Morgunblaðið - 14.03.2004, Side 11

Morgunblaðið - 14.03.2004, Side 11
og því fóru stjórnendur fram á greiðslustöðvun í desember. Félag- ið fór síðan í nauðasamninga, en um þá samninga skapaðist dómsmál sem Móar töpuðu á endanum. Sam- tals liðu um 11 mánuðir frá því fé- lagið fór í greiðslustöðvun þar til það var úrskurðað gjaldþrota í nóv- ember í fyrra. Ákvörðun Búnaðar- bankans um að sitja hjá þegar at- kvæði voru greidd um frumvarp til nauðasamninga, en ekki greiða at- kvæði á móti eins og hann hafði áð- ur lýst yfir að hann myndi gera, varð til þess að framlengja líf Móa um fimm mánuði. Fjárhagsstaða Reykjagarðs var í sjálfu sér ekkert betri en Móa, en hins vegar stóðu fjárhagslega öfl- ugari aðilar á bak við félagið, þ.e. SS og Búnaðarbankinn. Eftir að SS eignaðist 100% hlut í Reykjagarði tóku stjórnendur félagsins ákvörð- un um að færa eignir þess á nýja kennitölu og skipta um nafn á gamla félaginu, en það heitir í dag Túnfótur ehf. Talsverður hluti skuldanna var skilinn eftir í Tún- fæti, en það félag fór í nauðasamn- inga sem samþykktir voru í síðasta mánuði. Lýst var kröfum upp á 494 milljónir og samningskröfur námu 336 milljónum. Frumvarp að nauðasamningum fól í sér að 40% krafna voru greiddar, en stærstu kröfuhafar voru KB-banki og Fóð- urblandan. Eins og áður segir var sláturhús- ið ekki byggt af Móum heldur Landsafli. Móastöðin var síðar framseld til Landvers og það fyr- irtæki seldi þeim sem keypti þrotabú Móa, Matfugli. Kaupverðið var um 435 milljónir króna. Bygg- ing hússins kostaði hins vegar yfir 700 milljónir þannig að tap Land- vers er verulegt. Þess má geta að Búnaðarbankinn ábyrgðist að nokkru leyti greiðslur frá Móum til Landsafls (Landvers). Þessar greiðslur féllu á bankann því Móum tókst ekki að standa í skilum með leigu. Versta ár í sögu svínaræktarinnar Þó samkeppni í svínaræktinni væri mikil var afkoma hennar allt önnur en kjúklingaræktarinnar. Árið 2000 töpuðu tvö stærstu búin, Stjörnugrís og Svínabúið í Braut- arholti, samtals 16 milljónum króna á rekstrinum. Árið 2001 var Stjörnugrís rekinn með 54 milljóna króna tapi en rekstur Brautarholts- búsins skilaði tæplega 38 milljóna króna hagnaði. Bæði fyrirtækin voru rekin með hagnaði árið 2002. Hagnaður Stjörnugríss var 69 milljónir og Brautarholtsbúsins 61 milljón. Hafa ber í huga að stór hluti hagnaðarins þetta ár var vegna gengishagnaðar af erlendum lánum. Búin voru bæði mjög skuldsett. Samkvæmt ársreikningi skuldaði Brautarholtsbúið í árslok 2002 rétt tæplega 1,2 milljarða króna, en skuldir Stjörnugríss námu tæplega 1 milljarði króna. Engu að síður hefðu bæði búin átt að geta staðið undir þessari skuldsetningu við eðlilegt rekstrarumhverfi. Rekstrarumhverfi svínaræktar- innar var hins vegar allt annað en eðlilegt á árinu 2003 og þó að end- anlegar tölur um reksturinn liggi ekki fyrir má fullyrða að það ár hafi verið það versta í sögu svínarækt- arinnar á Íslandi. Einn viðmælandi blaðsins orðaði það svo að „svína- ræktin hefði einfaldlega farið á hausinn árið 2003“. Verð á svínakjöti á smásölumark- aði lækkaði á einu ári um 40% og dæmi voru um að bændur væru að selja grísakjöt til kjötvinnslna á innan við 100 krónur kílóið. Áður en verðlækkunin hófst voru bænd- ur að fá um 240 krónur fyrir kílóið. Til að leita skýringa á þessu verðhruni nægir ekki að horfa bara á svínaræktina. Offramleiðsla var á öllu kjöti, svínakjöti, kjúklingum og lambakjöti og allir reyndu að tryggja sölu með því að bjóða neyt- endum sem hagstæðast verð. