Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. SAMSON Global Holdings Ltd hefur keypt 6,45% hlut Tryggingamiðstöðvarinnar í Hf. Eimskipafélagi Íslands, og á eftir kaupin 16,84% hlut í félaginu. Eigendur Samson Global Holdings Ltd eru félög í eigu Björgólfs Guð- mundssonar, Björgólfs Thors Björgólfssonar og Magnúsar Þorsteinsson- ar. TM á enga hluti í Eimskipum eftir söluna. Alls keypti Samson 286.166.406 hluti á geng- inu 10,25, sem þýðir að söluverð nam rétt rúm- um 2,9 milljörðum króna. Hagnaður TM vegna sölunnar nemur um 1.350 milljónum króna. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórn- arformaður Tryggingamiðstöðvarinnar, sagði að salan væri í samræmi við það sem fram kom í ræðu hans á aðalfundi félagsins sl. fimmtudag að í kjölfarið á nýlegum kaup- um TM á 12% hlut í Straumi fjárfestingar- banka myndi félagið minnka aðra hluta- bréfaeign sína á móti. „Við töldum okkur vera að fá gott verð fyrir bréfin, við innleyst- um góðan hagnað,“ sagði Gunnlaugur. Selja eða halda Talið er að ástæða kaupa Samsonar á Eimskipshlutnum sé sú að félagið sjái mögu- leika í félaginu til framtíðar eftir breytingar sem fyrir liggur að gera eigi á því, en á aðal- fundi nk. föstudag verður borin upp sú til- laga að nafni félagsins verði breytt í Burðar- ás hf. Burðarás mun eiga skipafélagið Hf. Eimskipafélag Íslands. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru tveir möguleikar ræddir innan félagsins hvað varðar skipan Eimskipa í næstu fram- tíð. Sumir vilja að Burðarás hf. haldi Hf. Eimskipafélagi Íslands áfram í sinni eigu enn um sinn og efli það í útrás og geri það þar með verðmætara fyrir sölu eftir tvö til þrjú ár. Aðrir vilja selja félagið strax og nota fjármunina sem liggja í félaginu, 16–20 millj- arða, í aðrar fjárfestingar Burðaráss. Samson eyk- ur hlut sinn í Eimskipi Óvissa ríkir um framtíð- arskipan félagsins Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson Á TÍMUM alþjóðavæðingar og frjáls flæðis, sem Ísland hefur ekki farið varhluta af, hafa rótgróin inn- lend fyrirtæki skipt um eigendur, bankar eru orðnir virkir þátttak- endur í íslensku atvinnulífi með eignarhaldi sínu og beinum afskipt- um. Það sem áður voru þjónustu- stofnanir á sviði fjármála við heim- ilin og atvinnulífið eru nú orðnir virkir gerendur á fyrirtækjamark- aði. Þetta sagði Árni Magnússon fé- lagsmálaráðherra í ræðu á Iðnþingi og spurði svo jafnframt: „Er það raunverulega svo að eðlilegt sé að einstakir viðskiptabankar verji mestum kröftum sínum og fjár- munum, jafnvel með stórkostlegum erlendum lántökum, í að brytja nið- ur fyrirtæki í íslensku viðskiptalífi, til hagnaðar fyrir sjálfa sig? Er það tilgangur þeirra? Aldrei verður sátt um aukið frelsi fjármagns nema því fylgi félagslegt réttlæti. Þar bera fyrirtækin ábyrgð og verða að axla hana.“ Stórfyrirtæki sem ráða hverjir fá að lifa Þá vék félagsmálaráðherra einn- ig að samþjöppun í verslun og þjón- ustu og sagði ábyrgð eigenda og stjórnenda vera mikla. Miklu skipti hvernig á væri haldið og merki væru um að ekki risu allir undir henni: „Verslunar- og þjónustufyr- irtæki hafa á sama tíma stækkað gífurlega, völd þeirra gagnvart smærri fyrirtækjum, ekki síst smærri framleiðslufyrirtækjum, eru mikil,“ sagði Árni. „Þræðirnir liggja svo víða að helst minnir á vef risavaxinnar köngulóar. Þessi stór- fyrirtæki geta í mörgum tilvikum ráðið því hverjir fái lifað og hverjir skuli deyja. Ábyrgð þeirra sem þessum stóru, virku – ég segi af- skiptasömu fyrirtækjum ráða er mikil. Gildir þar einu hvort ræðir um verslanir, fjölmiðla eða fjár- málastofnanir. Það er hreint ekki sama hvernig á er haldið. Það eru ákveðin merki þess í íslensku efna- hags- og atvinnulífi að ekki valdi allir því hlutverki sem þeim hefur verið falið eða þeir hafa tekið sér.