Morgunblaðið - 18.03.2004, Side 64

Morgunblaðið - 18.03.2004, Side 64
64 FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Frábær gamanmynd frá höfundi Meet the Parents ÁLFABAKKI Kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. KRINGLAN Kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.50 og 10.10. Rafmagnaður erótískur tryllir frá framleiðendum „The Fugitive“ og „Seven“ f r r tí r tr llir fr fr l i iti HJ. MBL  ÓHT. Rás2 Sýnd kl. 10.20. B.i. 16.  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.30 og 9.15. B.i. 16. SV MBL DV Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 6. -Roger Ebert „Bráðfyndin“ HJ. MBL „Ótrúlega áhrifarík. Frumleg, fyndin og elskuleg.“ -BÖS, Fréttablaðið Sean Penn besti leikari í aðalhlutverki Tim Robbins besti leikari í aukahlutverki Renée Zellweger besta leikkona í aukahlutverki Skonrokk „Hundrað sinnum fyndnari en Ben Stiller á besta degi.“ -VG. DV Ó.H.T. Rás2  SV MBL Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. FULLT HÚS HJÁ ÖLLUM HELSTU GAGNRÝNENDUM LANDSINS!  J.H.H Kvikmyndir.com SV MBL Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8.15. „Stórkostlegt kvikmyndaverk“ HL. MBL British Embassy Reykjavík kynnir hádegisfyrirlestur um varnarmál á Norður-Atlantshafi: „The return to Pragmatism in Transatlantic Relations“ Mark Joyce, Transatlantic Fellow við elstu varnarmálastofnun heims, Royal United Services Institute í London, (http://www.rusi.org) fjallar um ástand og horfur í samskiptum Norður-Ameríku og Evrópu í öryggis- og varnarmálum. Háskóli Íslands, Oddi, stofa 101 - föstudaginn 19. mars kl. 12-13. Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við H.Í. RAY DAVIES, aðallagasmiður og söngvari hinnar fornfrægu bresku rokksveitar The Kinks, var aðlaður af Elísabetu Englandsdrottningu í gær. Davies hneigði sig fyrir drottningu við sérstaka athöfn í Buckingham-höll í gærdag og fékk afhenta CBE-orðina sem færir honum heiðursnafnbótina Commander of the Order of the Brit- ish Empire sem gæti útlagst Foringi í reglu Breska heimsveldisins. Heiðurinn hlýtur Davies fyrir framlag sitt til breskrar tónlistar en sveitin hans Kinks er almennt talin til helstu brautryðjenda í rokktónlist og gerði lög á borð við „You Really Got Me“, „Waterloo Sunset“, „All Day And All Of The Night“, „Lola“ og „Dedicated Follower of Fashion“ heimfræg. Ray Davies, sem er fimm- tíu og níu ára gamall, er enn iðinn við kolann og treður upp hér og þar um heiminn, oft einn með kassagítarinn. Hann átti að fá umrædda orðu á ný- ársdag fyrr á árinu en athöfninni varð að fresta eftir að hann var skotinn í fótinn við að bjarga konu frá því að verða rænd á förnum vegi í New Or- leans í Bandaríkjunum. Kinksari í tölu breskra fyrirmenna Drottning aðlar Davies Foringinn Ray Davies ásamt dóttur sinni Evu, sem er 7 ára, með CBE- orðuna góðu. Í SVÖRTUM FÖT- UM, vinsælasta hljómsveit lands- ins samkvæmt Hlustendaverð- launum FM957, verður á næstu Þjóðhátíð í Eyjum ef marka má heimasíðuna dalurinn.is sem haldið er úti af skipuleggjendum hennar. Samkvæmt sömu heimild verða auk þeirra Svartra ábyrgar fyrir stemmn- ingunni í Herjólfsdal sveitirnar Á móti sól og Land og synir en allar munu þær leika á stóra sviðinu um Þjóðhátíðarhelgina sem ber upp á dagana 29. júlí - 2. ágúst. Birgir Guðjónsson formaður Þjóðhá- tíðarnefndar staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið. Í svörtum fötum verði sannarlega á Þjóðhátíð og muni þar að auki starta stuðinu á hinu róm- aða húkkaraballi 29. júlí. Dalurinn.is er hin fínasta upplýsingaveita fyrir fjölmarga unnendur Þjóðhátíð- arinnar en þar á bæ nota menn tæki- færið og minna á að panta sér flug, far með Herjólfi og gistingu í tæka tíð. Ekki sé seinna vænna … ÍRAFÁR verður á útopnu í sumar og fram á haust, þvert á sögusagnir um að búið væri að leggja sveitina í salt um óákveðinn tíma. Óstaðfestur orð- rómur er á kreiki um að Birgitta og félagar komi við á Þjóðhátíð og einnig að hún muni verða aðaltrompið á ár- legri sumargleði Bylgjunnar um landið. Hitt er víst að sveitin mun eitthvað hafa sig í frammi á sveitaballaskrallinu og annað sem liggur ljóst fyrir er að 5. apríl kemur út allveglegur mynddiskur sem mun innihalda nákvæmlega allt myndefni sem til er með sveitinni, allt heila klabbið … eins og einhver orðaði það hér um árið. Myndiskurinn mun þannig innihalda öll myndböndin, tónleikaupptökur og þær heimild- armyndir sem gerðar hafa verið um þessa vinsælustu hljómsveit á Íslandi síðustu árin … PABLO FRANCISCO er á leiðinni aft- ur til Íslands. Í það minnsta ef marka má heimasíðu hans sjálfs www.pa- blofrancesco.com. Á dagskrá hans stendur nefnilega að hann muni troða upp á Nordica hótelinu dagana 16., 18. og 20. maí næstkomandi. Fran- cesco skemmtil landsmönnum síðasta sumar við góðar undirtektir … UNGFRÚ ÍSLAND 2004 verður krýnd á Broadway 29. maí næstkom- andi. Leitin að þátttakendum er hafin með fegurðarsamkeppnum í byggð- um landsins. Þannig mun keppnin um titilinn Ungfrú Reykjavík 2004 verða haldin á Broadway 23. apríl og stend- ur skráning þátttakenda þar nú yf- ir … FÓLK Ífréttum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.