Morgunblaðið - 18.03.2004, Page 40

Morgunblaðið - 18.03.2004, Page 40
MINNINGAR 40 FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ástkær afi okkar, Þorgeir, er látinn á 83. aldursári. Það eru ófá- ar minningarnar sem koma upp í hugann þegar við systurnar setjumst niður og rifjum upp stund- irnar sem við áttum með afa. Fátt gladdi hann meira en að standa úti í á og berjast við fiskinn og voru þær ófáar veiðiferðirnar sem hann fór í í gegnum árin með sonum sínum, tengdasonum og vinum. Hann gat gleymt sér tímunum saman við að segja okkur barnabörnum sínum fræknar veiðisögur og voru þær oft hæfilega ýktar og kryddaðar til frekari skemmtunar. Hann var mikill grínari hann afi og átti auðvelt með að sjá spaugi- legu hliðarnar á lífinu. Hann var mikill matmaður og var það ekki sjaldan sem hann bauð okkur í kjöt- súpu, saltkjöt og annað góðgæti. Þegar honum var boðið í mat lá hann ekki á skoðunum sínum og var óhræddur við að láta heyra í sér ef honum þótti maturinn ekki góður. Eftir að amma veiktist og gat ekki lengur staðið í eldhúsinu og bakað pönnukökur handa gestum og gangandi tók hann hennar stað og stóð sig með stakri prýði. Þau voru höfðingjar heim að sækja í Fagra- hvamminn og veisluborði var slegið upp í hvert eitt sinn er gesti bar að garði án þess að hendi væri veifað. Hann lumaði oft á lakkrís sem hann gaukaði að okkur og þótti hon- um hann bestur þegar hann var orð- in gamall og harður. Eftir að amma veiktist mikið og var flutt á hjúkrunarheimilið á Hrafnistu sinnti hann henni sem vel hann mátti og færði hann henni ís og kleinur á hverjum degi, sat hjá henni, mataði og spjallaði við hana eða bara hélt í höndina á henni tím- unum saman. Á því mátti sjá hversu ódauðleg ástin og kærleikurinn getur verið milli hjóna sem hafa átt langa ævi saman. Hann stóð við hlið hennar sem klettur í hennar löngu veikindum allt þar til hún yfirgaf þennan heim í apríl 1998. Á Hrafnistu bjó hann allt þar til hann dó og leið honum mjög vel þar og líkaði vel við starfsfólkið sem þar starfar. Gaukaði hann oft að þeim eins og okkur molum hér og molum þar. Afi var ósérhlífinn og duglegur til vinnu, hann vann við bílamálun lengst af eða þar til hann heilsu sinnar vegna varð að hætta því og hóf hann þá störf við kirkjugarða Reykjavíkur við garðyrkjustörf og annað sem til féll við umhirðu garð- anna. Hann mátti ekkert aumt sjá og ÞORGEIR J. EINARSSON ✝ Þorgeir Jón Ein-arsson fæddist í Reykjavík 5. júlí 1921. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 3. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 12. mars. naut þess að geta rétt fólki hjálparhönd ef þurfti. Hann var vinamarg- ur maður hann afi en eins og við má búast á langri ævi þarf maður að sjá á eftir vinum sínum einum af öðrum og voru þeir ekki margir vinirnir sem eftir stóðu er kallið kom. Það er okkar von sem eftir stöndum, elsku afi, að þú sért komin á aðrar slóðir þar sem kunnugleg andlit mæta þér og ylja. Elsku afi, ekkert fær úr hjörtum okkar tekið minninguna um þig, þú munt eiga þar stað að eilífu. Við þökkum þér fyrir samfylgdina og allt sem þú hefur gefið okkur. Megi algóður guð nú blessa þig og varð- veita á þeim stað sem þú ert á núna. Við viljum nota þetta tækifæri til að þakka öllu því góða fólki sem önnuðust þau bæði. Og einnig því al- úðlega starfsfólki á Landspítalanum sem annaðist hann síðustu stund- irnar í þessari jarðvist. Elsku Anna, mamma, Einar og Maggi og aðrir aðstandendur, megi guð veita ykkur styrk á þessum sorgartímum. Ásta, Hrönn, Stefanía og Jórunn. Sólin endurvarpast svo skært af vatnsfletinum að hann þarf að píra augun þegar hann horfir yfir vatnið. Um allt vatnið myndast hringlaga gárur eftir flugur sem setjast á yf- irborðið. Svo heyrist hávært skvamp. Hjartað tekur