Morgunblaðið - 14.03.2004, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 14.03.2004, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn Náttúrufræðihúsið í Vatnsmýrinni. Morgunblaðið/Kristinn Aðalbygging Háskóla Íslands var byggð fyrir happdrættisfé og vígð 1940. Hún er löngu orðin eitt af helstu kennileitum höfuðborgarinnar. Um þessar mundir fagnarHappdrætti Háskóla Ís-lands 70 ára afmæli sínu.Lög um það voru sam-þykkt á Alþingi hinn 3. maí 1933 en fyrst var dregið í því 10. mars 1934. Happdrættið fékk þegar í byrjun geysigóðar viðtökur og fyrir fé sem það hefur aflað hafa nær allar byggingar á Háskólasvæðinu risið. Hér er ekki ætlunin að rekja sögu HHÍ en til gamans verður rifjaður upp aðdragandi að stofnun þess en hann var býsna langur. Tilvitnan- ir í ummæli þingmanna eru sóttar í Alþingis- tíðindi. Þreifingar á Alþingi Árið 1905 var fyrst gerð tilraun til að fá samþykkt lög um happdrætti. Á þeim tíma voru til happ- drætti í Danmörku, t.d. Klasselotteriet, sem er ríkishappdrætti. Nokkuð var um að Íslendingar spiluðu í erlendum happ- drættum, sennilega mest í Danmörku. Marg- ir sáu ofsjónum yfir því fjármagni sem þannig rann úr landi og m.a. í ríkissjóð Dana. Nær væri að ná því í lands- sjóð. Flutningsmaður frumvarps um stofnun peningalotterís á Íslandi var Pétur Jónsson frá Gautlöndum. Í máli hans kom fram að fjórir menn, tveir íslenskir og tveir danskir, óskuðu eftir að fá leyfi til að stofna peningalotterí hér á landi. Samkvæmt frumvarpinu skyldu leyf- ishafendur fá einkaleyfi til að reka peningalotterí á Íslandi og jafnframt skyldi bannað að versla með eða selja útlenda lotteríseðla hérlendis eða hafa á hendi nokkur störf þar að lút- andi. Það er dálítið sérkennilegt að flutningsmaður virtist hafa takmark- aðan áhuga á að frumvarp hans yrði samþykkt. Hann sagði m.a.: „Jeg vona, að það þurfi ekki að verða langar umræður um þetta frumvarp, og skal geta þess, að ég flyt það að eins fyrir beiðni merks manns, sem ekki á sæti hér á þinginu. Jeg tók það að mér að eins vegna þess, að enginn annar þingmaður fékkst til þess. Get jeg ekki sagt að ég sé mál- inu kunnugur og fylgi því frumvarp- inu ekki með neinu kappi. Jeg vildi að eins stuðla að því, að maðurinn gæti fengið að vita álit alþingis um málið.“ Pétur sagði enn fremur: „Frá mínu sjónarmiði hef jeg enga sjerstaka ástæðu til að mæla fram með frum- varpinu, en skjólstæðingur minn sagði mjer sínar ástæður og vil jeg bera þær hér fram. Hann hjelt því fram, að Íslendingar væru ekki svo fáir farnir að draga í útlendum lott- eríum, og það mundi fara í vöxt eptir því sem samgöngurnar greiddust, og ekki sízt, þegar hraðskeytasamband- ið væri á komið. Nú er það kunnugt, að ríkissjóðirnir hafa tekjur af þess- um stofnunum, og áleit hann því, að landssjóður mundi geta haft ein- hverjar tekjur af þessu, enda væri hann verðugri þess að njóta góðs af spilamennsku Íslendinga en erlendir ríkissjóðir.