Morgunblaðið - 14.03.2004, Side 56

Morgunblaðið - 14.03.2004, Side 56
56 SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Beini RANNSÓKNIR Á TUNGUMÁLUM OG SIÐUM DÝRA LEYFA OKKUR SEM “GÁFAÐRI” ERU AÐ GAGNRÝNA BETUR OKKAR EIGIN HEGÐUN © LE LOMBARD SEM SAGT, ÉG ER FARINN ÚT! VANDAMÁLIÐ MEÐ BEINA ER ÞAÐ AÐ HANN ER ALLT OF HEIMSPEKILEGUR ÞEGAR HANN MÆTTI VERA HEIMILISLEGUR MMMUUUUUU!! VOFF VOFF! KVAK KVAK KIRP! MJÁ BÍ BÍ BÍ BÍ BÍ RRIBBID! KVABB! KRR! BZZ MJÁ GAGGALAGÚÚ!! JÆJA, HVERNIG VAR GÖNGUFERÐIN? ÖÖ... VOFF! SKO! EINMITT ÞAÐ SEM ÉG ÓSKAÐI! BESTI HUNDUR Í HEIMI! KVAK Risaeðlugrín © DARGAUD DÍNÓ! EKKI FARA ÞANGAÐ ... ÞAÐ ER ELD- FJALL AÐ FARA AÐ GJÓSA ... ERTU VISS? JÁ, JÁ ... ÞAÐ FER ÖRUGGLEGA AÐ GJÓSA Á HVERRI STUNDU VARAÐU ÞIG ... ÉG ÆTLA AÐ KÍKJA NEI, EKKI GERA ÞAÐ! ERTU BRJÁLAÐUR? KOMDU!! ÓÓÓÓ! ... ER ÞETTA ELDFJALLIÐ ÞITT? ÞAÐ ER KÓLNAÐ FYRIR AÐ MINNSTA KOSTI MÖRGUM MILJÓNUM ÁRA BJÁNINN ÞINN!! HVAÐ! SJÁÐU, ÞETTA ER STEINGERÐUR REYKUR! KANNSKI EKKI VITLAUS EN EKKI SÉRLEGA EFTIRTEKTAR- SAMUR ÞAÐ GETUR EKKI VERIÐ ÉG SÁ REYK UPP ÚR ÞVÍ, ÉG ER EKKI SVO VITLAUS ... Í SKJÓL! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ hefur margsinnis verið undir- strikað í ræðu og riti hérlendis, að mannslíf sé óbætanlegt. Þegar rjúpnaskytta týnist uppi á fjöllum, bruna rauðklæddar björgunarsveitir af stað og menn leita hundruðum saman á stóru svæði í vonskuveðrum uns viðkomandi finnst. Ef hann reynist heill á húfi er fögnuður landsmanna falslaus og einlægur. Minna er talað um kostnað því mannslíf er óbætanlegt. Já, við þekkjum þessar björgunar- sveitir og starf þeirra til lands og sjávar og gleðjumst innilega yfir dugnaði þeirra þegar þeim tekst að bjarga mönnum úr lífsháska, stund- um við nánast vonlausar aðstæður. Þyrlulið Landhelgisgæslunnar hefur líka unnið mörg björgunarafrekin og allt er þetta mikils virði og þakkar- vert. En þegar stjórnmálamenn og lýðforingjar þessa lands, forustu- menn framkvæmdavaldsins og með- limir löggjafarsamkundunnar, tala um hvað mannslífið sé dýrmætt og óbætanlegt, ættu þeir að líta sér nær og skoða hvort þeir séu sjálfum sér samkvæmir í orðum og verkum. Heilbrigðiskerfi landsmanna er nefnilega í hættu vegna skamm- sýnna sjónarmiða ráðamanna og þar er niðurskurðarhnífnum sveiflað í sí- fellu – og yfir hverju? Yfir starfi lækna og sérfræðinga, hjúkrunar- fólks, sjúkraliða og almenns starfs- fólks, yfir starfi þess ágæta fólks sem myndar þær björgunarsveitir þjóðarinnar sem bjarga árlega flest- um mannslífum í þessu landi! Hver einasti sjúklingur sem snýr til lífsins aftur og gengur út af sjúkrahúsi heill heilsu, byrjar að skila sínu framlagi til þjóðfélagsins á ný. Þar er skilað til lífs og starfa óbætanlegum mannlegum verðmæt- um. Þau verðmæti hafa verið end- urheimt í gegnum álagsmikið starf þess fólks sem vinnur í heilbrigðis- kerfinu, í hvítklæddu björgunar- sveitunum, sem eiga svo sannarlega líka rétt á því að verða metnar að verðleikum. Af