kipp, hann brosir út í annað munnvikið. Hann klæðir sig í vöðlurnar og veður út í vatnið, sjálft Bauluvallavatn. Vatn sem honum þykir vænna um en flest önnur. Hér þekkir hann hvern hyl og alla strauma. Á þessu augnabliki er Bauluvallavatn nafli alheimsins. Hann fer varlega, gætir þess að grugga ekki vatnið og styggja ekki fiskinn. Svo kastar hann og bíður. Hann leggur við hlustir. Í fjarska heyrist í útvarpi. Íslendingar eru að keppa við Dani í knattspyrnu í Dan- mörku, honum heyrist að Íslending- ar séu undir. Tíminn líður, flotholtið er kyrrt. Ekkert gerist. Af og til heyrist skvamp hér og þar um vatn- ið. Hann bíður, hreyfir sig ekki, veit sem er að það er ekki til neins. Svo gerist það. Fyrirvaralaust. Flotholtið er rifið niður af feikna afli. Það syngur í línunni þegar hún er dregin á fullri ferð út af hjólinu. Hann er á og hann er stór, mjög stór. Ævintýrið er byrjað. Hann er á í hverju kasti eftir þetta. Hver öðrum stærri. Sjaldan hefur nokkur veiðimaður verið hamingjusamari en Geiri þennan dag. Og það þrátt fyrir að þennan sama dag hafi Ís- lendingar tapað 14-2 fyrir Dönum. Þó að okkar kynni hafi ekki kom- ist á fyrr en mörgum árum seinna þá var frásögn þín af þessum degi svo lifandi að það var eins og ég væri með þér á staðnum. Það er svona, kæri vinur, sem ég kýs að minnast þín. Þróttmikill, glaður að gera það sem þú kunnir flestum öðrum betur. Kynni mín af þér hafa gert mig betri en ég hefði annars orðið. Ég kveð þig í vinsemd og virðingu. Þröstur. Móðurbróðir minn góður, Þorgeir Einarsson, Geiri frændi, eins og við vorum vön að kalla hann, fjölskyld- an í Dal, er kvaddur í dag. Hann dró upp tjaldhæla sína, eins og stundum er komist að orði, aðfaranótt mið- vikudagsins 3. mars sl. og hvarf okkur með snöggum, en þó alls ekki óvæntum hætti, enda heilsan farin að gefa sig fyrir alllöngu og hann ef- laust orðinn nokkuð saddur lífdaga. Ýmis minningabrot tengd þessum góða frænda mínum og fjölskyldu- vini hrökkva í hugann við leiðarlok hans í þessum heimi og næsta erfitt fyrir mig að tengja þau brot saman í orð svo sæmilega fari. Það man ég fyrst til hans að ég var staddur hjá Einari, afa mínum, á Vesturgötu 46 í minni fyrstu heimsókn til höfuðstað- arins, í fylgd móður minnar, tólf ára gamall, að hann snaraðist þar inn, utan af götunni einhverra erinda, hafði hratt á hæli, með einhverjar kröfur uppi á hendur Tótu stjúpu sinnar, hámæltur, rómsterkur og kvað fast að orðunum, en allt í góðu og flissaði við jafnframt; var síðan farinn eftir að hafa fengið kröfum sínum framgengt. Það var eins og hvirfilvindur hefði farið um húsið. Svo liðu mörg ár að við sáumst lítt eða ekki, enda vík milli vina. Þó er mér í minni ein heimsókn hans til okkar í Dal á unglingsárum mínum. Þá stóð svo á að haldið var dansiball á útipalli á Vegamótum undir hníg- andi kvöldsól í lygnu veðri á há- sumri og þangað fórum við bræð- urnir með Geira frænda, þó meira til að fylgjast með fagnaðinum en til að taka beinan þátt í honum sjálfir. Ég sé ennþá fyrir mér atganginn í frænda á danspallinum, hvernig hann sveiflaði dömunum í kringum sig og jafnvel kastaði þeim upp í loftið og fylgdu þessu hví og skræk- ir eigi alllitlir á danspallinum, en við bræður stóðum álengdar og horfð- um á með næstum óttablandinni að- dáun. Það var meira fjörið! Ein- kennilegt kannski að vera að rifja þetta upp í minningargrein, en þetta geri ég til að sýna að það var aldrei lognmolla kringum Geira, hvorki þá né síðar, og svo þætti honum sjálf- um síður en svo verra að þetta væri rifjað upp svona til gamans. Enn liðu árin. Geiri festi ráð sitt og stofnaði heimili með Stefaníu Magn- úsdóttur, ættaðri frá Fáskrúðsfirði. Fyrstu árin bjuggu þau neðarlega á Skólavörðustígnum í litlu húsnæði og langtum of þröngu, eftir