Morgunblaðið - 13.03.2004, Side 58
DAGBÓK
58 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Ice
Louise fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Florinda kemur í dag.
Mannamót
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraun-
seli, Flatahrauni 3. Fé-
lagsheimilið Hraunsel
er opnið alla virka
daga frá kl. 9–17.
Gönguklúbbur Hana-
nú. Morgunganga kl.
10 laugardagsmorgna
frá Gjábakka.
Krummakaffi kl. 9.
Breiðfirðingafélagið.
Félagsvist í Breiðfirð-
ingabúð, Faxafeni 14 á
morgun, sunnudag, kl.
14. Kaffiveitingar.
Fjórði dagur í fjögurra
daga keppni.
Gigtarfélagið. Leik-
fimi alla daga vik-
unnar. Létt leikfimi,
bakleikfimi karla,
vefjagigtarhópar, jóga,
vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Uppl. á
skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
GA-Samtök spilafíkla,
Fundarskrá:
Þriðjud.: Kl.18.15, Sel-
tjarnarneskirkja, Sel-
tjarnarnes. Miðvikud.:
Kl. 18, Digranesvegur
12, Kópavogur og Eg-
ilsstaðakirkja, Egils-
stöðum. Fimmtud.: Kl.
20.30, Síðumúla 3–5,
Reykjavík. Föstud.:
Kl. 20, Víðistaðakirkja,
Hafnarfjörður. Laug-
ard: Kl.10.30, Kirkja
Óháða safnaðarins,
Reykjavík og Glerár-
kirkja, Akureyri. Kl.
19.15 Seljavegur 2,
Reykjavík. Neyðar-
sími: 698 3888
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir mánudaga kl. 20
að Sólvallagötu 12.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
Oa samtökin. Átrösk-
un / Matarfíkn / Ofát.
Fundir alla daga. Upp-
lýsingar á www.oa.is
og síma 878 1178.
Ásatrúarfélagið,
Grandagarði 8. Opið
hús alla laugardaga frá
kl. 14.
Kattholt. Flóamark-
aður í Kattholti,
Stangarhyl 2, er opinn
þriðjud. og fimmtud.
frá kl. 14–17. Leið 10
og 110 ganga að Katt-
holti.
Fífan Dalsmára 5 í
Kópavogi, tartan-
brautir eru opnar al-
mennu göngufólki og
gönguhópum frá kl.10–
11.30 alla virka daga.
Blóðbankabílinn.
Ferðir blóðbankabíls-
ins: sjá www.blod-
bankinn.is.
Dýrfirðingafélagið í
Reykjavík heldur sinn
árlega kaffidag á
morgun, sunnudaginn
14. mars, í Bústaða-
kirkju og hefst með
guðsþjónustu kl. 14,
prestur er sr. Pálmi
Matthíasson. Að lok-
inni messu hefst kaffi-
sala í safnaðarheim-
ilinu. Allir velunnarar
félagsins og Dýra-
fjarðar eru velkomnir
og er félagsmönnum
75 ára og eldri
sérstaklega boðið.
Stjórn og kaffinefnd
félagsins vonast til að
sjá sem flesta á kaffi-
deginum.
Minningarkort
Minningarkort Minn-
ingarsjóðs hjónanna
Sigríðar Jakobsdóttur
og Jóns Jónssonar á
Giljum í Mýrdal við
Byggðasafnið í Skóg-
um fást á eftirtöldum
stöðum: Í Byggðasafn-
inu hjá Þórði Tómas-
syni, s. 487 8842, í
Mýrdal hjá Eyþóri
Ólafssyni, Skeiðflöt, s.
487 1299, í Reykjavík
hjá Frímerkjahúsinu,
Laufásvegi 2, s.
551 1814 og hjá Jóni
Aðalsteini Jónssyni,
Geitastekk 9, s.
557 4977.
Minningarkort, Fé-
lags eldri borgara Sel-
fossi eru afgreidd á
skrifstofunni Grænu-
mörk 5 fimmtudaga kl.
13–15, sími 482 4477.
