Morgunblaðið - 14.03.2004, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 14.03.2004, Qupperneq 48
UMRÆÐAN 48 SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ STÓRFJÖLSKYLDAN - FÉLAGASAMTÖK - STÉTTARFÉLÖG HAFIÐ ÞIÐ HUG Á AÐ FJÁRFESTA Í SUMAR-/HEILSÁRSHÚSI FYRIR YKKAR FÓLK? Erum með til sölu einbýlishús að Skaftárvöllum 7, Kirkjubæjar- klaustri, í u.þ.b. 258 km fjarlægð frá Reykjavík. Hús þetta, sem er vandað 119 fm timburhús, er byggt 1982, fullinnréttað, stendur á ræktaðri lóð ásamt 47,5 fm bílskúr. 4 svefnherbergi og góðar stof- ur. Verð 11,8 millj. Svona eign er á svipuðu verði og gott sumar- hús í skipulögðu sumarhúsahverfi, en hér fær fólk þjónustu þá sem þorpið hefur upp á að bjóða, nútímaþægindi og aðgengi allt árið og „sveitasæluna“ að auki. Kirkjubæjarklaustur er rómað fyrir náttúrufegurð og veðursæld. Þar er boðið upp á marg- víslega ferðaþjónustu, hótel starfandi allt árið, góð verslun er á staðnum, sundlaug, golf- völlur, veiði, veitingasala, bankar og pósthús. Nánari upplýsingar veita Sigrún og Brynjar á skrifstofu Húsakaupa. Jón Hólm Stefánsson, sími 896 4761. Ef þú þarft að selja eða kaupa bújörð hvar á landi sem er hafðu þá endilega samband við okkar mann, Jón Hólm bónda, sem aðstoðar þig með bros á vör. Bújarðir GEIR Waage sóknarprestur skrif- aði grein í Morg- unblaðið 5. mars sem bar yfirskriftina Um hjúskapinn. Grein þessi er á margan hátt sér- kennileg. Og sé ég mig knúinn að gera við hana athugasemd. Greinin er skrifuð í þeim al- íslenska stíl „ég hef ekkert á móti!, en samt er ég á móti“. Við lestur téðrar greinar má skilja að Geir Waage sé að senda kennimönnum kirkjunnar áminningu, einhvers konar „bullu“ um rétta kenningu og boðskap. Sér til fulltingis vitnar klerkurinn óspart í Biblíuna og átelur kennilýð- inn fyrir að verja skoðanir sínar með tilvísunum í lög landsins. Nú er ég ekki svo fróður á Biblíuna að ég geti hrakið orð prestsins eða búið þeim túlkun að mínum geðþótta. En í staðinn langar mig að skoða þann vilja Guðs að meina samkyn- hneigðum blessunar í helgum hjúskap. Geir segir sjálfur að orsök- ina (sic) að hjúskap karls og konu megi finna í texta Mattheus- arguðspjalls. En tilvitn- unin er á þessa leið: „Hafið þér eigi lesið, að skaparinn gjörði þau frá upphafi karl og konu og sagði: fyrir því skal maður yfirgefa föð- ur og móður og bindast konu sinni, og þau tvö skulu vera eitt hold. Þannig eru þau ekki framar tvö, heldur eitt. Það sem Guð hefur tengt saman, má maður eigi sundur skilja.“ (Mt. 19: 4–6). Seinna í greininni vitnar Geir Waage til Marteins Lúters sem kall- aði hjúskapinn „sakramenti vinátt- unnar og skóla trúarinnar“ og að í til- vitnuðum orðum Frelsarans hjá Mattheusi vísi hann í Genesis 2:24. Reyndar er eitt vers úr Genesis á þessa leið (Genesis 2:22.) að konan sé gerð úr rifi karlmanns og gefin hon- um til að verða eins konar félagi hans og er það líkingarmál, eða trúir klerkurinn því að fyrsta konan hafi verið gerð úr rifi Adams? Við þurfum ekki að fara í grafgötur með það að slík myndlíking gerir konuna algerlega að eign karlmanns- ins og engin furða, því á þeim tíma sem Genesis er skráð, er konan nán- ast húsdýr í eigu karlmannsins. Ef við setjum þetta líkingarmál yfir á nútímastafsetningu og hug- myndakerfi hljóðaði hún á þessa leið: Og upp úr veski mannsins sem Drott- inn hafði stungið í hendinni, dró hann upp kvenmann og skenkti manninum honum til félagsskapar. Þetta líking- armál er gagnsætt og getur aldrei hjálpað okkur til að skilja vilja Guðs eða réttlætt mismunun á blessun Guðs hvað varðar kynhneigðir. Geir segir seinna í grein sinni að enginn kristinn maður hafi hingað til þurft að velkjast í vafa um það „hversvegna karli og konu er ætlað að stofna með sjer hjúskap og halda hann heilagan með sjer á meðan lifa bæði. Þar er ekkert undan skilið, hvorki elska, sambúð, sálufjelag, vin- átta eða munúð og líkamslosti. Alls þessa má vafalaust njóta ríkulega með mönnum af sama kyni, sem stofnað geta með sjer fjelagsskap um þetta, í engu óburðugri en gerist í hjúskap karls og konu.