Morgunblaðið - 23.03.2004, Page 35

Morgunblaðið - 23.03.2004, Page 35
Guð geymi þig og varðveiti, þennan dag og þessa nótt og alla tíma, í Jesú nafni amen. Þín dóttir, Svava Dís. Elsku Bryndís mín. Ég trúi ekki að ég sitji hér og skrifi minningargrein um þig. Þú varst sterkasta og jákvæðasta manneskja sem ég hef nokkurn tímann kynnst, og það er kannski þess vegna sem við höfðum ekki gert okkur í hugarlund að svo gæti farið sem fór. Þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm léstu aldrei bilbug á þér finna og allt vildir þú gera fyrir aðra en krafðist einskis í staðinn. Ég er stolt af því að hafa fengið að kynn- ast þér og vil þakka þér fyrir þann yndislega mann sem þú ólst svo vel upp og hefur verið maðurinn minn síð- ustu sjö ár. Þegar við fluttum að heim- an fyrir um fjórum árum man ég hvernig þú sagðir glettin að Bjarki hefði nú ætlað að búa hjá mömmu sinni fram yfir þrítugt. Þrátt fyrir það leyfðir þú honum að fljúga úr hreiðr- inu og í staðinn komstu svo oft í heim- sókn til okkar. Alltaf komstu færandi hendi, hvort sem eitthvert tilefni var eða ekki, en aldrei mátti hafa neitt fyr- ir þér. Okkur fannst líka svo gott að koma endrum og eins upp í Dal í „mömmumat“, eins og þú kallaðir það, en héðan í frá verður nýársdagur sér- staklega aldrei sá sami. Þú varst besta tengdamamma sem nokkur stúlka hefði getað hugsað sér og ég veit að þú hefðir orðið besta amma í heimi. Mig tekur það svo sárt að þú skulir ekki fá tækifæri til þess því þú talaðir svo oft um það við mig hvað þú hlakkaðir til að verða amma. Fallegasta tréð í Dalnum er fallið og eftir situr minningin í hjörtum okk- ar. Nafna mín, ég kveð þig með trega og vona að ég muni reynast fjölskyldu minni jafnvel og þú reyndist þinni. Þín elskandi tengdadóttir, Bryndís. Elsku systir. Að þurfa að kveðja þig svona fljótt er það hræðilegasta sem ég hef upplifað. En minningarnar um þig hrannast upp og ég get brosað í gegnum tárin. Þó svo að ellefu ár hafi verið á milli okkar vorum við góðar vinkonur og oft saman. Ég hugsa um stundirnar á Langholtsveginum þeg- ar Bjarki og svo Svava Dís voru lítil og ég kom alltaf nokkur kvöld í viku. Allt- af var viss passi að koma og horfa á Dallas, ekki máttum við systurnar missa af því, ég unglingur og þú orðin mamma. Ég hugsa til allra sumarbú- staðaferðanna sem við fórum saman, hvort sem það var á Þingvöll eða eitt- hvað annað. Alltaf fékk litla systir að koma með. Þegar ég sjálf var orðin mamma og dætur okkar góðar vin- konur þá hittumst við reglulega. Alltaf þegar eitthvað var um að vera í fjöl- skyldunni var hringt og ákveðið ann- aðhvort að vera samferða eða vera komnar á sama tíma, því við vildum helst ekki fara nema við gætum báðar verið á staðnum. Mjög oft fórum við á flakk á laugardögum, oft í Kringluna og Smáralind og fórum svo oft í Langó á eftir. Síðastliðið sumar ákvaðst þú að fara á ættarmót fyrir vestan og taka mömmu og pabba með þér og Ásdísi og bauðst síðan Sólveigu dóttur minni með ykkur, þetta var henni og þér ógleymanleg ferð. Ég var alltaf að heyra bæði þig og Sólveigu tala um hvað þetta hefði verið skemmtilegt. Þú svo ánægð að hafa gist á Brodda- dalsá í síðasta skiptið. Daginn áður en þú kvaddir þennan heim var Sólveig að tala um þessa ferð, að þetta hefði verið skemmtileg- asta helgi lífsins. Þegar ég kom í heim- sókn heim til þín tveimur vikum áður en þú kvaddir og var á leiðinni út úr dyrunum knúsaði ég þig og kyssti og sagði svo við þig: „Ég vildi óska að þú byggir nærri mér þá gætum við alltaf hist,“ en þú bara brostir og sagðir: „Mér líður svo vel hér uppi í dal.