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins voru gerðar óformlegar tilraunir á fyrri hluta ársins til að ná sam- komulagi meðal framleiðenda um að draga úr framleiðslu en þær mistókust. Ástæðan var að nokkru leyti sú að einstakir framleiðendur voru komnir í þá stöðu að eina leið- in til að halda rekstri búanna gang- andi, a.m.k. til skamms tíma litið, var að framleiða sem mest þannig að fjárflæði í kassann minnkaði ekki. Að nokkru leyti virðist sam- keppnin hafa snúist um að vonast eftir betri tíð þegar keppinautar færu í gjaldþrot. Árið 2002 hættu 10 svínabú starf- semi. Í fyrra voru því ekki nema 17 bú starfandi. Í reynd voru framleið- endurnir enn færri því að Vallárbú- ið rekur svínabú á Melum og Sléttusvín ehf. hefur verið í nánu samstarfi við Vallárfeðga og selur þeim smágrísi. Þá var um tíma samstarf milli Vallár og svínabúsins á Hýrumel sem er þriðja stærsta svínabú landsins. Í lok síðasta árs keyptu Vallárfeðgar svínabúið að Bjarnastöðum á Suðurlandi, en það hafði átt í fjárhagserfiðleikum. Svínabúið að Brautarholti var í samvinnu við svínabúin að Háholti og Smárahlíð á Suðurlandi þar sem framleiddir voru grísir. Sjálfstæðir framleiðendur í svínarækt í dag eru því u.þ.b. 10. KB banki yfirtekur reksturinn Eins og áður er rakið var rekstur Brautarholtsfeðga orðinn mjög um- svifamikill. Þeir ráku annað stærsta svínabú landsins, annað stærsta kjúklingabú landsins, ann- að stærsta eggjabú landsins og voru mjög umsvifamiklir í kjöt- vinnslu. Staða fyrirtækjanna allra var þröng í árslok 2002, ekki síst vegna mikillar skuldsetningar. Mó- ar voru þá þegar komnir í greiðslu- stöðvun. Verðhrun á svínakjöti og lágt verð á kjúklingum árið 2003 leiddi til þess að mikið tap varð bæði á svínabúinu og Móum á því ári. Staða Síldar & fisks var einnig orðin erfið. Árið 1999, árið áður en Brautarholtsfeðgar keyptu fyrir- tækið, var félagið rekið með 68 milljóna króna hagnaði og skuldir þess námu 92 milljónum. Í árslok 2002 námu skuldir fyrirtækisins 303 milljónum og rekstrartap 20 milljónum. Staðan mun hafa versn- að enn á síðasta ári, m.a. vegna þess að ábyrgðir féllu á félagið. Í árslok í fyrra hættu Brautar- holtsfeðgar beinum afskiptum af rekstri Síldar & fisks. Í janúar sl. var Svínabúið í Brautarholti og fé- lag sem hafði verið stofnað til að fara með fasteignir Síldar & fisks lýst gjaldþrota. Félag í eigu KB banka, Braut ehf., yfirtók rekstur svínabúsins og þar með 2/3 eign- arhlutarins í Síld & fiski. Í febrúar fór Nesbúið sömu leið, en þá yf- irtók félag í eigu KB banka rekstur þess. Gjaldþrot blasir við Nes- búinu. yttust í milljarða tap 2001. Ferskir kjúklingar stóðu mjög illa árið 2000. Skuldir félags- ins námu 308 milljónum og rekstr- artap 33,4 milljónum. Eigið fé fé- lagsins var neikvætt um 22,7 milljónir. Endurskoðandi segir í ársskýrslu fyrir þetta ár: „For- senda fyrir áframhaldandi rekstri byggist á því að unnt verði að bæta reksturinn verulega og afla félag- inu fjár með lántökum, nýju hlutafé eða á annan hátt.