Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 34
FERÐALÖG 34 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þegar okkur stóðu til boðahúsaskipti við fjölskyldu íPalermo á Sikiley, slógumvið strax til þar sem okkur langaði til að fara sunnarlega í sól- ina,“ segja hjónin Ágúst Jóhann- esson endurskoðandi og Ragnheiður Bachmann ljósmóðir, sem fóru í þriggja vikna frí til Sikileyjar síðasta sumar ásamt börnum sínum Gunn- ari, 17 ára, Þóru, 15 ára, og Brynju, 7 ára. Þau segja reynsluna af húsa- skiptunum góða og eru þau nú að skoða sams konar ferðamöguleika fyrir komandi sumar í gegnum Int- ervac þar sem þau eru með eign sína á skrá ásamt fjölmörgum öðrum íbúðareigendum um heim allan. Þau hafa nú þegar fengið nokkur tilboð og stefna helst á Bretland, Dan- mörku eða Þýskaland. „Kunningi, sem hafði oft nýtt sér þennan möguleika, sagði okkur frá Intervac fyrst fyrir um átta árum. Það var síðan í febrúar á síðasta ári að við slógum til í aðdraganda Íraks- stríðs. Við fórum inn á Intervac.is þar sem er að finna allar nauðsyn- legar upplýsingar. Skráning gildir í eitt ár í senn og kostar fimm þúsund krónur, en samtökin voru stofnuð ár- ið 1953 af svissneskum kennurum, sem voru að leita ódýrra leiða til að ferðast. Öll samskipti fara nú fram á Netinu og byggjast þau mest á gagn- kvæmu trausti manna í milli. Int- ervac heldur úti sérstökum vef, sem öllum er frjálst að skoða, en meðlimir fá sérstakt númer og lykilorð til að nálgast aðra meðlimi. Best er að vera búinn að skrá sig inn á vefinn í nóv- ember eða desember fyrir komandi sumar. Nauðsynlegt er að hafa tengi- lið til að taka á móti gestum og kenna þeim á helstu heimilistæki.“ Þegar ákvörðun fjölskyldunnar hafði verið tekin þurfti að finna leiðir til að komast á áfangastað en þá vandaðist málið. Við fyrstu athugun virtist sem fljúga þyrfti í gegnum Róm en þangað var ekki hægt að komast beint frá Íslandi og því stefndi í þrjá flugleggi. Í maíbyrjun hóf írska lággjaldaflugfélagið Ryan- air hins vegar að bjóða beint flug á milli Stanstead og Palermo sem fjöl- skyldan ákváð að grípa. Niðurstaðan var því sú að flogið var með Iceland Express til Stanstead 22. júlí, gist á flugvallarhóteli yfir nótt og síðan flogið daginn eftir áfram beint til Pal- ermo. Þar tóku á móti íslensku gest- unum vinahjón fjölskyldunnar, sem átti íbúðina, og hjálpuðu Íslending- unum við að feta fyrstu skrefin á nýju heimili. Á meðan flaug ítalska fjöl- skyldan til Íslands. Tengiliðir nauðsynlegir Það truflaði þau Ágúst og Ragn- heiði aldrei að vita af öðru fólki í hús- inu sínu, en náinn ættingi var erlendu gestunum innan handar ef á þurfti að halda. Í húsið þeirra komu skóla- stjórahjón með tvær uppkomnar dætur sínar. Ágúst og Ragnheiður rýmkuðu til í fataskápum og þar sem Ítalirnir komu frá hlýju svæði, var skíðafatnaðurinn boðinn fram til notkunar. Hann mun hafa verið í stöðugri notkun allan tímann enda hitinn ekki „nema“ 12–15 gráður á Íslandi í júlí og ágúst. Hitinn í Pal- ermo á sama tíma var í kringum 35– 40 gráður og því reyndust veðra- viðbrigðin mikil hjá öllum. Þetta var í tíunda sinn sem gest- irnir frá Sikiley höfðu húsaskipti enda líkaði þeim fyrirkomulagið vel og höfðu ferðast um allan heim með þessu móti. Þau heilluðust af Íslandi. Þeim fannst náttúran ósnortin, víð-  HÚSASKIPTI | Mikið framboð af skemmtilegum skiptimöguleikum á húsnæði á Netinu Fengu afnot af íbúð og bílum á Sikiley Sól og sumar: Mondello-ströndin í Palermo blasir hér við og næsta nágrenni hennar. Í fríi: Fjölskyldan er hér á fínum veitingastað í Palermo. Ágúst, Ragnheið- ur, Þóra og Brynja en á myndina vantar myndasmiðinn Gunnar. Hjónin Ágúst Jóhannesson og Ragnheiður Bachmann höfðu húsnæðis- og bílaskipti við hjón á Sikiley í fyrrasumar og skemmtu sér þar konunglega ásamt þremur börnum sínum. Jóhanna Ingv- arsdóttir forvitnaðist um fyrirkomulagið. Rose Bruford College LEIKHÚSLISTANÁM Rose Bruford College, sem var stofnaður árið 1950, er einn helsti leiklistar- skóli Evrópu og býður upp á nám á öllum sviðum leiklistar og skyldra list- greina. Hæfnispróf og viðtöl fara fram í Reykjavík 27. og 28. apríl vegna eftirfarandi greina, en kennsla hefst í september 2004: Einnig munum við veita viðtöl vegna meistara- og doktorsnáms í leiklist, tveggja vikna sumarskóla og eins árs alþjóðlegs grunnnáms. Komið og ræð- ið við okkur um starfsferil í leikhúsi. Ákveðnir nemendur geta sótt um tvo styrki fyrir helmingi skólagjalda. Nánari upplýsingar og viðtalstíma má fá hjá Sue McTavish, Rose Bruford College, Lamorbey Park, Sidcup, Kent, DA15 9DF. Sími +44 (0) 20 8308 2600. Fax +44 (0) 20 8308 0542. Netfang: sue.mctavish@bruford.ac.uk www.bruford.ac.uk Bresk háskólastofnun Skólastjóri: Prófessor Alastair Pearce Tónlist leikara Sviðstjórnun Bandarísk leikhúslist Leiklist Búningar Sviðslist (sviðsmunir og smíði) Margmiðlunarhönnun Leikstjórn Evrópsk leikhúslist Lýsingarhönnun Leikmynd og hönnun Tónlistartækni Halló Norðurlönd - vinur í vanda Ertu að hugsa um að flytja til annars Norðurlands? Hefur þú siglt í strand í kerfinu eftir flutning? Halló Norðurlönd er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Skoðaðu heimasíðuna www.hallonorden.org, þar finnur þú mikilvæg netföng og símanúmer. 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.