Morgunblaðið - 18.03.2004, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 18.03.2004, Qupperneq 43
á leiðinni heim úr bústaðnum með nýjan silung í soðið. Þær eru svo ótalmargar ánægju- stundirnar sem ég hef átt með Ástu og Gústa, börnum þeirra og barnabörnum í gegnum árin. Það er stórt skarð höggvið í þennan góða hóp við fráfall hans. Það var aldrei lognmolla í kringum Ágúst Karl. Hann var glaðvær og skemmtilegur. Hann hafði mjög gaman af því að rökræða pólitík. Hann var fastur á sínum skoð- unum og var þá ekkert að spara stóru orðin. Gat stundum orðið heitt í kolunum en allt var þetta í góðu og hláturinn ekki langt und- an. Gústi var félagslyndur og hafði gaman af því að vera samvistum við fólk. Þau hjónin stunduðu mik- ið sund í Laugardalslauginni með- an heilsan leyfði og eignuðust þar góða félaga. Þá söng Gústi um skeið með kór eldri borgara þar til undan tók að halla og heilsan fór að gefa sig. Ég vil með þessum fátæklegu orðum þakka honum mikil og góð kynni sem aldrei bar skugga á. Guð blessi minningu hans. Kristjana Jónsdóttir. Ágúst Karl Guðmundsson hóf störf sem slökkviliðsmaður um mitt ár 1948, þá sem varaliðsmað- ur en var síðan fastráðinn sem slökkviliðsmaður í fullu starfi árið 1960. Ferill Ágústar hjá slökkviliðinu var farsæll, fyrst sem óbreyttur slökkviliðs- og sjúkraflutningamað- ur og síðan sem innivarðstjóri. Þegar ég hóf störf hjá slökkvilið- inu var Ágúst orðinn innivarð- stjóri. Þeirri stöðu gegndi hann af trúmennsku og öryggi. Hann flækti hlutina aldrei fyrir sér. Eftir að Ágúst óskaði eftir því að hætta á vöktum fór hann í dagvinnu og sinnti ýmiskonar erindrekstri fyrir slökkviliðið. Hann var alltaf góður fulltrúi liðsins út á við. Ágúst lét ekki af störfum fyrir slökkviliðið fyrr en nærfellt sjötíu og eins árs gamall og vann því fram á síðasta dag. Hann starfaði því samfellt sem fastráðinn slökkviliðsmaður í 33 ár. Það lýsir Ágústi vel að löngu áður en hann hætti var hann far- inn að undirbúa starfslok sín, m.a. með því að sækja útskurðarnám- skeið og eins fór hann að leggja stund á kórsöng. Hann kom m.a. að máli við mig varðandi það hvort ekki væri hægt að koma kassettu- tæki fyrir í bílnum sem hann not- aði til erindrekstrarins, en þar ætl- aði hann að æfa raddirnar fyrir kórsönginn. Ég sé hann því fyrir mér syngjandi og kátan í umferð- inni. Eftir að hann lét af störfum nutum við góðs af útskurðarhæfi- leikum hans en hann gaf okkur marga fallega muni. Réttlætiskennd Ágústar var rík og ef honum fannst á sig hallað tók hann því ekki vel og var fastur fyr- ir. Varð heldur stuttur í spuna. Slíkt stóð þó aldrei lengi og ekki var hann langrækinn heldur hló að öllu saman þegar búið var að jafna ágreining. Slökkviliðið hefur haldið góðu sambandi við þá sem komnir eru á eftirlaun með ýmiskonar starfi. Þar var Ágúst alltaf virkur, léttur og skemmtilegur og lá ekkert á skoðunum sínum þar frekar en annars staðar. Það var gott að hitta Ágúst í þessum hóp eins og raunar alla þá fyrrverandi starfs- menn sem þar eru virkir. Ágúst var alltaf mjög jákvæður gagnvart slökkviliðinu en það skiptir okkur miklu sem enn erum að störfum. Hann talaði jafnan um þær miklu breytingar sem orðið hafa á að- stöðu og menntun slökkviliðs- manna frá því að hann hóf störf og þar til nú af raunsæi og var ekki einn af þeim sem héldu því fram að allt hefði verið miklu betra í gamla daga. Við þökkum Ágústi áratugastarf hjá slökkviliðinu og kynni við hann á lífsleiðinni. Hrólfur Jónsson, slökkviliðsstjóri. Ágúst