Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Um það leyti sem írskir munkar settustað á Íslandi og heilagur Brendan gafþví nafnið „Land Guðs“ – ónumið ogtiginborið sem það var – voru víking-ar á ferð austar í álfunni, á ánni Dnjepr, sem rennur út í Svartahafið. Bleikir akrar og grænir skógar blöstu við þeim svo langt sem augað eygði. Aldingarðurinn Úkraína þýðir í raun landið á jaðrinum, útvörður Evrópu – eins konar Ultima Thule? Sagan segir, að þrír bræður hafi siglt fari sínum í átt til sjávar. Systir þeirra Lybid stóð í stafni. Hún kom auga á þrjár skógi vaxnar hæðar við ár- bakkann. Þar skyldu bræður hennar taka sér ból- festu. Þar heitir nú Kyiv, svo ritháttur heima- manna á höfuðborg sinni sé notaður, í höfuðið á einum bræðranna. Á seinni hluta tíundu aldar var Valdimar kon- ungur Úkraínu. Valdimar fór til Konstantínópel og tók þar kristna trú. Kona hans Olga var bæði vitur og ráðagóð. Hún sannfærði mann sinn um að auðveldara væri að stjórna þjóð einnar og sömu trúar. Því ákvað Valdimar að landsmenn allir skyldu taka skírn í ánni Dnjepr. Helgitáknum heiðinna manna var sökkt í ána við sama tækifæri. Þessir atburðir gerðust árið 988. Fyrir tveimur árum voru þessi tákn sótt á botn árinnar og standa nú, mikilúðleg og stórskorin, í alfaraleið forvitinna ferðamanna. Konurnar í Kyiv Þar sem ég sit hér við tölvuna, nýkomin úr stuttri ferð til höfuðborgar Úkraínu, eru mér efst- ar í huga allar þær ólíku konur sem urðu á vegi mínum þessa daga í borginni. Það er einhvern veg- inn auðveldara að lesa atburðarás sögunnar úr andlitum kvenna en karla. Lybid og Olga eru ótrú- lega lífseigar. Veðrið var umhleypingasamt, hljóp úr tíu stiga frosti upp í tveggja stiga hita. Slabb var á götum, og torsótt að komast leiðar sinnar. Veturinn var á förum, nakin trén teygðu sig móti sólu, blómin enn grafin í moldina. Mér er sagt að Kyiv skarti sínu fegursta á vorin. Engu að síður var mikil gangandi umferð – að- allega konur. Ungar konur í Kyiv láta veðrið ekk- ert á sig fá. Þær vaða áfram á pinnahælum, skósíð- um, aðskornum skinnkápum, með flaksandi hárið niður undir mitti. Þær eru kvenlegar, en samt metnaðarfullar í hverri hreyfingu. Þær ætla sér að sigra heiminn. Hafa engan áhuga á liðinni tíð, fussa við hörmungum forfeðranna. Þær lifa í núinu. Þessar ungu konur tala ensku reiprenn- andi. Það er þeirra stóra tromp. Þær eru komnar í heiminn til að tengja – tengja hið gamla og staðn- aða við hið nýja og óræða. Yfirmenn þeirra tala enga ensku, en þeir eiga fyrirtækin, þeir eiga allt og stjórna öllu. Svo eru það allar hinar konurnar í Kyiv. Þær eru hvorki sporléttar né kvikar í hreyfingum. Þær lifa ekki í núinu svo sem, nema af því að þær neyð- ast til þess. Þær verða að lifa af. Þær verða að sjá fjölskyldunni farborða. Þær bera allar syndir heimsins á herðum sér. Þetta eru ekkjur, systur og dætur allra þeirra milljóna karlmanna sem voru pyntaðir og drepnir á tímum Stalíns og Hit- lers á öldinni sem leið. Talið er að helmingur allra karlmanna af úkraínsku þjóðerni hafi látið lífið í þeim hörmungum sem yfir landið dundu: Fyrri heimsstyrjöldin, borgarastyrjöld, samyrkjubúa- hervæðing Stalíns, og hungursneyðin, hreinsan- irnar, nauðungaflutningar til Síberíu, Seinni heimsstyrjöldin – innrás nasista, gagnsókn Rauða hersins, borgarastyrjöld – landið var einn sam- felldur vígvöllur lengst af á tuttugustu öldinni. Þetta eru ómenntaðar, fátækar kjarnakonur, sem hafa aldrei þekkt annað en baráttu frá degi til dags upp á líf og dauða. Þær klæðast ekki pinna- háum hælum né gljáandi feldi, Þær eru vafðar tuskum og teppum, þannig að ekkert stendur út úr nema þrútið nefið og kuldabólgnir fingur. Þær standa frá morgni til kvölds á götuhornum og fyrir framan stórmarkaðina að selja blóm og grænmeti, osta og