Morgunblaðið - 18.03.2004, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 18.03.2004, Qupperneq 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 49 MARKÚS Örn Antonsson út- varpsstjóri ritar grein í Morg- unblaðið 2. mars þar sem hann ger- ir að umtalsefni þá gagnrýni sem kvikmyndagerðarmenn hafa haft uppi að undanförnu vegna þeirrar áherslu sem Sjónvarpið leggur á út- sendingar frá íþróttaviðburðum þetta árið – áherslu sem kemur nið- ur á framleiðslu inn- lends dagskrárefnis. Markús virðist túlka gagnrýnina svo að kvikmyndagerð- armönnum finnist allt ómögulegt sem Rík- isútvarpið og starfs- fólk þess gerir. Það er fjarri sanni. Þvert á móti held ég að flestir kvikmyndagerð- armenn séu sammála um að hjá Rík- isútvarpinu sé margt mjög vel gert. Stjórn- endur stofnunarinnar hafa í spennitreyju þurft að glíma við grimma samkeppni við erfiðar aðstæður. Sláandi er sú staðreynd sem Markús nefnir að ráðstöf- unarfé RÚV hafi dregist saman um 20% að raungildi á 10 árum. Á sama tíma hafa kröfurnar aukist. Dag- skrárstjóri innlendrar dag- skrárdeildar Sjónvarpsins nýtur virðingar fyrir fagmennsku og góð vinnubrögð í samskiptum sínum við sjálfstæða framleiðendur. Og síðast en ekki síst vinnur í Sjónvarpinu mikið af frábæru fagfólki í kvik- myndagerð sem hefur verið í far- arbroddi í framleiðslu á íslensku sjónvarpsefni um langa hríð. Sjón- varpið hefur líka verið ein mik- ilvægasta uppeldisstofnunin í kvik- myndagerð hérlendis frá upphafi og stór hluti þeirra sem starfa á því sviði hafa unnið hjá RÚV. Kvik- myndagerðarmenn líta á Rík- isútvarpið sem samherja í því verk- efni að auka magn og gæði íslensks sjónvarpsefnis. Dagskrá Sjónvarpsins er skipt í fjóra þætti; innlenda dagskrá, er- lenda dagskrá, íþróttir og fréttir. Í ár gerist það að í íþróttaheiminum ber þrjá stórviðburði upp sama ár- ið: EM í handbolta, EM í fótbolta og Ólympíuleikar. Sjónvarpið tekur ákvörðun um að kaupa sýningarrétt á öllum þessum viðburðum. Ekki einn þeirra eða tvo – heldur alla þrjá. Fjármuni til þessa verður að finna innan stofnunarinnar. Kostun og auglýsingasala kemur auðvitað að einhverju leyti á móti en kostn- aðurinn er engu að síður umtals- verður og þeir fjármunir fást ekki með öðru en að þrengja að öðrum deildum. Þessa ákvörðun höfum við gagn- rýnt. Okkur finnst að það hefði ver- ið í betra samræmi við menningar- hlutverk Ríkisútvarpsins og þá stefnu að auka hlutdeild innlends efnis að nota þá peninga sem á ann- að borð var hægt að finna innan stofnunarinnar til að framleiða ís- lenskt efni. Þetta ár hefði þá verið sérstakt átaksár í framleiðslu ís- lensks efnis í stað þess að vera átaksár í sýningu alþjóðlegra íþróttaviðburða. Um þetta snýst málið. Ef Sjónvarpið hefði farið þá leið að nota þetta fé í íslenskt efni hefðu aðrar innlendar sjón- varpsstöðvar getað sýnt frá þessum íþróttaviðburðum. En jafnvel þó það hefði ekki gerst, hefðu Ís- lendingar getað séð þetta efni á erlendum sjónvarpsstöðvum sem hér nást eftir mörgum leiðum. Það íslenska efni sem Sjónvarpið hefði sýnt í staðinn getum við hins vegar hvergi annars staðar fengið að sjá. Það verður aldrei búið til. Í þessu felst kjarninn í ábyrgð Rík- isútvarpsins á framleiðslu íslensks efnis. Þegar þrengir að framleiðslu ís- lensks efnis hjá Sjónvarpinu bitnar það fyrst á því efni sem Sjónvarpið kaupir af sjálfstæðum framleið- endum. Möguleikar þeirra á að fá til liðs við sig sjóði og aðra sam- starfsaðila eru tæpast fyrir hendi ef Sjónvarpið er ekki aðili að slíkri fjármögnun. Þetta á sérstaklega við um heimildarmyndir sem hafa verið helsti vaxtarbroddur íslenskrar kvikmyndagerðar undanfarin ár. Þær kannanir sem RÚV hefur látið gera um væntingar almenn- ings til stofnunarinnar sýna að fréttaefni og íslenskt dagskrárefni er það sem fólk vill helst sjá á skjánum. Íþróttir eru þar ekki of- arlega á blaði. Í því ljósi skýtur ákvörðun um forgang íþróttamót- anna skökku við. Sjálfsagt er að fylgjast með afreksfólki okkar á sviði íþrótta, menningar og lista. Beinar útsendingar eru ekki eina leiðin til að gera það. Nú er til dæmis verið að sýna ágæta heimild- armynd í Háskólabíói um ferð ís- lensks leikhóps til Lundúna með nýstárlega uppfærslu á Rómeó og Júlíu. Mín skoðun er sú að þá fjármuni sem í dag renna til íþróttadeildar Sjónvarpsins eigi að færa undir fréttadeild