Morgunblaðið - 14.03.2004, Page 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Ég ætla sko aldrei að spila Matador við ykkur aftur og ekki heldur golf, hrapparnir ykkar.
Daufblindrafélagið 10 ára
Lítið en mikil-
vægt félag
Daufblindrafélag Ís-lands á tíu ára af-mæli um þessar
mundir. Félagið hyggur á
að gera sér dagamun
vegna þessa eins og nærri
má geta. Í stjórn félagsins
er Ágústa Gunnarsdóttir
og hefur hún verið ötul í
undirbúningi þessa stóra
dags Daufblindrafélags-
ins og Morgunblaðið
ræddi við hana á dögun-
um.
Segðu okkur fyrst eitt-
hvað frá félaginu, tilurð
að stofnun þess o.s.frv.
„Daufblindrafélag Ís-
lands var stofnað þann 15.
mars 1994. Forsaga þess
er sú að í október 1993
var haldið sérsniðið tölvu-
námskeið fyrir einstak-
linga sem bæði eru sjón- og
heyrnarskertir og á námskeiðinu
fóru nemendur að tala um skort
á sérstakri þjónustu fyrir dauf-
blinda. Eftir námskeiðið létu
menn ekki sitja við orðin tóm
heldur hófu þá þegar að vinna að
stofnun Daufblindrafélags. Nú
10 árum síðar eru menn í óðaönn
að rifja upp þessa atburðarás og
gera sér grein fyrir hvað áunnist
hefur í málefnum daufblindra á
þessum tíma. Blindrafélagið og
Félag heyrnarlausra tóku virkan
þátt í stofnun félagsins og taka
enn virkan þátt í starfi þess, eiga
m.a. hvor sinn fulltrúann í stjórn
þess. Helsta hlutverk félagsins
er m.a. að vera upplýsingamið-
stöð í málefnum daufblindra á Ís-
landi, leita að daufblindum ein-
staklingum sem ekki hafa fengið
þjónustu við sitt hæfi, kynna
daufblindu hvar og hvenær sem
er, fylgjast með þróun þjónustu
við daufblinda erlendis og þróa
þjónustuna hér á landi. Mikil-
vægasti tilgangur félagsins er þó
sá að vinna að hvers konar hags-
munamálum daufblindra og
standa vörð um rétt þeirra.
Daufblindir eru þeir sem búa við
alvarlega sjón- og heyrnarskerð-
ingu og eru því oft ekki vel færir
um að eiga samskipti við hinar
ýmsu stofnanir og fyrirtæki.
Raddir þeirra sem búa við
þessa alvarlegu fötlun hafa ekki
heyrst víða og félagið er í stöð-
ugri baráttu við að koma á fram-
færi fræðslu og miðla þekkingu
um daufblindu.“
Er þetta sterkt félag?
„Félagið er lítið, aðalfélagar
þess eru 11, auk 26 styrktar-
félaga. Þar starfar einn starfs-
maður í 50% starfshlutfalli, dauf-
blindraráðgjafi og eiga allir
daufblindir á Íslandi rétt á ráð-
gjöf og stuðningi frá daufblindra-
ráðgjafa. En félagið er sterkt að
því leyti að þar standa menn
saman og vinna saman.“
Hvað er að vera daufblindur?
„Orðið daufblinda gefur til
kynna að verið er að tala um ein-
stakling sem bæði hefur mjög
skerta sjón og heyrn en sumir
eru alveg blindir og heyrnarlaus-
ir. Að mínu mati er
orðið villandi en
ástæðan fyrir notkun
þess á Íslandi er sú að
það er bein þýðing á
orðinu dövblind sem
notað er annars staðar á Norð-
urlöndunum. Félagsmenn hafa
mikið velt þessu orði fyrir sér og
reynt að finna eitthvað í þess
stað, en ekki tekist ennþá.“
Hvað eru margir daufblindir á
Íslandi?
„Vitað er að á Íslandi eru dauf-
blindir mun fleiri en félagsmenn
daufblindrafélagsins. Erfitt er að
giska nákvæmlega á fjölda þeirra
og nauðsynlegt er að kanna það
frekar.“
Hver er staða daufblindra á Ís-
landi í dag?
„Staða daufblindra hefur að
mörgu leyti batnað verulega, en
þó er mikill fjöldi verkefna fram-
undan. Þar ber helst að nefna
túlka- og liðveislumál. Túlka-
skortur er tilfinnanlegur og á
það ekki bara við um daufblinda
heldur ekki síður um heyrnar-
lausa. Daufblindir eiga við ýmiss
konar vandamál að stríða og þau
helstu eru skynjun á umhverfi,
samskipti við aðra, aðgangur að
upplýsingum og að komast leiðar
sinnar. Ef vel ætti að vera þyrfti
hver daufblindur einstaklingur
að hafa fastan túlk og fylgdar-
mann. Það þarf svo sannarlega
að gera átak í því að koma dauf-
blindum á framfæri þannig að
menn átti sig á hversu alvarleg
fötlun daufblinda er og hversu
sérstaka þjónustu þeir þurfa. Að-
stæður daufblindra eru eins mis-
munandi og þeir eru margir og
hópurinn þarf á mjög mismun-
andi úrræðum að halda eftir því
hversu sjónskertir/heyrnarskert-
ir einstaklingarnir eru. Þess
vegna er sú þjónusta sem félagið
veitir algjörlega einstaklingsmið-
uð og erfitt að finna eitthvert úr-
ræði sem hentar öllum.“
Hvað verður gert í tilefni af-
mælisins?
„Við ætlum að halda upp á af-
mælið með pompi og pragt á
morgun og bjóða til veislu í húsi
Blindrafélagsins. Þar verður
boðið upp á dagskrá þar sem
m.a. verða flutt nokkur ávörp og
saga félagsins rakin í stuttu máli.
Sigurður Skúlason
leikari mun lesa ljóð
eftir Jakobínu Þor-
móðsdóttur, en hún
var daufblind og gaf út
eina ljóðabók. Bergþór
Pálsson söngvari mun syngja tvö
lög ásamt Eyrúnu Ólafsdóttur
sem flytur lögin á táknmáli. Þá
mun formaður félagsins kynna
nýtt merki félagsins, en merkið
fékk félagið í afmælisgjöf frá
Ingunni Önnu Þráinsdóttur,
grafískum hönnuði. Að lokum
verður boðið upp á veitingar og
vonumst við til þess að allir
skemmti sér hið besta.“
Ágústa Gunnarsdóttir
Ágústa Gunnarsdóttir er fædd
í Reykjavík 12. júní 1967.
Lauk stúdentsprófi frá MH 1991.
Sótti fyrirlestra í heimspeki og
bókmenntafræði í H.Í. veturinn
1996. Hefur starfað sem félags-
og fræðslufulltrúi hjá Blindra-
félaginu, að fjáröflunarmálum
fyrir Daufblindrafélag Íslands,
unnið með fötluðum á Skálatúni,
starfað við tölvukennslu o.fl. Er í
sambúð.
…hversu al-
varleg fötlun
daufblinda er
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn