Morgunblaðið - 14.03.2004, Page 66

Morgunblaðið - 14.03.2004, Page 66
66 SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í KVÖLD stendur KaSa-hópurinn fyrir athyglisverðum tónleikum í Salnum og eru þeir hluti af Tíbrár- tónleikaröð Kópavogs. Á þessum „bræðings“-tónleikum koma fram rokksveitin Búdrýgindi, Páll Palom- ares sem er sextán ára fiðluleikari og Hugi Guðmundsson, tónskáld af yngri kynslóðinni. Og svo náttúrlega KaSa-hópurinn en úr honum leika Sif M. Tulinius, fiðla, Áshildur Haralds- dóttir, flauta, Helga Þórarinsdóttir, víóla, Sigurgeir Agnarsson, selló, og Nína Margrét Grímsdóttir, píanó. Frumflutt verður verkið Skissur (2004) eftir Huga Guðmundsson og er það samið fyrir uppmögnuð hljóð- færi KaSa-hópsins og Búdrýginda: strengjakvartett, flautu, sérútbúið píanó, rafgítar, rafbassa, trommusett og rafhljóð. Einnig verða flutt verk eftir Robert Dick, Paganini, Bach, Reich, Glass og Búdrýgindi. „Þetta verk fellir sig að nútíma- tónlist,“ segir Axel Haraldsson, trommari Búdrýginda. Aðrir sveit- armenn eru þeir Benedikt Smári Skúlason gítarleikari, Magnús Ágústsson söngvari og Viktor Orri Árnason bassaleikari. „Það er erfitt að lýsa verkinu hans Huga,“ heldur Axel áfram. „Það er hægt á köflum en stundum mjög tak- visst.“ Búdrýgindi voru upprunalega stofnuð árið 1999 og áttu eftir að sigra í Músíktilraunum árið 2002. Sveitin var svo valin bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrir það árið. Ein plata hefur komið út með sveitinni, Kúbakóla (2002), og fékk hún lofsamlega dóma hjá gagn- rýnendum. „Við erum allir í tónlistarskóla,“ segir Axel. „Reyndar er söngvarinn nýhættur en hann var að læra á trompet. Sjálfur er ég að læra á slag- verk, gítarleikarinn á klassískan gít- ar og bassaleikarinn á bassa og fiðlu.“ Hann segir að þeim félögum finn- ist rokkið og klassíkin virka vel sam- an og að kvöldið í kvöld sé fínasti múrbrjótur. „Þeir sem hlusta aðallega á dæg- urtónlist gætu opnast fyrir klassík og öfugt – þetta er auðvitað bara vasaút- gáfa af Metallica og sinfóníusveit- inni!“ segir hann að lokum og hlær. Múrar brotnir Morgunblaðið/SverrirBúið er að útsetja nokkur lög Búdrýginda fyrir fiðlur. Tónleikarnir eru í kvöld klukkan 20.00. Miðaverð er 1.500 kr. / 1.200 kr. / 750 kr (fyrir 12 ára og yngri). Nemendur tónlistar- skólanna fá ókeypis. www.salurinn.is arnart@mbl.is Búdrýgindi í Salnum ÁKVEÐIÐ hefur verið að hætta framleiðslu á lögmannadramanu The Practice að loknum yf- irstandandi sýningarvetri, eftir átta þáttaraðir. Eftir miklar vangaveltur um framtíð þáttarins, sem náði mikl- um vinsældum á sínum tíma, ákvað skapari þeirra David E. Kelley að búa frekar til nýjan þátt upp úr Practice en keyra í níundu þáttaröðina. Innanbúðarheimildir herma að slíkur nýr þáttur myndi draga fram í forgrunninn nýjan karakt- er í þáttunum sem leikinn er af James Spader. Hann hefur þótt koma mjög vel út í þáttunum og vilja framleiðendur nú gera sér meiri mat úr því. Talið er að nýju þættirnir verði þá gerðir svolítið léttari en hinn hádramatíski Practice hefur ver- ið. Lögmannsstofunni lokað Ást og umhyggja Barnavörur www.chicco.com Hvernig leysir þú morðmál þegar öll vitnin og allar vísbendingar benda á þig? Óskarsverðlaunahafinn Denzel Washington MÖGNUÐ SPENNUMYND! Sýnd kl. 10.10. B.i. 16. Jack Black fer á kostum í geggjaðri grínmynd sem rokkar! Sýnd kl. 3.45 og 8. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20.  SV Mbl  Skonrokk Sýnd kl. 2. Íslenskt tal.Sýnd kl. 4. Yfir 95.000 gestir Síðasta sýning Sýnd kl. 2. HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 13.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Fleiri börn...meiri vandræði! 11 Óskarsverðlaun þar á meðal besta myndin, besti leikstjóri kl. 4 og 8. Yfir 95.000 gestir Sýnd kl. 4 . B.i. 12. Síðustu sýningarSýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 1.40, 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16 ára. Hvernig leysir þú morðmál þegar öll vitnin og allar vísbendingar benda á þig? Óskarsverðlaunahafinn Denzel Washington MÖGNUÐ SPENNUMYND! Frábær gamanmynd frá leikstjóra There´s Something About Mary og Shallow Hal ´ Sýnd kl. 2, 4 og 6. Með íslenskum texta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.