Morgunblaðið - 14.03.2004, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 14.03.2004, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 59 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert sveigjanleg/ur og þægileg/ur í umgengni. Þú ert sjálfstæð/ur og leitar skilnings á samhengi hlutanna. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Foreldrar þínir, yfirmenn eða aðrir yfirboðarar geta gefið þér góð ráð varðandi vinnuna í dag. Hlustaðu á það sem aðrir hafa að segja. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þetta er góður dagur til að taka ákvarðanir. Þú ættir að nota tækifærið og gera ferða- áætlanir fyrir síðari hluta árs- ins. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Einhver mun hugsanlega láta þig hafa hluti eða peninga sem munu koma sér vel fyrir heim- ili þitt eða einhvern í fjöl- skyldu þinni. Taktu með þakk- læti við því sem að þér er rétt. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þetta er góður dagur til að skipuleggja einhvers konar samvinnu. Settu skýrar línur um það hvað þú ert tilbúin/n að taka að þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert að velta fyrir þér nýj- um fjáröflunarhugmyndum í dag. Þetta kemur ekki á óvart því tekjur þínar munu að öll- um líkindum aukast á árinu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Júpiter er í merkinu þínu og því ætti heppnin að vera með þér. Reyndu að gera sem mest úr þeim meðbyr sem þú nýtur. Velgengnin liggur ekki síst í góðri tímasetningu og því að vera tilbúin að grípa gæsina þegar hún gefst. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Fólk er tilbúið að aðstoða þig á heimilinu og í tengslum við fjölskyldu þína í dag. Hikaðu ekki við að þiggja greiðann. Þú munt fá tækifæri til að endurgjalda hann síðar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þetta er góður dagur til samn- ingaviðræðna og innkaupa. Þú ert skýr í hugsun og munt því ekki láta smáatriðin fram hjá þér fara. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú getur hugsanlega aukið tekjur þínar með einhverjum hætti í dag. Málefni sem tengjast lögfræði og ferðalög- um ættu einnig að ganga vel í dag. Notaðu tækifærið til að gera ferðaáætlanir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Tunglið er í merkinu þínu og það veitir þér svolítið forskot á önnur merki. Það ætti því flest að ganga þér í haginn í dag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert að endurskoða gild- ismat þitt. Þú vilt vera viss um að þú veðjir á réttan hest í líf- inu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Sólin er í merkinu þínu og því laðast fólk að þér þessa dag- ana. Staða tunglsins er einnig hagstæð fyrir þig þannig að þú munt að öllum líkindum eiga ánægjulegan dag. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. VONLAUST GETUR ÞAÐ VERIÐ Þú átt að vernda og verja, þótt virðist það ekki fært, allt, sem er hug þínum heilagt og hjarta þínu kært. Vonlaust getur það verið, þótt vörn þín sé djörf og traust. En afrek í ósigrum lífsins er aldrei tilgangslaust. Guðmundur Ingi Kristjánsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 95 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 14. mars, er 95 ára Guðbjörg Magnea Jónsdóttir, frá Os- sabæ í A-Landeyjum, nú á Hjúkrunarheimilinu Skjóli við Kleppsveg. 