Morgunblaðið - 13.03.2004, Page 65

Morgunblaðið - 13.03.2004, Page 65
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 65 Vinsælasta sýning leikársins kveður í apríl. Við þökkum kærlega fyrir frábærar móttökur ALLRA, ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR: Mið. 24. mars kl. 19.00 laus sæti Sun. 28. mars kl. 15.00 Akureyri Uppselt Sun. 28. mars kl. 19.00 Akureyri aukasýning Fim. 8. apríl kl. 15.00 Skírdagur Lau. 17. apríl kl. 14.00 Lau. 24. apríl kl. 14.00 Sun. 25. apríl kl. 18.00 LOKASÝNING 4. sýning sun. 14. mars kl. 19 - UPPSELT • 5. sýning fös. 19. mars kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS 6. sýning sun. 21. mars kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI LAUS • 7. sýning fös. 26. mars kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS ATH. Aðeins fáar sýningar Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst Brúðkaup Fígarós eftir Mozart Miðasalan er opin kl. 14-18 alla daga nema sunnudaga og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. ÓPERUVINIR - munið afsláttinn! Figaro og Susanna á tónleikum í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit miðvikudagskvöldið 17. mars kl. 20.30 Hulda Björk Garðarsdóttir, Ólafur Kjartan Sigurðarson og Kurt Kopecky flytja atriði úr Brúðkaupi Fígarós og atriði úr óperum og söngleikjum eftir Gershwin-bræður. Forsala aðgöngumiða í Pennanum-Bókvali á Akureyri og við innganginn í Laugarborg. Einnig er tekið á móti pöntunum í síma 511 4200 í Íslensku óperunni. HARMONIKUBALL Fjörið verður í Ásgarði, Glæsibæ við Álfheima, í kvöld frá kl. 22:00. Fjölbreytt dansmúsik. Aðgangseyrir kr. 1.200. Harmonikufélag Reykjavíkur LEIKLISTARLÍFIÐ í framhalds- skólum landsins er með miklum blóma þessa dagana og fjöldinn allur af spennandi sýningum í boði, bæði leikrit og söngleikir. Morgunblaðið tók púlsinn á leikstjórum og leik- urum í sýningum fjögurra framhalds- skóla sem frumsýndar voru á síðustu dögum. Súkkulaðitöffarar og sólbrúnar ljóskur eru í sviðsljósinu í söng- leiknum Hey þú sem Fjölbrautaskóli Suðurlands frumsýndi í gær en verk- ið er byggt á tónlist sunnlensku hljómsveitarinnar Skítamórals. „Við ákváðum að gera eitthvað frumlegt og erum að gera grín að ímynd okkar Selfyssinga. Fólk sér fyrir sér ljósa- bekkjabrúna súkkulaðigæja á sport- bílum og þannig eru flestar persón- urnar í sýningunni,“ segir Margrét Guðrúnardóttir en hún leikur Báru Bessadóttur í sýningunni, sólbrúna ljósku. Söngleikurinn gerist í söngva- keppninni „Hey þú“ og fáum við að fylgjast með keppendum baksviðs þar sem ýmislegt gerist. Strákarnir í Skítamóral hafa hjálpað krökkunum mikið að sögn Maríu. „Þeir hafa til dæmis lánað okkur búninga og reynst okkur mjög vel á ýmsan hátt.“ – Á þessi súkkulaðigæjaímynd, sem Selfoss hefur, sér einhverja stoð í raunveruleikanum? „Kannski átti það við 97–98 þegar Skítamórall voru sem frægastir en þeir komu náttúrlega frá Selfossi, jú, þá held ég að hafi verið mikið um svona töffara hérna. En í dag er þetta ekkert öðruvísi hér en annars stað- ar,“ segir Margrét og hlær. Þetta er stærsta og dýrasta upp- setning sem nemendafélag skólans hefur lagt í til þessa að sögn Mar- grétar en alls koma um 60 manns að sýningunni þar af 40 leikarar. Felix Bergsson samdi verkið en leikstjóri er María Reyndal. Margrét segir að hópurinn sé þéttur og æfingar hafi gengið vel. „Reyndar er allt á haus hjá okkur núna, svona rétt fyrir frumsýningu, en þetta verður mjög gaman. Við erum líka með svo frá- bæran leikstjóra.