Morgunblaðið - 23.03.2004, Side 10

Morgunblaðið - 23.03.2004, Side 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um veðurþjón- ustu. Tilgangur frumvarpsins er skv. fylgiskjali að „skilgreina bet- ur en gert er í gildandi lögum hlutverk ríkisins í rekstri veður- þjónustu og draga skýrari línur milli grunnþjónustu, sem Veður- stofu Íslands er skylt að sinna og greiða skal úr ríkissjóði, og sér- þjónustu sem veitt er samkvæmt ósk kaupanda og standa skal undir með tekjum af seldri þjónustu á markaðslegum forsendum.“ Í tíundu grein frumvarpsins er til dæmis lagt til að Veðurstofa Íslands veiti veðurfræðilega þjón- ustu, s.s. að annast veðurspár, framkvæmd og túlkun veðurmælinga, ráðgjöf um veðurfræðileg og veðurfarsleg málefni gegn greiðslu „enda sé það gert á forsendum jafnræðis gagnvart einka- reknum veðurþjónustufyrirtækjum og öðrum rík- isveðurstofum á Evrópska efnahagssvæðinu,“ eins og segir í tíundu greininni. „Starfsemi sérþjónustu Veður- stofu Íslands skal rekin sem sjálf- stæð eining og vera fjárhagslega aðskilin frá annarri starfsemi stofnunarinnar,“ segir ennfrem- ur. Brugðist við stjórnsýsluúttekt Í niðurstöðu stjórnsýsluúttekt- ar Ríkisendurskoðunar á Veðurstofu Íslands í júní á sl. ári segir m.a. að mikilvægt sé að um- hverfisráðuneytið endurskilgreini sem fyrst laga- ramma Veðurstofunnar sem og hlutverk stofn- unarinnar. Að því búnu þurfi að taka skýra afstöðu til þess að hve miklu leyti veðurþjónusta verði skilgreind sem samkeppnisþjónusta og verðlög í samræmi við það. Í athugasemdum frumvarpsins segir að með frumvarpinu sé m.a. verið að bregðast við þessum niðurstöðum Rík- isendurskoðunar. Frumvarp umhverfisráðherra um veðurþjónustu Hlutverk ríkisins verði skilgreint betur Morgunblaðið/Kristinn Meðal hlutverka Veðurstofunnar samkvæmt frumvarpinu er að veita ráðgjöf um veðurfarsmál. Straumhvörf | „Að mörgu leyti eru að eiga sér stað straumhvörf – ekki bara í skipulagsmálum heldur líka í skipulagsmálum hafna,“ sagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir, R- lista, á fundi borgarstjórnar á fimmtudaginn. Tilefnið var nýgert samkomulag um sameiningu hafna milli Reykjavíkur og Akraness. Samstarf | Áður hafði Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, gefið tóninn í umræðunum. Mestur tími fór í að ræða þetta nýja sam- komulag, breytta landnýtingu í Geldinganesi og gerð Sundabrautar. Árni sagði eðlilegt að velta fyrir sér frekara samstarfi þessara sveitarfé- laga og nefndi hann slökkvilið og al- menningssamgöngur sem dæmi. Fjörgyn | Sundabraut hefur marg- oft verið rædd áður í borgarstjórn. Björn Bjarnason, D-lista, rifjaði upp að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, hefði sagt á fundi í félagsmiðstöðinni Fjörgyn í mars árið 2000 að framkvæmdir myndu hefjast haustið 2001. „En það er ekki búið að ganga frá því enn.“ Milljarðaleið | Hart var tekist á um hvaða leið ætti að fara með Sundabrautina og sögðu sjálfstæð- ismenn að leið R-listans kostaði tæp- um 5 milljörðum meira en hag- kvæmasta leiðin. Sá kostnaður myndi lenda á borgarbúum en Árni Þór sagði að ríkið ætti að borga mis- muninn. Málpípur | Bentu sjálfstæðismenn á að starfsmenn Vegagerðarinnar hefðu lýst því yfir að ríkið mundi ekki fjármagna dýrari kostinn. Árna Þór var misboðið og sagði sjálfstæð- ismenn gera sig seka um það að tala máli ríkisstjórnarinnar. Sagði hann að um 70% af bensíngjaldi og þunga- skatti féllu til á höfuðborgarsvæð- inu. Um 25% skiluðu sér aftur í framkvæmdir á þessu svæði. Dónaskapur | „Það er dónaskapur við Reykvíkinga og ekki samboðið borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks- ins,“ sagði Árni vegna ummæla sjálf- stæðismanna. „[Árni] hlýtur að gera sér grein fyrir því að á endanum greiða Reykvíkingar reikninginn,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, D-lista, og gaf sér að umræddar leið- ir væru jafn góðar, en önnur dýrari. Milljarðarök | Steinunn Valdís lagði áherslu á að leið R-listans tryggði betri tengingu Sundabraut- ar