jafnvel kjúklinga. Hvað sem er. Enga konu sá ég betla, nema þær sem sátu fyrir framan kirkjudyrnar, og höfðu til þess sérstakt leyfi frá yfirvöldum vegna sjúkdóma eða örorku. Líf og fjör neðan jarðar sem ofan Markaðurinn setur mjög svip sinn á borgarlífið. Á nítjándu öld voru reistar glæsilegar byggingar í miðju borgar, þar sem bændur – aðallega bónda- konur – selja allt sem hugsast getur til matseldar. Þarna standa þær og æpa hver í kapp við aðra í harðri samkeppni um kúnnana, svífast einskis við að undirbjóða hver aðra. Ég slapp ekki úr klóm þeirra fyrr en ég var búin að kaupa kíló af osti sem ég hafði svo sem ekkert að gera með. (Kom þó á daginn að þessi ostur er afskaplega ljúffengur, bakaður í ofni og fylltur með rúsínum. Algert lost- æti.) Annað er svolítið sérstakt við markaðinn í Kyiv; hann er að stórum hluta neðanjarðar. Göturnar í miðborginni eru eins og bólvarðarnir í París, breiðar og glæsilegar. Engum tekst að komast yfir þær óskaddaður fótgangandi, svo að á hverju götuhorni eru undirgöng. En þegar komið er niður stigann, þá blasa við upplýst og lífleg göng í allar áttir, búð við búð. Völundarhús undir yfirborði jarðar. Þarna var múgur og margmenni, allir að höndla og prútta. Líf og fjör. Í Kyiv sá ég líka einhverja glæsilegustu versl- unarmiðstöð (þeirra Smáralind) sem ég hef augum litið. Allt úr gleri og stáli, rennistigar upp og niður, Gucci, Armani og hvað þeir nú heita, renna fram hjá manni, hugsa sér greinilega gott til glóðarinn- ar þegar efnahagslífið glæðist á næstu árum. Í þessari glæsihöll voru að vísu ekki margir að kaupa. Kúnnarnir eru enn sem komið er neðan- jarðar. En hvað þurfa Armani og Gucci að bíða lengi eftir því að þeir hafi efni á því að leita upp á við? Kyiv var löngum talin ein fegursta borg Evr- ópu. Hún á sér þúsund ára sögu, allt frá landnámi víkinga. Strax á elleftu öld voru meira en fjögur hundruð kirkjur í borginni. Þeir eiga stórkostlegt óperuhús og háskólinn skartar rauðum lit í hjarta borgarinnar. Stoltir af borg sinni Þessi sögufræga borg var lögð í rúst í innrás Hitlers. Það stóð ekki steinn yfir steini. Og það sem Hitler sást yfir lauk Stalín við eftir stríð. Það tókst á síðustu stundu að bjarga sjálfri Soffíukirkjunni – þessari sögufrægu gersemi – með klækjum undan sprengjusérfræðingum Stal- íns. Það er ótrúlegt að hugsa sér þetta núna. Borg- in hefur verið byggð upp á nýtt, nákvæmlega eins og hún var. Byggð upp úr rústunum, og allt er óbreytt – á yfirborðinu. Konur og karlar, börn og gamalmenni, allir lögðust á eitt. Með eigin hönd- um byggðu þau borgina sína enn og aftur. Og Úkraínumenn eru stoltir af borginni sinni. Kannski er það menningin sem hefur hjálpað þessari þjóð að lifa af og halda áfram að trúa á hið fagra og hið góða í lífinu. Það fer ekki fram hjá manni, að menningin virðist vera ein af meginstoð- um mannlífs í Úkraínu. Hún stendur djúpum rót- um, öllum aðgengileg og eðlilegur hluti af daglegu lífi fólks. Óperan, ballettinn og leikhúsin eru opin almenningi gegn vægu gjaldi, og þau kvöld sem ég naut gestrisni Kyivborgar var fullt hús alls staðar. Ekki bara hin menntaða elíta, heldur venjulegt fjölskyldufólk. Margar kynslóðir sátu í hnapp og nutu þess brosandi út að eyrum að hlýða á und- urfagra tónlist Tsjaikovskys og Verdis. Ég virti fyrir mér unga bræður í röðinni fyrir framan mig, sem sátu dolfallnir, uppnumdir, yfir hinum fræga „Pas de Deux“ í lokakafla Svanavatnsins. Og því skyldu þeir ekki vera dolfallnir? Ekkert virtist til sparað. Hundrað manna hljómsveit laðaði fram það besta í yfirburðadönsurum, sem skiptu hundr- uðum á sviðinu. Sólódansarar minntu á Nureyev, þegar hann var upp á sitt besta. Gleðihrollur hrísl- aðist um hverja taug bara við að horfa upp á þetta himinstóra svið, þessa ótrúlegu leikmynd og