Morgunblaðið - 23.03.2004, Side 36

Morgunblaðið - 23.03.2004, Side 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Magðalena Krist-ín Bragadóttir fæddist í Purkey á Breiðafirði 29. des- ember 1957. Hún andaðist á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 13. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hennar eru Bragi Húnfjörð, skipa- smíðameistari í Stykkishólmi, f. 3. maí 1926, d. 30. október 1991, og Helga Kristín Krist- valdsdóttir, f. 10. febrúar 1931, matselja á sjúkra- húsinu í Stykkishólmi. Systkini Magðalenu Kristínar eru Tómas Magni, f. 13. desember 1955, Anna Ragna, f. 3. maí 1959, Mar- grét Steinunn, f. 13. júní 1961, Hólmfríður Jóna, f. 13. júní 1961, Björg Ólöf, f. 23. júlí 1964, Bogi Thorarensen, f. 1. febrúar 1966, og Sigríður Laufey, f. 13. sept- ember 1969. Maki Magðalenu er Guðbjörn Karl Ólafsson framreiðslumaður, f. 17. júní 1953. Foreldrar hans eru Ólafur Jón Guðbjörnsson vél- virki, f. 27. mars 1921, d. 31. mars 1977, og Ragna Klara Björnsdóttir, f. 31. maí 1924. Magðalena og Guð- björn eignuðust tvö börn, þau Braga Hlífar, f. 16. október 1992, og Thelmu Dögg, f. 5. desember 1995. Guðbjörn Karl á tvö börn frá fyrra hjónabandi. Þau eru: 1) Ólafur Ragn- ar, sambýliskona María Albertsdóttir. Þau eiga tvö börn, Berglindi og Elísabetu Freyju. 2) Kolbrún. Magðalena Kristín ólst upp í Stykkishólmi og stundaði nám þar. Hún fluttist til Reykjavíkur um tvítugt og vann ýmis störf, m.a. á Landakotsspítala. Hún lærði síðan tanntækni og vann um tíma á tannlæknadeild Há- skóla Íslands og á tannlæknastof- um í Reykjavík. Síðast starfaði hún sem skólaliði í Ölduselsskóla. Útför Magðalenu Kristínar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku Magga. Ég man þegar ég kynntist þér fyrst. Þú varst alltaf svo góð og það geislaði af þér. Þú gafst mér tvö ynd- isleg systkin, Braga og Thelmu. Þeirra vinskap mun ég varðveita að eilífu og minnast þín af öllu hjarta. Elsku pabbi, Bragi og Thelma. Ég veit að mamma mun alltaf vera með í hjörtum okkar allra. Megi Drottinn blessa ykkur og styrkja í sorginni. Kolbrún Guðbjörnsdóttir. Elskuleg systir mín og vinkona er farin frá okkur eftir erfiðan sjúk- dóm. Ég sit hér og er að skrifa um Möggu Stínu mína, þó það sé mér svo fjarri að hún sé farin frá okkur. Ég á erfitt með þetta, en það er ekki mikið sem við getum gert í því og þegar okkar tími er kominn, eða eins og sagt er, þeir deyja ungir sem guð- irnir elska. Mig langar að minnast á eitt sem mér er svo ákaflega minnisstætt. Það var þegar ég var 8 ára, mig lang- aði svo í göt í eyrun. Magga systir var nú alveg til í að redda því og var ekki lengi að, með nál og klaka, en í smátíma hikaði ég. En þá sagði hún að frændur okkar væru að koma að sunnan eftir 10 mínútur og Magga mín spurði nú bara hvort ég vildi ekki sýna þeim „nýju“ eyrnalokk- ana. Auðvitað sagði ég „ok“. Vertu þá „kjurr“. Einn, tveir og nú, eyrna- lokkarnir voru komnir í báðum meg- in. En þegar liðinn var miklu lengri tími en 10 mínútur og ekki komu frændur okkar, þá sagði Magga Stína að þeir væru ekkert á leiðinni, hún hefði bara viljað klára þetta sem fyrst. Það eru svo margar yndislegar minningar um Möggu Stínu sem mig langar að skrifa en ég geymi þær í hjarta mínu og brosi í leiðinni, því hún var og verður alltaf elskuleg systir og vinkona. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku besti Kalli, Bragi og Thelma og mamma og systkin og tengdafólk, megi Guð vera með ykk- ur og styrkja á þessum erfiða tíma. Tíminn læknar öll sár. Kveðja, Sigríður systir í Bandaríkjunum Elsku Magga mín. Það er margt sem kemur upp í hugann á þessari stundu. Þú kynnt- ist bróður mínum á sama tíma og ég var að flytja til Noregs svo okkar kynni voru mest í gegnum síma þangað til ég flutti heim árið 2000. Ég vissi að bróðir minn hafði hitt sinn sálufélaga, þið voruð svo góðir vinir. Ég hugsaði oft um það hvað þið ættuð vel saman. Ég kom oft í heim- sókn til ykkar og fann alltaf að ég var innilega velkomin. Þú varst ótrúlega dugleg í þínum veikindum, alltaf hress og kát, sama hvað þér leið illa. Ef ég hringdi og spurði um líðan þína var svarið ávallt „ég er bara hress“. Mamma var hjá þér daginn sem þú kvaddir þennan heim. Þú varst orðin mjög veik, Kjartan læknir kom inn til þín, þú sagðir honum að þú værir svo þyrst, hann yrði að redda því svo þú gætir sagt manninum þín- um hvað þú elskaðir hann mikið. Elsku Kalli, Bragi, Thelma, Óli, María, Kolla, Berglind og Elísabet, megi Guð vera með ykkur. Hinsta kveðja, þín mágkona Björg. Það var snemma vors