Morgunblaðið - 13.03.2004, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 13.03.2004, Qupperneq 28
LANDIÐ 28 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Vestmannaeyjar | Alla tíð síðan 1985 hefur Guðlaugssundið svokall- aða verið synt en það er gert til að minnast björgunar Guðlaugs Frið- þórssonar en hann synti sex kíló- metra leið til Heimaeyjar eftir að bátur sem hann var skipverji á, Hellisey VE, fórst aðfaranótt 12. mars 1984. Í ár syntu sjö alla leið, á fimmtudagskvöld byrjuðu þrjár stúlkur úr Sunddeild ÍBV, þær Berglind Brynjarsdóttir, Tinna Rún Kristófersdóttir og Eva Ösp Örn- ólfsdóttir að synda og voru þær all- ar um eða rétt undir tveimur klukkustundum að ljúka sundinu. Það var svo um fjögurleytið í gær- morgun sem þeir Magnús Krist- insson, Jóhann Halldórsson, Óskar Óskarsson og Allan Allisson lögðu af stað í þessa löngu ferð sem er 240 ferðir í sundlaug Íþróttamiðstöðv- arinnar í Vestmannaeyjum. Einnig voru á ferð fjórir vaskir starfsmenn Íþróttamiðstöðvarinnar sem syntu boðsund og hver um sig synti einn og hálfan kílómetra. Um talninguna sáu þeir Guðlaugur Friðþórsson og Friðrik Ásmundsson sem að öðrum ólöstuðum hefur haldið þessu mikla afreki á lofti í gegnum árin. Það var svo um hálfsjö leytið um morguninn sem kapparnir kláruðu sundið og skelltu sér að sjálfsögðu í pottana á eftir. Guðlaugur Friðþórsson hélt svo stutta ræðu þar sem hann þakk- aði sundköppunum fyrir og afhenti Björgunarfélaginu 900 þúsund krónur sem Magnús Kristinsson hafði séð um að safna frá útvegs- bændum í Eyjum. Sagði Guðlaugur að sundið hefði alltaf verið til að minna á öryggismál sjómanna og því hefði þeim þótt vel við hæfi að gefa þessa gjöf í tilefni tuttugu ára afmælis björgunarinnar. Adolf Þórsson formaður Björgunar- félagsins tók við gjöfinni og sagði hana koma sérstaklega vel að not- um á þessum tíma enda væri verið að gera björgunarbátinn Þór klár- an fyrir næstu átök. Svo var boðið upp á rjómatertu og kaffi og kom það í hlut ábúandans á Suðurgerði 2, Atla Elíassonar að skera fyrstu tertusneiðina ofan í konu sína, Kristínu Frímannsdóttur en Guð- laugur bankaði upp á hjá þeim hjónum, kaldur og hrakinn eftir að hafa gengið yfir hraunið. Syntu Guðlaugssund á 20 ára afmæli Morgunblaðið/Sigurgeir Að loknu sundinu: Guðlaugur Friðþórsson afhenti félögum í Björgunarfélaginu 900 þúsund krónur, en Magnús Kristinsson hafði frumkvæði að því að safna því hjá útvegsbændum í Eyjum. Guðlaugur þakkaði sundköppunum fyrir stuðninginn, en þeir syntu sex kílómetra í Vestmannaeyjalaug í gær. Guðsþjónusta í Þorgeirskirkju Níu kirkju- kórar syngja saman SUNNUDAGINN 14. mars verður mikið um að vera í Þorgeirskirkju að Ljósavatni. Þar ætla söfnuðir úr þremur prestaköllum að sameinast í guðsþjónustu. Á þessu svæði starfa 9 kirkjukórar og munu kórfélagar úr þeim öllum mynda öfluga söngsveit sem syngur við messuna. Yfirstjórnandi er Dagný Pétursdóttir, en hún ásamt söngstjórum kirkjukóranna á svæðinu (Björgu Sigurbjörns- dóttur, Petru Björk Pálsdóttur og Juliet Faulkner) hafa æft kórfélagana hver á sínum stað. Síðastliðið fimmtudagskvöld var sameiginleg æfing í Þor- geirskirkju. Var tignarlegt að heyra í þessum stóra kirkju- kór, en hljómburður í Þor- geirskirkju er sérstaklega góður, segir í fréttatilkynn- ingu. Í messunni á sunnudaginn, sem byrjar kl. 14, mun sr. Gylfi Jónsson prédika, en sr. Þorgrímur Daníelsson á Grenjaðarstað og sr. Pétur Þórarinsson í Laufási þjóna fyrir altari. Allir eru velkomn- ir í Þorgeirskirkju þennan sunnudag. MÁLVERKASÝNING fer nú fram á óvenjulegum stað á Sauðárkróki, nánar tiltekið á bílasölu Bifreiða- verkstæðisins Áka. Um er að ræða málverk Gunnars Friðrikssonar sem munu standa uppi til 16. mars. Frá þessu greinir á fréttavefnum www.skagafjordur.com og talað þar um listamanninn Gunna Frissa, enda þekkjast Króksarar varla undir þeirra upprunalegu skírn- arnöfnum og þeir jöfnum höndum kenndir við viðurnefni maka sinna sem foreldra. Málverkasýning á bílasölu Fljót | ,,Mér finnst þetta hafa verið farsæll og góður tími hérna fyrir norðan. Mér hefur líkað vel að búa og starfa í Hofsós- og Hólapresta- kalli. Ég kom inn í prestakall þar sem mikið var og er af góðu sam- starfsfólki sem ber umhyggju fyrir kirkjunni og starfi hennar og svo hef ég verið svo lánsöm að hafa góða organista og kórfólk mér við hlið,“ sagði séra Ragnheiður Jónsdóttir, sóknarprestur í Hofsós- og Hóla- prestakalli, þegar fréttaritari hitti hana í vikunni. Ragnheiður mun taka formlega við prestsembætti í Mos- fellsprestakalli nk. sunnudag. „Ég var skipuð sóknarprestur í Hofsósprestakalli 15. október 1998 Þjónustu minnar hefur verið ákaf- lega vel tekið og fólk verið opið og hvetjandi til samvinnu og í garð kirkjunnar. Í því sambandi vil ég sérstaklega nefna barnastarfið sem ég hef verið með í grunn- og leik- skólum í prestakallinu.