60 ÁRA afmæli Í dagsunnudaginn 14. mars er sextug Halldóra Baldursdóttir, Hrísum í Helgafellsveit. Eiginmaður hennar er Reynir Guð- laugsson. „ÞAÐ eru sennilega sjö á borðinu,“ segir norður þegar hann leggur upp blindan í sex spöðum. Austur gefur; AV á hættu. Norður ♠ÁK107 ♥Á108 ♦Á2 ♣ÁD53 Suður ♠DG9864 ♥643 ♦K7 ♣87 Vestur Norður Austur Suður – – 2 hjörtu *Pass Pass Dobl Pass 3 spaðar Pass 6 spaðar Allir pass * Veikir tveir. Vissulega á norður falleg spil, en þrettán slagir fást aldrei, svo mikið er víst. Það verður nógu erfitt að fá tólf. Hvernig á að spila? Laufsvíningin verður að ganga, en það er aðeins ell- efti slagurinn. Kastþröng er langsóttur möguleiki, en á hinn bóginn er hugsanlegt að endaspila vestur. Hjartað skiptist væntanlega 6-1 og ef vestur á kónginn fjórða eða meira í laufi, má spila honum inn á lauf. Norður ♠ÁK107 ♥Á108 ♦Á2 ♣ÁD53 Vestur Austur ♠53 ♠2 ♥7 ♥KDG952 ♦D108643 ♦G95 ♣K1092 ♣G64 Suður ♠DG9864 ♥DG9864 ♦K7 ♣87 Með þessa áætlun í huga tekur sagnhafi á hjartaás, af- trompar vörnina, svínar lauf- drottningu, tekur ásinn og stingur lauf. Spilar svo kóng og ás í tígli, fjórða laufinu úr borði og hendir hjarta. Bingó: Vestur á fjórða laufið og verður að spila út í tvö- falda eyðu og þá hverfur hinn tapslagurinn á hjarta. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 50 ÁRA afmæli. Næst-komandi laugardag, hinn 20. mars, verður fimm- tugur Baldur Ómar Frederiksen. Baldur mun halda afmæl- ishátíð „BóBó 50“ sem hefst kl. 18.14 á félagssvæði KR. Atriði er að gestir klæðist eftir veðri þar sem afmælið fer fram að mestu leyti í tjaldi sem staðsett verður á bílaplani félagsins. Gaman væri að sjá ykkur sem flest. Mundu mig, ég man þig. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Db6 5. Rb3 Rf6 6. Rc3 e6 7. a3 d6 8. Bf4 Re5 9. Be3 Dc7 10. f4 Rc6 11. Bd3 Be7 12. 0-0 a6 13. Df3 0-0 14. Rd4 Rxd4 15. Bxd4 e5 16. Be3 exf4 17. Dxf4 Be6 18. Rd5 Bxd5 19. exd5 g6 20. Dd4 Rd7 21. Bh6 Re5 22. Bxf8 Bxf8 23. Kh1 Bg7 24. Db4 h5 25. Be2 Kh7 26. c3 f5 Staðan kom upp á Reykjavík- urskákmótinu sem stendur nú yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þýski stór- meistarinn Thomas Luther (2.572) hafði hvítt gegn Þresti Þórhallssyni (2.459). 27. Bxh5! Snjöll mannsfórn þar sem hún tætir kóngsstöðu svarts í sundur og gefur hvítum þrjú peð og hrók gegn tveimur léttum mönnum svarts. 27. ... gxh5 28. Hxf5 Kg8 29. Haf1 De7 30. De4 De8 31. Dh4 Hc8 SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 32. Hxh5 Db5 33. Hhf5 Dxd5 34. De7 Dc4 35. H5f4 Dd5 36. Hd4 Da2 37. c4! línurof eins og það gerist best. Svartur er nú varnarlaus. 37. ... Hxc4 38. De6+ Kh7 39. Hh4+ og svartur gafst upp. 7. umferð mótsins hefst í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 17. www.hljomaroglist.com Birkigrund 31, Kópavogi, sími 661 4153 Ítalskar fiðlur með Lúxus tösku og pernambuco boga Skólafiðlur + kassi/bogi Artical carbon fiber bogar Skólaselló m. tösku/boga Itölsk selló úr vönduðum við ásamt tösku og boga Skólabogar stæ. 4/4-/16 Bogar f. fiðlur og violur eben/indonesia sandal Pernambuco bogar Pernambuco bogar super með silfurvafningi Sellóbogar mikið úrval Bassabogar nýjar út- færslur franskir/þýskir Lúxus fiðlukassar með rakamæli Fiðlukassar stórir Fiðlukassar fiðlulaga Sellótöskur þykkar Axlapúðar færanlegir Taktmælar stórir lúxus Myrra high grade Til fermingargjafa kr. 25.500 til 44.500 kr. 12.500 kr. 45.500 kr. 64.000 kr. 1.990 kr. 3.500 kr. 8.900 kr. 23.500 kr. 6.500 kr. 5.900 kr. 390 Tilboð á hljóðfærum kr. 14.500 kr. 2.500 til12.500 kr. 3.500 kr. 5.600 til12.500 kr. 7.900 til 9.800 kr. 800 