Morgunblaðið - 18.03.2004, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 18.03.2004, Qupperneq 14
ERLENT 14 FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ unum 11. september 2001 í Bandaríkjunum fengu til að rann- saka hverjir fjármagni aðgerðir al- Qaeda, að sögn Aftenposten. „Ég hef undir höndum norsk leyniskjöl sem sanna að Zougam og Krekar hittust í Noregi. Ég veit að Zougam fór til Noregs nokkrum sinnum. Markmiðið með ferðum hans þangað var að undirbúa jarð- veginn fyrir fyrrverandi, íslamskan vígamann frá Bosníu svo að hann EINN Marokkóbúanna sem eru í haldi vegna árásanna í Madríd, Jamal Zougam, fór nokkrar ferðir til Noregs til að hitta þar múllann Krekar, stofnanda og fyrrverandi leiðtoga Ansar al-Islam, ofstækis- fullra samtaka íslamskra Kúrda, að því er norskir fjölmiðlar greina frá. Zougam, sem er þrítugur að aldri, hitti Krekar nokkrum sinnum þar í landi á árunum 1996-2001 að því er norska dagblaðið Verdens Gang sagði í gær. Talsmaður Krekars vís- ar því á bug að um samstarf hafi ver- ið að ræða og segir Krekar fordæma tilræðin á Spáni. Blaðið vitnar í Jean-Charles Bris- ard, franskan sérfræðing í rannsókn- um á hryðjuverkum, sem aðstand- endur fórnarlamba ódæðisins í Madríd hafa ráðið til starfa til þess að rannsaka tengsl meintra hryðju- verkamanna í Madríd við al-Qaeda, samtök Sádi-Arabans Osama bin Ladens. Brisard stýrir hópi sérfræð- inga sem lögmenn um 5.600 aðstand- enda þeirra sem fórust í hryðjuverk- gæti gengið til liðs við Ansar al-Islam í norðanverðu Írak,“ bætti hann við. Framlög inn á reikning í Ósló Þá er spænsk lögregla sögð hafa fundið myndbönd á heimili Zougams sem sýna Krekar og beiðni um að peningaframlög til Ansar al-Islam verði lögð inn á reikning bróður hans í Ósló. Brynjar Meling, lögmaður Krekars, segir hins vegar að skjól- stæðingur sinn hafi aldrei heyrt á Zougam minnst og haldi því fram, að upplýsingum sem tengja þá tvo sam- an, hafi sennilega verið komið fyrir af Bandaríkjamönnum sem vilji tengja Krekar við al-Qaeda. Bandaríkja- menn telja víst að Ansar al-Islam tengist al-Qaeda. „Krekar segist ekki þekkja mann- inn. Hann getur þó ekki útilokað að hann hafi einhvern tímann talað við hann því að hann ræðir við mörg hundruð á ári hverju,“ sagði Meling. Krekar hefur verið búsettur í Nor- egi frá 1991 og oft verið sakaður um tengsl við hermdarverkamenn. Hann segist ekki hafa verið leiðtogi Ansar al-Islam frá því í maí 2002 en norsk yfirvöld hafa gefið í skyn að hann hafi verið virkur innan samtak- anna og jafnframt verið andlegur leiðtogi þeirra. Einnig hafa Norð- menn haldið því fram að Krekar hafi tekið þátt í að skipuleggja sjálfsvígs- árásir í Írak. Krekar var handtekinn í Noregi í janúar í tengslum við rannsókn á mögulegri aðild hans að morðum á pólitískum andstæðingum hans af kúrdísk-íröskum uppruna. Honum var sleppt um miðjan febrúar vegna skorts á sönnunum. Zougam hefur verið þekktur af lögreglu í mörg ár og verið á lista lögreglumanna sem rannsaka hryðjuverk. Lögregla gerði húsleit hjá honum fyrir þrem árum en þá hafði lögreglan hlerað samtöl Zoug- am og bróður hans við mann sem grunaður var um tengsl við al-Qaeda. Nýjar upplýsingar varðandi rannsóknina á hryðjuverkaárásunum í Madríd á Spáni Meintur tilræðis- maður oft í Noregi? Norðmenn gruna múllann Krekar og stofnanda Ansar al- Islam um tengsl við hermdarverk í norðanverðu Írak AÐ minnsta kosti 50 manns létu líf- ið þegar hluti níu hæða fjölbýlis- húss í rússnesku hafnarborginni Arkhangelsk hrundi í gasspreng- ingu í fyrradag. Björgunarmenn voru í gær orðnir úrkula vonar um að fólk fyndist á lífi í rústunum. Lík átta barna fundust í rúst- unum í fyrrinótt. Björgunarmenn sögðu að alls hefðu 48 lík fundist þar og tveir hefðu dáið á sjúkra- húsi. Talið var í gær að sex til tutt- ugu manns væru enn í rústunum. Björgunarmennirnir þurftu að hætta leitinni síðar um daginn vegna vaxandi hættu á að annar hluti byggingarinnar gæti einnig hrunið. Lögreglan leitaði enn tveggja heimilislausra manna sem eru grunaðir um að hafa valdið spreng- ingunni með því að stela koparlok- um úr gasleiðslum í húsinu til að selja málminn. Hafði hún handtekið meira en 60 menn en þeir voru allir látnir lausir að lokinni yfirheyrslu. Rúmið lenti ofan á rústunum Á meðal 23 manna sem komust lífs af voru hjón sem bjuggu á átt- undu hæð hússins og sváfu í rúmi sem lenti ofan á rústunum. Sonur þeirra brákaðist lítillega þegar hann feyktist úr rúmi sínu í spreng- ingunni og út á svalir. Björgunar- mönnum tókst að bjarga honum þaðan. Miklar slysfarir hafa verið í Rússlandi að undanförnu og er skemmst að minnast þess er 28 manns fórust er svokallaður Vatna- garður hrundi í Moskvu. Úrkula vonar um að fleiri finnist á lífi Arkhangelsk. AFP.                                                                    !""" !      UM 100 lögreglumenn réðust í gær inn í Kristjaníu í Kaupmannahöfn en yfirvöld eru staðráðin í að upp- ræta þá ólöglegu hasssölu sem þar hefur verið stund- uð í aldarfjórðung. Voru nokkrir menn handteknir er þeir neituðu að fjarlægja grjóthnullunga sem þeir not- uðu til að loka inngöngunni í fríríkið svokallaða, þar á meðal þessi sem hér er í öruggri gæslu tveggja lög- reglumanna. Á nokkrum dögum hefur lögreglan handtekið 69 manns og eiga 54 þeirra dóm yfir höfði sér. AP Hassið upprætt í Kristjaníu NÝ ævisaga sænska barnabókahöf- undarins Astrid Lindgren hefur ver- ið harðlega gagnrýnd og ekki er óhugsandi, að sölu á henni verði hætt. Er höfund- ur hennar, Arne Reberg, sakaður um að fara frjáls- lega með stað- reyndir og á stundum um hreinan tilbúning. Bókin heitir „Þú og ég, Ast- rid“ en fjölskylda Lindgren og marg- ir aðdáenda hennar saka Reberg um að fara oft með rangt mál um hinn ástsæla rithöfund en Lindgren lést í janúar fyrir tveimur árum. Að því er fram kemur í Expressen eru eigendur sænskra bókaverslana að velta því fyrir sér að hætta að selja bókina en boðað hefur verið til fundar með þeim og útgefandanum. „Bókin lýsir persónu, sem höfund- ur hennar hefur búið til og hefði ver- ið lítt að skapi móður minnar,“ sagði Karin Nyman, dóttir Lindgren, í við- tali við Expressen. Mótmælti hún meðal annars þeirri fullyrðingu Re- bergs, að hann og móðir hennar hefðu verið vinir í meira en 40 ár og sagði, að hann hefði ekki skotið upp kollinum fyrr en á síðasta áratug. Afturvirk áhrif Reberg er líka gagnrýndur fyrir að lýsa því hvaða áhrif sumar bóka Lindgren hefðu haft á hann sem barn en þær komu ekki út fyrr en hann var kominn á fullorðinsár. Ann- að gagnrýnisefni er það, að Reberg segist hafa átt miklar viðræður við Lindgren um kristileg málefni. „Þegar Arne Reberg reynir að gera kristna manneskju úr efasemd- arkonunni Astrid Lindgren, þá gengur hann of langt,“ segir Lena Törnqvist í viðtali við Dagens Nyhe- ter en hún er sérfróð um líf og starf Astrid Lindgren. Ævisaga Lindgren harðlega gagnrýnd Hugsanlegt er að eigendur bókaversl- ana í Svíþjóð hætti að selja hana Astrid Lindgren ÞJÓÐARFLOKKURINN á Spáni tapaði kosningunum sl. sunnudag vegna þess að kjósendum mislíkaði viðbrögð ríkisstjórnarinnar í kjölfar hryðjuverkanna í Madríd, að sögn Richard Armitage, aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna, í gær. Stjórn Þjóðarflokksins studdi ákaft stefnu Bandaríkjastjórnar í málefn- um Íraks. Armitage vísaði því á bug að líta mætti á sigur sósíalista sem sigur fyrir hryðjuverkasamtökin al-Qaeda en grunur fer nú vaxandi um að liðs- menn þeirra hafi verið á bak við ódæðið. Stjórn Aznars kenndi hins vegar strax aðskilnaðarsamtökum Baska, ETA, um verkið. „Það sem ég sá gerast strax eftir sprengjuárásina hræðilegu í Madríd var að milljónir Spánverja mót- mæltu hryðjuverkum. Ég held því að andstaðan gegn hryðjuverkamönn- um sé öflug,“ sagði Armitage. Hægrimaðurinn Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, sagðist á hinn bóginn í gær vera viss um að Aznar hefði haft rétt fyrir sér og ETA hefði á einhvern hátt komið að hermdarverkinu. Sagðist hann ekki hafa sannanir en aðeins „persónu- lega tilfinningu“ fyrir þeirri skoðun. Bandarískur ráðherra Mistök Aznars orsök tapsins Washington, Róm. AFP. KOMIÐ hefur í ljós, að jarð- vegur á Mars er alls staðar eins og óháð því hvers konar berg er undir honum. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið með bandarísku Marsvögnunum, sýna þetta og er skýring vísindamanna sú, að miklir vindar og loftstein- aregn hafi hjálpast að við að hræra í og blanda jarðveginn þannig að hann er næstum samur alls staðar. Jarðvegs- sýnin, sem nú hafa verið skoð- uð, eru nokkurn veginn eins og athuguð voru af tveimur Vik- ing-förum 1976 og 1997. Kom þetta fram á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins, í gær. Stefnt er að því að senda annan Marsvagninn, Opport- unity, á næstunni inn á „spennandi svæði“ í 2,5 km fjarlægð en sumir vísinda- menn segja, að sé einhver um- merki um líf að finna á Mars, þá sé þetta svæði einna líkleg- ast. Jarðveg- ur á Mars allur eins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.