Morgunblaðið - 13.03.2004, Side 63

Morgunblaðið - 13.03.2004, Side 63
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 63 SIGFÚS Sigurðsson verður með Magdeburg í dag þegar liðið sækir Flensburg heim í fyrri undan- úrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Sigfús var hvíldur í síðustu tveimur deildar- leikjum Magdeburg en meiðsl í hné hafa verið að angra hann og lék hann draghaltur gegn Flensburg í byrjun þessa mánaðar. „Ég er nú ekki alveg orðinn góð- ur en það kemur ekki til greina annað en að spila. Ég harka af mér og sjúkraþjálfararnir tjasla mér saman og vonandi heldur hnéð. Ég hef ekkert æft í meira en tíu daga og hef aðeins farið í sund, hjólað og lyft. Það getur vel verið að ég spili bara varnarleikinn en það verður bara að koma í ljós,“ sagði Sigfús við Morgunblaðið en hann var á leið í rútu með félögum sínum áleiðis til Flensburg. Magdeburg vann báða deildar- leikina á móti Flensburg á leiktíð- inni, hinn fyrri á útivelli með 11 marka mun og 2. mars síðastliðinn vann Magdeburg leik liðanna, 32:26. „Það var lítið að marka fyrri leikinn. Flensborg hitti á afleitan dag og ég reikna með svakalega erfiðum leik. Ef okkur tekst að smella vörninni saman þá er ég sannfærður um að við sigrum og það vinnur ekkert lið okkur ef vörnin er í lagi.“ Þess má geta að Stefán Arnalds- son og Gunnar Viðarsson dæma leikinn í Flensburg í dag sem hefst klukkan 14 að íslenskum tíma. Sigfús ætlar að harka af sér gegn Flensburg VEIGAR Páll Gunnarsson er orðinn leikmaður norska úr- valsdeildarliðsins Stabæk en hann skrifaði í gærundir þriggja ára samning við Sta- bæk að lokinni læknisskoðun hjá félaginu. Forráðamenn Stabæk vænta mikils af Veig- ari og sagði Gaute Larsson, þjálfari Stabæk, við norska blaðið Budstikka að Veigar myndi að falla vel inn í leikstíl liðsins og hann ætti eftir að gera mótherjum sínum lífið leitt. „Veigar hefur yfir miklum hraða að ráða. Hann hefur góða tækni, er snöggur í hreyfingum og þá skapast af- ar gott spil í kringum hann,“ segir Larsen. Allt klárt hjá Veigari FÓLK  RÚNAR Kristinsson skoraði eitt marka Lokeren þegar liðið vann Heusden-Zolder, 3:2, á útivelli í belg- ísku 1. deildinni í knattspyrnu í gær- kvöld.  EINAR Karl Hjartarson varð í 11. sæti í hástökki á bandaríska háskóla- meistaramótinu í frjálsíþróttum í gærkvöldi, en mótið fór fram í Fay- etteville í Arkansas. Einar stökk 2,13 metra.  HELENA Ólafsdóttir, þjálfari A- landsliðs kvenna í knattspyrnu hefur gert eina breytingu á landsliðshópn- um sem mætir Skotum í vináttulands- leik í Egilshöll í dag. Laufey Ólafs- dóttir úr Val getur ekki leikið vegna veikinda, og í hennar stað var Sólveig Þórarinsdóttir úr KR valin. Sólveig er nýliði í íslenska landsliðinu en hún hefur leikið með U-17 og U-19 lands- liðum Íslands.  ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, var í gær útnefndur knattspyrnustjóri mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Arsen- al vann alla fimm leiki sína í deildinni í mánuðinum og er enn taplaust á leik- tíðinni í deildinni þegar 29 leikir eru að baki undir stjórn Wengers.  DENNIS Bergkamp og Edu, læri- sveinar Wengers hjá Arsenal voru valdir leikmenn mánaðarins í úrvals- deildinni. Þetta er í fyrsta sinn síðan á leiktíðinni 1995/96 sem viðurkenning- unni er skipt milli tveggja manna en þá urðu Stan Collymore and Robbie Fowler, þáverandi leikmenn Liver- pool fyrir valinu.  