Morgunblaðið - 23.03.2004, Side 27

Morgunblaðið - 23.03.2004, Side 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 27 Á UNDANFÖRNUM dögum hef- ur hver borgarfulltrúi R-listans á fæt- ur öðrum komið fram í fjölmiðlum til að ræða væntanlega brúarsmíði yfir Kleppsvík í tengslum við lagningu Sundabrautar. Er út af fyrir sig ánægjulegt að R-listinn skuli loks sýna því áhuga að ljúka skipulagsþætti málsins enda ekki hægt að hefj- ast handa fyrr en því er lokið. Hefur skipulagn- ing þessa máls hrak- hraufast um borg- arkerfið árum saman án sýnilegrar framvindu. Líklegast er að brúarlagning verði ofan á við fyrsta áfanga Sundabraut- ar, þ.e. yfir Kleppsvík og stendur valið nú milli þriggja leiða, hábrúar á ytri leið, lágbrúar á innri leið og stokks á hafsbotni. Allar leiðir hafa sína kosti og galla og ljóst er að miklu munar á milli þeirra í kostnaði. Er talið að hábrú á ytri leið muni ekki kosta undir 13 milljörðum króna en kostnaður við lágbrú á innri leið muni nema tæpum átta milljörðum króna. Kostnaður við stokk yrði um 14 milljarðar króna. Borgarfulltrúar R- listans virðast nú loks hafa gert upp hug sinn og lýsa ákveðnum stuðningi við hábrú á ytri leið. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi er einn þeirra sem sér hábrú í rómantísku ljósi og er fylgjandi henni með þeim hégómlegu rökum að þar sé komið glæsilegt borgarhlið Reykjavíkur. Ríkið mun kosta framkvæmdina en samkvæmt reglum Vegagerðarinnar mun það aðeins greiða fyrir hag- kvæmustu leiðina, þ.e. lágbrúna. Kjósi Reykjavíkurborg hins vegar að velja dýrari kost, þarf hún að greiða mis- muninn. Verði hábrú fyrir valinu þurfa Reykvíkingar því að greiða um fimm milljarða króna aukalega. Borgarfulltrúar R-listans gera reyndar þá kröfu á hendur ríkisvald- inu að það greiði allan kostnaðinn við dýrari lausnina. Áður en sú kröfugerð hófst hefðu borgarfulltrúarnir mátt leiða hugann að því að Reykvíkingar greiða ekki aðeins skatta til borg- arinnar heldur líka til ríkisins. Þrátt fyrir að ríkið fylgi ábyrgri fjár- málastefnu á meðan Reykjavíkurborg safnar skuldum, er ekki þar með sagt að hlutverk borgarfulltrúa sé að stuðla að því að útgjöld ríkisins verði sem mest. Borgarfulltrúar eiga að sjálfsögðu að hvetja til þess að al- mannafé verði ætíð sem best nýtt. Skattfé kemur ætíð úr launa- umslögum almennings og skiptir í sjálfu sér ekki meginmáli hvort því er síðan eytt á vettvangi ríkis eða sveit- arfélaga. Umferðaröryggisþáttur Sundabrautar Eitt mikilvægt atriði hefur þó alveg gleymst í dásemdartali borgarfulltrúa R-listans um hábrú yfir Kleppsvík og það er sá þáttur málsins sem snýr að umferðaröryggi. Ég skora á borg- arfulltrúa að meta þennan þátt gaum- gæfilega áður en þeir gera upp hug sinn. Ef ytri leiðin verður fyrir valinu verður brúin að vera svo há að stór flutningaskip komist undir hana á leið sinni í og úr Sundahöfn. Efsti kafli brúardekksins mun því standa um 60 metra yfir sjávarmáli en til sam- anburðar má geta þess að turn Hall- grímskirkju er 72 metrar á hæð. Mikl- ir sviptivindar eru tíðir yfir Kleppsvík og er ljóst að afar vindasamt yrði úti á slíkri brú. Er það mat sérfræðinga að loka þurfi slíkri brú fyrir allri umferð vegna veðurs nokkra daga á ári. Töluverður bratti verður óhjá- kvæmilegur við báða enda hábrúar áður en komið er upp á hæsta kaflann. Þessi halli myndi skapa vandamál, ekki síst vegna þess hve hér er um- hleypingasamt. Þær aðstæður koma oft upp hérlendis að það snöggfrýs eftir langvarandi rigningu og verða vegir þá glerhálir á svipstundu. Vel má hugsa sér einhverjar lausnir á þessu vandamáli, t.d. upphitun á brúnni eða mikinn saltaustur en slíkar lausnir eru dýrar og óheppilegar. Best er að losna við að þurfa að leysa slík vandamál á fjölfarinni hraðbraut í 60 metra hæð í nyrstu höfuðborg heims- ins. Það er því ekki heil brú í hábrú á þessum stað. Auðvitað munu einhver vandamál fylgja lágbrúarlausninni en þau verða sennilega mun minni og viðráðanlegri þar sem hún mun liggja mun lægra eða í um 10 metra hæð yfir sjávarmáli. Gangandi og hjólandi vegfarendur Við þverun Kleppsvíkur er einnig mikilvægt að hagsmunir hjólreiða- manna og gangandi vegfarenda séu hafðir í huga. Rétt er að minna á að í umferðaröryggisáætlun Reykjavíkur 2002–2007 er sú stefna mörkuð að tek- ið skuli ríkt tillit til þessara vegfar- enda við hönnun nýrra umferð- armannvirkja. Lágbrú er mun betri kostur fyrir þessa vegfarendur en hábrú. Hábrú yrði lokuð vegna veðurs nokkra daga á ári en þeir dagar verða vafalaust miklu fleiri þar sem vart verður stætt eða hjólandi á henni sök- um storms og sviptivinda. Stokklausn væri þó sennilega lakasti kosturinn fyrir gangandi og hjólandi vegfar- endur enda er ólíklegt að slíkri umferð yrði hleypt í gegnum slíkan stokk. Sundabraut – Umferðar- öryggi eða hégómi? Kjartan Magnússon skrifar um umferðaröryggi ’Umferðaröryggi á aðvera í öndvegi þegar ákvörðun verður tekin um þverun Klepps- víkur.‘ Kjartan Magnússon Höfundur er borgarfulltrúi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.