Morgunblaðið - 13.03.2004, Side 56

Morgunblaðið - 13.03.2004, Side 56
56 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Beini KOMDU AÐEINS © LE LOMBARD ÚR ÞVÍ AÐ VIÐ ERUM EINIR ÞÁ LANGAR MIG AÐ SEGJA VIÐ ÞIG NOKKUR ORÐ ÞAÐ KEMUR FYRIR AÐ YKKUR FINNST ÉG VERA DÁLÍTIÐ SKRÍTINN, EN HAFIÐ ENGAR ÁHYGGJUR. ÞETTA ER ALLT SAMAN EÐLILEGT VEGNA ÞESS AÐ ÉG ER SÉRSTAKUR HUNDUR ÉG HEF MITT HLUTVERK. ÉG FÆ KLAPP Á HÖFUÐIÐ EF ÉG BÍT Í RASSINN Á KETTINUM. Í RAUNINNI FINNST MÉR HANN VERA ALVEG ÁGÆTUR, EN HANN ER VITLAUS. OG ÞAÐ ER NÓGU GÓÐ ÁSTÆÐA TIL ÞESS AÐ BÍTA FRÁ SÉR ÉG ER OFT BEÐINN UM AÐ GERA KROSSGÁTUR. ÉG ER MJÖG GÓÐUR Í ÞVÍ ÞÓ ÉG SEGI SJÁLFUR FRÁ. ÉG SKIL EKKI ALLTAF ALLT EN ÞAÐ ER ÖNNUR SAGA SUMIR AFGREIÐSLUMENN REYNA AÐ STELA AF MÉR PENING MEÐ ÞVÍ AÐ GEFA MÉR VITLAUST TIL BAKA. BARA VEGNA ÞESS AÐ ÞEIR HALDA AÐ ÉG KUNNI EKKI AÐ TELJA. ÉG, REIÐUR?! ÉG BRÝT ALLT SAMAN Í BÚÐINN OG VIÐ ERUM SÁTTIR SEM SAGT, ÉG REYNI AÐ NOTFÆRA MÉR AÐ KALLINN ER EKKI VIÐ TIL ÞESS AÐ TJÁ MIG AÐEINS ER ÞAÐ EKKI SÆTT? JÆJA, BLESS BLESS! MIG LANGAR, ÚR ÞVÍ AÐ BEINI ER EKKI HÉRNA, AÐ SEGJA VIÐ YKKUR NOKKUR ORÐ YKKUR FINNST ÉG KANNSKI VERA DÁLÍTIÐ SKRÍTINN. ÞAÐ ER EKKERT SJÁLFSAGÐARA VEGNA ÞESS AÐ ÉG ER SÉRSTAKUR HUNDAEIGANDI! Svínið mitt ©DARGAUD ELSKAN!! SJÁÐU, HÚN HEFUR SOFIÐ MEÐ SVÍNIÐ UPPÍ HJÁ SÉR Í NÓTT ... HVERNIG GETUR HÚN HUGSAÐ SÉR ÞETTA VEIT EKKI ... ÉG SKIL HELDUR EKKI HVERNIG HÚN GETUR SOFIÐ Í ALLA NÓTT MEÐ SVÍNI SEM HRÝTUR SVONA HÁTT ÉG VEIT ALLT UM ÞAÐ ... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞÓRÓLFUR Árnason borgarstjóri segir í Fréttablaðinu 15/2 að sjón- armið Reykvíkinga um skipulags- mál hafi komið fram, en hafa at- hugasemdir eitthvað verið teknar til greina? Það var líka kosið um flugvall- armálið og var meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði á móti vell- inum. Síðan hefur ekki verið á hann minnst. Flugvöllurinn og nýja Hringbrautin í miðbæ Reykjavíkur eyðileggja framtíðarbyggingar- svæði Reykjavíkur, svo einfalt er það. Ungir jafnaðarmenn skora á borgarstjórn Reykjavíkur að skoða vandlega hvort fara eigi í þessa framkvæmd. Ásta R. Jóhannes- dóttir, fyrrum framsóknarkona og nú nýkrati, er annarrar skoðunar í Morgunblaðinu 18/2 og segir löngu ákveðið að fara þessa leið og ólík- legt að framkvæmdum verði skotið á frest. Fyrir síðustu borgarstjórn- arkosningar var því þó slegið á frest á síðustu stundu að koma með framkvæmdaráætlun að gatnamótum Hringbrautar og Kringlumýrarbrautar sem þó var búið að leggja vinnu og peninga í, því ekki átti þetta að verða nein smáframkvæmd, bæði ofan og þó sérstaklega neðanjarðar því þar áttu að vera aðalstöðvar SVR, hvorki meira né minna, fyrir utan brýr og slaufur ofanjarðar. Það er talað um að setja Hringbrautina í stokk en vel má vera að það væri þörf á því að setja einhverja hlíf sitthvorum megin til að draga úr hávaða, en til að gera greiða leið milli gamla Landspítalans og svæð- isins hinum megin við Hringbraut, þar sem Tanngarður er, má gera mjög greiða leið með göngum und- ir Hringbraut frá Landspítala að Tanngarði, svo einfalt er það og brot af kostnaðinum. Hitt má bíða þar til menn hafa náð áttum í skipulagsmálum Reykjavíkur. Hvað með slippsvæðið, það er enn eftir og hvað með veg