“ Í öllum þínum veikindum heyrðist þú aldrei kvarta eða kveina. Þú varst alltaf svo sterk og ætlaðir svo að berj- ast aftur eins og þú hafðir gert í fyrra. Þín einkunnarorð voru „ekkert mál, drífum í þessu“ og þessi orð lýsa þér vel. Elsku systir ég kveð þig með miklum söknuði, þú verður alltaf í hjarta mér. Elsku Reynir, Bjarki, Bryndís, Svava Dís, Ásdís, mamma og pabbi. Guð gefi ykkur styrk til að tak- ast á við þessa miklu sorg. Minning um Bryndísi lifir. Þín systir að eilífu Svandís, Sveinn og dætur. Í dag kveðjum við í hinsta sinn elskulega systur, mágkonu og frænku með miklum söknuði. Með þessu ljóði sem okkur fannst eiga svo vel við Bryndísi sendum við ykkur, Reynir, Bjarki, Bryndís, Svava Dís og Ásdís, okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum Guð að gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti (Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir.) Blessuð sé minning þín og þökk fyrir allt. Kveðja, Hörður, Rut, Kristinn, Lauf- ey Anna, Örvar og Arnar. Mig langar að minnast Bryndísar mágkonu minnar með fáeinum orð- um. Fyrir rúmu ári greindist hún með illvígan sjúkdóm sem hún barðist við af æðruleysi og í hljóði. Um tíma virt- ist eins og sigur væri unninn. En þá gerðist það svo alltof hratt að sjúk- dómurinn blossaði upp og hún varð að láta undan. Ég man fyrst eftir Bryndísi þegar ég kom á heimilið í Langagerðinu. Þá var Bryndís tíu ára hnáta, yndislega falleg, fjörug, kraftmikil og skaprík með stríðnisglampa í dökkbrúnu aug- unum sínum og gljáandi dökkt hárið. Hún var alltaf á ferð og flugi, sjálf- stæð og fór sínar eigin leiðir. Mér fannst Bryndís alltaf jafn hress og glöð. Hún lifði lífinu lifandi. Það var gott að koma á heimili þeirra Bryndísar og Reynis bæði á Langholtsveginum og uppi í Mos- fellsdal, að fylgjast með börnunum vaxa og dafna og að spjalla um lífið og tilveruna. Söknuðurinn er mikill en minningin um Bryndísi lifir. Ég vil hverfa langt langt inn á græna skóga inn í launhelgar trjánna og gróa þar tré gleymdur sjálfum mér, finna ró í djúpum rótum og þrótt í ungu ljósþyrstu laufi leita svo aftur með visku trjánna á vit reikulla manna. (Snorri Hjartarson.) Kristín Geirsdóttir. Okkur setur hljóð. Vorið er á næsta leiti og söngur fuglanna verður æ háværari. Krókusar gægjast upp úr jörðinni svona rétt til að létta vetr- arþunganum af okkur og minna á vorkomuna. Allt í einu verður allt hljótt er við áttum okkur á því að ung kona hefur lagt aftur augun og kvatt okkur í síðasta sinn. Þegar ég kynntist Bryndísi fyrst fannst mér eins og við hefðum alltaf þekkst. Augun geisluðu af gleði og já- kvæðni og hún hafði alltaf um heil- margt að spjalla. Kynni okkar voru alltof skammvinn. Þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm heyrð- ist hún aldrei kvarta. Það var eins og hún liti á þetta sem verkefni sem þyrfti að leysa, svo sterk var hún. Elsku Bryndís, mig langar til að þakka þér fyrir að reynast dóttur minni yndisleg tengdamóðir, þú hefð- ir án efa orðið heimsins besta amma þegar fram liðu stundir. Að lokum langar mig að biðja góð- an Guð að veita Reyni, Svövu, Ásdísi, Bjarka og Bryndísi styrk á þessum sorgartímum. Guð vaki yfir þér. Jóna Björg Jónsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Bryndísi Kristinsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 35 ✝ Halldóra Mar-grét Jónsdóttir fæddist í Kringlu í Miðdölum í Dala- sýslu 6. ágúst 1909. Hún lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Seljahlíð fimmtu- daginn 11. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Jónsdóttir, húsfreyja, f. 18. ágúst 1872, d. 26. nóvember 1962, og Jón Nikulásson bóndi, f. 1. júní 1876, d. 4. september 1959. Systkini Halldóru eru: 1) Guð- rún, f. 1. september 1902, d. 8. nóvember 1979. 2) Halldóra Jóna, f. 3. júlí 1905, 3) Margrét, f. 3. júlí 1905, þær dóu í æsku, 4) Guðni, f. 26. september 1906, d. 24. október 1973, 5) Sigurjón, f. 2. maí 1908, d. 6. október 1969, 6) Valdimar, f. 5. febrúar 1911, 7) Stefán, f. 13. mars 1914, og 8) Skarphéðinn, f. 14. ágúst 1917. Hinn 22. mars 1938 giftist 2. ágúst 1970, í sambúð með Huldu Bjarnadóttur, f. 11. febr- úar 1971. Eiginkona Halldórs er Margrét Gunnarsdóttir, f. 20. september 1950. 3) María Ólöf, f. 18. desember 1946, gift Einari Guðmundssyni, f. 11. mars 1944. Börn þeirra eru a) Elín Einars- dóttir, f. 12. október 1964, var gift Guðna Kjartanssyni, f. 29. mars 1962, en þau skildu, þau eiga tvö börn, b) Guðmundur, f. 7. október 1971, kvæntur Monicu Roismann, f. 17. júní 1971, þau eiga tvo syni, og c) Kjartan, f. 11. mars 1973, í sambúð með Martinu Sjaunja, f. 21. febrúar 1972, þau eiga tvö börn. Börn Kjartans af fyrra hjóna- bandi með Maríu Sigfúsdóttur, f. 2. febrúar 1892, d. 10. júlí 1928, sem upp komust eru: 1) Karl Haukur, f. 31. mars 1916, d. 19. ágúst 2002, 2) Aðalbjörg Rósa, f. 10. september 1917, d. 29. októ- ber 1983, 3) Sighvatur Berg- sveinn, f. 14. ágúst 1919, d. 26. maí 1980, 4) Þorgrínur, f. 26. september 1920, d. 22. ágúst 1999, 5) Hermundur, f. 20. sept- ember 1924, d. 11. apríl 1986, og 6) Jón Hafliði, f. 28. desember 1926. Útför Halldóru verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Halldóra Kjartani Þorgrímssyni tré- smið, f. 4. apríl 1889, d. 2. janúar 1971. Þau bjuggu allan sinn búskap í Reykja- vík. Börn þeirra eru: 1) Sigríður Jóna, f. 21. mars 1939, gift Birni Blöndal Krist- mundssyni, f. 8. des- ember 1937, börn þeirra eru a) Kjartan Halldór, f. 28. mars 1957, d. 10. október 1974, b) Halldóra Nikolína, f. 12. apríl 1961, gift Birgi Þór Baldvins- syni, f. 15. janúar 1952, þau eiga fjögur börn, og c) Kristín, f. 13. ágúst 1974, gift Ingva Geir Óm- arssyni, f. 12. febrúar 1974, þau eiga tvö börn. 2) Halldór Kjart- an, f. 8. júlí 1943, var kvæntur Þórunni Eddu Sigurjónsdóttur, f. 29. maí 1941, en þau skildu, syn- ir þeirra eru a) Sigurjón, f. 24. maí 1966, kvæntur Guðlaugu Thorlacius, f. 15. ágúst 1968, þau eiga tvö börn, b) Kjartan Þór, f. Það líf var okkur lán, en henni sómi. Hún leyndist nærri, og var þó stéttar prýði, og það, sem mörgum sóttist seint í stríði, það sigraði’ hún með brosi og hlýjum rómi. (Þorsteinn Erlingsson.) Farin er á vit nýrra ævintýra elskuleg amma mín og nafna, Hall- dóra Margrét Jónsdóttir, á 95. ald- ursári. Við, barnabörnin og barna- barnabörnin, kölluðum hana alltaf ömmu Dóru. Á þessum tímamótum er gott að staldra við og minnast hennar og þess góða tíma sem við áttum saman. Margmál varstu ekki amma mín, en hugsaðir þitt og lést verkin tala. Á mínum