til1.200 kr. 3.900 til 4.900 > > > > > > Í SÍÐASTA pistli var vikið að no. aðskilaður, sem hafði komið fram í frétt um bil á milli flugvéla, þar sem rætt var um, að aðskilnað- ur hefði verið of lítill. Hafði Baldur Ingólfsson hnotið um þetta nafnorð í þessu sambandi og bent mér á það. Spurði hann, hvort ekki hefði mátt segja sem svo, að of skammt hafi ver- ið milli flugvélanna. Undir þetta sjónarmið tók ég og gat þess um leið, að aðrar merkingar væru í orða- bókum um þetta orð. Flugumferðarstjóri hafði samband við mig eft- ir birtingu pistilsins. Benti hann mér á, að no. aðskiln- aður væri almennt notað í máli flugumferðarstjórnar sem ákveðið hugtak um bil á milli flugvéla. Er það þýðing á enska no separa- tion, sem í því máli táknar m.a. einmitt bil á milli flug- véla, hvort sem það er mikið eða lítið. Trúlega er þessi notkun ekki gömul í máli okkar og eingöngu takmörkuð við mál flug- umferðarstjóra. Hún kemur fram í leið- beiningum þeirra. Þetta er því vafalaust skýringin á því, að hún hefur ekki enn ratað í almennar íslenzkar orðabækur. Ég þakka þessa ábendingu umferð- arstjórans og kem henni hér á framfæri. Vissulega er heppilegt að geta hér notað eitt orð um lítið eða stórt (mikið) bil á milli flugvéla í lofthelgi Íslands, og þá fer þýðing enska no. separation ágætlega í máli okkar, enda er aðskilnaður gagnsætt orð og raunar auðskilið öllum, við hvað er átt í þessu sambandi. Von- andi kemst þetta nýja no. í flugmáli okkar í þessari merkingu fljótlega inn í prentaðar orðabækur. Þess vegna var ekki til einskis barizt að víkja að því í síðasta pistli. Þakka ég enn ábendingu flugum- ferðarstjórans. – J.A.J. Orðabókin Aðskilnaður MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- blað. Samþykki afmæl- isbarns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík MEÐ MORGUNKAFFINU VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN á Bif- röst og ReykjavíkurAkademían hafa hafið með sér samstarf um nýtt val í meistaranámi í hagnýt- um hagvísindum á Bifröst. Um er að ræða námsleið til MA gráðu í hagnýtum hagvísindum með áherslu á mennta- og menn- ingarstjórnun og er hún einkum ætluð þeim sem stjórna, eða hafa hug á að stjórna, menningar- og menntastofnunum, þ.e. skólum, söfnum, menningarfyrirtækjum og öðrum stofnunum sem hafa með höndum miðlun þekkingar, menn- ingar og menntunar, auk menning- artengdrar ferðaþjónustu. Sérfræðingar ReykjavíkurAka- demíunnar og Viðskiptaháskólans á Bifröst hafa hannað námið og miðast það við nemendur sem lok- ið hafa háskólagráðu í hugvísind- um, kennsluvísindum, félagsvísind- um eða listgreinum, þó að umsækjendur með háskólagráður í öðrum fögum geti vitaskuld einnig átt fullt erindi í námið. Námið er þverfaglegt og blandar saman hag- nýtum rekstrarfögum, greiningar- fögum, þjálfun í talnalæsi og kenn- ingarlegum menningarfræðum. Mennta- og menningarstjórnun- arvalið, er eins og áður segir val- möguleiki í námi til MA prófs í hagnýtum hagvísindum, en innan þeirrar línu er einnig val um sér- hæfingu á sviði hagnýtrar hag- fræði, Evrópufræði, stjórnsýslu- fræði, svæðafræði og umhverfis- og auðlindahagfræði og eru tveir síðastnefndu möguleikarnir sam- vinnuverkefni Bifrastar og Landbúnaðarháskólans á Hvann- eyri. Meistaranám í mennta- og menn- ingarstjórnun Samstarf Viðskiptaháskólans á Bif- röst og ReykjavíkurAkademíunnar AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 FRÉTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.