingatækni í heilbrigðisvís- indum og heilsuhagfræði. Þetta voru bara nokkur dæmi um þær nýjungar sem verða kynntar 14. mars og er þá ótalið allt sem há- skólinn á Hólum, Landbúnað- arháskólinn á Hvanneyri og Garð- yrkjuskólinn hafa nýtt á sinni námskrá.“ – Er aðsókn á svona kynningar góð og standa þær undir vænting- um? „Mikil aðsókn hefur verið á há- skólakynninguna og hún eykst ár frá ári. Þarna gefst tilvonandi há- skólastúdentum tækifæri til þess að ná persónulegu sambandi við bæði kennara og nemendur, þeir hafa möguleika á að bera saman námsleiðir milli skóla og geta safnað miklu magni kynningar- efnis og upplýsinga á einum stað. Það er ekki annað að sjá en að gestir séu hæstánægðir með þetta fyrirkomulag, stemningin er ein- stök. Það er mikil orka og eftir- vænting á svona stað, þar sem fólk er að taka stórar ákvarðanir um framtíðina.“ – Hvernig kemur það út að þessir samkeppnisaðilar samein- ist á þennan hátt? „Sameiginleg kynn- ing háskólanna er fyrst og fremst hugsuð sem þjónusta fyrir tilvon- andi nemendur og sam- starfsnefndin sem stendur að kynning- unni er einfaldlega þeirra skoðunar að sú þjónusta sé best veitt með því að standa sam- an að viðburðinum. Hvað sam- keppnina varðar þá er hún vissu- lega fyrir hendi, það er alveg ljóst. Í þessu samhengi má samt ekki gleyma því að milli háskólanna er einnig mikið samstarf með einum eða öðrum hætti.“ Björk Håkansson  Björk Håkansson er Reykvík- ingur af sænsku bergi brotin. Hún lauk BA-prófi í fjölmiðla- fræðum frá Háskólanum í Ála- borg í Danmörku og MA-námi í milliríkjasamskiptum frá West- minster-háskólanum í Lund- únum. Björk starfar nú sem verkefnastjóri í markaðs- og samskiptadeild Háskóla Íslands. Sambýlismaður er Þiðrik Ch. Emilsson kvikmyndagerð- armaður og eiga þau samanlagt þrjú börn, Freyju, Diljá og Hákon. Ekki einungis framhalds- skólanemar sem sækja kynninguna „MIKLUM áfanga er náð í okkar réttindabaráttu,“ segir Kjartan Kristjánsson, sjóntækjafræðingur og eigandi Optic Studíó, sem fagnaði á fimmtudagsmorgun ásamt starfs- fólki sínu, samþykkt Alþingis á lög- um sem gera sjóntækjafræðingum kleift að stunda sjónmælingar. „Starfsréttindabarátta okkar er nánast á enda, því við erum búin að fá þessi lög samþykkt og getum farið að starfa eins og kollegar okkar á Norðurlöndum, um það vorum við fyrst og fremst að biðja, enda höfum við menntunina til þess,“ segir hann. Alþingi samþykkti lögin, með öll- um greiddum atkvæðum, hinn 8. mars síðastliðinn og taka þau gildi 15. júní næstkomandi. „Við væntum þess að reglugerðir með lögunum verði með sama hætti og í nágranna- löndum okkar þar sem við sóttum okkar nám. Það má segja að sjón- mælingar hafi verið stundaðar hér á landi í mörg ár, því aldrei hefur verið amast við því að fólk fengi mælingu fyrir linsum hjá sjóntækjafræð- ingum,“ segir Kjartan. Sjóntækjafræðingar hér á landi eru um 50 talsins. „Margir eru búnir að vera með þessa menntun til margra ára en hafa mátt búa við það að geta ekki starfað við sitt fag. Við fögnum því að sjá fyrir endann á því. Það má kannski segja að þetta hafi í sjálfu sér verið mjúk og góð lending, því á tímabili virtist vera harka í þessu, en í raun varð nokkuð góð sátt um málið,“ segir hann. Morgunblaðið/Jim Smart Sjóntækjafræðingar fögnuðu samþykkt laga á Alþingi sem gefa þeim réttindi til sjónmælinga. Miklum áfanga náð í réttinda- baráttu sjóntækjafræðinga HÆSTIRÉTTUR hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. júní 2003 og vísað honum heim í hérað til munnlegs málflutnings og dómsálagningar, en málið höfðaði Júlíus Sólnes, prófessor í verkfræði við HÍ, gegn íslenska ríkinu og HÍ. Stefnandi krafðist endurgreiðslu á 128 þúsund krónum sem teknar höfðu verið af honum til greiðslu launatengdra gjalda, ásamt vöxtum. Þá krafðist hann að viðurkennt yrði að stefndu væri óheimilt að draga launatengd gjöld, samtals 19,68% frá úthlutunum til hans af heildarfram- lagi ritlauna- og rannsóknasjóðs pró- fessora, sem stofnaður var með ákvörðun kjaranefndar 2. júlí 1998. Meginmálsástæða stefnanda var sú að launatengdu gjöldin væri gjöld sem stefnu bæri að greiða án frá- dráttar frá launum hans og væru gjöldin því honum óviðkomandi. Með þessu væri hann sem launþegi látinn bera gjöld sem hann ætti ekki að greiða heldur stefndu, launagreið- endur hans. Fyrir því væri engin lagaheimild. Héraðsdómur hafnaði þessari málsástæðu og komst að þeirri niðurstöðu að kjaranefnd hefði verið skylt að sjá til þess að launa- tengdum gjöldum væri skilað til lög- mætra viðtakanda af þeim fjármun- um sem hún úthlutaði sem launum og námu árlegu ráðstöfunarfé henn- ar. Hæstiréttur segir í dómi sínum að skort hafi á í héraðsdómi að tekin hafi verið rökstudd afstaða til ann- arra málsástæðna stefnanda. Ekki heldur hafi verið tekin afstaða til varakröfu hans. Samkvæmt því var dómurinn talinn vera þeim ann- mörkum háður að ekki yrði hjá því komist að ómerkja hann og vísa mál- inu aftur heim í hérað. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason, Ólafur Börkur Þorvalds- son og Pétur Kr. Hafstein og Þor- geir Ingi Njálsson héraðsdómari. Atli Gíslason hrl. og Guðmundur B. Ólafsson hdl. fluttu málið fyrir stefn- anda og Skarphéðinn Þórisson hrl. og Jón R. Pálsson hdl. fyrir stefnda ríkið, og Hörður Felix Harðarson hrl. fyrir stefnda HÍ. Dómur í máli prófessors ómerktur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.