við Sæbraut og miðborgina. Björn sagði þetta nýja röksemdafærslu vinstrimanna sem kostaði 4 millj- arða. „Fólk fer í miðborgina ef það á erindi þangað,“ sagði hann. „Fólk fer í miðborgina ef það kemst þang- að,“ svaraði Steinunn. Blaðurleiðin | „Hvaða leið sem val- in verður þá er lykilatriði að einhver leið verði valin. Að það sé ekki farin leið blaðurs og umræðna endalaust,“ sagði Gísli Marteinn Baldursson, D- lista. Refilstigar | Gísli sagði það frum- lega röksemd að fólk ákveði á leið- inni í bílunum sínum hvert það ætli. „Ég veit ekki hvort það er þannig hjá borgarfulltrúum R-listans að þeir fari út í bílinn, keyri af stað í fullkominni óvissu hvar þeir ætli að stoppa.“ Fólk viti best sjálft hvert leið þess liggi. Miðborgarvandi | „Mér finnst leitt að heyra það að borgarfulltrúi Björn Bjarnason skuli ekki deila áhyggjum okkar af miðborginni,“ sagði Stein- unn Valdís. „Það var mál til komið að borgarfulltrúinn færi að hafa áhyggjur af stöðu miðborgarinnar. Hún hefur hingað til verið í miklu já- kvæðniskasti út í miðborgina og sagt að ekki neitt væri að,“ sagði Gísli Marteinn.  Líknarfélög greiði ekki erfðafjárskatt ÞRÍR þingmenn hafa lagt fram á Alþingi tillögu um að ekki skuli greiða erfðafjárskatt af arfi sem fellur til kirkna, opinberra sjóða, líknar- og menn- ingarstofnana eða félaga. „Sama gildir um hand- rit, bókasöfn, listaverk og minjagripi séu hlutir þessir ánafnaðir eða gefnir opinberum söfnum landsins eða alþjóðlegum stofnunum,“ segir í til- lögunni, sem er breytingartillaga við frumvarp til laga um erfðafjárskatt. Flutningsmenn tillög- unnar eru Össur Skarphéðinsson, Samfylkingu, Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingu og Ög- mundur Jónasson, Vinstrihreyfingunni – grænu framboði. Í frumvarpinu, eins og það lítur út eftir aðra umræðu, er gert ráð fyrir því að allir erfingjar ut- an maka verði skattlagðir með 5% skatthlutfalli, þar með líknar- og menningarfélög. Þingmenn minnast Garðars Sigurðssonar ÞINGMENN minntust Garðars Sigurðssonar, fyrrverandi al- þingismanns, í upphafi þing- fundar á Alþingi í gær. Garðar lést sl. föstudag, 19. mars, á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Hann var þá sjötugur að aldri. Halldór Blöndal, forseti Al- þingis, sagði m.a. í minning- arorðum sínum að Garðar hefði verið sjálfstæður í málflutningi, snjall ræðumaður, orðheppinn og vel ritfær. „Hann var réttsýnn og hreinskilinn, var glaðsinna og góð- ur félagi í þingmannahópi,“ sagði Halldór. Garðar var í framboði fyrir Alþýðubandalagið í alþing- iskosningunum 1971 og var þá kosinn þingmaður Suðurlandskjördæmis. Er Halldór hafði flutt minningarorð um Garðar minntust þingmenn hans með því að rísa úr sætum. Garðar Sigurðsson Virðisaukaskattur af lyfjum Tekjur ríkissjóðs 780 milljónir ÁÆTLAÐAR tekjur ríkissjóðs af virðisauka- skatti af lyfjum árið 2002 eru um 780 milljónir að því er fram kemur í skriflegu svari fjármálaráð- herra, Geirs H. Haarde, við fyrirspurn Jóns Kr. Óskarssonar, varaþingmanns Samfylkingarinnar. Virðisaukaskattur af lyfjum er nú 24,5%. Svarinu hefur verið dreift á Alþingi. Í svarinu kemur einnig fram að ef virð- isaukaskattur af lyfjum hefði verið 14% árið 2002 hefðu tekjur ríkissjóðs af skattinum verið um 440 milljónir og hefði virðisaukaskatturinn verið 7% hefðu tekjur ríkissjóðs verið um 220 milljónir. ÍSLENSK stjórnvöld hafa sett skorður við frekara samstarfi við Kína á næstunni um komu kínverskra viðskiptasendinefnda til Íslands, eft- ir að í ljós kom að stór hluti sendinefndar frá Kína, sem kom til Íslands árið 2002, hvarf eftir Íslandsförina og hefur ekki skilað sér aftur til Kína. „Við höldum að okkur höndum með að greiða götu stórra viðskiptasendinefnda af þessu tagi. Aftur á móti er áfram unnið að því að leggja grunn að ferðamálasamkomulagi, sem gæti orð- ið tilbúið í apríl. Það er samkomulag af svip- uðum toga og Þjóðverjar gengu frá fyrir all- nokkru síðan og Evrópusambandið hefur nú gert. Þetta er gert til þess að setja hlutina