Morgunblaðið - 14.03.2004, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 14.03.2004, Qupperneq 64
Joss Stone er fædd í Dover,Englandi árið 1987. Já, égsagði 1987. Þetta er ekkiinnsláttarvilla. Hún verður því sautján ára 11. apríl en á þegar að baki tíu laga plötu sem inniheld- ur frábæra túlkun Stone á sígildri sálartónlist - og nýrri reyndar líka. Og hún er engin hermikráka held- ur nær hún að fylla lögin af ástríðu og ... tja ... „sál“! Heyrn er sögu rík- ari. Söngröddin er einfaldlega það sterk og þroskuð að undrum sætir. Uppgötvuð þrettán ára Það merkileg við þetta er að téð plata, The Soul Sessions, varð til fyrir hálfgerða slysni. Það sem átti að verða lágstemmd kynning á stúlkunni, aðallega röddinni henn- ar, varð óvart að einni af allra at- hyglisverðustu plötum síðasta árs. Hæfileikafólk eins og Questlove úr Roots og Angie Stone eru á meðal samverkamanna á plötunni og stóðu upptökur ekki nema í fjóra daga. Inn á milli sígildra slagara eru nokkur sjaldheyrð gömul lög auk þess sem Stone rúllar sér í gegnum lag White Stripes, „Fell In Love With A Girl“ (sem heitir hér „Fell In Love With A Boy“). Af þekktum lögum má nefna „I’ve Fallen in Love With You“ eftir Cörlu Thomas, „For The Love Of You“ sem Isley Brothers fluttu og „All the King’s Horses“ (sem Aretha Franklin gerði frægt en Stone er iðulega líkt við þá sálar- drottningu). Jæja...allt að verða vitlaust sem- sagt? „Ó já, algerlega. En ég er að verða vön þessu.“ Varstu sálardíva í fyrra lífi? „Ha ha ha ... ég þakka hólið.“ Hefurðu alltaf verið með svona sterka rödd? „Já ... í rauninni. Hún hefur sjálf- sagt tekið smá breytingum í gegn- um tíðina. En svona syng ég bara. Ætli ég sé ekki bara heppin!“ Hvernig hófst þetta ævintýri þitt? „Humm...ég hélt tónleika þegar ég var þrettán ára og fékk umboðs- mann í kjölfarið. Hann fór svo á milli fyrirtækja í Bretlandi og samningi var svo landað stuttu síð- ar við S-Curve í Bandaríkjunum og við Relentless í Bretlandi.“ Svo fór allt að gerast í New York er það ekki? „Já það má segja það. Þar samdi ég lögin og tók upp plötuna og ég hef gert út þaðan ef það má orða það svo.“ Ég sá þig í þættinum hans Jay Leno um daginn. Þú hélst alveg „kúlinu“ þar... „Fannst þér það? Ég var alveg að drepast úr stressi!“ „Sál“ Hver er forsagan að plötunni þinni? „Hún er dálítið skondin. Við byrj- uðum nefnilega á því að taka upp plötu með frumsömdum lögum. Svo þegar við vorum ca hálfnuð ákváðum við að gera plötu sem myndi kynna röddina mína. Og út- koman er Soul Sessions. Þetta var hugsað sem stuttskífa þó hún sé tíu laga.“ Svo vannstu með Roots? „Já (hí hí). Þeir eru svalir...“ En hvað hyggstu gera á þessu ári? Þarf ekki að fylgja þessu góða umtali eftir? „Jú jú. Við þurfum að fylgja þess- ari plötu aðeins betur eftir, eitthvað frameftir árinu. Svo er það bara næsta plata, þessi sem við vorum byrjuð á.“ Er fólk ekkert hissa á því að ensk hnáta sé að syngja sígilda banda- ríska sálartónlist? „Jú, það kemur oft fyrir að fólk reki upp stór augu. Mér finnst það bara fyndið. Því það er fullt af sex- tán ára gömlum breskum stelpum sem eru með „sál“.“ Undrabarnið Joss Stone er rísandi söngstjarna Barmafylli af sál Joss Stone er sextán ára Breti en syngur eins og fullveðja sálardíva frá mekt- arárum þeirrar tónlistar. Arnar Eggert Thoroddsen krafðist skýringa. Ljósmynd/Karen Fuchs Joss Stone: „Ætli ég sé ekki bara heppin!