hverju er aldrei talað um öll þau mannslíf sem heilbrigðiskerfið bjargar frá dauða, þegar rekstrar- kostnaður kerfisins er ræddur ? Því ef mannslíf er óbætanlegt, ef ráða- menn meina það sem þeir segja í þeim efnum í ræðu og riti, er þá ekki ljóst að þau fjölmörgu mannslíf sem hvítu björgunarsveitirnar bjarga frá dauða, eru fullkomin réttlæting þess kostnaðar sem fylgir kerfinu? Er mönnum ekki ljóst að íslenska heil- brigðiskerfið er ein styrkasta stoðin fyrir grundvöll góðs mannlífs í land- inu okkar? Það þarf að ríkja sátt um það kerfi og þá heilbrigðu líknarhugsjón sem þar verður að fá að ráða ferð. Þá hugsjón má aldrei leiða á klafa efna- legrar mismununar eins og þekkist víða erlendis. Ég hvet fólk til þess að virða og meta áfram alla þá sem vinna fórn- fúst starf í þágu alþjóðar við björg- unarstörf, þar á meðal rauðklæddu björgunarsveitirnar okkar. En gleymum því ekki, að við eigum líka hvítklæddar björgunarsveitir, björg- unarsveitir sem skila til lífsins í land- inu stærra framlagi á hverju ári en nokkur annar. Það er kannski ekki gert í kastljósi fjölmiðlanna, en er engu að síður frábær vitnisburður um fórnfýsi, hæfni, hugsjón og virð- ingu fyrir lífinu. Mannslíf er óbæt- anlegt og látum því ekki skammsýn stjórnvöld komast upp með það að vinna óbætanlegan skaða á heil- brigðiskerfinu okkar. RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, 545 Skagaströnd. Hvítklæddu björg- unarsveitirnar Frá Rúnari Kristjánssyni: ALDEILIS undarlegar umræður hafa farið fram á hinu háa alþingi Ís- lendinga um breytingar á starfsum- hverfi sérsveitar lögreglunnar og væntanlega fjölgun sérsveitarmanna á næstu árum. Eftir því sem ég best veit er langstærsti hópur starfandi lögreglumanna og -kvenna mjög ánægður með þessa ákvörðun hv. dómsmálaráðherra. Ekki síst vegna þess að við þessa breytingu, sem löngu er tímabær, fjölgar einnig í lögregluliði Reykjavíkur, svo sem fram hefur komið. Það liggur í hlut- arins eðli, að verkefni sérsveitarinn- ar geta ekki verið staðbundin. Henn- ar getur því miður verið þörf hvar sem er á landinu og því er auðvitað eðlilegt að hún heyri undir embætti ríkislögreglustjóra. Ósköp þykir mér dapurt, sem borgara þessa lands og lögreglu- manni, að heyra þjóðkjörna alþing- ismenn hafa í flimtingum öryggismál þjóðarinnar og gera grín að lögreglu og öðrum borgurum landsins í ræðu- stóli alþingis. Ég hélt satt að segja að þar sæti fólk með ábyrgð og því bæri að koma fram sem slíkt. Mér finnst að alþingismenn(konur) ættu á láta öðrum grínurum landsins eftir að fíflast með störf og öryggismál lög- reglunnar. Að lokum, til að fyrirbyggja hugs- anlegan misskilning, skal þess getið að ég er framsóknarmaður og þekki ekki, því miður, hv. dómsmálaráð- herra neitt, nema af hans góðu mál- um, sem hann hefur sinnt lengi og vel. GUNNLEIFUR KJARTANSSON, fv. sjómaður. Undarlegar um- ræður á alþingi Frá Gunnleifi Kjartanssyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.