Morgunblaðið - 01.04.2004, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 01.04.2004, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í ávarpi á ráðstefnu í gær að ástæða gæti verið til að huga að stofnun stjórnsýsludómstóls hér á landi, samhliða úttekt sem gerð verður á framkvæmd stjórnsýslu- laga síðasta áratuginn. Forsætisráðherra lét þessi ummæli falla við upphaf ráðstefnu sem forsætisráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórn- sýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands efndu til á Grand hóteli í gær undir yfirskriftinni: Stjórnsýslulögin í áratug – áhrif þeirra og árangur. Davíð fjallaði um reynsluna af stjórnsýslulög- unum í ávarpi sínu og sagði síðan undir lok þess: „Hér á landi höfum við sparað við okkur að koma upp sérstökum stjórnsýsludómstól til eftirlits með störfum stjórnvalda eins og tíðkast víða annars staðar. Af því leiðir að almennu dómstólarnir þurfa ekki síður en stjórnsýslan sjálf að tileinka sér víðtæka þekkingu á þeim réttarreglum, sem um starf- semi hennar gilda. Án þess að efast um getu þeirra í því skyni, er mér þó stundum nær að halda að dómstóla skorti meira en annað tilskilda þjálfun og færni í að glíma við reglur á þessu sviði til að geta beitt þeim af sæmilegu ör- yggi. Stappar þá stundum nærri að dómstólar bregði á það ráð að yfirfæra réttarfarsreglur úr eigin ranni á stjórnsýsluna, sem oftast gera þó miklum mun strangari kröfur til málsmeðferðar þeirra en stjórnskipulag í stjórnsýslu ríkisins ræð- ur almennt við. Þegar svo ber undir má því segja að sparnaður af því að koma ekki upp sérhæfðum dómstól á þessu sviði sé orðinn nokkuð dýru verði keyptur. Þetta kýs ég að nefna hér í lokin sem innlegg í þá umræðu sem hér á eftir að fara fram. Þörf á stofn- un sérstaks stjórnsýsludómstóls var á sínum tíma meðal þeirra atriða sem ég taldi ástæðu til að kanna samhliða setningu stjórnsýslulaga. Hún var á þeim tíma ekki talin vera í takt við þær réttar- farsbreytingar sem þá stóðu yfir. Ástæða kann hins vegar að vera til, samhliða því sem úttekt verður gerð á framkvæmd stjórnsýslulaga síðasta áratuginn, að huga að þessum þætti jafnframt,“ sagði Davíð. Forsætisráðherra á ráðstefnu um áhrif og árangur stjórnsýslulaganna Telur að huga mætti að stofnun stjórnsýsludómstóls Davíð Oddsson TVÆR tíu ára stelpur úr Garð- inum, Kolfinna Jóna Baldursdóttir og Sigrún Guðbjörg Magnúsdóttir, voru í gær útnefndar skyndihjálp- armenn ársins 2003 af Rauða krossi Íslands. Titilinn hljóta þær fyrir þá hetjulund sem þær sýndu þegar sex ára bróðir Kolfinnu, Atli Reynir, skarst svo illa á handlegg að slagæð fór í sundur. Þær stöllur hringdu umsvifalaust í Neyðarlínuna 112, vöfðu handklæði um sár Atla Reyn- is, létu hann setjast niður og þrýstu svo á sárið þar til sjúkrabíll kom. Þetta er í fjórða sinn sem skyndi- hjálparmaður ársins er valinn en tilgangurinn er að hvetja almenn- ing til að læra skyndihjálp. Verð- launin hljóta aðeins þeir sem hafa bjargað mannslífi, en að sögn Vig- dísar Agnarsdóttur verkefnastjóra sýndu stelpurnar frækilega frammistöðu og brugðust hárrétt við. Atla Reyni hefði getað blætt út á skömmum tíma, hugsanlega örfá- um mínútum, hefðu stúlkurnar ekki brugðist jafn fljótt og rétt við. Kolfinna Jóna og Sigrún Guð- björg, sem báðar eru í 5. bekk í Gerðaskóla, lærðu skyndihjálp í gegnum skátastarf og lærðu um Neyðarlínuna í skólanum. Þær svara „já“ í kór spurðar að því hvort allir krakkar ættu að læra skyndihjálp. „Við höfðum verið að læra að stoppa blæðingu og svoleið- is í skátunum. Hefðum við staðið þarna og öskrað eða falið okkur inni í skáp þá hefði hann bara verið þarna og dáið,“ segir Sigrún Guð- björg. Verðlaunin í gær eru ekki þau einu sem þær vinkonur hafa fengið fyrir björgunarafrekið. „Frá skát- unum fengum við bronskross sem enginn hefur fengið lengi og frá Rauða krossinum í Keflavík feng- um við 25 þúsund krónur hvor,“ segir Kolfinna Jóna. Samkvæmt myndrænum lýs- ingum stelpnanna varð slysið með þeim hætti að Atli Reynir kýldi í gegnum rúðu í ærslagangi í leik sem þau þrjú voru í. „Þau byrjuðu að kasta kodda í hvert annað. Svo endaði með því að hún [Kolfinna Jóna] fór bak við svona hurð með gleri á. Svo var svona langur gangur og hann fór alveg út á enda