Morgunblaðið - 18.03.2004, Síða 27

Morgunblaðið - 18.03.2004, Síða 27
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 27 Hella | Árni Magnússon, félagsmála- ráðherra og Guðmundur Týr Þór- arinsson, (Mummi) forstöðumaður Götusmiðjunnar, ásamt Snævari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Fasteigna ríkissjóðs, skrifuðu undir samning á þriðjudag um að Götu- smiðjan fengi afhentan allan húsa- kost og aðstöðu fyrrverandi Vist- heimilisins í Gunnarsholti, Akurhól, gegn því að fasteignir og búnaður á staðnum yrði endurbættur og haldið við eins og þörf er talin á. Samning- urinn gildir til 15 ára. Í stuttu ávarpi sem Árni flutti við þetta tækifæri, sagði hann að kost- irnir við þennan samning væru þeir að þetta styrkti starfsemi að Akur- hóli til framtíðar og tryggt væri með þessu að húsakostur sem er á staðn- um verði í eðlilegri endurnýjun og viðhaldi. Guðmundur Týr kvaðst afar ánægður með þessa aðstöðu í „Götu- smiðjunni Akurhóli“ eins og heim- ilisfangið verður og flutti þakkir til ráðuneytismanna og allra annarra sem komið hefðu að málinu. Sagði hann að núverandi aðstaða að Árvöll- um á Kjalarnesi væri alltof þröng og ekkert hægt að stækka þar. Í Akur- hóli væri hins vegar nóg húsrými til alls sem Götusmiðjan þyrfti með, ásamt annarri aðstöðu, t.d. fyrir hestamennsku og aðra tómstunda- starfsemi sem væri hluti af meðferð- arúrræðum. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra, flutti Götusmiðjunni góðar kveðjur frá sveitarstjórn og bauð starfsem- ina velkomna í héraðið og kvaðst vona að hún yrði í góðu sambandi við umhverfið. Hjálmar Árnason alþing- ismaður flutti kveðjur frá þingmönn- um í Suðurkjördæmi. Að sögn þeirra Elísabetar Gísla- dóttur rekstrarstjóra og Marsibilar Sæmundsdóttur, framkvæmdastjóra Götusmiðjunnar, verða 15 meðferð- arnemendur að staðaldri í Akurhól. Þeir eru misjafnlega langan tíma í meðferðinni, frá 10 vikum til eins árs. Aldur meðferðarnemenda er al- mennt frá 15 árum upp í 20 ár. Mark- mið Götusmiðjunnar er að aðstoða ungt fólk sem hefur leiðst út úr hin- um hefðbundna samfélagsramma og inn í heim fíkniefna og afbrota, til að fóta sig og koma lífi sínu í jákvæðan farveg. Á síðasta ári voru útskrifaðir um 50 nemendur. Starfsmenn verða 14 í fullu starfi. Flestir núverandi starfsmenn munu flytja með starfseminni austur, en reiknað er með að heimamenn verði ráðnir að hluta til starfa þegar frá líður. Staðarhaldari verður Tryggvi Hannesson. Kristinn Guðlaugsson, smiður og verktaki hefur þegar hafið störf við endurbætur og lagfæringar á húsum. Fyrirhugað er að flytja starfsemina í byrjun júní og opna formlega þann 19. júní nk. Kostnaðaráætlun vegna flutnings Götusmiðjunnar í Akurhól, Gunn- arsholti, er áætlaður 4,5 milljónir króna og verður fjármagnaður með sölu á núverandi húsnæði að Árvöll- um. 15 nemendur í meðferð að staðaldri að Akurhóli Morgunblaðið/Óli Már Framtíðin: Hluti af húsakosti Götusmiðjunnar í Gunnarsholti. Starfsemi að Árvöllum: Nokkrir af starfsmönnum Götusmiðjunnar. Frá vinstri; Tryggvi Hannesson staðarhaldari, Elísabet Gísladóttir rekstrar- stjóri, Marsibil Sæmundsdóttir framkvæmdastjóri, Kristinn Guðlaugsson smiður og Guðmundur Týr Þórarinsson forstöðumaður. Gerði tölvuteikningar | Þorleifur Björnsson byggingafræðingur kom að hugmyndavinnu og ráðgjöf við mótun tillagna framtíðarnefndar Keflavíkur, íþrótta- og ungmenna- félags, sem frá var sagt í blaðinu í gær. Hann gerði meðal annars þær tölvuteikningar af framtíðarhug- myndum svæðisins sem birtust með frétt um skýrslu nefndarinnar en þá láðist að geta höfundar. Reykjanesbær | Áætlað er að kostn- aður við framkvæmdir sem Eignar- haldsfélagið Fasteign hf. annast fyrir Reykjanesbæ nemi tæpum 1,5 milljörðum á árunum 2005 til 2007. Leigugreiðslur bæjarins vegna þessara mannvirkja verða 130 milljónir kr. á ári. Kemur þetta fram í svari fjár- málastjóra bæjarins við fyrirspurn Jóhanns Geirdal, bæjarfulltrúa Samfylkingar. Í þriggja ára áætlun Reykjanes- bæjar, 2005 til 2007, er gert ráð fyr- ir nokkrum byggingaframkvæmd- um og leigugreiðslum þeirra vegna. Eignarhaldsfélagið Fasteign hf., sem Reykjanesbær á aðild að, bygg- ir mannvirkin og á þau en Reykja- nesbær tekur þau á leigu. Stærsta framkvæmdin er nýr grunnskóli í Innri-Njarðvík. Áætlað er að hann kosti 616 milljónir og að árlegar leigugreiðslur Reykjanes- bæjar nemi um 54 milljónum kr. þegar hann verður að fullu kominn í notkun. Fimmtíu metra löng inni- sundlaug við Sundmiðstöðina í Keflavík kostar tæpar 500 milljónir og leigugreiðslur bæjarins verða þá rúmar 43 milljónir á ári. Áætlað er að tónlistarmiðstöð kosti 248 millj- ónir í byggingu og að leigugreiðsl- ur verði rúmar 20 milljónir. Auk þessa er áformað að byggja nýjan leikskóla og byggja við Holtaskóla.    