“ Umsvif einstakra aðila á mörkum hins siðferðilega Þá sagði félagsmálaráðherra að merki væru um hringamyndun í viðskiptalífinu og að hans mati væru umsvif einstakra aðila í at- vinnulífinu á mörkum þess að standast siðferðilega mælikvarða. „Það er að mínu viti eitthvert mik- ilvægasta hlutverk okkar stjórn- málamanna um þessar mundir að standa vaktina. Ábyrgð okkar er mikil en ábyrgð þeirra sem ég hér fjalla um er ekki minni, taki þeir til sín sem eiga. Við stjórnmálamenn þurfum að vera á varðbergi og það munum við verða. Íslenska þjóðin þarf sömuleiðis að veita þessum nýju valdhöfum aðhald, þeir eiga ekki að fá tækifæri til að ofbjóða þjóðinni, sitjandi á einhvers konar heimatilbúnum friðarstóli,“ sagði Árni Magnússon. Félagsmálaráðherra gagnrýnir viðskiptabankana og stórverslanir Merki um hringamynd- un í íslensku atvinnulífi Þræðir sumra verslunar- og þjónustufyrirtækja liggja svo víða að minn- ir á vef stórrar köngulóar  Merki um að sumir valdi ekki hlutverki sínu  Leiðari/ 36  Bankar berjast/11 SIKORSKI-þyrla Varnarliðsins hefur sig á loft af Skarðsfjöru á Meðallandssandi í gær, til að flytja 1.840 kg þungt kefli með 1.900 metra langri dráttartaug út í norska dráttarbátinn Normand Mariner, sem kom til landsins í gær. Í dag mun þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SIF fljúga afturábak með taugina yfir í Baldvin Þorsteinsson EA, en það hefur aldrei verið reynt áður og segir Einar Valsson, stýrimaður á TF-SIF, það vera vandasamt verk. Til stend- ur að reyna að draga Baldvin á flot í kvöld, verði veður sæmilegt. Í gær reyndi dráttarskipið að nálgast Bald- vin, en komst næst 1,3 sjómílur frá skipinu. TF-SIF flutti tíu skipverja á Baldvini út í skip- ið í gær og hófu þeir frekari undirbúning björgunaraðgerða. Hávaðarok var á þessu svæði í gær og varð mönnum um og ó við að sjá keflið með drátt- artauginni sveiflast fram og til baka, þegar flogið var með það út í norska skipið. Björgunarmanna bíður vandasamt verkefni í dag og er ljóst að mikill áfangi næst í björg- unarferlinu ef tekst að koma tauginni í Bald- vin í dag. Þá fyrst kemur í ljós hvort hið tröll- aukna, nærri 30 þúsund hestafla dráttarskip nær að draga Baldvin á flot. Ljóst er að TF-LÍF, stærri þyrla Landhelg- isgæslunnar, mun ekki geta tekið þátt í björg- unaraðgerðum í dag, en í gær kom í ljós að þyrlan væri biluð og var þá beðið um aðstoð varnarliðsins í Keflavík. Gírkassi þyrlunnar hefur verið sendur til Noregs til viðgerðar og er búist við að viðgerðin taki fjóra daga. Gír- kassinn kostar um 37–38 milljónir króna, en ekki er ljóst hvað viðgerðin mun kosta./4 Morgunblaðið RAX Stefna að björgun Baldvins EA í dag SAMKVÆMT heimildum Morg- unblaðsins eru yfirgnæfandi líkur á að Þorgils Óttar Mathiesen, fram- kvæmdastjóri fjár- hagssviðs Íslands- banka, verði framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra trygginga, dótt- urfélags Íslands- banka, í stað Ein- ars Sveinssonar. Einar hefur til- kynnt að hann láti af störfum, en hann hefur verið kjörinn stjórnarformaður Íslands- banka. Á aðalfundi Sjóvár-Almennra í gær var Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka, kjörinn stjórnarformað- ur. Með Bjarna voru kosnir í stjórn þeir Benedikt Jóhannesson varafor- maður, Aðalsteinn Jónasson hrl., Kristján Ragnarsson, fyrrum stjórn- arformaður Íslandsbanka, og Magnús L. Sveinsson, fyrrum formaður VR. Allir stjórnarmenn eru nýir í stjórn. Þorgils Ótt- ar til Sjóvár  Bjarni/14 Þorgils Óttar Mathiesen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.