vinur minn Guðmundsson er látinn, hann lést á heimili sínu 9. mars sl. Margs er að minnast af sam- skiptum okkar Ágústar um langa hríð. Kynni okkar Ágústar hófust, þegar við störfuðum báðir sem af- leysingarmenn í slökkviliði Reykjavíkur um miðja síðustu öld. Mér var ljóst frá fyrstu kynnum, að Ágúst var einstakur maður, bæði ljúfmenni en eins var hann gamansamur og minnugur á menn og málefni. Eftir því sem tíminn leið urðu samskipti okkar og fjöl- skyldu okkar nánari. Ófá eru þau matarboðin, sem við Sigríður kona mín sátum á heimili þessara góðu hjóna, Ástríðar Hafliðadóttur og Ágústar Guðmundssonar. Var þá jafnan glatt á hjalla enda var ekki amast við að við kæmum með börn okkar sem þá voru þrjú. Í daglegu lífi var Ágúst ákaflega ljúfur maður, hæglátur en góður samstarfsmaður og kunni frá mörgu að segja. Minni hans var sérlega gott og hann hafði næmt auga fyrir því skoplega sem kunni að henda í störfum. Einn eðlisþátt- ur Ágústar var viðkvæmni. Hann mátti ekkert aumt sjá, reyndi þá alltaf að bæta úr eftir bestu getu. Hann var einkar nærgætinn við sjúklinga, en oft þurftum við að annast sjúkraflutninga eins og starfsreglur okkar sögðu til um. Ef lýsa ætti Ágústi vini mínum í fáum orðum yrði sú lýsing eitthvað á þessa leið: Ljúfmenni og dag- farsprúður, glöggur, skemmtilegur og nærgætinn við þá sem minna máttu sín. En nú er komið að kveðjustund, a.m.k. í bili. Við Sigríður og börn okkar þökkum þér, kæri Ágúst, konu þinni, frú Ástríði, og börnum ykkar áratugavináttu sem aldrei bar skugga á. Sár sorg er nú kveðin að ætt- mennum þínum konu og börnum og barnabörnum en þakka ber það sem gefið var. Kæri vinur, við hjónin og fjöl- skylda okkar biðjum Guð að varð- veita þig í eilífðinni. Við biðjum líka fyrir konu þinni og börnum og megi þeim alltaf líða sem best. Þökk fyrir áratuga vináttu. Sigríður og Björn Önundarson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 43 Benediktssyni og eignuðust þau tvo syni, Brynjólf og Benedikt, sem báð- ir hafa gengið menntaveginn. Ella og Hjörtur eiga þrjú barnabörn. Ella var mikið veik allt síðasta ár en samt alltaf jafnglöð og skemmti- leg þegar við mæðgurnar komum til hennar á spítalann. Ég kveð Ellu vinkonu okkar allra í Sigtúni 45 með virðingu og þökk fyr- ir allt sem hún og maðurinn hennar gerðu fyrir mig eftir að ég missti manninn minn, Valgeir. Elsku Hjörtur minn, Brynjólfur, Benedikt og vinur minn og okkar Brynjólfur Karlsson. Ég bið guð að vernda ykkur alla í ykkar miklu sorg. Megi tengdadætur og barnabörn eiga yndislegar minningar um ömmu sína og tengdamömmu. Mýktu sjúka og sára und, svo ég ylinn finni. Gef þú mér nú góðan blund, Guð, af miskunn þinni. (Ingþór Sigurðsson) Hvíl í guðs friði, elsku Ella. Unnur Ragna Benediktsdóttir (Agga.) Áskirkja. Hreyfi- og bænastund kl. 12.15 í neðri safnaðarsal. Opið hús kl. 14–17 í neðri safnaðarsal fyrir unga sem aldna. Organisti Áskirkju leiðir söng. Allir vel- komnir. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14–16 í safnaðarheimilinu Lækj- argötu 14. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Sabine Hill syngur og Hörður Áskelsson leikur á orgel. Íhugun. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Háteigskirkja. Taize-messa kl. 20. Mömmumorgnar kl. 10. Fatakynning, vor- tískan. Vinafundir kl. 13–15. Langholtskirkja. Foreldra- og ungbarna- morgunn kl. 10–12. Opið hús, spjall, fræðsla á vegum Heilsuverndar barna, söngstund, kaffisopi. Umsjón hefur Gígja Sigurðardóttir leikskólakennari. Allir for- eldrar ungra barna velkomnir. Nánari upp- lýsingar í Langholtskirkju. Lestur Pass- íusálma kl. 18 í Guðbrandsstofu í anddyri Langholtskirkju. Allir velkomnir. Landspítali – Háskólasjúkrahús. Arnar- holt. Guðsþjónusta kl. 15. Sr. Birgir Ás- geirsson. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12 á hádegi. Gunnar Gunnarsson leikur á org- elið frá kl. 12. Þjónustu annast Bjarni Karlsson og Sigurbjörn Þorkelsson, með- hjálpari. Kl. 12.30 er léttur málsverður í boði í safnaðarheimilinu. Kl. 14 samvera eldri borgara. Ólafur Mixa læknir fjallar um heilbrigði og hollustu á efri árum. Undir borðhaldi mun Torfi Jónsson, fyrrum rannsóknarlögreglumaður, flytja ljóð og spakmæli. Umsjón hefur Þjónustuhópur Laugarneskirkju ásamt kirkjuverði og sóknarpresti. Unglinga-Alfa kl. 19. Matur, fræðsla og samfélag fyrir unglinga í 9. og 10. bekk Laugalækjarskóla og öll gömul fermingarbörn úr þeim árgöngum, hvar sem þau annars búa. Spennandi tæki- færi, frjáls mæting og eintóm ánægja. (Námskeiðinu lýkur með tilboði um helg- arferð í Vatnaskóg.) Neskirkja. Krakkaklúbburinn kl. 14.30. Starf fyrir 8 og 9 ára börn. Sögur, leikir, föndur o.fl. Stúlknakór Neskirkju kl. 16. Kór fyrir 8 og 9 ára stúlkur. Stjórnandi Steingrímur Þórhallsson, organisti. Uppl. og skráning í síma 896 8192. NEDÓ ung- lingaklúbburinn. 8. bekkur kl. 17. 9. bekkur og eldri kl. 19.30. Umsjón Munda og Hans. Félagsstarf aldraðra laugardaginn 20. mars kl. 14. Sr. Helgi Hróbjartsson kristniboði segir frá dvöl sinni í Vestur- Afríku. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Seltjarnarneskirkja. Helgistund í íbúðum aldraðra á Skólabraut kl. 13.30. Óháði söfnuðurinn. Tólf sporin, andlegt ferðalag í kvöld kl. 19. Árbæjarkirkja. Kl. 15.15 STN-starf með sjö til níu ára börnum í Selásskóla. Breiðholtskirkja. Tilvist, trú og tilgangur II: Biblíulestrar í samvinnu leikmanna- skólans og Reykjavíkurprófastsdæmis eystra kl. 20–22. Kennari dr. Sigurbjörn Árni Eyjólfsson héraðsprestur. Digraneskirkja. Foreldramorgnar kl. 10. Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10. Unglingakór Digraneskirkju kl. 16.30–19. Barnastarf 6–9 ára kl. 17.15– 18 á neðri hæð kirkjunnar. Kl. 19 Alfa 3. Lífið er áskorun. Fræðsla sr. Magnús Björn Björnsson. (Sjá nánar: www.digra- neskirkja.is.) Fella- og Hólakirkja. Fjölskyldustund (mömmumorgnar) kl. 10–12. Biblíulestur og helgistund í Gerðubergi kl. 10.30–12 í umsjá Lilju djákna. Stúlknastarf 8–10 ára kl. 16.30–17.30. Alfa-námskeið kl. 19. Sjá nánar: www.kirkjan.is/fella-holakirkja. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10. Dagskráin er fjölbreytt. Boðið er upp á áhugaverða fyrirlestra og skemmtilegar og fræðandi samverustundir. Kirkjukrakk- ar fyrir börn á aldrinum 7–9 ára kl. 17.30–18.30 í Grafarvogskirkju og einnig í Húsaskóla á sama tíma. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20. Lestur passíusálma kl. 18.15. 36. sálmur. Um skiptin á klæðunum Kristí. Margrét K. Sverrisdóttir varaborgarfulltrúi les. Hjallakirkja. Opið hús kl. 12. Kirkjuprakk- arar, 7–9 ára starf kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf með eldra fólki kl. 14.30–16 í safnaðarheimilinu Borgum. Umsjón Sigríður Baldursdóttir. Bæna- og kyrrðarstund kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til kirkjuvarðar eða presta. Lindakirkja í Kópavogi. Bænastund kl. 12 í safnaðarheimilinu, Uppsölum 3. Seljakirkja. KFUM 9–12 ára kl. 17.30. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Bænarefnum er hægt að koma til prestsins fyrir stundina. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund (sbr. mömmumorgunn) í dag kl. 13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra til að koma saman og eiga skemmtilega stund í notalegu umhverfi. Kaffi og léttar veitingar, spjall, föndur, fyrirlestrar, kynn- ingar og fleira. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10– 12 ára krakka kl. 16.30–18. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Fjallað verður um trúarþroska barna. Kaffi, djús og gott samfélag. Sr. Þorvaldur Víðisson. Kl. 20 heldur tólf spora vinna áfram í KFUM&K-heimilinu. Umsjónarfólk. Kl. 20 kóræfing kirkjukórs Landakirkju. Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík). Aðal- safnaðarfundur Innri-Njarðvíkursóknar fer fram í safnaðarheimili kirkjunnar fimmtu- daginn 18. mars. Dagskrá: Venjuleg aðal- fundarstörf. Íbúar sóknarinnar eru hvattir til að mæta. Sóknarnefnd. Keflavíkurkirkja. Lokaæfing fyrir ferming- arbörn sem fermast 21. mars. Kl. 16– 16.45 8. VG í Heiðarskóla sem fermist 21. mars kl. 10.30 og 8. SV í Heið- arskóla kl. 16.45–17.30 sem fermist kl. 14 þann 21. mars. Þorlákskirkja. Bænastund kl. 9.30. For- eldramorgnar kl. 10. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. KFUM & KFUK, Holtavegi. Samkoma kl. 20. Ræðumaður Helgi Hróbjartsson, kristniboði. Upphafsorð Gunnar Bjarna- son. Fjóla Dögg Halldórsdóttir syngur. Friðrik Jensen Karlsson segir frá Mission- kristniboðsráðstefnunni. Kaffi eftir sam- komu. Fíladelfía. Í dag er samvera eldri borgara kl. 15. Allir eldri borgarar velkomnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í safnaðarheimili eftir stund- ina. Glerárkirkja. Mömmumorgnar kl. 10–12. Æfing barnakórs Glerárkirkju kl. 17. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 20 bingó til styrktar unglingahópnum. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF Kyrrðar- stund í Hall- grímskirkju Á kyrrðarstund kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 18. mars syngur Sabine Hill með Herði Áskels- syni organista. Hún syngur þrjú lög úr Schemelli-söngbókinni og aríu úr Jóhannesarpassíunni, hvort tveggja eftir Johann Seb- astian Bach. Sabine Hill hóf nám í píanóleik átta ára gömul og söngnám hóf hún 14 ára við Freital-tónlistarskólann hjá Dresden. Kennari hennar þar var Sira Richter. Árið 1999 færði hún sig yfir í Listaháskól- ann í Berlín þar sem kennari hennar hefur verið prófessor Ernst-Gerold Schramm. Haustið 2003 kom Sabine til Íslands til að stunda nám í hálft ár hjá Elísabetu Erlingsdóttur við Listaháskóla Íslands. Sabine leggur mesta áherslu á óperutónlist og hefur reglu- lega komið fram á ljóða- tónleikum bæði í Berlín og Dresden. Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sambýliskona mín, dóttir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, HRÖNN BENÓNÝSDÓTTIR, Sundastræti 35b, Ísafirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju- daginn 16. mars. Kveðjuathöfn fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. mars kl. 10.30. Jarðarförin auglýst síðar. Páll Gunnar Loftsson, Benóný Arnórsson, Valgerður Jónsdóttir, Valdís Bára Guðmundsdóttir, Svanhvít Sjöfn Guðmundsdóttir, Gunnar Friðgeirsson, Stefán Björgvin Guðmundsson, Harpa Arnórsdóttir, Dísa Bergþóra Guðmundsdóttir, Benóný Arnór Guðmundsson, Elínborg Herbertsdóttir, Þórhalla Pálsdóttir, Ágúst Örn Pálsson, Vilborg Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.