Morgunblaðið - 14.03.2004, Side 9

Morgunblaðið - 14.03.2004, Side 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 9 Skógarhlíð 18, sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri í vor til að dveljast við frá- bærar aðstæður á suðurströnd Spánar í 3–4 vikur á ótrúlegum kjör- um. Beint flug til Benidorm og Costa del Sol þar sem þú nýtur þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann og getur valið um spennandi kynnisferðir á meðan á dvölinni stendur. Við bjóðum þér okkar bestu íbúðarhótel með frá- bærri aðstöðu fyrir farþega. Munið Mastercard ferðaávísunina Vorferðir Heimsferða til Costa del Sol og Benidorm frá kr. 19.990 Costa del Sol 18. apríl – 31 nótt Verð frá kr. 29.890 Flugsæti með sköttum, netverð. Verð frá kr. 62.995 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, Timor Sol, 31 nótt. Netverð. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.000. Verð kr. 79.690 M.v. 2 í stúdíó, Timor Sol, 18. apríl, flug, gisting, skattar, netverð. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.000. Benidorm 25. apríl – 24 nætur Verð frá kr. 19.990 Flugsæti með sköttum, netverð. Verð frá kr. 43.995 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, Vacanza, 25. apríl, 24 nætur. Netverð. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Verð kr. 59.990 M.v. 2 í íbúð, Vacanza, 24 nætur. Flug, gisting, skattar. Netverð. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Tryggðu þér síðustu sætin Hróksins í Rimaskóla, þar sem hann náði 5 vinningum af 9 mögulegum. Eiríkur er 10 ára gamall nemandi í Salaskóla og tefldi hann á föstudag við rúmlega hundrað börn úr Lága- fells- og Varmárskóla í Íþrótta- miðstöðinni Varmá í Mosfellsbæ. Eiríkur tapaði einungis einni skák, en nokkrar skákir voru lýstar jafntefli þegar andstæðingarnir voru kallaðir inn í aðrar kennslu- stundir. Aðspurður sagðist Eiríkur hafa lært mannganginn 6 ára gam- all og tefli hann nú 4-5 skákir dag- lega við nokkra skólafélaga, en mest þó á netinu á skákvefnum ICC, þar sem hann sé kominn með 1654 skákstig. Hann hvílir sig helst frá skákinni með fótboltaiðkun, en langar að leggja skákina fyrir sig og stefnir að því að verða stórmeist- ari í framtíðinni. Í ÞESSARI viku hefur verið haldin skákþemavika í grunnskólum Mos- fellsbæjar. Leikfimitímunum var breytt í skáktíma og hafa nokkrir af liðsmönnum Hróksins komið og teflt fjöltefli við krakkana, þar á meðal Nick deFirmian stórmeistari, Ingvar Ásbjörnsson 13 ára og hinn stórefnilegi Eiríkur Örn Brynj- arsson. Eiríkur vakti athygli á stórmóti Morgunblaðið/Ómar Eiríkur Örn Brynjarsson, 10 ára, tefldi fjöltefli við yfir 100 grunnskólabörn á þemaviku grunnskólanna í Mos- fellsbæ og Hróksins. Á þemavikunni var leikfimitímum breytt í skáktíma. Eiríkur tapaði einungis einni skák. Tapaði einni skák af hundrað Eiríkur Örn Brynjarsson er efnilegur skákmaður HANNA Birna Kristjánsdóttir, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segist undrast orð Steinunnar Valdísar Ósk- arsdóttur, formanns skipulags- og byggingarnefndar borgarinnar, að það þurfi að flýta framkvæmdum vegna Sunda- brautar, þar sem málið strandi fyrst og fremst á borg- aryfirvöldum. „Við teljum að boltinn sé hjá borginni núna og sé búinn að vera það afar lengi. Það hefur staðið á ákvörðun borgarinnar og það hefur tafið málið. Ég held að menn hefðu getað verið búnir að taka ákvörðun um það fyrir löngu hvaða leið þeir vilji fara, lýsa því yfir við