Morgunblaðið - 13.03.2004, Side 68

Morgunblaðið - 13.03.2004, Side 68
68 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ STÓRSÖNGVARINN Jón Kr. Ólafsson frá Bíldudal er staddur í höfuðstaðnum og mun nota tækifærið til að syngja fyrir fólkið á möl- inni. Hann mun eiga stefnumót við André Bach- mann og félaga á Hótel Borg í kvöld og taka með þeim nokkur létt lög. Ugglaust fá að fylgja með vel valin lög af plötunni sem Jón Kr. sendi frá sér fyrir jólin síðustu og heitir Haustlauf. Og má búast við að fleiri fái að fljóta með af plötunni sem André Bachmann stóð að baki og kom einnig út fyrir jólin síðustu, Betri tímar. Stórsöngvarinn Jón Kr. verður í Borgarsveiflu í kvöld. Jón Kr. með André og félögum á Borginni SÖNGKONUNNI Diönu Ross hefur verið skipað að fara aftur í fangelsi eftir að hún afplánaði ekki að fullu dóm sem hún hlaut fyrir ölvunarakstur. Að sögn dómarans vantaði Ross klukkutíma upp á að hafa setið af sér þá 48 tíma sem henni voru dæmdir, auk þess sem hún var aldrei inni 24 tíma í röð, eins og dóm- urinn kvað á um. Ross á að hafa yfirgefið fangelsið, sem er í Greenwich, nokkrum sinnum meðan á dvölinni stóð, með áð- urnefndum afleiðingum. Því hefur dóm- arinn sagt að hún skuli endurtaka fang- elsisdvölina, í þetta skipti í Tucson, þar sem hún skal vera inni alla 48 tímana samfellt. Ákveðið hefur verið að málið verði tekið upp aftur 1. apríl, en ekki er búist við að Ross sjálf mæti, en hún er núna á tónleikaferðalagi um Evrópu. Lögmaður söngkonunnar hefur sagt að hún hafi fullnægt dóminum. Hann segir að dómaranum sé ekki kunn- ugt um vissar mildandi kringumstæður. Diana Ross í vondum málum Hin hæfileikaríka Díana Ross virðist því miður í tómu rugli þessa dagana. Aftur í fangelsi BRITNEY Spears hefur veriðgagnrýnd harðlega fyrir nýjasta myndband sitt við lagið „Every- time“. Ástæðan er að í myndband- inu setur hún á svið sjálfsmorð. Þar er atriði með henni „látinni“ í bað- kari eftir að hafa tekið banvænan lyfjaskammt. Gagnrýnendur henn- ar óttast að ungir aðdáendur henn- ar sem eiga við vanda að etja geti hugsanlega leikið eftir þetta uppá- tæki hennar. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að sjálfsmorð stjörnu geti haft 14 sinnum meiri áhrif á ungt fólk en sjálfsmorð „venjulegs“ fólks og hafa foreldrasamtök í Bretlandi heimtað að hið „óábyrga“ myndband fáist hvergi sýnt. Í myndbandinu á Britney að hafa fyrirfarið sér eftir að hafa hætt með kærastanum en sagan segir að textinn í laginu sé saminn um sambandsslit þeirra Justins Tim- berlakes og sé um leið játning hennar, um að hún sjái eftir honum. Baunað á Britney Britney Spears virð- ist hafa farið yfir strikið að þessu sinni en myndbandið er gert af hinum sama og gerði „Dirty“- myndband Christinu Aguileru. MIKIÐ verður um að vera á Kapital í Hafn- arstræti í kvöld þegar bandaríski tónlistarmað- urinn Larry He- ard, öðru nafni Mr. Fingers, mun þar spila. Kvöld þetta er haldið í sam- vinnu við New Icon Records en auk Heard munu DJ Brett Dancer frá plötuútgáfu- fyrirtækinu TrackMode koma fram, svo og Margeir og Tommi White. Aaron Carl frá Detroit mun svo syngja. Larry Heard er frá Chicago og segir í fréttatilkynningu að hann sé einn af „guðfeðrum house-tónlistar- innar“ ásamt Frankie Knuckles. Hann njóti því mikillar virðingar í stétt sinni og það sé mikill fengur í komu hans hingað til lands. Um miðjan ní- unda áratuginn var Heard í hljómsveitinni Fingers Inc með hinum kunna Ro- bert Owens og saman gerðu plötuna Another Side sem þykir með því betra sem gert hefur verið í þeim geir- anum. Á henni er lagið „Can You Feel It“ sem sagður hefur ver- ið eins konar þjóðsöngur dans- tónlistar enda hljómar það enn reglulega á betri dansklúbbum heimsins og verður vafalaust spilað í kvöld. Heard þykir hafa haft meiri áhrif á danstónlist samtímans en flestir aðrir og taka menn eins og Carl Craig, Felix B úr Basement Jaxx og Diego úr 4 Hero heilshugar undir þá fullyrðingu. Mr. Fingers á Kapítal „Guðfaðir house-tónlistar“ Finnur’etta? Larry á fullu í búrinu. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2 og 4. Ísl tal. KRINGLAN Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl tal. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. Rafmagnaður erótískur tryllir í anda „Kiss the Girls“ og „Double Jeopardy“ Frá framleiðendum “The Fugitive” og“Seven”. ÁLFABAKKI Kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. KRINGLAN Kl. 3.50, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.50, 8 og 10.10. l i i i . KEFLAVÍK Sýnd kl. 2 og 4. Ísl tal. AKUREYRI Sýnd kl. 2 og 4. Ísl tal. HJ. MBL  ÓHT. Rás2 Sýnd kl. 3 og 10. B.i. 16. Sýnd kl. 6.  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8.15. Sýnd kl. 3. Ísl tal. SV MBL DV SV MBL Sýnd kl. 4, 6 og 10. -Roger Ebert „Bráðfyndin“ HJ. MBL „Ótrúlega áhrifarík. Frumleg, fyndin og elskuleg.“ -BÖS, Fréttablaðið Sean Penn besti leikari í aðalhlutverki Tim Robbins besti leikari í aukahlutverki Renée Zellweger besta leikkona í aukahlutverki Skonrokk „Hundrað sinnum fyndnari en Ben Stiller á besta degi.“ -VG. DV Sýnd kl. 7.15. B.i. 14. Kvikmyndir.is DV  ÓHT Rás 2 i i .i Ó.H.T. Rás2 FULLT HÚS HJÁ ÖLLUM HELSTU GAGNRÝNENDUM LANDSINS!  SV MBL Sýnd kl. 3 og 8. Sýnd kl. 2.45, 5.30 og 9.15. B.i. 16.Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Sýnd kl. 6. „Undraverð, töfrandi, innileg og óhugnanlega falleg!“ - Damon Smith, Attitude magazine „Dásamlega hjartnæm og hrífandi mynd!“ - Alice Fisher, Vogue „Snilld! Fersk, tilgerðarlaus, átakanleg og seiðandi!“ - Roger Ebert, Chicago Sun-Times „Mesta töfraverk ársins.“ - Mark Eccleston, Glamour  Kvikmyndir.com  HJ MBL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.