að þeim höfðu fæðst þrjú börn og var með ólíkindum hvernig þau komust fyrir í þeirri kytru. Þá, og æ síðan var Stebba „heimavinnandi“ sem nú er kallað (orðið varla komið í orðabæk- ur þá). Hún var með afbrigðum dug- leg, þriflát, hagsýn og annaðist heimili sitt svo að þar varð ekkert að fundið á meðan Geiri vann fyrir sitt leyti hörðum höndum að fjár- öflun til búsins, og sá til þess að hin fríska, og stundum dálítið hávaða- sama fjölskylda hans, hefði nóg að bíta og brenna og það tókst honum alveg prýðilega. Á þessum árum vann hann að bílamálun í Bílaiðj- unni, sem svo nefndist, við Hverf- isgötu. Þar voru bílar réttir og mál- aðir. Það var erfið vinna og óholl, að ekki sé meira sagt, og hræddur er ég um að heilbrigðisnefndir og holl- ustunefndir dagsins í dag myndu seint leggja blessun sína yfir þá að- stöðu sem starfsmönnum var þar búin, en þá var auðvitað önnur öld í þeim efnum sem öðrum. Geiri stofn- aði síðar sitt eigið bílamálunarverk- stæði og helgaði þeirri iðngrein nán- ast alla starfsævi sína. Þá voru þau hjónin reyndar búin að festa kaup á húsnæði sem þau undu við ævina á enda að segja mátti. Það hét í Fagrahvammi og var í Blesugróf þar sem Elliðaárnar renna með niði skammt undan; dreifð byggð og óskipulögð með blæ af sveit. Nú hef- ur Reykjanesbraut verið lögð þar sem Fagrihvammur stóð og ekkert eftir sem minnir á hann. Þegar hér Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR JAKOBÍNA SIGURGEIRSDÓTTIR, sem lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð laugar- daginn 6. mars, verður jarðsungin frá Grafar- vogskirkju föstudaginn 19. mars kl. 13.30. Kristrún Ólafsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Sigurgeir Ólafsson, Elísabet Jónsdóttir, Kári Ólafsson, Margrét Jóhannsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, ÓMAR JÓHANNSSON, sem lést á heimili sínu miðvikudaginn 10. mars, verður jarðsunginn frá Útskálakirkju í Garði föstudaginn 19. mars klukkan 14:00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Heima- hlynningu Krabbameinsfélags Íslands. Guðný Rannveig Reynisdóttir, Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir, Halldór Eyjólfsson, Lúðvík Kjartan Kristjánsson, Hjördís Erla Benónýsdóttir, Sveinn Helgi Geirsson, Ómar Ingi Halldórsson, Sindri Geir Sveinsson, Sóldís Guðný Sveinsdóttir. Ástkær sonur okkar, TRAUSTI EYJÓLFSSON, Klettahrauni 17, Hafnarfirði, áður Miðbraut 28, Seltjarnarnesi, lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 15. mars. Guðrún Árnadóttir, Eyjólfur Jónsson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, HILMAR H. GESTSSON vélstjóri, Granaskjóli 14, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 19. mars kl. 15.00. Jóhann Óli Hilmarsson, Kristinn Hilmarsson, Gestrún Hilmarsdóttir,Garðar Vilhjálmsson, Eiríkur Hilmarsson, Linda B. Helgadóttir og barnabörn. VILBORG ÞÓRÐARDÓTTIR, Vatnsnesi, er látin. Magnús Þorsteinsson, Þorsteinn Magnússon. Elskulegur eiginmaður, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KONRÁÐ E. GUÐBJARTSSON, Unnarstíg 8, Flateyri, lést á heimili sínu aðfaranótt miðvikudagsins 17. mars. Elinóra K. Guðmundsdóttir, Petrína Konráðsdóttir, Rúnar Garðarsson, Guðmundur Konráðsson, Bergþóra Ólafsdóttir, Konráð K. Konráðsson, Jónína K. Sigurðardóttir, Guðbjörg Konráðsdóttir, Ólafur Kristjánsson og barnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, VALGERÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Hraunbæ 100, Reykjavík, lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 15. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kristján V. Jónsson, Fjóla Jónsdóttir, Vala Rún Kristjánsdóttir, Eiríkur Kristjánsson, Gréta Þórdís Grétarsdóttir Kragesten.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.