ÞÁ fékk Thierry Henry, framherji Arsenal, sérstaka viðurkenningur fyrir að vera fyrsti leikmaðurinn sem brýtur 20 marka múrinn á leiktíðinni. Freddie Ljungberg, leikmaður Ars- enal, var kjörinn besti leikmaður 6. umferðar ensku bikarkeppninnar og hlaut viðurkenningu af því tilefni.  QUINTON Fortune, S-Afríkumað- urinn í liði Manchester United, leikur ekki meira með Englandsmeisturun- um á þessari leiktíð. Fortune þurfti að gangast undir hnéaðgerð í vikunni og sagði Sir Alex Ferguson að hann yrði frá út tímabilið. Þá upplýsti Ferguson að fyrirliðinn Roy Keane yrði ekki með í grannslagnum gegn Manchest- er City á morgun vegna meiðsla og ólíklegt er að Ronaldo verði með af sömu ástæðum.  EIÐUR Smári Guðjohnsen og Adrian Mutu leika ekki með Chelsea gegn Bolton í ensku úrvalsdeildinni í dag, þar sem þeir taka út leikbann.  PAUL Dickov, Frank Sinclair og Keith Gillespie, leikmenn Leicester, fengu að snúa aftur heim til Bret- lands í gær, en þeir hafa setið í fang- elsi á Spáni frá því á föstudag – ákærðir fyrir hafa beitt þrjár konur kynferðislegu ofbeldi. Þeim var sleppt úr fangelsi gegn tryggingu, um 25 milljóna ísl. króna. Þeir mæta á æf- ingu hjá Leicester á mánudaginn. Heimamenn voru mun grimmari ífyrsta leikhluta og virtust ætla að rúlla yfir gestina á fyrstu mínútum leiksins. Eftir tæpar átta mínútur var staðan orðin 24:11 og heimamenn í bar- áttuhug. Gestirnir voru ekki á því að láta fara eitthvað illa með sig og bitu frá sér næstu mín- úturnar. KR-liðið komst yfir, 25:27, í byrjun annars leikhluta og heima- menn virtust ekki alveg finna taktinn aftur. Jafnræði var með liðunum til loka fyrri hálfleiks og mikill hraði hjá báðum liðum. Hálfleikstölurnar voru 49:46 fyrir heimamenn sem byrjuðu seinni hálfleik nokkuð vel með Pál Axel og Darrel Lewis í fínum gír. Gestirnir héldu í við heimamenn en sigu svo fram úr í lok fyrri hálfleiks og héldu þeirri forustu til loka leiks og bættu jafnvel örlítið í. Smávegis spenna hljóp í leikinn undir lok hans þegar heimamenn náðu að minnka forustu gestanna í eitt stig eftir að hafa verið 10 stigum undir um miðjan fjórða leikhluta. Gestirnir náðu þó að vinna leikinn og mikil sigurgleði braust út í þeirra herbúðum á meðan heimamenn gengu hnípnir til bún- ingsklefa. Gestirnir sigruðu, 99:95. Bestir í liði gestanna voru þeir Skarphéðinn Ingason, Magni Haf- steinsson og Elvin Mims. Hjá heima- mönnum voru Darrel Lewis, Páll Axel Vilbergsson og Anthony Jones bestir. „Það er bara 1–0 og það þarf að vinna tvo leiki til að komast áfram. Þetta var sá leikur sem flestir reikn- uðu með að yrði mest spennandi og skemmtilegastur og hann var það,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, í leikslok. „Það má segja að nú séum við komnir með heimaréttinn en við þurfum að spila betur en þetta á sunnudaginn til að slá Grindavík úr keppni. Það er margt sem við getum lagað fyrir næsta leik. Menn langaði virkilega að sigra hér í kvöld og þá sérstaklega miðað við hvernig vetur- inn hefur þróast. Okkur líkar vel að spila í Grindavík og fyrir mig skiptir þetta miklu máli því ég á ættir að rekja hingað,“ sagði Ingi Þór. „Þetta leit vel út fyrstu 6–7 mín- úturnar. Við ætluðum að keyra á þá og pressa bakverðina hjá þeim. Mikil keyrsla í byrjun en svo duttum við niður,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur. „Leikurinn var mjög hraður en ég er ekki ánægður með vörnina hjá okkur. Við vorum alltaf á eftir þeim og svo hittu þeir mjög vel úr þriggja stiga skotum. Við