Morgunblaðið - 13.03.2004, Page 31
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 31
ÞETTA var nú frekar óheppilega
orðað hjá henni greyinu, sagði
mamma, jafnmiður sín og ég og vísaði
til orða afgreiðslustúlkunnar um að
ég gæti prófað að
skoða föt í einni
verslun sem seldi
fatnað fyrir feitar
konur. Já, svaraði
ég og saug upp í
nefið. Mig langaði að fara að grenja.
Það sem eftir var dagsins laumaðist
ég til að horfa á nánast allar konur á
svæðinu og mæla þær út. Þarna gat
ég ekki betur séð en að það væru fullt
af konum mun feitari en ég og því
fannst mér þetta enn alvarlegri orð
frá ungu afgreiðslukonunni. Af
þrjóskunni einni saman keypti ég síð-
an gallabuxur sem ég reyndar fór
ekki í fyrr en mörgum vikum seinna.
Ég ákvað líka að fara ekki strax á
vigtina aftur, ég yrði bara þunglynd.
Reyndar er þunglyndi eftir barns-
burð mjög algengt hjá konum.
Mamma varð t.d. alltaf þunglynd eftir
sínar þrjár barneignir og það erf-
iðasta fyrir hana var að á þeim tíma
var engin umræða um fæðing-
arþunglyndi og hún skildi því ekkert í
því hvers vegna henni leið svona illa.
Hún hefur sagt mér að oft hafi hún
farið að grenja út af engu og til að
gera þetta allt saman verra, skildi
pabbi náttúrulega ekki upp né niður í
neinu. Sem betur fer er þetta breytt í
dag og umræðan orðin opin. Í fyrstu
skoðuninni þinni á heilsugæslunni var
mér t.d. sagt að þegar ég kæmi með
þig í 9 vikna skoðunina yrði ég látin
taka próf sem ætti að meta andlega
líðan mína. Mér fannst þetta ofboðs-
lega sniðugt og sagði öllum vinkonum
mínum frá þessu. Reyndar hlakkaði
ég til að taka þetta próf, allt svona
lagað er einmitt eitthvað sem ég hef
áhuga á og finnst spennandi.
DAGBÓK MÓÐUR
Próf sem
metur andlega
líðan
Meira á mánudag.
MILLJÓNIR Ítala hefja morguninn á því að
skella í sig einum bolla af espressó-kaffi, hvort
sem er heima eða á kaffihúsi á leið til vinnu. En á
undanförnum árum hefur kaffið fengið á sig
slæmt orð.
Dr. Chiara Trombetti, næringarfræðingur í
Bergamo á Norður-
Ítalíu, er þó á öðru
máli og segir best
að gleyma þessum
hryllingssögum af
kaffi. Mark Duff hjá
BBC í Mílanó hefur
eftir henni á vef
BBC að vísindaleg
rök séu fyrir því að
njóta espressó-
bollans á morgnana
og hafa ekki áhyggjur af áhrifum hans á heilsuna.
Hún segir að kaffi sé gott fyrir okkur og því
sterkara því betra. Ítalskt espressó-kaffi er því
mun betra en þunnt kaffi eða skyndikaffi.
Þrátt fyrir að dr. Trombetti finnist kaffi vont
segir hún margvíslegar vísindalegar sannanir
fyrir þessu. Í kaffi er tannín og andoxunarefni,
sem eru góð fyrir hjarta og æðar, segir hún, og
kaffi getur læknað höfuðverk, er gott fyrir lifrina
og getur komið í veg fyrir skorpulifur og gall-
steina. Þá segir hún koffínið geta minnkað líkur á
asmaköstum og bætt blóðrás til hjartans.
Kaffi er samt ekki fyrir alla. Of mikil kaffi-
drykkja getur aukið taugaveiklun, valdið of hröð-
um hjartslætti og handskjálfta. Óléttum konum,
hjartasjúklingum og fólki með magasár er ráð-
lagt að forðast kaffi. Og dr. Trambetti segir að
enginn ætti að drekka meira en þrjá til fjóra bolla
af kaffi á dag. Samt heldur hún því galvösk fram
að mjólkurkaffi væri góð byrjun á löngum degi
syfjaðra ítalskra skólabarna, næstu kynslóð kaffi-
unnenda. En ætli mörgum foreldrum hrylli ekki
við þeirri tilhugsun?