úr vesturbæ og af Seltjarnarnesi í miðbæ Reykjavíkur og hvað með veg út úr borginni og hvar á hann að koma. Er það eitthvað á hreinu? Það er ekki búið að ákveða hvar vegurinn á að koma á svæðinu frá Skúlagötu að Gelgjutanga nema hvað varðar Sundahöfn. Einu sinni átti hann að fara um Grafarvog með ströndum og neðansjávar. Á hann kannski eftir allt saman að fara um Mos- fellsbæ. Það er löngu orðið tíma- bært að leggja nýjan veg út úr borginni, því fyrir er bara gamli vegurinn með eina akrein í hvora átt og ætti bara að vera fyrir Mos- fellinga og þá sem aka til Þingvalla á sunnudögum á sumrin enda ligg- ur hann í gegnum miðja byggð í Mosfellsbæ. Og ekki nóg með það því allir sem koma af Suðurnesjum og ætla vestur þurfa að fara þenn- an veg. Þess vegna væri nær fyrir Reykvíkinga að koma höfuðborg- inni í vegasamband við landið en að eyðileggja Hringbrautina og grafa upp Vatnsmýrina til að byggja veg fyrir milljarða og kaupa hús við Miklubraut til að koma veginum þangað og þar á að koma brú og jarðgöng bæði undir og aftan á þeim vegi sem þar var lagður fyrir nokkrum árum. Þá var ekki farið að hugsa fyrir hvert vegurinn ætti að fara frá Öskjuhlíð. Samgöngu- ráðherra ætlaði að grafa göng und- ir Öskjuhlíð og kirkjugarðinn til að koma fólkinu af vellinum í burtu. Þá var borgarstjórinn í Rvk ekki farinn að hugsa lengra en að Öskjuhlíð, svo einfalt var það nú bara. GUÐMUNDUR BERGSSON, Sogavegi 178. Vegamál í Reykjavík Frá Guðmundi Bergssyni: MARGAR kunn- ar og mætar manneskjur hafa komið með tillög- ur að skipulagi norður-miðbæj- arins, svo sem Tónlistarhús, nýjan Lands- banka og ýmsar aðrar byggingar á norðurhluta miðbæjarsvæðisins. Og miklar vangaveltur hafa orðið um hvernig m.a. væri best að nota Geirsgötuna. Hér er ein hugmynd í hópinn sem gerir Geirsgötuna veigaminni í heildarmyndinni. Sé litið á allt svæðið frá Hringbraut og norður að Sæbraut þá liggur beint við að Sæ- brautin beygi ekki í átt að Geirs- götu heldur haldi hún beinni stefnu og fari í 6 akreina göng undir Reykjavíkurhöfn, þar sem vestur- munninn kæmi upp austan við Ör- firisey. Þar tæki myndarlegt hring- torg við Sæbrautinni. Hringtorg þetta (Örfiristorg) dreifði umferð- inni frá Sæbrautinni á Mýrargötu- torg og suður á Hringbrautartorg, sem tengir umferðina í hinar ýmsu áttir. Þar sem Sæbrautin fer undir höfnina við norðurenda Tónlistar- hússins og bílageymslukjallara þess, sem væri væntanlega á tveim- ur hæðum og næði allt suður undir Landsbankahúsið nýja, væri kjörið að tengja akbrautir bílageymslunn- ar þannig að auðvelt væri að komast í þessi hús hvort sem það væri úr vestri eða austri af Sæbrautinni. Ef þessi útfærsla yrði notuð og búið væri að leggja góðan akveg vestur í Örfirisey – er þá ekki sjálfgefið að leggja tvö aðskilin veggöng upp á Kjalarnes? Þar sem hvor ganganna hefðu 3 akreinar svo umferð til og frá bænum verði greið. Með svona framkvæmd myndi álagið á gamla veginn um Mosfellsbæ minnka mik- ið. Virðulegu borgarfulltrúar, ég vona að þessi tillaga komi að notum. SIGURÐUR MAGNÚSSON yfireftirlitsmaður Skólavörðustíg 16a Reykjavík. Að stinga sér undir höfnina og koma upp í Örfirisey Frá Sigurði Magnússyni Sigurður Magnússon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.