“ Endurskoðandi gerir samskonar athugasemd árið eftir en þá höfðu félögin verið sam- einuð. Eftir að Búnaðarbankinn eignað- ist Reykjagarð var slátrun hætt í sláturhúsi félagsins á Hellu og allri slátrun beint í Móastöðina í Mos- fellsbæ. Um þetta sköpuðust harð- ar deilur því heimamenn á Hellu voru ekki ánægðir með að störf skyldu tapast á svæðinu og mikill þrýstingur var settur á Búnaðar- bankann að endurskoða afstöðu sína. Töpuðu yfir milljarði á tveimur árum Rekstur Reykjagarðs og Móa gekk skelfilega á árinu 2001. Fyr- irtækin töpuðu samtals 554 millj- ónum króna og ekki gekk mikið betur árið eftir þegar tapið varð 503 milljónir króna. Ekki er hægt að draga aðra ályktun af ársreikn- ingi fyrirtækjanna fyrir árið 2002 en þau hafi bæði verið gjaldþrota. Skuldir Reykjagarðs námu 1.235 milljónum króna og eigið féð var neikvætt um 268 milljónir. Skuldir Móa námu 1.584 milljónum og eigið féð var neikvætt um 430 milljónir. Á þeim tæpu tveimur árum sem Búnaðarbankinn átti Reykjagarð nam rekstrartap fyrirtækisins um 630 milljónum króna. Rekstur fyr- irtækisins var ómarkviss á þessum árum. Fyrirtækið lokaði eins og áð- ur segir sláturhúsi félagsins og fól Móum slátrun. Vegna þrýstings frá heimamönnum var ákveðið að reka kjötvinnslu á Hellu sem þýddi að kjúklingarnir voru aldir upp á Suð- urlandi, fluttir til slátrunar í Mos- fellsbæ, fluttir til baka til vinnslu á Hellu og fluttir svo aftur á markað á höfuðborgarsvæðinu. Samkeppnisstofnun lagðist gegn sameiningu Móa og Reykjagarðs og setti ströng skilyrði fyrir sam- starfi fyrirtækjanna um slátrun. Vorið 2002 slitnaði svo upp úr sam- starfi Reykjagarðs og Móa og eig- andi Reykjagarðs, Búnaðarbank- inn, ákvað að opna að nýju sláturhúsið á Hellu, en til þess þurfti að ráðast í talsvert dýrar endurbætur á því. Stjórnendur Búnaðarbankans voru hins vegar eðlilega orðnir ærið þreyttir á því að reka kjúklingabú með tapi og um sumarið seldi bank- inn Sláturfélagi Suðurlands 67% hlut í Reykjagarði. Samningurinn byggði á ákveðnum forsendum um rekstur og markaðsaðstæður. Þær forsendur gengu hins vegar ekki eftir og því var samningnum „vikið til hliðar“ sl. haust þegar SS keypti fyrirtækið að fullu. Árið 2001 var nýtt fyrirtæki, Ís- landsfugl, sett á stofn á Dalvík, en stofnun þess sýnir að það voru ekki bara Brautarholtsfeðgar og Búnað- arbankinn sem á þeim tíma töldu hagnaðarvon í því að reka kjúk- lingabú. Rekstur Íslandsfugls var hins vegar kominn í þrot eftir innan við hálfs árs rekstur. Norðlenska á Akureyri endurfjármagnaði fyrir- tækið og hluti skulda var felldur niður, en það dugði ekki nema í um níu mánuði og það varð gjaldþrota í mars í fyrra. Lýstar kröfur í þrotabúið námu um 280 milljónum króna. Viðskiptahugmynd sem ekki gekk upp Vorið 2002 má segja að ljóst hafi verið að viðskiptahugmynd Móa, um að búa til eitt öflugt kjúklinga- fyrirtæki sem ræki sameiginlega slátrun og kjötvinnslu, hafi verið úr sögunni. Verð á kjúklingum var lágt og tap á rekstri mjög mikið. Búnaðarbankinn lét árið 2002 reikna út afkomu í kjúklingarækt og niðurstaðan var sú að framleið- endur greiddu um 120 krónur með hverju kílói af kjúklingum. Slátur- hús Móastöðvarinnar er stórt og dýrt hús og það var augljóst að erf- iðara yrði að reka það eftir að Reykjagarður hætti að slátra í hús- inu. Staðan var því mjög þröng og ekki margir góðir kostir í stöðunni. Í stað þess að fara með fyrirtækið í gjaldþrot ákváðu stjórnendur fyr- irtækisins að auka enn framleiðsl- una og reyna þannig að styrkja stöðu sína á markaðinum. Þetta kallaði að sjálfsögðu á viðbrögð samkeppnisaðilanna sem ekki vildu gefa eftir markaðshlutdeild sína. Aukin framleiðsla og hörð sam- keppni leiddi til þess að verð á kjúklingum féll um 15% frá ágúst 2002 fram til mars 2003. Í ljósi þess