“ TENGLAR ..................................................... The Soul Sessions er komin út. www.jossstone.com arnart@mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM 64 SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Stéfan Pálsson sagnfræð-ingur gerði það gott á sín-um tíma með Gettu betur liði MR. Í dag er hann hins vegar kominn hinum megin við borðið, gegnir hlutverki dómara og spurn- ingahöf undar og situr þessa helgina sveittur við að semja spurningar fyrir undanúrslita- keppnina. Fyrsta viðureignin þar fer fram næsta fimmtudag og kljást þá Borgarholtsskóli og Mennta- skólinn í Reykjavík. Viku síðar eig- ast svo við Menntaskólinn Hrað- braut og Verzlunarskóli Íslands. Úrslitaviðureignin fer síðan fram í beinni útsendingu Sjónvarpsins föstudaginn 2. apríl kl. 20.10. Til að hita upp fyrir þessar við- ureignir var ákveðið að leggja nokkrar laufléttar hraðaspurningar fyrir Stefán... Hverra manna ertu? Ég er sonur Ingibjargar Haralds- dóttur menntaskólakennara og Páls Stefánssonar heilbrigð- isfulltrúa. Ég hef ættir að rekja vestur, austur, norð- ur og suður með sjó. Helst á Suðurlandinu sem ég hef engar rætur. Konan mín heitir Stein- unn Þóra Árnadóttir og er Norðfirðingur og há- skólanemi. Hvernig hefurðu það í dag? Ég hef það prýðisgott. Þó ég sé reyndar á haus við að semja lokaþættina í Gettu bet- ur. Hvað ertu með í vösunum? Húslykla, bíllykla og 235 krónur í smámynt. Uppvaskið eða skræla kartöflur? Uppvaskið. Á mínu heimili þykir það gikksháttur að éta ekki hýðið með kartöflun- um. Hefurðu tárast í bíói? Já, ég fór hálfpartinn að skæla á Lilja 4-ever. Fram að því hafði ég örugglega ekki grátið í bíó í tutt- ugu ár. Ef þú værir ekki sagnfræðingur, hvað vildirðu þá vera? Tja, ég var of ungur á sínum tíma til að koma nærri Útvarpi Rót. Það er eitthvað heillandi við tilhugs- unina um að vinna á grasrót- arútvarpsstöð. Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Fyrstu „alvöru“ tónleikarnir voru á Listahátíð 1986. Þar spiluðu Lloyd Cole og Simply Red m.a. „Lost Weekend“ er enn í miklu uppáhaldi hjá mér. Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér? Ég hef aldrei þolað Juliu Roberts. Sem betur fer leikur hún sjaldnast í myndum sem ég hef minnsta áhuga á að sjá. Hver er þinn helsti veikleiki? Er alltof óskipulagður, einkum þeg- ar mikið er að gera. Finndu fimm orð sem lýsa per- sónuleika þínum vel. Friðelskandi sósíalisti sem vill vel. Bítlarnir eða Stones? Clash. Hver var síðasta bók sem þú last? Sent i November, síðasta bókin í bókaflokknum um Múmínálfana. Hefur ekki komið út á íslensku svo ég las hana á norsku. Hvaða lag spilarðu áður en þú ferð út á laugardagskvöldi? „God“ með Public Image Ltd. Uppáhalds málsháttur? Oft byrjar málsháttur á oft. Hvaða plötu keyptirðu síðast? Nocturama með Nick Cave. Hver er unaðslegasti ilmur sem þú hefur fundið? Lykt af gúmmíhjólbörðum. Skil ósköp vel að krakkarnir á leikskól- unum geti hangið endalaust í dekkjarólunum. Hvert er þitt mesta prakk- arastrik? Ég var með of lítið hjarta til að standa í alvöru prakkarastrikum. Var meira að segja smeykur við hurðasprengjur sem krakki. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur borðað? Alvöru færeyskt skerpukjöt úr grindhval ásamt vænni flís af hvalspiki. Góður matur en ekki allra. Trúirðu á líf eftir dauð- ann? Nei. Mmmm… gúmmíhjólbarðar SOS SPURT & SVARAÐ Stefán Pálsson M o rgu nblað ið / G o lli MEXÍKÓSKA táningadramað Þúsund friðarský á himni, ást, aldr- ei hættir þú að vera ást, er áferð- arfalleg, draumkennd nærskoðun á sálarkvölum Gerardo (Juan Carlos Artuno), 17 ára gamals pilts í Mexíkóborg. Hann er ástfanginn af Bruno (Juan Carlos Torres), og reynir að ráða í óræðan texta kveðjubréfsins frá elskhuga sínum, en það fyllir hann aðeins meiri ör- væntingu. Í fimm daga gerir Ger- ardo mislukkaðar tilraunir til að finna sálarró og stappa í sig stálinu með skyndikynnum við aðra pilta, þeim lýkur á ófullnægandi hátt, jafnvel með ofbeldi. Heimsækir móður sína, leitar ráða hjá yfirgef- inni, þungaðri stúlku, milli þess sem hann ráfar um grá og kuldaleg út- hverfi borgarinnar, yfirtekinn af harmi. Táningsárin eru viðkvæmastur tíma, sálin í hrifnæmu ójafnvægi, ýmist ein und eða yfirkomin af gleði, andinn reiðubúinn til að mót- taka fjölbreytt blæbrigði ástarinn- ar. Aldrei sem þá þörfnumst við hlýju og skilnings en það eina sem Gerardo mætir er sársaukinn, eng- inn getur ráðið honum heilt í listi- lega vel tekinni mynd í svart/hvítu, sem undirstrikar enn frekar kvölina og einmanaleikann. Frítt andlit Artunos tjáir þjáninguna í huga unga mannsins á tilfinningalegri eyðimerkurgöngunni um milljóna- borgina. Hann er einn og yfirgefinn, þrátt fyrir allt. Myndin hlaut verð- laun veitt besta framlagi til kvik- myndagerðar samkynhneigðra í heiminum á Berlínarhátíðinni í fyrra og rifjar upp ljúfsáran tilfinn- ingahita æskuáranna. Ljóðræn, áhrifarík en leikhúsleg. Örvænting og ástarbál KVIKMYNDIR Regnboginn – Hinsegin bíódagar Leikstjórn og handrit Julián Hernández. Aðalleikendur: Juan Carlos Artuno, Juan Carlos Torres, Perla de la Rosa. 80 mín- útur. Mexíkó 2002. ÞÚSUND FRIÐARSKÝ Á HIMNI, ÁST, ALDR- EI HÆTTIR ÞÚ AÐ VERA ÁST / MIL NUBES DE PAZ CERCAN EL CIELO, AMOR, JAMÁS ACABARÁS DE SER AMOR  Sæbjörn Valdimarsson mynd. Myndin er hlaðin alls konar eltingarleikjum, árekstrum, sprengjum og bílaklessum sem eru svo „kóreograferaðar“ að það eyðir þeim litla trúanleika sem sagan ber. Reyndar gera fullkomnar hár- greiðslur og förðun það líka. En hvað um það, sagan segir sem sagt frá gaur sem kemur heim eftir út- legð í Taílandi. Vondi karlinn Ice Cube heldur að hann hafi drepið bróður sinn, svo þá er að gera út um málin með miklum hávaða og látum. ÞEIR fara mikinn, Ice Cube og félagar, í þessari nýjustu vélhjóla- Ég get ekki sagt að þessi lap- þunna klisja með sínu ofurfull- komna útliti hafi höfðað til mín á neinn hátt. Að öllum líkindum er hún skömminni skárri fyrir karlmenn, og jafnvel allt í lagi fyrir einstaka mjög ungan mann. Þarna eru jú kraftmiklar vélar, fallegar konur – sem m.a.s. slást! – og yfir og undir og allt í kring kraumandi kynlífs- tilvitnanir. Hávaði og læti KVIKMYNDIR Sambíóin Álfabakka, Kringlunni og Akureyri Leikstjórn: Joseph Kahn. Handrit: Matt Johnson. Kvikmyndataka: Chris Hayes og Peter Levy. Aðalhlutverk: Martin Henderson, Ice Cube, Monet Mazur, Jam- ie Pressly, Jay Hernandez og Will Yun Lee. 81 mín. BNA. Warner Bros 2004. SNÚNINGSHRAÐI / TORQUE Hildur Loftsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.