Einnig hjá Guðmundi
Geir í Grænumörk 5, s.
482 1134, og verslunni
Írisi í Kjarnanaum,
Austurvegi 3–5.
Minningarkort Slysa-
varnafélagsins Lands-
bjargar fást á skrif-
stofu félagsins í
Skógarhlíð 14, Reykja-
vík. Hægt er að
hringja og panta
minngarkort í s.
570 5900 á milli kl. 9 og
17 á virka daga eða á
heimasíðu félagsins
www.landsbjorg.is.
Allur ágóði af sölu
minningarkorta renn-
ur til styrktar björg-
unar- og slysavarna-
starfi félagsins.
Minningarkort Rauða
kross Íslands eru seld
í sölubúðum kvenna-
deildar RRKÍ á
sjúkrahúsum og á
skrifstofu Reykjavík-
urdeildar, Fákafeni 11,
s. 568 8188.
Minningarkort Vina-
félags Sjúkrahúss
Reykjavíkur eru af-
greidd í s. 525 1000
gegn heimsendingu
gíróseðils.
Minningarkort Kven-
félagsins Hringsins í
Hafnarfirði. Minning-
arsjóður í vörslu kven-
félagsins Hringsins í
Hafnarfirði.
Minningarkortin fást
nú í Lyfjum og heilsu,
verslunarmiðstöðinni
Firði í Hafnarfirði.
Kortið kostar 500 kr.
Í dag er laugardagur 13. mars,
73. dagur ársins 2004. Orð dags-
ins: Því að ekki gaf Guð oss anda
hugleysis, heldur anda máttar og
kærleiks og stillingar.
(2. Tím. 1, 7.)
Borgar Þór Einarssonsegir í grein á vef-
ritinu Deiglunni að ný-
legir kjarasamningar á
almennum vinnumark-
aði gefi ástæðu til bjart-
sýni í efnahagsmálum
hér á landi og að óhætt
sé að segja að enn á ný
hafi aðilar vinnumark-
aðarins sýnt bæði
ábyrgð og skynsemi við
gerð samninga.
Það er því ljóst aðsamningurinn mun
færa bæði þann ávinn-
ing sem felst í hreinum
launahækkunum sem og
þann mikla ávinning –
hinn raunverulega
kaupmátt – sem gott og
stöðugt efnahagsástand
hefur í för með sér,“
segir Borgar Þór.
„Gríðarleg kaupmátt-
araukning launafólks á
síðustu árum hefur stað-
fest kosti þess að hafa
kjarasamninga á skyn-
samlegum nótum, þann-
ig að þeir ógni ekki
stöðugleika efnahags-
lífsins.
Í vefriti fjármálaráðu-neytisins í dag kemur
fram að óvíða er afkoma
hins opinbera betri en
hér á landi þegar skoð-
aðar eru tölur frá
OECD-ríkjunum og allt
stefnir í að afkoma rík-
issjóðs batni enn á allra
næstu árum. Það eru því
allar forsendur fyrir
hendi, nú þegar kjara-
samningar liggja fyrir,
að hefjast handa við að
lækka skatta á almenn-
ing. Vissulega væri
hægt að nota góða af-
komu ríkissjóðs til að
halda áfram að greiða
niður skuldir og til ým-
issa verka sem menn
kunna að telja brýn. En
fyrir liggur pólitísk
ákvörðun um að láta
skattgreiðendur njóta
þess að nú árar vel.
Bæði fjármálaráð-herra og forsætis-
ráðherra hafa lýst því
yfir að skattalækkanir
myndu verða lögfestar
þegar kjarasamningar
lægju fyrir og þeir væru
innan skynsamlegra
marka. Hins vegar kvað
við nýjan tón hjá utan-
ríkisráðherra, formanni
Framsóknarflokksins, í
kvöldfréttum Sjónvarps-
ins nú í vikunni þar sem
hann sagði að svo gæti
farið að lögfesting
skattalækkana yrði látin
bíða til hausts.