æskuárum fannst mér þú vera sívinnandi, alltaf að, og svo varstu með eindæmum hjálpsöm. Það var eins og þú hefðir allan tím- ann í heiminum, þú varst alltaf að hjálpa fólkinu í kringum þig. Þú varst einstaklega lagin með börn, og langar mig að segja frá einu atviki, sem lýsir því vel. Ég var fjörmikið barn, talaði mikið og gat engan veginn verið kyrr. Stöku sinnum gerði ég eitthvað sem ekki mátti, þótt varla sé hægt að tala um óþekkt, en eflaust þreytandi samt. Í eitt skipti man ég þó eftir að hafa gengið of langt og þú sagðir við mig: „Má ég sjá hendurnar þínar, Dóra mín.“ Ég rétti fram hendurn- ar og þú skoðaðir þær vel og vand- lega og sagðir síðan: „Ég held þú verðir að þvo af þér óþekktina.“ Síðan léstu renna ylvolgt vatn í vaskinn, brettir upp ermarnar á peysunni minni, lést mig fá sápu, og ég byrjaði að þvo mér eins vel og ég gat. Auðvitað leið mér vel með hendurnar í ylvolgu vatninu og dundaði mér við þetta þó nokkra stund. Fór svo til þín til þess að sýna þér árangurinn af þvottinum. Aftur skoðaðir þú hendurnar vel og vandlega en sagðir síðan: „Mér sýnist að þú verðir að þvo þér að- eins betur.“ Tíminn leið og ég dundaði mér dágóða stund til við- bótar og sýndi þér síðan hendurn- ar. Enn og aftur skoðaðir þú þær og sagðir síðan: „Nú eru þær al- deilis hreinar og fínar og tími til kominn að fá sér eitthvað gott í svanginn.“ Það var ekki fyrr en ég var orðin fullorðin að ég skildi í raun hvað þetta var mikil snilld hjá þér. Þú varst smágerð kona en með þínar stóru, hlýju og góðu hendur, sem gott var að fá að hvíla sínar litlu hendur í. Alltaf gafstu þér tíma til að hlusta og sýndir öllu því sem ég gerði mikinn áhuga. Ég þekki engan sem hafði jafn mikla trú á sínu fólki og þú, og þú horfðir ekki í veikleikana hjá okkur, heldur leitaðir ávallt að því besta í hverj- um og einum. Ég held að jákvæðni, hlýja og traust lýsi þér best. Nokkrum klukkustundum áður en þú kvaddir okkur var ég að leita að ljóði fyrir Siggu dóttur mína og fór í bókaskápinn. Af tilviljun tók ég bók út úr skápnum, sem var úr ritsafni Þorsteins Erlingssonar. Um leið og ég opnaði hana datt út úr henni kort; ég tók það upp og fékk strax vísbendingu um hvað væri í vændum; að þú myndir kveðja þennan dag. Það er svo langt síðan þú sagðir við mig að þú værir tilbúin að fara. Kortið var frá þér, með þinni rithönd. Þú varst að óska mér til hamingju með áfanga í mínu lífi fyrir áratugum síðan. „Þín amma“ … voru seinustu orðin. Mig langar að kveðja þig amma mín með þessu ljóði eftir Þorstein úr ritsafninu, sem þú gafst mér, og þakka þér fyrir að hafa verið sú sem þú varst og verður ávallt, hluti af lífi mínu. Nú opnar fangið fóstran góða og faðmar þreytta barnið sitt; hún býr þar hlýtt um brjóstið móða og blessar lokað augað þitt. Hún veit, hve bjartur bjarminn var, Þótt brosin glöðu sofi þar. Þín dótturdóttir Halldóra N. Björnsdóttir. Í endurminningunni er borðstof- an í Bólstaðarhlíðinni tilkomumikil og þar sitjum við frændsystkinin í hrókasamræðum. Amma hefur bor- ið á borð krásir af ýmsu tagi, gætir þess að við smökkum á öllum teg- undum, matarbrauðið fyrst og sætabrauðið á eftir. Á veggnum hangir mynd af Kringlu í Miðdöl- um, bænum sem amma mín fæddist á snemma í ágústmánuði 1909. Hún var dóttir hjónanna Jóns og Sigríð- ar og skírð í höfuðið á eldri systrum sínum, Halldóru og Margréti, sem létust