í fastari skorður,“ segir Gunnar Snorri Gunn- arsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Í ferðamálasamkomulaginu er meðal annars gert ráð fyrir að stjórnvöld tilnefni þær ferða- skrifstofur sem fá heimild til að skipuleggja ferðir frá Kína að sögn Ólafs Egilssonar sendi- herra. Þeim Kínverjum sem ferðast til annarra landa hefur fjölgað mikið undanfarið. Spáir Al- þjóðaferðamálastofnunin því að í kringum árið 2020 verði fjöldi Kínverja sem fer úr landi á ári hverju orðinn um eitt hundrað milljónir manna. Gunnar Snorri tekur fram að margir Kínverj- ar hafi fullgildar ástæður til þess að koma til Ís- lands og utanríkisráðuneytið vilji greiða götu þeirra. „En við viljum reyna að greina þarna á milli þeirra sem eru í atvinnuleit og þeirra sem koma hingað til að breikka sjóndeildarhring- inn,“ segir hann. Um var að ræða rúmlega eitt hundrað manna sendinefnd sem kom til Íslands og hélt kynn- ingu hér á landi í desember 2002. Hugsanlegt er talið að hópurinn hafi að stórum hluta horfið inn á Schengen-svæðið. Gunnar Snorri segir allar fregnir af för fólks- ins héðan óljósar. „Það er ljóst að fólkið fór ekki beinustu leið heim. Við höfum látið upplýsingar um það ganga til Kínverjanna og spurt nánar um þetta en það hefur verið frekar lítið um svör,“ segir hann. Byggt á samstarfi við mann sem naut meðmæla Sendiráð Dana í Peking, sem annast áritanir fyrir Íslands hönd, veitti fulltrúum í kínversku sendinefndinni vegabréfsáritanir fyrir ferðina til Íslands. ,,Þeir gerðu það á grundvelli þess að til ferðarinnar hefði verið stofnað í ákveðnu samráði og samvinnu við íslensk stjórnvöld. Það hefur væntanlega greitt götu þeirra í danska sendiráðinu að forsagan væri þessi. Við byggj- um aftur á móti á samstarfi við mann sem hafði staðið sig ágætlega í öðrum verkefnum, virtist vera vel kynntur og átti greinilega ágætan að- gang að kínverskum stjórnvöldum og naut bestu meðmæla af þeirra hálfu. Hann segir okk- ur það nú að hann hafi verið í góðri trú allan tímann en hans samstarfsaðilar í kínverska stjórnkerfinu hafi á einhvern máta brugðist honum. Það er erfitt að leggja mat á þetta og það eina sem við gátum gert til vonar og vara var að slíta á frekara samstarf þar til við hefðum feng- ið þetta á hreint,“ segir Gunnar Snorri. Spurður hvort talið væri að kynningarfund- urinn hér á landi hefði aðeins verið yfirskin hópsins sem hafi ætlað sér að nota ferðina til að komast inn á Schengens-væðið, segir Gunnar Snorri að komið hafi í ljós að kynningin hafi verið heldur umfangsminni en hafði verið látið í veðri vaka. Hann segir engar upplýsingar liggja fyrir um hvort Kínverjarnir séu einhvers staðar á Schen- gen-svæðinu. Kínversk stjórnvöld sem haft var samband við hafi ekki virst hafa ýkja miklar áhyggjur af þessu og talið að fólkið muni smám saman skila sér. Verðum að fara að öllu með gát „Í Kína er annars vegar talsvert stór hópur fólks sem hefur bæði efni á og aðstæður til að ferðast og við viljum alls ekki leggja stein í götu þess. Hins vegar er kannski ennþá stærri hópur sem hefur áhuga á að koma í atvinnuleit og við verðum að fara að öllu með gát og sjá til þess að allir sem hingað koma geri það á réttum for- sendum. Það á ekki að koma í veg fyrir að við eflum samskipti landanna, því það eru heilmiklir möguleikar fram undan í auknum samskiptum Kína og Íslands á öllum mögulegum sviðum.“ Gunnar Snorri tekur ekki undir að þetta mál sé á einhvern hátt áfellisdómur yfir íslenskum stjórnvöldum eða embættismönnum. „Þetta ger- ist með reglulegu millibili alls staðar í álfunni. Mér finnst að í allri umfjöllun hafi þetta verið sett upp með dálítið glannalegum hætti en vissulega tel ég að af þessu megi draga þá ályktun, að jafnvel þó að hin bestu meðmæli fylgi fólki, sem virðist traustsins vert, þá verði að fara að öllu með gát.“ Hluti kínverskrar sendinefndar hefur ekki skilað sér heim eftir Íslandsför Hömlur settar á samstarf við Kína um komu sendinefnda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.