Ef marka má þessa
yfirlýsingu verðandi for-
sætisráðherra og for-
manns Framsóknar-
flokksins er ljóst að
flokkurinn er að verða
dragbítur á flest þau
mál sem til framfara
horfa í stjórnarsam-
starfinu. Það getur ekki
verið geðslegt fyrir
sjálfstæðismenn til þess
að hugsa, að þjóna sem
burðarvirki í ríkisstjórn
undir forsæti
Framsóknarflokksins
við slíkar kring-
umstæður,“ segir Borg-
ar Þór á Deiglunni.
STAKSTEINAR
Skattalækkanir strax
Víkverji skrifar...
Víkverji er gruflari, honum þykirgaman að grufla í öllu sem hann
kemst í, hvort sem það er tónlist,
bækur, tölvur eða garðyrkja. Hon-
um mislíkar dálítið þegar blaðamenn
þýða orðið „hacker“ sem tölvuþrjót,
því „hacker“ er ósköp einfaldlega
gruflari, grúskari eins og Víkverji,
sem hefur gaman að því að fikta í
tækjum og tólum. Tölvuþrjótar, þótt
þeir séu oftast nokkurs konar grúsk-
arar nota hæfileika sína til ills, til að
valda öðrum skaða eða til að ræna
aðra lifibrauði sínu.
Í þessu samhengi vaknaði Vík-
verji nýlega upp við vondan draum.
Eru þá ekki allir sem deila tónlist á
netinu tölvuþrjótar? Besti vinur Vík-
verja hefur án efa gerst sekur um
slíka hegðun, þrátt fyrir að vera al-
mennt dagfarsprúður og góður
drengur. Þó telur Víkverji sök vin-
arins ekki eins mikla og sök verstu
slúbbertanna, enda notar hann slík-
an hugbúnað aðallega til að finna
tónlist sem vekur áhuga hans og
kaupir venjulega geisladiska lista-
mannanna í kjölfarið, nema þeir séu
þeim mun torfundnari.
Þar höfum við það... Víkverji er
búinn að réttlæta misgjörðir vinar-
ins og getur nú haldið áfram að
grúska og grufla og vinurinn að
nappa stöku tónlist af Netinu. Þá er
bara að fá sér öflugri tengingu ...
Sem vinurinn og gerði. Hann trítlaði
niður í netþjónustufyrirtækið sitt,
sem er af smærri kantinum, þar sem
hann er nú svo mikill smákapítalisti
og smáborgari, og pantaði sér svo-
nefnt ADSL samband.
Fékk drengurinn umsvifa- og
möglulaust í hendur kassa með svo-
nefndum beini og ýmsu snúrufarg-
ani. Hljóp hann glaður heim á leið og
tengdi. Jújú, netið virkaði fínt, en
hvað er þetta? Músíkstuldarforritið
er með leiðindi. Vinurinn hringir í
Víkverja, sem hringir
umsvifalaust í netþjón-
ustufyrirtækið smáa og
biður um hjálp. Hann
vill grufla sig inn í bein-
inn og stilla hann svo
vinurinn geti auðveldar
ruplað tónlistinni.
„Humm, humm“ heyr-
ist í símtólinu. Ekki er
tæknimaðurinn hrifinn.
Hann ráðfærir sig við
annan tæknimann og
Víkverji heyrir setn-
inguna: „DC plús plús?
Heyrðu, hann á ekkert
með að vera að nota
svoleiðis hugbúnað, það
er ólöglegt að deila mússík á inter-
netinu.“ Fýkur þá í Víkverja. „Hans
lögbrot eru hans einkamál,“ segir
hann. „Þið eigið að tryggja honum
fyrsta flokks netaðgang og ekkert
múður!“ Víkverji sver að hann roðn-
aði við þessa furðulegu röksemd.
Aldrei hefði hann trúað slíkri firru
upp á sig. En tæknimaðurinn tók
þetta í mál og gaf Víkverja lykilorðið
að beininum, þó með þeirri viðvörun
að nú sigldu þeir vinirnir hjálpar-
laust og allar breytingar væru á
þeirra ábyrgð. Nema hvað? Enda
elskar Víkverji grúskið sitt.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gruflarar grúska og grufla, rétt eins og Víkverji.