og nota þar annars veg- ar til að flytja fréttir af innlendum íþróttaviðburðum og því mikla starfi sem unnið er af íþróttahreyf- ingunni um allt land. Erlendar fréttir af afreksíþróttum munu auð- vitað áfram berast sem hvert annað fréttaefni. Hinn hluta fjárins eigi fréttadeildin að nota til að flytja menningarfréttir. Alveg eins og í íþróttunum taka tugir þúsunda Ís- lendinga þátt í sköpun og flutningi menningar í hverri viku um allt land. Þessu starfi þjóðarinnar á Ríkisútvarpið fremur að sinna en erlendum stórmótum í íþróttum. Markúsi Erni finnst athyglisvert að heyra að kvikmyndagerðarmenn hafi gefið aðrar sjónvarpsstöðvar algerlega upp á bátinn í þessum efnum og bendir á að það ástand sé ekki í samræmi við þær væntingar sem lágu til grundvallar útvarpslög- unum frá 1985. Það er rétt. Aðrar sjónvarpsstöðvar hafa sannarlega keypt og sýnt heimildarmyndir en sá áhugi hefur verið tilvilj- anakenndur og ráðist af áhuga ein- stakra stjórnenda og fjárhagsstöðu einkastöðvanna sem eins og allir vita hefur lengst af verið bágborin. Á þær hefur heldur ekki verið lögð nein skylda í þeim efnum og því er erfitt að gera til þeirra kröfur. Kröfur um hlutfall innlends efnis og framleiðslu þess eru hinsvegar víða um heim bundnar þeim verðmætu leyfum sem fyrirtæki hafa til út- sendinga á ljósvakanum. Slík leið hlýtur að koma enn frekar til álita í litlu mál- og menningarsamfélagi eins og Íslandi. Vandinn sem stjórnendur Rík- isútvarpsins eiga við að glíma er sá að ekki hefur verið tekið með afger- andi hætti á grunnþáttum í stefnu og rekstri stofnunarinnar. Á meðan hefur stöðugt þrengt að stofn- uninni. Hinn annars ágæti mennta- málaráðherra Björn Bjarnason sem í ráðherratíð sinni kom einhverju skikki á flesta málaflokka undir sinni stjórn tók ekki á vanda Rík- isútvarpsins. Ástæða þess er að ekki er pólitísk samstaða um þá leið sem sjálfstæðismenn hafa helst vilj- að fara, þ.e. að breyta RÚV í hluta- félag. Um þá leið er hins vegar ólík- legt að samstaða náist miðað við áherslur annarra flokka. Málefni Ríkisútvarpsins hafa því verið í pólitískri sjálfheldu öll þau ár sem núverandi ríkisstjórn hefur setið að völdum. Á þennan Gordíonshnút þarf að höggva. Ríkisútvarpið nýtur virðingar, trausts og væntumþykju þorra þjóðarinnar. Það er kominn tími til að leysa það úr fjötrunum svo það geti, af fullum þrótti, sinnt mik- ilvægu hlutverki sínu í íslensku samfélagi. Leysum Ríkisútvarpið úr fjötrum Björn Br. Björnsson skrifar um Ríkisútvarpið ’Þegar þrengir aðframleiðslu íslensks efn- is hjá Sjónvarpinu bitn- ar það fyrst á því efni sem Sjónvarpið kaupir af sjálfstæðum framleið- endum.‘ Björn Brynjúlfur Björnsson Höfundur er formaður Félags kvikmyndagerðarmanna. Kringlu-Kast Kringlunni 8-12, sími 553 3600, www.olympia.is undirföt náttföt 20% afsláttur 800 7000 - siminn.is Þú færð tvær símalínur og þína eigin símstöð. 50% AFSLÁTTUR af stofngjaldi heimasíma 1 kr. Léttkaupsútborgun Fritz stafræn símstöð og 1.250 kr. á mán. í 12 mán. Verð aðeins: 15.001 kr. • Rafhlaða: Allt að 13 klst. í tali, 2 endurhlaðanlegar rafhlöður NiMh. • 30 númera númerabirting. • Endurval síðustu 10 valinna númera. • Númeraminni fyrir 200 nöfn og símanúmer. • 130 gr. • 10 hringitónar. • Handfrjáls notkun (hátalari og hljóðnemi). • Raddstýrður (29 númer). • Möguleiki á fleiri handtækjum og allt að 4 móðurstöðvum. • Innan- og utanhússdrægni: 50/300 m. • Öflug fyrir venjulegan heimasíma með ISDN. • Allt að 4 venjuleg símtæki tengd í einu. • Þú hringir og sendir símtöl frítt innan símstöðvar. • 10 símanr. og 3 nr. virk í hverjum símatengli. • Bæði sími og fax með tölvutengingu. • Tvö símtæki í notkun í einu, óháð hvort öðru. • Númerabirting innifalin. • 12 sérþjónustumöguleikar. 980 Léttkaupsútborgun Gigaset S100 og 1.250 kr. á mán. í 12 mán. Þú getur talað í símann hvar sem er innan heimilisins. 50% afsláttur af stofngjöldum og fleiri fríðindi • 50% afsláttur af stofngjaldi heimasíma; aðeins 1.950 kr. í stað 3.900 kr. • 50% afsláttur af stofngjaldi ISDN heimasíma; aðeins 3.450 kr. í stað 6.900 kr. • Frítt að breyta úr venjulegum heimasíma í ISDN; 0 kr. í stað 3.900 kr. • Allir viðskiptavinir Símans fá Þína hringingu og aukanúmer frítt í 6 mánuði. Verð aðeins: 15.980 kr. Tilboðin gilda til 31. mars.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.