stjórnvöld og fylgja málinu eftir,“ segir hún. Aðspurð hvort nú sé ekki verið að bíða eftir umhverfismati um fram- kvæmdina, segir Hanna Birna það vissulega rétt, en það hafi tekið borg- ina óaralangan tíma að koma málinu í þann farveg. Borgaryfirvöld verði að taka þessa ákvörðun en ýmist sé sam- gönguyfirvöldum eða Vegagerðinni kennt um að málið sé ekki komið lengra. Nefnir hún sem dæmi að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borg- arstjóri, hafi sagt á íbúafundi í Graf- arvogi í mars árið 2000 að fram- kvæmdin færi í umhverfismat þá um sumarið og að ákvörðun um hvaða leið yrði valin yrði tekin um haustið. „Á þessum tíma var borgarbúa farið að lengja eftir ákvörðun borgaryfir- valda og síðan eru liðin heil 4 ár.“ Hanna Birna, sem situr í skipulags- og bygginganefnd borgarinnar, segir að Alþingi sé búið að samþykkja að veita fé til framkvæmdarinnar. „Sam- kvæmt samgönguáætlun, sem Al- þingi er búið að samþykkja, eru áætl- aðar 500 milljónir til þessarar framkvæmdar á árunum 2003–2006, 800 milljónir árin 2007–2010 og 2,5 milljarðar árin 2011–2014, þannig að það hefur ekkert staðið á því. Þetta er komið inn á samgönguáætlun, Vega- gerðin er búin að lýsa yfir sínum vilja, það sem er búið að bíða eftir allan þennan tíma er ákvörðun borgaryf- irvalda,“ segir Hanna Birna. Vilja að innri leið verði skoðuð Tveir möguleikar varðandi legu brautarinnar hafa einkum verið til umræðu, innri leið á landfyllingum og ytri leið sem færi á hábrú frá Kletta- görðum yfir í Grafarvog. Borgaryfir- völd vilja heldur fara ytri leiðina, en Hanna Birna segir sjálfstæðismenn telja að borgaryfirvöld ættu að skoða innri leiðina af meiri alvöru, en þá leið vill Vegagerðin einnig fara. Sú leið er að sögn borgarfulltrúans um 5 millj- örðum króna ódýrari. Áætlanir gera ráð fyrir að ytri leið kosti um 12,5 milljarða, en innri leiðin um 7,8. Hábrúin þyrfti að vera 54 metra há þar sem hún væri hæst og segir Hanna Birna að því gæti þurft að loka henni þegar mikill vindur geisar. Borgaryfirvöld hafi heldur viljað fara ytri leiðina, m.a. vegna þess að þau segi að sú leið tryggi betri tengingu við miðborg Reykjavíkur. Hanna Birna segir ekki það mikinn mun vera á leiðunum tveimur, innri leiðin komi aðeins austar að landi í Reykjavík, en það skipti ekki höfuðmáli varðandi framgang miðborgarinnar. „Í öllum þeim útreikningum sem við höfum séð, bæði hagkvæmniat- hugunum, arðsemisathugunum og at- hugunum á öryggi, samgöngubótum og umferðaröryggi eru leiðirnar sam- bærilegar. Meira að segja er innri leiðin að ákveðnu leyti talin betri.“ Hanna Birna Kristjáns- dóttir segir Sundabraut fyrst og fremst stranda á borgaryfirvöldum Boltinn er hjá borginni Hanna Birna Kristjánsdóttir STJÓRN Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði hefur samþykkt ályktun þar sem skorað er á Sturlu Böðv- arsson samgönguráðherra og sam- göngunefnd Alþingis að beita sér fyrir því að áætlunarflug verði ekki lagt af til Sauðárkróks, líkt og Ís- landsflug áformar. Frá Sauðárkróki hafa verið rútu- ferðir til Siglufjarðar í tengslum við flugið. Í ályktun Vöku segir að með áætlunarfluginu og rútuferðunum hafi tekist að halda uppi almennings- samgöngum við Siglufjörð. „Margir félagsmenn í Vöku nýta sér þessa þjónustu og er þá rétt að nefna sérstaklega eldra fólk, sem er mjög margt í félaginu. Falli þessi þjónusta niður þá er Siglufjörður nær samgöngulaus við umheiminn, nema á einkabíl. Þetta myndi færa okkur áratugi aftur í tímann og valda bæjarbúum miklum óþægindum. Við teljum það algjöra nauðsyn að okkur verði tryggðar þessar flugsamgöng- ur þar til að við höfum möguleika á öðrum leiðum, með Héðinsfjarðar- göngum og flugsamgöngum í gegn- um Akureyri,“ segir í ályktun Verka- lýðsfélagsins Vöku á Siglufirði. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins munu sveitarstjórnarmenn á Siglufirði og í Skagafirði eiga fund með samgönguráðherra á næstu dögum þar sem flugið til Sauðár- króks verður til umræðu. Áskorun til stjórnvalda frá Vöku á Siglufirði Flug til Sauðár- króks legg- ist ekki af RAFRÆN stjórnsýsla er leið til að samþætta þjónustu opinberra aðila á þann veg að almenningur geti nálgast hana á einum stað í stað þess að fara á milli mismunandi stofnana. Þetta er öðrum þræði um- fjöllunarefni ráðstefnunnar „Frá málaflokkasýn til samþættingar þjónustu“ sem ParX – viðskiptaráðgjöf IBM, forsætisráðuneytið og Stofnun stjórnsýslu- fræða og stjórnmála boða til á Nordica Hót- el næstkomandi þriðjudag. Menn hafa löngum kvartað undan því að þvælast á milli stofn- ana í leit að upplýs- ingum og þjónustu enda segir Arnar Jóns- son, ráðgjafi á stjórn- sýslusviði ParX – við- skiptaráðgjafar IBM, viðfangsefni ráðstefn- unnar hafa verið í deiglunni lengi. „Þarna gefst tækifæri til að ræða hvernig nota megi rafræna sam- skiptamáta eins og Netið til að ein- falda þjónustuferla, draga úr tví- verknaði, auðvelda almenningi að nálgast stjórnmálamenn og emb- ættismenn, minnka biðraðir og auð- velda samsetningu þjónustu þannig að menn fái heildarafgreiðslu á ein- um punkti.“ Hann segir yfirskrift ráðstefn- unnar vísa til þess að stofnanir sam- þætti þjónustu sína í stað þess að horfa eingöngu á eigin málaflokka. „Þetta er liður í því að opinberir að- ilar hugsa nú í auknum mæli um notandann. Áður hugsuðu þeir um sig sem framleiðanda en nú spyrja menn hvaða þarfir notendurnir hafi og hvernig sé best að mæta þeim.“ Að mati Arnars eru Íslendingar bæði komnir langt og skammt á veg í þessari þróun. Íslenskt samfélag sé mjög nettengt en hins vegar sé framboð á rafrænni þjónustu af skornum skammti. Sömuleiðis séu Íslendingar með „tiltölulega flókna stofnanaflóru,“ eins og hann orðar það. „Við er- um með 220 ríkisstofn- anir á meðan Bretar eru með 130. Svo eru sveit- arfélögin þar fyrir utan. Þannig að við erum með ákveðna stærðar- óhagkvæmni sem vinnur kannski svolítið gegn þessu markmiði.“ Hann segir þó mörg sveitarfélög bjóða æ meiri rafræna þjónustu í gegnum heimasíður sín- ar. Sömuleiðis séu ýms- ar ríkisstofnanir lengra á veg komnar en aðrar og nefnir tolla- og skattayfirvöld og Lánasjóð íslenskra námsmanna í því sambandi. „Stóra hugmyndin er að stofnanir eigi sér samstarf á ein- hvers konar vefgátt þar sem hægt er að veita þjónustu byggða á gagnagrunnum þvert á skipulags- einingar. Þannig má draga úr stjórnunarkostnaði og auka mögu- leika á framþróun.“ Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni eru Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Alain Ver- heyden, sérfræðingur IBM Sofware Group í rafrænni stjónsýslu, auk ýmissa aðila frá ríki og sveitarfélög- um. Sem fyrr segir verður ráðstefn- an haldin á Nordica Hótel á þriðju- dag milli kl. 8.30 og 11.50 og er opin öllum áhugasömum um málið. Ráðstefna um hvernig nýta megi raf- ræna stjórnsýslu í þágu almennings Arnar Jónsson Margþætt þjón- usta á einum stað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.