ungar. Systkinahópurinn var stór, litla vinnu að fá í sveitinni og amma fór ung suður til Reykjavík- ur. Vegna heilsubrests dvaldi hún á hressingarhæli fyrir berklasjúk- linga í Kópavogi. Þar kynntist hún Kjartani afa mínum sem var ekkju- maður og vann á Kópavogshælinu við smíðar. Þau felldu hugi saman, hófu búskap og eignuðust þrjú börn. Elst barna þeirra er Sigríður Jóna móðir mín. Samband þeirra mæðgna var alla tíð náið og sóttist ég eftir samveru við hana ömmu. Hún hafði dálæti á bókum og var læs fimm ára gömul. Ekki var hún jafn hrifin af prjónaskapnum og var henni lofað bók ef hún prjónaði leppa í skó heimilisfólksins á Kringlu. Hún lét ekki sitt eftir liggja, prjónaði leppana og fékk bókina Kapitólu að launum. Amma las allar bækur sem ég fékk í jóla- og afmælisgjafir. Hvort sem það var Ronja ræningjadóttir eða 15 ára á föstu. Hún sagði að með þessu fengi hún gott innsæi inn í líf unga fólksins. Einhvern tímann tókum við amma upp á því að fara saman í kvikmyndahús og sjá íslenskar myndir. Þetta var skemmtileg hefð og sáum við myndir á borð við Dalalíf, Karla- kórinn Heklu og Börn náttúrunnar. Sennilega hef ég ekki séð íslenska kvikmynd síðan þessi hefð leið und- ir lok og má ætla að íslenskur kvik- myndaiðnaður gjaldi þess. Ömmu minni var margt til lista lagt og var heimili hennar einstak- lega fallegt. Hún heklaði, smyrn- aði, vann ýmiss konar handverk og var listakokkur. Hvergi hef ég nokkurn tímann fengið eins góðan mat og hjá henni ömmu. Hún eldaði ómótstæðilega kálböggla og pönnu- kökurnar voru engu líkar. Við hitt- umst stundum á þriðjudagskvöld- um, horfðum á Derrick í ríkissjónvarpinu og þá bakaði amma pitsu. Þessar pitsur fengust frosnar í Hagkaupum og voru ótrú- lega góðar. Pitsurnar fást enn og hef ég gert nokkrar misheppnaðar tilraunir til þess að baka þær. Það var alveg sama hvað hún amma bar á borð, það var alltaf veislumatur. Ekki man ég til þess að amma mín hafi mæðst yfir nokkrum sköp- uðum hlut. Nema þá yfir því hvað foreldrar mínir borðuðu hratt. En þrátt fyrir lungnaveiki, lömunar- veiki og kröpp kjör bar hún sig aldrei aumlega. Hún var einkar þolinmóð, hagsýn og vinnusöm. Mér verður oft hugsað til ömmu þegar mig þrýtur þolinmæðina gagnvart börnum mínum, nemend- um eða bóndanum: „Kristín mín, þú skalt ekki halda að hann afi þinn hafi alltaf verið skemmtilegur.“ Þrátt fyrir að dregið hafi af ömmu minni síðustu ár hennar minnist ég góðra stunda. Þá er mér ofarlega í huga þegar ég fór ásamt ömmu og mömmu niður á Austur- völl 17. júní, brúðkaupið mitt, af- mæli Halla frænda og skírn Krist- mundar sonar míns. Amma er mér ljóslifandi fyrir augum þar sem hún situr með Kristmund í fanginu og strýkur yfir höfuð hans með stóru og hlýju höndunum sínum. Andlát ömmu markar þáttaskil í lífi mínu og fjölskyldu minnar. Hún var miðpunkturinn sem líf okkar byggðist á og sameinaði fjölskyld- una. Amma færði okkur fréttir af fólkinu í Kringlu og öðrum ættingj- um. Eftir að hún veiktist samein- aðist fjölskyldan um ömmu, umönnun hennar og flutti fréttir af henni til ættingja nær og fjær. Hvað verður um okkur nú þegar amma hefur sofnað hinsta svefni? Það er einlæg ósk mín að við eigum eftir að koma saman sem oftast og sameinast um minningu Halldóru Margrétar Jónsdóttur, ömmu minnar. Kristín Björnsdóttir. HALLDÓRA MAR- GRÉT JÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.