árið 2001 að ung kona kom inn á skrifstofuna mína í Ölduselsskóla og spurði hvort ekki vantaði góðan starfsmann að skólanum. Hana langaði til að takast á við ný verkefni og vildi gjarnan starfa við skólann. Þessi heimsókn var upphaf þess að Magðalena Krist- ín Bragadóttir hóf starf við Öldusels- skóla þá um haustið. Strax komu í ljós mannkostir Möggu Stínu. Henni var falið að vinna með unglingum og komst hún jafnan vel af við þá. Hún var létt í lund og gekk vasklega til allra verka. Það var engin lognmolla þar sem hún var. Vandamál voru ekki til, ein- ungis verkefni. Hún hafði starfað við skólann um það bil ár þegar veikindin, sem nú hafa yfirbugað hana, fóru að gera vart við sig. En það var ekki hennar stíll að gefast upp. Hún barðist hetjulega allt til síðustu stundar. Hún lét ekki sitt eftir liggja þegar samstarfskonur hennar fóru að auka við þekkingu sína og færni með því að sækja námskeið. Ævinlega vildi hún vera með og taka fullan þátt í því að bæta við kunnáttu sína. Hún kom með í haust þegar starfsmenn skól- ans fóru í náms- og kynnisferð til Ungverjalands og lagði sig fram um að nema og njóta ferðarinnar. Bar- áttuþrekið var óbilað en engum duldist að þar fór mikið veik kona sem var staðráðin í að leggja allt í sölurnar til þess að sigrast á sjúk- dómnum sem sífellt setti mark sitt meira og meira á hana. Magðalena Kristín lést hinn 13. mars síðastliðinn, einungis 46 ára að aldri. Starfsmenn Ölduselsskóla sjá á eftir góðum félaga og samstarfs- manni og votta eftirlifandi eigin- manni og börnunum ungu Braga Hlífari og Thelmu Dögg sína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Magðalenu Kristínar. Fyrir hönd starfsmanna skólans, Daníel Gunnarsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. MAGÐALENA KRIST- ÍN BRAGADÓTTIR Einstakir legsteinar Sérhannaðar englastyttur úti og inni Verið velkomin Legsteinar og englastyttur Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 Engl a s te ina r Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar ÖNNU KATRÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Guðborg Þórðardóttir og fjölskylda. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FERDINAND JÓNSSON, Bakkahlíð 39, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 25. mars kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Félag hjartasjúklinga. Steinunn Ferdinandsdóttir, Ómar M. Waage, Jón Óskar Ferdinandsson, Dúa Stefánsdóttir, afa- og langafabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN INGIMUNDARSON kennari, Bárustíg 6, Sauðárkróki, sem lést mánudaginn 15. mars, verður jarð- sunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 27. mars kl. 14.00. Ingibjörg Kristjánsdóttir, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Jón Sigurðsson, Birgir Guðjónsson, Soffía S. Daníelsdóttir, Svanborg Guðjónsdóttir, Sigurjón Gestsson, Ingimundur Kr. Guðjónsson, Agnes Hulda Agnarsdóttir, Ingibjörg Ólöf Guðjónsdóttir, Björn Sigurðsson, Sigurður Guðjónsson, Steinunn Sigurþórsdóttir, Hrönn Guðjónsdóttir, Sigurður Örn Ólafsson og öll afabörnin. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ERNA ÞORGEIRSDÓTTIR, Snorrabraut 56, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 20. mars. Katrín Magnúsdóttir, Erna Hjaltested, Sigfús Þór Sigmundsson, Stefán Hjaltested, Guðrún Hlín Hjaltested, Guðrún Magnúsdóttir, Helgi G. Sigurðsson, Gunnar Páll Helgason, Jóhann Örn Helgason, Sighvatur Magnús Helgason. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar móður okk- ar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, GUÐNÝJAR K.Á. VIGFÚSDÓTTUR, hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík, Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunar- deildar G-2 á Hrafnistu í Reykjavík fyrir sérlega góða umönnun. Hálfdan Ingi Jensen, Soffía Sveinbjörnsdóttir, Lára H. Óskars, Elsa Jónsdóttir, Gísli Magnússon og öll ömmubörnin. Sambýliskona mín, dóttir okkar, móðir, stjúp- móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HRÖNN BENÓNÝSDÓTTIR, Sundstræti 35b, Ísafirði, lést á Landspítalanum Hringbraut þriðjudaginn 16. mars. Útför hennar fer fram frá Einarsstaðakirkju fimmtudaginn 25. mars kl. 14.00. Páll Gunnar Loftsson, Benóný Arnórsson, Valgerður Jónsdóttir, Valdís Bára Guðmundsdóttir, Svanhvít Sjöfn Guðmundsdóttir, Gunnar Friðgeirsson, Stefán Björgvin Guðmundsson, Harpa Arnórsdóttir, Dísa Bergþóra Guðmundsdóttir, Benóný Arnór Guðmundsson, Elínborg Herbertsdóttir, Þórhalla Pálsdóttir, Ágúst Örn Pálsson, Vilborg Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.