Morgunblaðið - 13.03.2004, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 13.03.2004, Qupperneq 23
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 23 Reykjavík | Hugmyndir um Sundabraut hafa undanfarið gengið gegnum langt umræðu- og matsferli og hafa skipulags- yfirvöld nú komið sér niður á tvo meg- inkosti sem standa upp úr. Þar er um að ræða annars vegar svonefnda innri leið, eða eyjalausn, sem samanstendur af um 100 metra landfyllingu út frá Gelgju- tanga, 60–70 metra langri brú yfir á um 500 metra langa manngerða eyju í miðri Kleppsvíkinni en þar tekur við 170–200 metra löng brú yfir á Gufuneshöfða þar sem vegurinn fer inn í um 400 metra löng jarðgöng í gegnum höfðann Hins vegar er um að ræða svonefnda ytri leið, sem felur í sér tvo kosti, annars vegar hábrú, sem líkist helst stórum brúm erlendis. Það sem ræður mestu um gerð mannvirkisins er sú krafa að á sigl- ingarrennunni, sem skal vera 135 metra breið, sé frí hæð 48 metrar undir brúna. Miðlína siglingarrennu er 150 m frá framtíðarhafnarbakka. Hinn kosturinn í ytri leiðinni eru botngöng. Í framtíðaráformum Sundabrautar er síðan hugmyndin að brúa einnig Kolla- fjörðinn. Með því myndi leiðin inn á Kjal- arnes styttast töluvert auk þess sem um- ferð um Mosfellsbæ myndi minnka. Að sögn Björns Inga Sveinssonar borgarverkfræðings fór mat á umhverfis- áhrifum beggja kosta jafngildra inn til umsagnar hjá Skipulagsstofnun fyrir þrem vikum. Skipulagsstofnun skilaði sínum athugasemdum við skýrsluna í fyrradag. „Þær athugasemdir höfum við nú undir hendi og munum bregðast við þeim. Borgin, Vegagerðin og ráðgjafar okkar munu fara yfir þessar athuga- semdir og koma inn í skýrsluna þeim upplýsingum sem taldar eru ónógar og senda síðan aftur til Skipulagsstofnunar. Athugasemdirnar voru óverulegar og snerust mest um frekari gögn frá okkur,“ segir Björn Ingi og bætir við að kostirnir sem um er rætt séu allir ágætir. Tuttugu og fjórar vikur í leyfi Þegar Vegagerðin og Reykjavíkur- borg hafa brugðist við athugasemdunum fer skýrslan aftur inn á borð til Skipu- lagsstofnunar. Þá hefst hið eiginlega mat á umhverfisáhrifum. Allur sá ferill tekur um tuttugu og fjórar vikur. Skipulags- stofnun fer þá í úrskurðarferlið og skilar sínum úrskurði. Þá hefst kæruferli, kjósi hagsmunaðilar að kæra niðurstöðu til ráðherra. „Alls er gert ráð fyrir um tutt- ugu og fjórum vikum þar til úrskurður ráðherra við hugsanlegum kærum liggur fyrir. Að því loknu er hægt að gefa út framkvæmdaleyfi, að því gefnu að ekkert í úrskurðinum komi í veg fyrir það að af framkvæmdinni geti orðið. Vissulega er síðan heilmikil hönnunarvinna framund- an,“ segir Björn Ingi. Þrjár útfærslur á Sundabraut fara bráðlega í umhverfismatsferli hjá Skipulagsstofnun Eyjalausn, hábrú eða botngöng Myndvinnsla/ONNO í samvinnu við Línuhönnun Ytri leið Sundabrautar, hábrúarlausn: Hér þarf að gera ráð fyrir umferð skipa að Sundahöfn. Brúin verður um 48 metra há þar sem hún rís hæst á um 135 metra kafla. Einnig er möguleiki á botngöngum. Innri leið Sundabrautar, eyjalausn: Með eyjalausninni þarf ekki að gera ráð fyrir aðgangi stórra skipa að höfninni. Þó krefst hún nokkurrar landmótunar því 500 m löng manngerð eyja verður í miðri Kleppsvík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.