“ Aðeins einn þingmaður tók til máls og lagði til að málinu yrði vísað til skattanefndar. Þaðan átti það ekki afturkvæmt. Alvarleg atrenna Hvað er lotterí? Næsta tilraun var gerð 1912. Þá voru flutningsmenn þeir Lárus H. Bjarnason, Pétur Jónsson frá Gaut- löndum, Valtýr Guðmundsson og Jón Ólafsson, ritstjóri. Forystumaður þeirra sem á móti voru var Bjarni Jónsson frá Vogi. Umræður um frumvarpið urðu mjög miklar og á margan hátt skemmtilegar. Lárus H. Bjarnason setti t.d. fram mjög góða skilgreiningu á því hvað væri lotterí. Hann sagði: „Lotterí er stofnun, sem lysthaf- endur kaupa hjá vinningsvon. Hve rík sú vinningsvon er, fer eftir nánara fyrirkomulagi lotterísins. Fyrir von- ina greiðir lysthafi tiltekið gjald, árs- gjald eða víðast misserisgjald, og fær jafnframt kvittun eða heimildarbréf fyrir voninni, og er slíkt bréf venju- lega nefnt lotteríseðill.“ Á þessum tíma var hugsunin sú að lotteríið yrði rekið í Danmörku. Lárus sagði m.a.: „Hér á landi hefur aldrei verið til lotterí, og verður líklega seint. Til þess ber einkum tvent: Þjóðin er of fátæk og fámenn til að bera lott- erí, og í annan stað er ekki að vænta héðan viðskifta við útlend- inga.“ Viðskipti Ís- lendinga við erlend happdrætti voru mönnum einnig þyrnir í augum því að Lárus sagði: „Þeir munu ekki fáir sem „spila“ í hinum dönsku lotteríum, Klasse- lotteríinu, Vare- og Ind- ustri-lotteríinu og Koloniallotteríinu og jafnvel í lotteríum ut- anríkis, einkum í Ham- borgarlotteríinu.“ Er lotterí féglæfrar? Bjarni frá Vogi var á móti frumvarpinu. Hann talaði um fé glæfra og um það var rifist, hvort lotterí væri féglæfrar. Bjarni sagði m.a.: „Annars kæri ég mig ekki um að ræða ítarlega um þetta atriði, hvað sé féglæfrar og hvað ekki, en læt mér nægja að halda því fram, að peningahappdrætti sé féglæfrar.“ Bjarni sagði enn fremur: „Ég minnist þess, að ég hefi lesið á yngri árum mínum hjá Tacitusi og Cæsari, að hinir gömlu Þjóðverjar hafi tamið sér að kasta teningum um stórar eignir og fjárupphæðir, stundum jafnvel um sjálfa sig, og urðu þeir oft og tíðum með þeim hætti þrælar þeirra, er þeir öttu við. Slík hlutkesti eru hinn mesti háski hverri þjóð, sem temur sér þau. Þess vegna hafa mörg ríki ýmist bannað happdrætti eða tekið þau í eigin hönd, og var það réttilega tekið fram hjá hæstvirtum framsögumanni meiri hl. (L.H.B.), að skárra sé að ríkin reki sjálf þess háttar einokun heldur en einstaklingar. Í flestum ríkjum eru stranglega bönnuð öll áhættuspil, og er óeðlilegt, að ríkin sjálf afli sér tekna með því að reka þess háttar fyrirtæki, sem þau banna einstökum mönnum. Þó ekki sé eins mikil hættan ef rík- in reka þessi happdrætti á eigin hönd, er það þó byggt á sömu grundvall- arhugsun. Það sýnir meðal annars, að ríkin hafa vonda samvizku af rekstri happdrætta, er nú skal greina. Í Austurríki var árið 1777 gert að skilyrði fyrir happdrættisleyfi að 5 fá- tækum stúlkum væri gefinn heiman- mundur á ári hverju. Síðar var því snúið upp í 12.000 marka gjald. Svip- að fyrirkomulag hefur verið haft á Prússlandi, og á Spáni hefir ákveðinn hluti ágóða verið látinn ganga til sjúkrahúss í Madrid. Þetta sýnir að ríkin hafa viljað breiða yfir ósvinnuna með góðgerðasemi.“ Og Bjarni frá Vogi hélt áfram. „Enn fremur skal ég leyfa mér að lesa hvað Falbe Hansen, danskur höfundur, segir um þetta í bók sinni „Finansvidenskab“. Hann skrifar þar á bls. 96.: „Það er alment viðurkent, að happdrætti sé til spill- ingar svo sem önnur áhættuspil, veiki löngun manna til að vinna sig áfram með sinni eigin vinnu og sífeldum sparnaði, leiði menn til að reiða sig á ósennilega drauma og staðlausar vonir, og menn fullyrða að reynslan hafi sýnt að spilafíknin valdi deyfð og oft glæpum. Flest ríki hafa kannast við þetta í framkvæmdinni, er þau hafa bannað alskonar áhættuspil.