Morgunblaðið - 23.03.2004, Side 8

Morgunblaðið - 23.03.2004, Side 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það er kannski ekki nóg að myndin sé bönnuð innan 16 ára. Það ætti kannski líka að ná yfir biskupa? Margt á döfinni hjá Nordklúbbnum Félagsmönnum fer fjölgandi Dagur Norðurlandaer í dag, en hér álandi er rekinn gróskumikill klúbbur í anda Norrænnar sam- vinnu, Nordklúbburinn. Margt er á döfinni hjá klúbbnum, en í forsvari fyrir hann er Freyja Finnsdóttir og Morgun- blaðið lagði nokkrar spurningar fyrir hana. – Segðu okkur frá Nordklúbbnum… „Norræna félagið á Ís- landi var stofnað árið 1922. Félagið er grasrótarfélag og hefur frá upphafi unnið að auknum samskiptum og samgangi milli fólks á Norðurlöndunum. Ungt fólk hefur alltaf verið áberandi í starfi Norræna félagsins, en á seinni árum hefur ungmennastarfinu verið haldið úti undir merki Nordklúbbsins. Klúbburinn starfar í raun eins og félag í félaginu þar sem áhuga- samt ungt fólk fær tækifæri til að vera virkt og vinna að mörgum skemmtilegum verkefnum. Haustið 2003 tók ný stjórn við sem vinnur markmvist að því að efla starfsemi klúbbsins. Á þessu hálfa ári hefur starfsemin vaxið og dafnað og er á stöðugri upp- leið.“ – Tilgangur og tilurð þessa klúbbs? „Ungmennanefnd Norræna fé- lagsins, Nordklúbburinn, er fé- lagsskapur ungs fólk sem á það sameiginlegt að hafa áhuga á nor- rænni samvinnu og vill kynnast henni enn betur. Við störfum í nánu samstarfi við ungmenna- nefndir Norrænu félagana á hin- um Norðurlöndunum. Markmið klúbbsins er einfalt, þ.e. samvinna ungs fólks á Norðurlöndum. Til þess að ná þessu markmiði halda klúbbarnir sameiginlega viðburði árlega þar sem félagsmönnum gefst tækifæri til að hittast, vinna og skemmta sér saman.“ – Er þetta stór félagsskapur… hugsanlega stækkandi? „Félagsmenn Nordklúbbsins eru á þriðja hundrað þótt þeir séu ekki allir virkir. Félagsmönnum fer fjölgandi með hverri vikunni þrátt fyrir að við höfum lítið kynnt starfsemina og margir viti ekki af tilveru okkar. Á döfinni er að stofna félagsdeild á Akureyri þar sem margt ungt fólk norðan heiða hefur sýnt klúbbnum áhuga.“ – Hvað gerir Nordklúbburinn? „Nordklúbburinn stendur fyrir ýmsum skemmtilegum uppákom- um. Sem dæmi má nefna þjóða- kvöld þar sem að við kynnum okk- ur menningu annarra Norðurlanda, leikjakvöld þar sem við reynum að hrista saman hóp- inn okkar, bíókvöld þar sem við horfum á áhugaverðar kvikmynd- ir frá Norðurlöndunum og margt fleira. Þessa dagana stöndum við fyrir tungumálanámskeiðum í grænlensku, færeysku, finnsku og norsku. Hér er um að ræða þriggja kvölda kynningu á tungumál- um og menningu við- komandi lands. Mikill áhugi hefur verið fyrir námskeiðunum og eru þátttak- endur um 60 talsins. Auk innlendrar dagskrár tök- um við þátt í ótal viðburðum sem systrafélög okkar á hinum Norð- urlöndunum skipuleggja. Í febr- úar fóru til dæmis sex félagsmenn Nordklúbbsins á SaunaExpress- en í Tampere í Finnlandi, sem er árlegur viðburður. Þar hittast ungmenni frá öllum Norðurlönd- unum, fara saman í gufubað og baða sig í ísvök ásamt því að fræð- ast um þjóðtrú tengda gufuböðum Finna, saunu.“ – Segðu okkur frá dagskránni sem er að fara af stað… „Nú fer að líða að sumri og Nordjobbararnir eins og farfugl- arnir byrja að streyma til lands- ins. Nordjobb er einmitt verkefni á vegum Norrænu félaganna sem útvegar ungmennum á aldrinum 18–26 ára, búsettum á Norður- löndunum, sumarvinnu, húsnæði og tómstundadagskrá. Árlega koma hingað til lands um 100 ung- menni og héðan fara um 150. Ætl- un okkar er að vinna í nánu sam- starfi við Nordjobb, taka þátt í skipulagningu viðburða og fá um leið kjörið tækifæri til þess að kynnast ungmennum sem hingað koma frá hinum Norðurlöndun- um. Öll systurfélögin hafa það að markmiði í sumar að tengja starf- semi ungmennanefndanna betur við starfsemi Nordjobbs því að þessi tvö verkefni höfða til sama markhóps. Von okkar er að ná að kynna ungmennastarf Norræna félags- ins vel fyrir Nordjobburunum. Reynslan hefur sýnt að þátttaka í Nordjobb er oft kveikurinn að áhuga ungs fólks á norrænu sam- starfi. Því er mikilvægt að Nord- jobbararnir fái tækifæri á að kynnast starfsemi Nordklúbbsins svo þau viti hvert þau geta snúið sér þegar heim er komið og þann- ig viðhaldið þeim góðu tengslum sem hófust með sumardvölinni. Helgina 1.– 3. október er svo komið að stærsta árlega viðburði ungmennanefndanna, Café Nord- en. Til að byrja með var mótið hugsað sem tækifæri fyrir Nordjobbara til að hittast aftur eftir sumarið, en hefur nú þróast út í mun viða- meiri viðburð. Mark- mið Café Norden er að gefa ungu fólki frá Norðurlöndunum mögu- leika á að kynnast í gegnum þemavinnu. Norðurlöndin skiptast á að halda mótið og í ár er komið að Íslandi. Mótið verður haldið að Skógum undir Eyjafjöll- um og er búist við um 100 þátt- takendum frá öllum Norðurlönd- unum. Þema mótsins verður „Galdrar og þjóðtrú“. Freyja Finnsdóttir  Freyja Finnsdóttir fæddist 1982 í Stykkishólmi. Lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 2002. Stundaði nám við Háskóla Íslands vet- urinn 2002–2003. Stundar nú nám við Kennaraháskóla Íslands og er auk þess sundþjálfari hjá sunddeild KR. Hefur verið for- maður Nordklúbbsins frá októ- ber 2003. …ásamt því að fræðast um þjóðtrú

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.