Morgunblaðið - 18.03.2004, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 18.03.2004, Qupperneq 51
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 51 ÓSKAR H. Alberts- son skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann gagn- rýndi harkalega frétta- skýringu DV þann 11. mars þar sem gerð var tilraun til að skýra at- burðarásina sem varð til þess að Baldvin Þor- steinsson strandaði í Skarðsfjöru. Ég bið því Morg- unblaðið fyrir stutt svar. Grein Ósk- ars er allstórorð en í raun hrekur hann þó ekkert sem í fréttaskýring- unni kom fram. Hann gerir at- hugasemdir við tvennt, annars vegar orðalag í fréttaskýringunni og hins vegar þá staðreynd að hún skyldi yf- irleitt hafa verið skrifuð. Óskar agnúast sérstaklega út í að þau orð skyldu höfð um skipstjórann á Baldvini að hann væri „viðvan- ingur“ (og átt við í nótaveiðum, því vandlega var tekið fram að hann hefði mikla og farsæla reynslu af togveiðum) og talað um „reynslu- leysi“ hans af þeim sömu nótaveið- um. Hvorttveggja er þó einfaldlega staðreynd og skipstjóri naut sem fyrr segir fyllsta sannmælis að öllu leyti. Varðandi „viðvaningur“ hélt ég nú satt að segja að sjómenn myndu skilja það orðaval betur en flestir aðrir þar sem „viðvaningur“ var ósköp einfaldlega starfsheiti til sjós til skamms tíma, en í því felst enginn áfellisdómur. Það þýðir einfaldlega reynslulítill maður á tilteknu sviði (í þessu tilfelli nótaveiðum) sem verið er að „venja við“. Ég er til dæmis viðvaningur við að ritstýra dagblaði þar sem ég hef ekki áður fengist við slíkt. Óskar kvartar einnig undan orð- unum „röng ákvarðanataka“ og „allt fór í handskol“. Þegar skip eins og Baldvin Þorsteinsson fær sína eigin nót í skrúfuna er hins vegar fyllsta ástæða til að velta fyrir sér hvort ekki hafi verið um að ræða „ranga ákvarðanatöku“ og vissulega fór allt í handaskolum. Það segir sig einfald- lega sjálft; skip eins og Baldvin fær ekki í skrúfuna fiskandi í vitlausu veðri án þess að eitthvað hafi farið í handaskolum. Hin meginathugasemd Óskars lýtur að því að fréttaskýringin skyldi yfirleitt skrifuð. Að sumu leyti er reiði hans og fleiri sjómanna skilj- anleg þar sem það hefur ekki tíðkast í blaðamennsku hér að blöð velti sjálfstætt fyrir sér orsökum sjó- slysa. Okkur fannst hins vegar engin ástæða til að fylgja þeirri hefð í blindni. Það er vitaskuld stórfrétt sem snertir alla þjóðina hvernig það geti gerst að svona fari fyrir skipi eins og Baldvini. Á flestum öðrum sviðum en sviði sjóslysa hefði í flest- um fjölmiðlum verið fjallað sjálf- krafa um hugsanlegar ástæður álíka stórviðburðar og í því felst vitaskuld engin fordæming yfir hvorki skip- stjóranum né öðrum þó DV hafi nú rofið þessa hefð. Það er því fráleitt að DV hafi leitast við að „dæma“ skipstjórann. Telja Óskar og skoðanabræður hans kannski eðlilegt að blöð megi ekkert fjalla um glæpamál fyrr en endanlegur dómur er fallinn í Hæstarétti? Svo mætti ætla miðað við kröfur þeirra um að ekkert sé minnst á hugsanlegar ástæður fyrir strandi Baldvins Þorsteinssonar fyrr en niðurstaða er komin úr sjó- prófum. Skipsstrand er auðvitað að engu leyti sambærilegt við glæpa- mál, en það er jafn sjálfsagt að fjöl- miðlar hafi frelsi til að velta orsökum slysa fyrir sér eins og glæpa. Hvorttveggja skiptir almenning í þessu landi máli. Ef rúta fer á hliðina sér enginn neitt athugavert við að fjölmiðlar velti fyrir sér ástæðunum, jafn- vel þó þær kunni að fela í sér hugsanlegan áfellisdóm yfir bílstjór- anum. Togaraskip- stjórar eiga ekki að vera svo viðkvæmir að þeir fái þann afslátt frá eðlilegum vinnubrögðum fjölmiðla að það sé beinlínis bannað að fjalla um ástæður þess að risa- stór, rándýr og sögufrægur togari endi uppi í fjöru. Stóryrðum Óskars vísa ég einfald- lega til föðurhúsanna, en verð þó að frábiðja mér sérstaklega at- hugasemdir á borð við þessa: „Það virðist hafa verið algjört aukaatriði [í fréttaskýringu DV] ... að mannslíf kunni að hafa verið í hættu.“ Nýr sjómannaafsláttur? Illugi Jökulsson svarar Óskari H. Al- bertssyni ’Það er því fráleitt aðDV hafi leitast við að „dæma“ skipstjórann.‘ Illugi Jökulsson Höfundur er ritstjóri DV. www.thumalina.is Til leigu vandað 176,4 fm skrifstofuhúsnæði á 2. hæð í lyftuhúsi rétt við Stjórnarráðið. Húsnæðið skiptist í 5 skrifstofur og eitt fundarherbergi ásamt góðri móttöku. HVERFISGATA Engjateigi 5 • 105 Reykjavík • S. 533 4200 og 892 0667, arsalir@arsalir.is • Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali.  Ársalir - fasteignamiðlun  Ársalir - fasteignamiðlun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.