““ Jón Ólafsson, ritstjóri og alþingis- maður, svaraði Bjarna. Hann sagði m.a.: „Ég sé nú að það hefir verið laumað blaði á borðið hjá mér meðan ég var var að tala. Það er ef til vill „innlegg“ í málið. Að horfa á’ hann er helvíti, að hlusta á’ hann er kvalræði, að hleypa á’ hann væri hollræði, að hengj á’ hann væri snjallræði.“ Hugleiðingar um umræðurnar og lögin Það eru nokkur atriði, sem komu fram í umræðunum og í lögunum frá 1912, sem vert er að staldra við. Eins og getið var að framan átti að reka „lotteríið“ frá Kaupmannahöfn. Þar skyldi stjórn þess sitja og þar skyldi dregið. Vegna smæðar íslenska markaðarins hefur átt að höfða til út- lendinga. Nærtækast hefði verið að bjóða Dönum miða en í lögunum er tekið tillit til hagsmuna þeirra er ráku dönsk happdrætti. Samkvæmt 2. gr. laganna er t.d. bannað að selja miða í lotteríinu í Danmörku og samkvæmt 3. gr. virðist mega selja miða á Íslandi úr dönskum lotteríum. Þetta ber með sér að stjórnendur lottería í Dan- mörku hafi haft sterk pólitísk ítök. Í lögunum frá 1912 var gert ráð fyrir 70% vinningshlutfalli. Það felur í sér að 700 kr. eru greiddar í vinninga af hverjum 1.000 kr. sem selt er fyrir. Þetta er sama vinningshlutfall og er í flokkahappdrætti Háskóla Íslands. Í umræðum um lotterí á Alþingi 1912 barst spilafíkn talsvert í tal. Ótt- inn við spilafíkn var þá tengdur venjulegu flokkahappdrætti. En núna tengist hann einkum happ- drættisvélum. Í umræðunum kom einnig fram í fyrsta sinn orðið happ- drætti. Bjarni frá Vogi vildi íslenska orðið lotterí og reyndi að fá Alþingi til að nota orðið happdrætti í þess stað. Af því urðu miklar umræður um ný- yrðasmíð. Bjarna varð ekki að ósk sinni. Alþingi samþykkti frumvarpið sem lög um peningalotterí. Örlög þessara laga urðu þau að konungur staðfesti þau aldrei. Ekki er vitað með vissu hvers vegna hann gerði það ekki. Rúmum áratug síðar var því haldið fram á Alþingi að geð- þóttaákvörðun ráðherrans hefði vald- ið því að konungur hefði ekki fengið lögin til staðfestingar. Ráðherrann hefði verið á móti málinu. Hitt getur einnig verið að andstaða hafi verið gegn málinu í Danmörku. Stofnun ís- lensks happdrættis hefði eflaust dregið úr sölu miða í dönskum happ- drættum hér á landi. Næstu tvær atrennur Þriðja tilraun til að fá samþykkt frumvarp um happdrætti var gerð 1924. Nú skyldi happdrættið verða ís- lenskt og dregið skyldi í Reykjavík. Þá hafði orðið happdrætti öðlast þegnrétt hjá almenningi þannig að orðið lotterí var haft innan sviga. Jafnframt var Ísland orðið frjálst og fullvalda ríki. Hvorki konungur né danskir hagsmunaaðilar mundu nú geta stöðvað framgang málsins. Frumvarpinu var vísað til 2. umræðu og til fjárhagsnefndar. Þaðan kom það ekki aftur. Fjórða atrenna var síðan gerð árið 1926. Frumvarpið varð að lögum en happdrættisrekstur hófst þó ekki. Líklegt er að markaðurinn hafi ekki þótt nægjanlega vænlegur til rekstr- ar happdrættis, ekki síst þegar tekið var tillit til samkeppni á íslenska markaðnum frá erlendum happ- drættum. Happdrætti Háskóla Íslands Háskóli