Leigugreiðslur hækka um 130 milljónir króna LANDIÐ Grindavík | Starfsmenn HH verks ehf. voru ekki lengi að hrista tvö hús fram úr erminni. Það liðu sex klukkustundir frá því þeir byrjuðu og þangað til þeir voru búnir að reisa útveggina og einn milli- vegg í tveimur húsum. Eru þetta fyrstu húsin í nýju íbúðarhverfi í Grindavík, Lautarhverfi. Galdurinn var sá að fyrirtækið Smellinn á Akranesi hafði forsteypt einingar sem snarað var upp með miklum hraða. Þessar forsteyptu ein- ingar eru með einangrun og járni, plaströr fyrir raflagnir eru komnar og búið að ganga frá ysta byrðinu til frambúðar. „Við tókum grunninn 4. febrúar og einingarnar komu 1. mars og sperr- urnar 10. mars þannig að hraðinn var mikill. Við erum að gæla við að afhenda fyrra húsið í júní. Við vorum búnir að leggja hitann í gólfin þannig að þetta er nálægt því að vera innflutningspartý“, sagði Helgi Sæmundsson hjá HH verki ehf. Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri færði Helga blóm af þessu tilefni enda er hann fyrsti hús- byggjandinn í nýja hverfinu. Fyrstir að byggja Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Fyrsta húsið: Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri, t.v., afhendir Helga Sæmundssyni, forsvarsmanni HH verks ehf., blómvönd í tilefni þess að hann byggir fyrstu húsin í nýja hverfinu sem kennt er við Laut. ALLIR heimiliskettir skulu merktir varanlega og skráðir hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, sam- kvæmt samþykkt um kattahald á Suðurnesjum sem sveitarfélögin eru að staðfesta eitt af öðru. Kattaeigendur þurfa að greiða skráningargjald, 15 þúsund krónur á kött samkvæmt tillögu, og fylgist Heilbrigðiseftirlitið með að óskráðir kettir séu ekki á ferðinni. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja gerði tillögur að reglum um kattahald fyrir Samband sveitarfélaga á Suðurnesum. Reglurnar hafa verið samþykktar í stjórn SSS og eru til staðfestingar í sveitarstjórn- unum. Samþykktirnar taka gildi þegar þær hafa verið auglýstar í Stjórnartíðindunum sem búist er við að verði á næstunni. Magnús E. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, segir að vandamál hafi verið með ketti í ákveðnum hverfum bæjanna á Suðurnesjum og sums staðar verið hitamál milli íbúa. Grundvöllur þess að ákveðið hafi verið að setja reglur um kattahald á svæðinu hafi verið að hægt væri að sjá hverjir væru eigendur kattanna. Það hafi sýnt sig að ólarnar dugi ekki því þær losni oft af. Því sé í reglunum kveðið á um að allir kettir verði merktir varanlega, annaðhvort með húðflúri í eyra eða örmerki undir húð. Jafnframt er mönnum gert að skyldu að skrá heimiliskettina hjá Heilbrigðiseftirlitinu og greiða skráningargjald sem samkvæmt tillögunum verð- ur 15 þúsund krónur. Gjaldið er aðeins greitt einu sinni. Fólki sem á ketti við gildistöku reglnanna verður gefinn kostur á að skráð þá við lægra verði, eða 10 þúsund krónur, ef það gerir það fyrir ákveðinn tíma. Við skráningu eiga kattaeigendur að framvísa vottorði frá dýralækni um orma- hreinsun. Heilbrigðiseftirlitið mun fylgja reglunum eftir strax í vor. Menn á þess vegum muna vera á ferð- inni með fellibúr og fanga ketti. Ef kettirnir eru skráðir verður þeim strax sleppt. Ómerktir kettir verða geymdir í tiltekinn tíma og sé þeirra vitjað geta eigendur leyst þá út fyrir áfallinn kostnað. Heilbrigðiseftirlitið er að láta innrétta góða dýra- geymslu í þessum tilgangi. Hundruð katta á svæðinu Magnús E. Guðjónsson segir ekki vitað hversu margir kettir eru á svæðinu en þeir skipti líklega hundruðum. Hann segir líklegt að þeim muni fækka þegar reglurnar taka gildi því fólk sem ekki haldi ketti af fullri ábyrgð og umhyggju muni væntanlega losa sig við þá. Þá sé líklegt að fressin verði vönuð, því það þurfi hvort sem er að fara með þau til dýralæknis, og við það minnki vandræðin sem skapist af baráttu þeirra um yfirráðasvæði. Magnús segir að þetta sé í fyrsta skipti sem sveitarfélög hér á landi taki heildstætt á eftirliti með kattahaldi. Örmerkingarnar séu grundvöllur þess. Í samþykkt um kattahald á Suðurnesjum er tekið heildstætt á eftirlitinu Allir kettir merktir varanlega Morgunblaðið/RAX Skemmdarverk | Þrír ljóskast- arar á Reykjaneshöllinni hafa verið brotnir á undanförnum vikum og sá fjórði var brotinn milli jóla og nýárs. Tilkynnt var um þessi skemmdar- verk til lögreglunnar í Keflavík í fyrradag. Verðmæti hvers kastara er um eitt hundrað þúsund kr., að því er fram kemur á vef lögregl- unnar.   

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.