Bankar bjóða
og bjóða, en
hver fær hvað?
SAMKVÆMT auglýsing-
um sem bankar setja í blöð
og tímarit, senda heim og
fleira, bjóða þeir alls kyns
þjónustu. Til dæmis lag-
færingar á fjárhagnum,
veðlán á eignum og fleira
þess háttar, en það er nú
ekki allt sem sýnist. Ég fór
í KB banka og Íslands-
banka um daginn og var að
sækja um lagfæringu á
mínum fjárhag með veð-
lánum og fleira þess háttar
og sótti um heildarviðskipti
við þessa banka þar sem ég
er með fyrirtæki og vinn
einnig sem sjómaður. Ég
byrjaði í KB banka. Þar
sótti ég um allan þennan
pakka. Ég tek það fram að
fjárhagurinn hefur farið
hallandi undanfarið en ekki
svo að honum megi ekki
bjarga með lántöku og
fleiru þar sem ég hef nú
verið í skilum með allt mitt.
Eftir að hafa útskýrt mína
hagi og hvernig fasteigna-
lán ég þurfi, kemur upp úr
krafsinu að þeim finnst lán-
ið sem þeir bjóða til of
langs tíma og að þær tvær
fasteignir sem ég hef laust
veð í nægi ekki til. Ég fór
þá í Íslandsbanka með
sama dæmið og þurfti að
punga út 29.880 kr. til að
láta tvo fasteignasala meta
eignirnar og ekki nóg með
það, því það stóð í báðum
bönkunum að eignirnar
væru ekki á höfuðborgar-
svæðinu, heldur er önnur í
Grindavík og hin á Akur-
eyri. Þannig að veðsetning-
arhlutfallið lækkaði, en í
auglýsingum Íslandsbanka
stendur hvar sem þú ert og
ég geri ráð fyrir því að KB
banki sé ekkert að nefna
neitt annað. Mér finnst
þetta heldur gróflega farið
með fólk, þar sem auglýs-
ingarnar eru bara lygi og
maður þarf að kosta stórfé
til að sækja um viðskipti til
þeirra.
Óskar Jakob
Þórisson.
Dýrahald
Mysa er týnd
HÚN Mysa litla fór að
heiman 28. febr. sl. og hefur
ekki sést síðan þrátt fyrir
mikla leit í Hlíðahverfinu.
Mysa er lítil, loðin og
ljúf, svolítill kjáni, og mjög
sárt saknað! Hún var með
merkispjald sem gæti hafa
dottið af henni.
Þeir sem hafa séð Mysu,
vinsaml. hafið samb. við
Pálínu s: 867-2491 eða
Svavar s: 864-2276. Gott
væri ef þeir sem eiga bíl-
skúra og geymslur gætu
litið þar inn til að athuga
hvort hún hafi lokast þar
inni í vonda veðrinu.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT
1 kvenvargur, 4 við-
ureignar, 7 bál, 8 vitlaus,
9 meinsemi, 11 fram-
kvæmt, 13 trylltar, 14
árnar, 15 sorg, 17 duft,
20 lemja, 21 að baki, 23
mjó málmstöng, 24
dreng, 25 fargar.
LÓÐRÉTT
1 karlfugl, 2 sálir, 3
meiða, 4 fíffæri, 5 reiðar,
6 afkomendur, 10 stór, 12
frístund, 13 heiður, 15
farmur, 16 skrifar, 18
verk, 19 korns, 20 slöngu,
21 ávíta.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 kjánaskap, 8 eitur, 9 kyssa, 10 auk, 11 aumar,
13 innan, 15 snarl, 18 sakir, 21 ána, 22 gnauð, 23 kinda,
24 klæðnaður.
Lóðrétt: 2 játum, 3 nárar, 4 sekki, 5 ausan, 6 nema, 7
fann, 12 aur, 14 nóa, 15 saga, 16 aðall, 17 láðið, 18 sakka,
19 kunnu, 20 róar.
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html