allt þetta unga fólk, sem virðist fullkomið í list sinni. Hvernig er þetta hægt? Þjóðin er fátæk. Fram- tíðin óljós. Og samt hefur hún efni á því að reka óperuhús með bestu söngvurum og dönsurum heims. Þess viku, sem ég dvaldist í landinu, gat ég valið um Svanavatnið, Hnotubrjótinn eða Þyrni- rósu. Allt sígildir ballettar, sýningar sem eru fá- gætar í heiminum í dag. Ég gat líka valið um óp- erur Verdis eða Puccinis. Ég gat hlustað á sólóista frá Kyiv eða snillinga frá Moskvu. Og alls staðar troðfullt hús. Ég trúði ekki mínum eigin augum né eyrum. Er það kannski þetta sem heldur þessari marg- þjáðu þjóð á lífi? Er það menningin? Trúin á hið fagra, upplyftingu andans í listinni? Er það hún sem gefur byr undir báða vængi, kjark til að horf- ast í augu við grimman veruleikann? Á ystu mörkum Evrópu Úkraína, landið sem til forna var sagt að væri við ystu mörk siðmenningarinnar (Evrópu?), hef- ur alltaf staðið á krossgötum. Þegar við heimsækj- um hana, stendur hún hjarta okkar nærri. En þeg- ar við horfum á hana í gegnum mistur sögunnar hefur hún svo oft horfið okkur sjónum. Allir hafa ásælst þetta land, sem einu sinni var kallað mat- vælaforðabú Evrópu. Frjósöm gróðurmoldin, endalaus steppan, víðáttumiklir skógar, skipgeng- ar ár og vötn, allir þessir landkostir hafa í sög- unnar rás freistað óvígra herja, sem hafa lagt landið undir sig: Forfeður okkar, víkingar (vær- ingjar), Grikkir og Rómverjar, tartarar og Tyrkir, Mongólar, Rússar, Pólverjar og hin ýmsu birting- arform þýskrar þjóðernisstefnu. Hvað kemur næst? Úkraína okkar daga hefur aðeins notið sjálf- stæðis í þrettán ár. Enn einu sinni hefur þessi þjóð þurft að færa næstum óbærilegar fórnir. Um- skiptin frá stöðnuðu alræðiskerfi kommúnista yfir í hráslagalegan kapítalisma hinna nýríku eru ekki sársaukalaus. Gamla valdaklíkan sölsaði undir sig eignir og auðæfi þjóðarinnar. Þorri landslýðsins býr við sárustu fátækt. Pólitíkin er spillt, stjórn- málamennirnir keyptir, lýðræðið er farsi, og dóm- stólarnir þjóna valdhöfum. Samt er þetta allt í gerjun, og breytingarnar geta boðað betri tíma. Bændur hafa aftur eignast jörðina sína. Það er allavega engin hungursneyð. Unga kynslóðin er vel menntuð – hún horfir í vest- urátt og er bjartsýn. Hún vill verða hluti af því samfélagi evrópskra lýðræðisþjóða sem nú er í gerjun og hefur teygt sig í átt að landamærum Úkraínu – endimörkum Evrópu. Spurningin er: Ætlar hin nýja Evrópa að setja þar upp landamæragirðingar – jafnvel nýtt járn- tjald og loka Úkraínumenn úti, eins og þeir voru áður læstir inni í þjóðafangelsi Stalíns? Úkraína stendur því enn einu sinni á krossgöt- um. Það mun ráðast á næstu árum, hvort endi- mörk Evrópu munu staðnæmast þar, eða hvort Úkraína verður loksins boðin velkomin í samfélag evrópskra lýðræðisþjóða. Ekki gráta, Úkraína Úkraína, sem þýðir í raun landið á jaðr- inum, á sér litríka sögu að baki sem að sögn Bryndísar Schram endurspeglast í andlitum kvennanna sem hana byggja. Höfuðborgin, Kyiv, er áhugaverð heim að sækja, en þar má finna fjölbreytt menningarlíf sem allir borgarbúar virð- ast njóta þess að taka þátt í. AP Minnismerki um 16. aldar þjóðhetjuna, Bogdan Khmelnitskí, leiðtoga hinna fornu úkraínsku kósakka, ber við gullna þakhvelfingu Sankti Mikaels dómkirkjunnar í miðbæ höfuðborgarinnar Kyiv. Margar kirkjur og klaustur voru jöfnuð við jörðu á tímum sovétstjórnarinnar og hafa nokkrar þeirra verið endurgerðar á síðustu árum. Höfundur hefur verið búsettur í Helsinki í eitt og hálft ár. Eirberg ehf. • Stórhöfða 25 Sími 569 3100 • www.eirberg.is Eirberg við leggjum þér lið Hnakkstóll Bókastatíf Nuddbekkir Heilsukoddi Meðgöngubelti ...með miklu úrvali af hjálpartækjum og heilbrigðisvörum Við leggjum þér lið...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.