HEILSA
Espressó-
kaffi hollt í
hóflegu magni
Nýlega var greint frá því á vefmiðliThe Guardian, að kona nokkur,Myrna Blyth, fyrrum ritstjóri
kvennatímarits, hafi gefið út bókina
„Spin Sisters“, þar sem hún lætur fyrrum
starfssystur sínar fá það óþvegið. Hún
ásakar ritstýrur glans-kventímarita sem og
sjónvarpskonur í fremstu víglínu um að-
eyðileggja líf milljóna kvenna með stöðugum
áróðri um að þær eigi að vera mjög grannar,
fagrar og sækjast eftir frama um
leið og þær eigi að sinna fjöl-
skyldu. Hún segir þessa mafíu
glamúrkvenna gefa fyrirmæli í
gegnum tímarit og sjónvarp,
um það hvernig konur skuli
klæðast, hvað þær láti ofan í
sig og hvernig þær eigi að
hegða sér í svefnherberginu.
Þannig sé alið á ótta og óör-
yggi kvenkyns lesenda og
áhorfenda.
„Ég skrifaði þessa bók til
að segja konum sannleik-
ann um þann heim sem ég
þekki vel af eigin raun. Um
vald fjölmiðla, áhrif og
blekkingu. Ég tók sjálf
þátt í þessu.“
Ein ástæða þess að bók-
in hefur vakið hörð við-
brögð er sú staðreynd að
Blyth sviptir hulunni af
öllum þeim brögðum sem
beitt er í tímaritum og
sjónvarpi. „Nánast hver
einasta mynd sem birtist
af konu í glans-kventíma-
ritum hefur til dæmis verið
„löguð“. Fyrirsæturnar eru
gerðar grennri og hærri með
því að ýta á takka í tölvu og
sama má segja um húð þeirra
eða hvað sem þurfa þykir, svo
þær líti út fyrir að vera full-
komnar.“
Systur hennar í bransanum hafa
að sjálfsögðu brugðist ókvæða við
bókinni en aðrir telja Blyth hafa nokk-
uð til síns máls. Einn þeirra er stjórn-
andi fjölmiðlarannsókna í Rutg-
ers-háskólanum. Hann
segist dást að henni fyr-
ir að „koma út úr
skápnum“ og opinbera
þessa hluti. Hann segir
augljóst að þessi tíma-
rit ali á rang-
hugmyndum kvenna
um hvernig hið full-
komna heilbrigði, útlit
og lífstíll eigi að vera,
því það sé einmitt gert
á þann hátt að skað-
legt geti talist.
„Þarna birtist þrá-
hyggja um að bæta
sjálfan sig endalaust.
Það sem ég sé þegar
ég fletti Vogue er svo
sannarlega auglýsing
og upphafning á lyst-
arstoli.“
TÍSKA
Mafía glamúrkvenna: Fyr-
irmæli eru gefin í tímaritum og
sjónvarpi, um hvernig konur
skuli klæðast, hvað þær láti ofan í
sig og hvernig þær eigi að hegða
sér í svefnherberginu.
Lystarstoli haldið við
af konum í fjölmiðlum
khk@mbl.is
Kringlunni, sími 588 1680.
iðunn
tískuverslun
Ný
sending
af vorvörum
Plantaforce er notað í súpur, sósur, pottrétti og fleira. Plantaforce er upplagt til
notkunar í stað súputeninga og annars krafts í súpur og sósur. Það er einfalt að
laga ljúffengt jurtaseyði með því að hella heitu vatni í bolla með 1/2 tsk af Plantaforce.
Plantaforce kryddjurtateningar koma í þremur bragðtegundum, basil-timían,
steinselja og herbes provence.
Plantaforce
l í f r æ n n j u r t a k r a f t u r
fiessar vörur
eru a› sjálfsög›u
lausar vi› MSG eins og
allar vörur sem fást í
Heilsuhúsinu.
Plantaforce eru úr vottaðri lífrænni
ræktun og merktar með þýska
BIO gæðastimplinum því til
staðfestingar.
K
R
A
F
T
A
V
E
R
K