“ Ragnheiður hefur undanfarið ver- ið að kveðja söfnuðina sem hún hefur þjónað í Skagafirði. Fyrstu tvö árin tilheyrðu fjórar sóknarkirkjur prestakallinu. Auk Hofsóskirkju voru það kirkjurnar á Hofi á Höfð- aströnd, Felli í Sléttuhlíð og Barði í Fljótum. Auk þess eru bænhúsið í Gröf og Knappstaðakirkja, en í þess- um tveim húsum hefur verið ein guðsþjónusta á ári. Árið 2001 var svo tekin ákvörðun um að kirkjurnar í Viðvík í Viðvíkursveit og Hóladóm- kirkja í Hjaltadal skyldu færast und- ir Hofsósprestakall og eftir það nefnt Hofsós- og Hólaprestakall. Þó svo að Ragnheiður hafi kvatt söfn- uðina á hún nokkur embættisverk eftir fyrir norðan, m.a. mun hún koma og ferma börnin í vor. Ragnheiður segir að henni sé mjög minnisstætt þegar hún tók við embættinu á Hofsósi í norðan stór- hríð og vonskuveðri og snjóþungur og rysjóttur vetur fylgdi í kjölfarið. Hún var borgarbarn, hafði búið í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Ef- laust hafi einhverjir hugsað, skyldi hún hafa veturinn af? Hún náði hins vegar að aðlaga sig gerbreyttum aðstæðum og hefur nú búið á Hofsósi í fimm vetur. Eitt ár var hún fjarverandi, en þá stundaði hún nám í sálgæslufræðum í Banda- ríkjunum. ,,Mér er efst í huga á þessum tíma- mótum mikið þakklæti til sóknar- barna minna og raunar allra í Skaga- firði fyrir góða og uppbyggilega samvinnu og samstarf á þessum ár- um. Hér er mannlíf gott og umhverfi fagurt allan ársins hring sem ég á eftir að sakna og bið Guð að blessa. Ég vil einnig nefna að hér hefur ver- ið ákaflega gott og öflugt samfélag meðal prestanna sem ég tel afar dýr- mætt. Einnig hef ég átt gott sam- starf við vígslubiskupana á Hólum þennan tíma,“ sagði Ragnheiður Jónsdóttir að lokum. Presturinn kvaddur: Sigurður Steingrímsson formaður sóknarnefndar Barðskirkju afhenti séra Ragnheiði Jónsdóttur blóm í kaffisamsæti. Efst í huga þakklæti fyrir árin með Skagfirðingum Hvammstangi | Tónlistarskóli V- Hún. hélt upp á Tónlistardaginn 2004, með fernum tónleikum hinn 1. mars á fjórum stöðum á Hvamms- tanga; í tónlistarskólanum, sjúkra- húsinu, íbúðum aldraðra og Hvammstangakirkju. Voru tónleik- arnir vel sóttir og þóttu góð tilbreyt- ing í mannlíf héraðsins. Skólastjórinn, Elínborg Sigur- geirsdóttir, sagði í viðtali við Morg- unblaðið frá starfseminni. Tónlistarskóli V-Hún. hefur starf- að í 35 ár. Nemendur eru 125 á vor- önn 2004, þar af eru 11 í forskóla og er þetta hæsta hlutfall nemenda frá upphafi skólans. Kennt er á strengjahljóðfæri, blásturshljóðfæri, gítara, rafhljóðfæri, slagverk, harm- onikku og söng. Bókleg fög eru tón- fræði, tónlistarsaga og tónheyrn. Starfsmenn eru átta auk skólastjóra. Nemendur koma víða fram og má þar nefna; Músíktilraunir, Söngv- arakeppni Samfés, Söngvarakeppni Grunnskólans, kirkjuhljómsveitir og viðburði tengda kirkjustarfi héraðs- ins, auk reglulegra tónleika í Tónlist- arskólanum. Í fjárhagsáætlunum Tónlistar- skólans er alltaf gert ráð fyrir ákveð- inni upphæð til endurnýjunar og við- halds hljóðfæra. Nú væri æskilegt að skólinn gæti eignast flygil. Skólinn á marga velunnara og má nefna að í árslok 2003 gaf Sparsjóður Húna- þings og Stranda skólanum 100.000 krónur. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Hljómleikar í Hvammstangakirkju: Á myndinni eru, í efri röð frá vinstri, Birkir Þór Þorbjörnsson, Sverrir Jónsson, Ásgeir Trausti Einarsson og Kristinn Arnar Benjamínsson. Neðri röð f.v., kennarinn, Jóhann Bene- diktsson, Sigrún Soffía Sævarsdóttir og Magnús Gunnar Hallmundsson. Tónlistarskólinn blómstrar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.