prufuðum ýmis varnarafbrigði en það dugði ekki í kvöld. Við mætum dýr- vitlausir á sunnudaginn og lítum á þennan leik sem áminningu því við erum ekki á leið í frí,“ sagði Friðrik Ingi. Leikurinn fór frekar hægt af staðog var mikið af mistökum á upphafskaflanum. Haukar spiluðu fína vörn og press- uðu vel á William Chavis til að hægja á sóknarleik Njarðvík- inga. Það heppnaðist ágætlega til að byrja með því það var mikið óðagot á heimamönnum á upphafskaflanum. Njarðvíkingar tóku þá leikhlé og fóru yfir sín mál. Í framhaldinu komu þeir með góðan kafla, spiluðu hörkuvörn og skoruðu 11 stig í röð og breyttu stöðunni úr 9:10 í 20:10 en staðan var þannig eft- ir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta var það sama uppá teningnum, heimamenn voru alltaf skrefinu á undan, en Haukar voru frekar óheppnir því þeir fengu nokkur frí skot sem þeir nýttu illa. Í lok fyrri hálfleiks komu þeir þó með góðan kafla og skoruðu sex síðustu stigin og breyttu stöðunni úr 40:26 í 40:32 þannig var staðan í leikhléi. Njarðvíkingar byrjuðu miklu betur en Haukar í síðari hálfleik, skoruðu 14 stig gegn aðeins 2 á stuttum kafla og voru skyndilega komnir með 20 stiga forskot eftir aðeins fjögurra mínútna leik. Það sem eftir var voru þeir ekkert á þeim buxunum að slaka á. Þessi kafli sló Hauka allveg útaf laginu og misstu þeir alla til- finningu fyrir leiknum eftir þetta. Allan seinni hálfleikinn var þetta leikur kattarins að músinni og að- eins spurning um hversu stór sigur heimamanna yrði. Njarðvíkingar spiluðu góða vörn og héldu Haukum í 61 stigi en meðaltal þeirra í Int- ersportdeildini er 80 stig og munar um minna. Njarðvíkingar beittu líka pressuvörn eftir skorað víti og náðu þeir þannig að hægja mjög mikið á Haukum fyrir vikið, og urðu þeir m.a. fimm sinnum fyrir því í leiknum að skotklukka þeirra rann út án þess að þeir næðu skoti að körfu Njarð- víkinga. „Við spiluðum frábæra vörn, en þó svo við vinnum með 39 stiga mun þá er staðan bara eitt núll í viðureign- inni, við megum ekki gleyma því,“ sagði Friðrik Stefánsson, fyrirliði Njarðvíkur í leikslok. „Við verðum að gleyma þessum leik og einbeita okkur að verkefninu á sunnudag, þá kemur ekkert annað kemur til greina,“ sagði Friðrik og minnti á aðra viðureign liðanna sem fram fer á Ásvöllum í Hafnarfirði annað kvöld. Vinni Njarðvíkingar þann leik einnig tryggja þeir sér sæti í undan- úrslitum Íslandsmótsins. Skemmtun í Grindavík ÞAÐ eru kampakátir liðsmenn KR sem eru komnir í 1–0 forystu eftir sigur á heimamönnum í Grindavík í stórskemmtilegum og hröðum leik í gærkvöld en um var að ræða fyrstu viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Ís- landsmótsins í körfuknattleik í karlaflokki. Gestirnir sigruðu, 99:95, eftir að hafa verið undir í hálfleik, 49:46. Garðar Páll Vignisson skrifar Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Brandon Woudstra átti góðan leik fyrir Njarðvík gegn Haukum í gær og var m.a. stigahæstur. Njarðvíkingar sýndu enga miskunn NJARÐVÍKINGAR hófu úrslitakeppnina með látum og sigruðu Hauka auðveldlega 100:61 í fyrsta leik liðanna í 8 liða úrslitum úr- valsdeildarinnar. Skemmst er frá því að segja að eins og úrslitin gefa til kynna þá var hreinlega um einstefnu að ræða af hálfu Njarð- víkinga sem léku á heimavelli. Þeir fóru þó rólega af stað því þeir voru einungis átta stigum yfir í hálfleik, 40:32. Davíð Páll Viðarsson skrifar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.