Íslands var stofnaður 1911. Hann hafði aðsetur í Alþingis- húsinu. Á fyrsta starfsári skólans voru nemendur fjörutíu og fimm en á árinu 1930 voru þeir 140. Augljóst var að þörf fyrir aukið húsnæði handa skólanum var brýn. Alþingi sam- þykkti lög á árinu 1932 um byggingu fyrir Háskólann en fjárveitingu til framkvæmda vantaði. Það var síðan 1933, eins og áður sagði, að Alþingi samþykkti lög um happdrætti til að fjármagna byggingu fyrir Háskóla Íslands þó með þeim ákvæðum að 20% af hagnaði skyldu renna í rík- issjóð. Það er gjald happdrættisins fyrir einkaleyfi til að reka peninga- happdrætti. Atrennurnar sem sagt var frá hér að framan voru því und- anfari að setningu laga um Happ- drætti Háskóla Íslands. Háskólinn og happdrættið hafa ávallt átt mikinn fjölda velunnara jafnvel áður en Háskólinn varð til. Einn slíkur velunnari var Þorbjörg Sveinsdóttir, ljósmóðir í Reykjavík, systir Benedikts Sveinssonar, alþing- ismanns, og þar með föðursystir Ein- ars Benediktssonar, skálds. Þor- bjargar er víða getið í ævisögu um skáldið eftir Guðjón Friðriksson. Á bls. 166 (I bindi) stendur m.a.: „Þor- björg Sveinsdóttir er eina konan á öllu landinu um þessar mundir sem stendur óhikað upp á almennum borgarafundum og heldur ræður til jafns við karlmenn, raunar slíkar þrumuræður að fáir eða engir standa henni á sporði.“ Á sömu bls. stendur enn fremur: „Systkinin Þorbjörg og Benedikt eru hátt á sjötugsaldri en aldrei upplyftari en um þessar mund- ir. Þorbjörg hafði ásamt Ólafíu, fóst- urdóttur sinni, stofnað Hið íslenska kvenfélag í apríl 1894 til að berjast fyrir háskóla á Íslandi sem er mikið baráttumál þeirra systkina. Um 700 hundruð konur úr Reykjavík og Sel- tjarnarneshreppi eru meðal stofn- félaga og er þetta fyrsta fjöldahreyf- ing kvenna á Íslandi.“ Hvað gerðu síðan þessar ágætu konur til að berj- ast fyrir háskóla á Íslandi? Þær efndu til happdrættis. Svo skemmtilega vill til að Happdrætti Háskóla Íslands á einn miða úr þessu happdrætti og fylgir mynd af báðum hliðum hans þessari grein. Vinningar bera vott um áhugasvið sem tengist liðnum tíma. Mjór er mikils vísir. Varla hefur nokkrum dottið í hug fyrir sjötíu ár- um, hvað þá á tíma Þorbjargar Sveinsdóttur, að Háskóli Íslands ætti eftir að vaxa í þeim mæli, sem raun ber vitni. Þá hefði heldur engan órað fyrir að gifsmynd af gyðjunni Iðunni, kvensöðull, nýr með ensku lagi, og 6 silfurmatskeiðar yrðu fyrirboði þess er síðar varð máttarstólpi við fjár- mögnun bygginga fyrir Háskóla Ís- lands. Stuðningur landsmanna hefur gert þetta kleift og kann Happdrætti Háskóla Íslands viðskiptavinum sín- um og öðrum landsmönnum bestu þakkir fyrir velvild í sinn garð. Frá lotteríi til happdrættis Eftir Brynjólf Sigurðsson Happdrætti Háskóla Íslands 70 ára Framhlið og bakhlið happdrættismiða Hins íslenska kvenfélags. Miði úr Happdrætti Háskóla Íslands frá 1934. Höfundur er starfandi forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands. Þorbjörg Sveinsdóttir, föðursystir Einars Benediktssonar skálds, beitti sér í lok 19. aldar ásamt fleiri konum í Hinu íslenska kvenfélagi fyrir happdrætti til ágóða fyrir háskóla á Ís- landi. Þetta mun hafa verið fyrsta fjöldahreyf- ing kvenna hér á landi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.