“ En nú spyr sá sem ekki veit, hvað stendur í vegi fyrir því að kirkjan blessi hjúskap fólks af sama kyni? Hvað er það við þetta sambúðarform sem hindrar annað eins réttlætismál að samkynhneigðir geti gengið til alt- aris, gefist og hlotið Drottins bless- un? Af upptalningu Geirs Waage er ekkert undanskilið nema þá kannski getnaðurinn, sem eðli málsins sam- kvæmt getur ekki átt sér stað milli fólks af sama kyni. Ef svo er, vil ég benda klerknum á það að getnaður á sér ekki heldur stað hjá fólki sem notar getn- aðarvarnir, og ekki heldur við „coet- us interruptus“ sem svo ríkulega er brúkaður af strangtrúuðum katólum. Af þessu má álykta að ef Guð hefur ekki sérstaklega mælt svo fyrir að getnaðarvarnir, hverju nafni sem þær nefnast, skuli teljast ógeðslegar og bannast þá þurfi kennilýðurinn ekki að fárast yfir þeim í ræðu né riti. Ef prestur sem gefur saman hjón er að hugleiða hvað hjónin muni gera eftir að þau hafa slökkt ljósin brúð- kaupsnóttina, þá vil ég segja að slík árátta sé óholl prestinum og minna hann á að hvað tvær manneskjur gera sem deila myrkrinu sé einkamál þeirra og Guðs. Það sama má segja um hjónabönd fólks af sama kyni. Við skulum setja það fremst, að þær manneskjur hafi gefist hvor annarri vegna ástarinnar, virðingarinnar, samkenndarinnar, fé- lagskaparins og vináttunnar, sem eru merkilegustu stofnanir sem tvær manneskjur geta myndað sín í milli. Í stað þess að láta lostann milli þeirra og hvað þær geri í myrkrinu, ráða dómum okkar. Einhvern veginn er tilfinning mín fyrir þessari umræðu á þann veg að kirkjunnar menn sjái ofsjónum yfir vígslu sambúðar tveggja karlmanna, en hafi minni áhyggjur af hjúskap tveggja kvenna. Gunnar í Kross- inum, sem hvað ötullegast hefur gengið fram sem gagnrýnandi á sam- búðarvígslur samkynhneigðra, hefur til að mynda boðið uppá svokallaða afhommun sem er í stórum dráttum námskeið fyrir karla í því augnamiði að söðla um kynhneigð. Það má líklegast finna grunninn að þessari mismunun í þeirri hugmynd Biblíunnar um fræið sem sáð er í grýttan jarðveg, að það beri ekki ávöxt. Tveir karlmenn eru ekki færir um að geta barn einir og sér. Því má segja að sæði þeirra falli í jarðveg sem ekki ber ávöxt, en í ástarlífi milli tveggja kvenna spillist ekkert af því sem líkömum þeirra er áskapað til sköpunar á nýju lífi. Það er einungis ekki brúkað til þeirrar náttúru sem því var ætlað og er það val þeirra kvenna sem það stunda og kirkjunni því minna áhyggjuefni. Þessi yfirfærsla á myndlíkingum er að sjálfsögðu hentistefna hvort sem hún er mín eða prestanna. Í Biblíunni er sáðkornið orð guðs og jarðvegurinn er sálarlíf okkar mannanna. í raun mætti allt eins halda fram að kynhneigð manna mætti einu gilda svo fremi sem orð Guðs ber ávöxt í lífi þeirra og starfi. Hugmynd mín um Guð er sú að ef ég get sýnt af mér kærleika og um- burðarlyndi gagnvart öðrum mönn- um, hversu meiri er ekki kærleikur Guðs. Ef ég get elskað náunga minn eins og hann er, hversu meiri og stærri er ekki umhyggja Guðs fyrir þeim sama náunga. Ég held að Guð hafi meiri áhyggj- ur af slæmu barnauppeldi en því hvaða sálufélaga við veljum okkur í lífinu. Um umburðarlyndi við náungann Daníel Þorkell Magnússon skrifar um málefni samkynhneigðra ’ Ég held að Guð hafimeiri áhyggjur af slæmu barnauppeldi en því hvaða sálufélaga við veljum okkur í lífinu.‘ Daníel Þorkell Magnússon Höfundur er myndlistarmaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.