“ Glæstir tímar Næstan ber að nefna Kvennaskól- ann en nemendur frumsýndu verkið Glæstir tímar í Loftkastalanum 10. mars. Verkið er eftir Berg Þór Ing- ólfsson sem einnig er leikstjóri en það er byggt á spænsku kvikmynd- inni Belle Epoque eftir Fernando Trueba. Segir þar af Friðriki, ungum Reykvíkingi, sem hefur verið hand- tekinn fyrir að sletta málningu á ráð- herra í mótmælaskyni. Hann flýr upp í sveitir landsins og lendir þar á heimili Magnúsar nokkurs sem á fjórar gullfallegar systur. „Þetta er æðisleg saga, falleg og skemmtileg, og mér hefur alltaf þótt hún henta vel sem leikrit. Hún er líka mannmörg og aðalhlutverkin skiptast á milli nokkurra leikara,“ segir Bergur og bætir við að Belle Epoque sé ein af hans uppáhalds- myndum. Hann segir vinnuna með krökkunum hafa gengið mjög vel en undirbúningur fyrir sýninguna hófst í haust. „Ég er auðvitað með mjög hæfileikaríka krakka, þetta hefur gengið mjög ljúflega og einkennst af þeirri léttu stemningu sem er í verk- inu. Vonandi kemur sá léttleiki fram í sýningunni. Fyrir áhorfendur er sýningin von- andi æfing í að njóta lífsins og láta sér þykja vænt um hvert annað því þrátt fyrir allt þá lifum við glæsta tíma,“ segir Bergur. Vilja fræga kærasta Hörundsárir og hefnigjarnir fyrr- verandi kærastar eru aðalpersón- urnar í leikritinu Ýkt kominn yfir þig sem Borgarholtsskóli sýnir núna en líklega verður síðasta sýningin í dag, laugardag. Verkið er eftir ungan Breta, Mark Ravenhill, en leikstjóri er Guðný María Jónsdóttir. Segir þar af fjórum 14 ára stelpum sem ákveða allar að hætta með kærustunum sínum til að reyna að krækja sér í fræga kærasta. Sýningin hefur gengið vel og að- sókn verið góð, að sögn Eyþórs Inga- sonar, formanns leikfélagsins Agons og leikara í sýningunni. „Leikstjórinn og við í leikhópnum völdum leikritið í sameiningu en það er mjög skemmti- legt og lýsir vel daglegu lífi ung- linga.“ Hann segir að vinnan við sýn- inguna sé búin að vera rosalega skemmtileg og bætir við að hann geti vel hugsað sér að halda áfram í leik- listinni og verða jafnvel leikari. Bannað að sjá myndina Herranótt, leikfélag Mennta- skólans í Reykjavík, frumsýndi leik- ritið Lodd í Tjarnarbíói í gær og verður það sýnt þar næstu tvær vik- urnar. Verkið er byggt á kvikmynd- inni The Imposters eftir Stanley Tucci og fjallar um tvo atvinnulausa leikara sem verða fyrir því óláni að móðga heimsfræga leikkonu sem sig- ar á þá lögreglunni. „Við ræddum heillengi hvaða leikrit við ættum að taka en duttum loks niður á þessa skemmtilegu hugmynd þar sem við sáum möguleika á hraðri og skond- inni sýningu,“ segir Agnar Jón Eg- ilsson leikstjóri. Hann bendir á að leikritið sé þó mjög ólíkt myndinni, hún hafi ein- ungis verið notuð sem grunnur. „Við bjuggum til leikstíl út frá spunavinnu og breyttum söguþræðinum mikið. Reyndar hafa ekkert margir krakk- anna séð myndina því ég bannaði þeim það.“ Hann segir æfingar hafa gengið vonum framar. „Krakkarnir eru mjög hæfileikaríkir og mikil orka í þeim.“ Sólbrúnir súkkulaðigæjar frá Selfossi Ljósmynd/Kristín Arna Sigurðard. Selfyssingar gera grín að ímynd sinni í söng- leiknum frumsamda, Hey þú. Morgunblaðið/Eggert Leikritið Lodd er verkefni Herranætur í MR í ár og er sýnt í Tjarnarbíói. Morgunblaðið/Árni Sæberg Suðrænn léttleiki ræður ríkjum í Glæstum tímum sem Fúría, leikfélag Kvennó, setur upp í Loftkastalanum. Morgunblaðið/Eggert Kærusturnar metnaðargjörnu vilja bara fræga kærasta í leikriti Borgó sem heitir Ýkt kominn yfir þig. bryndis@mbl.is Fjölmargir framhaldsskólar setja upp leiksýningar um þessar mundir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.