hvað fjárhagur Móa var veikur árið 2000 og skuldir fé- lagsins miklar verður vart séð hvernig fyrirtækið átti að þola það mikla tap sem var á rekstrinum auk verðlækkunar á kjúklingum. Haustið 2002 sendu stjórnendur fyrirtækisins bréf til kröfuhafa þar sem lýst er að fyrirhugað sé að endurskipuleggja fjárhag fyrirtæk- isins m.a. með nýju hlutafé. Jafn- framt er óskað eftir niðurfellingu skulda. Þessi tilraun til frjálsra nauðasamninga skilaði ekki árangri MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 11 ÞÓ AÐ menn séu almennt sammála um það í dag að allt of hratt hafi verið farið í fjárfestingar í svína- og kjúklingarækt á síðustu árum má jafnframt halda því fram að full rök hafi verið fyrir uppbyggingu í þess- um greinum. Neysluvenjur þjóð- arinnar hafa verið að breytast á undanförnum árum og áratugum. Neysla á lambakjöti hefur dregist saman meðan neysla á kjúklingum og svínakjöti hefur aukist. Íslend- ingar hafa haft sérstöðu að borða miklu meira af lambakjöti en aðrar þjóðir. Í reynd er kjötneyslan sífellt að verða líkari því sem gerist í ná- grannalöndum okkar. Svínakjötið var með 9,4% af kjöt- markaðinum árið 1985. Þetta hlut- fall var komið upp í 15,7% fimm ár- um síðar. Árið 1995 var hlutfallið orðið 20,5% og 24,6% árið 2000. Nú er svínakjötið með 27,6% af markaðinum sem er álíka mikil neysla og á lambakjöti. Neyslan á kjúklingum hefur aukist enn hraðar á síðustu árum. Kjúklingurinn var með 10,7% af markaðinum árið 1995 og 16,5% fimm árum síðar. Nú er þetta hlutfall 24,6%. Og neyslan heldur áfram að aukast. Enginn vafi lék á að það voru sóknarfæri í svína- og kjúklingarækt. Það voru margir sem komu auga á þá möguleika sem lágu í þessum greinum. Það sem raunverulega gerist á árunum 1999–2002 var að allir stærstu framleiðendur í þess- um greinum fóru út í fjárfestingar og juku framleiðsluna. Þetta á við þá sem voru stærstir á markaðinum en einnig suma af þeim sem voru með minni og meðalstór bú. Ástæðan fyrir þessum fjárfest- ingum voru sóknarmöguleikar í svínarækt, en einnig töldu eigendur búanna að hætta væri á að þeir stæðust ekki samkeppni ef þeir stækkuðu ekki búin og hagræddu í framleiðslunni. Sama gerðist í kjúk- lingaræktinni. Samhliða mikilli upp- byggingu Móabúsins hóf nýtt kjúk- lingabú, Íslandsfugl, starfsemi á Dalvík. Eigendur Reykjagarðs voru heldur ekkert á því að gefa eftir markaðshlutdeild til Móa og Íslands- fugls baráttulaust. Afleiðingin af þessari uppbygg- ingu var mikil framleiðsluaukning bæði á svínakjöti og kjúklingum. Á árunum 2002 og 2003 fóru því saman offramleiðslan á svínakjöti, kjúklingum og raunar einnig á lambakjöti. Sala á kjöti á árinu 2002 jókst um 4,8%, en framleiðslan jókst hins vegar um 8,1%. Salan árið 2003 jókst um 5,9% og fram- leiðslan jókst um svipað hlutfall eða 5,4%. Öll uppbygging í svína- og kjúk- lingarækt byggðist á því að fram- undan væri jöfn og stöðug neyslu- aukning á svínum og kjúklingum. Þessi neysluaukning hefur í meg- inatriðum gengið eftir. Reyndar má segja að neysluaukningin á kjúkling- um hafi orðið meiri en sumir svína- bændur reiknuðu með í áætlunum sínum. Óhætt er hins vegar að full- yrða að hvorki bændur né lánveit- endur þeirra reiknuðu með því verð- hruni á kjöti sem varð 2002 og 2003. Margir sáu tækifæri í svína- og kjúklingarækt                              !! # $ %  &%$   !! # $ %                       

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.