og kom svo bara á fullri ferð beint í glerið og fékk risastórt sár,“ segir Sigrún Guð- björg. „Svo hringdi ég á sjúkrabíl og hún [Sigrún Guðbjörg] vafði handklæði um sárið á meðan,“ seg- ir Kolfinna Jóna. Morgunblaðið/Golli Kolfinna Jóna, Atli Reynir og Sigrún Guðbjörg voru sæl á svip þegar stelp- urnar tóku við verðlaununum í gær. Þær hlutu viðurkenningarskjal, skyndihjálparbók og stærðarinnar sjúkrakassa að launum fyrir afrekið. Börn ættu að kunna skyndihjálp Tvær stúlkur úr Garðinum útnefndar skyndi- hjálparmenn ársins 2003 „ÞAÐ kemur mér á óvart og mér þykir miður að Helga Kress skuli lauma einhverri óbirtri skýrslu um mig í fjölmiðla, áður en hún kynnir mér hana sjálf. Þetta er líklega brot á siðareglum háskólans,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, um greinargerð sem Helga Kress, prófessor við HÍ, hefur unnið um vinnubrögð Hannes- ar við ritun fyrsta bindis ævisögu Halldórs Laxness. ,,Ég hef hins vegar í dag lesið þessa skýrslu og hún bætir engu nýju við það sem áður hefur komið fram og svör mín við gagnrýni Helgu áður standa enn,“ segir hann. „Hitt er annað mál að það er virð- ingarvert af Helgu að skrifa 220 blað- síðna bók um mig og legg ég til að hún fái fyrir það doktorsnafnbót við heimspekideild, enda er hún held ég eini prófessor háskólans, sem ekki hefur lokið doktorsprófi. Jafnframt finnst mér eðlilegt að bókmennta- fræðingar gefi þetta verk Helgu út, vegna þess að ég held að þetta séu góðar leiðbeiningar um það hvernig eigi að skrifa ævisögur,“ segir hann. Hannes kveðst hafa nýtt sér fjöldann allan af textum þegar hann ritaði ævisögu Halldórs Laxness. „Helga ræðst t.d. á mig fyrir að nota mér lýsingu dansks manns, sem var samtímis Halldóri Kiljan Laxness í klaustrinu í Clervaux í Lúxemborg. Ég hafði upp á þessari bók og notaði mér hana. Ég pantaði hana frá Dan- mörku, fór í klaustrið, talaði við munkana og breytti textum eftir þeirra upplýsingum. En það var kost- ur á minni bók en ekki galli, að ég fann þarna lýsingu á klausturlífinu á dögum Halldórs og notaði hana. Hvar voru þá allir Laxness-fræðing- arnir? Hvers vegna fór þessi bók framhjá þeim?“ Lýsir undrun á fyrirhugaðri málsókn Hannes lýsir undrun á fyrirhug- aðri málsókn afkomenda Halldórs gegn honum. „Mér leikur þá forvitni á að vita hverjar dómkröfur séu. Ég veit ekki til þess að ég hafi brotið nein lög. Ef ég hef brotið einhver lög, þá hef ég ekki gert það vísvitandi og biðst að sjálfsögðu velvirðingar ef svo er. Ég veit ekki um hvað málið á að snúast, hvaða lög ég hef brotið eða hvaða kröfur eru gerðar í máli gegn mér. Ég get ekki annað en yppt öxl- um og lýst undrun minni,“ sagði hann og telur að málið sé liður í því að þagga niður í sér og hræða sig frá því að halda verki sínu áfram en hann kveðst nú vinna að öðru bindinu um Halldór Laxness. Bætir engu við það sem áður hefur komið fram Hannes Hólmsteinn Gissurarson AFKOMENDUR Halldórs Kiljan Laxness undirbúa málsókn gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni vegna vinnubragða hans við ritun bókar hans um skáldið. Afkomend- urnir hafa einnig ákveðið að vísa mál- inu til siðanefndar Háskóla Íslands og óska eftir að siðanefndin fjalli um vinnubrögð Hannesar við ritun bók- arinnar og kveði upp úr um hvort Há- skólinn fallist á þessi vinnubrögð. Greinargerð unnin fyrir afkomendur Halldórs Laxness Guðný Halldórsdóttir, dóttir Hall- dórs Laxness, staðfesti þetta í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Guðný segir ljóst að um mikinn ritstuld sé að ræða, höfundarlög gildi í landinu og vilja þau láta á það reyna hvort löglegt sé að stela upp úr verkum annarra eins og gert sé í bók Hann- esar. Helga Kress, prófessor við Há- skóla Íslands, hefur unnið rúmlega 200 blaðsíðna greinargerð um bók Hannesar og gert samanburð á texta hennar við verk Halldórs og fjöl- margra annarra höfunda. Að sögn Guðnýjar vann Helga skýrsluna m.a. fyrir afkomendur Halldórs Laxness. Segir hún að eftir að hafa lesið greinargerð Helgu hafi sér orðið ljóst að Hannes taki ekki eingöngu texta upp úr verkum Halldórs Lax- ness og geri að sínum, heldur einnig frá hinum ýmsu höfundum, m.a. Thor Vilhjálmssyni, Stefan Zweig, Helgu Kress, öldruðum munki og taki mikið efni úr verkum Peters Hallbergs. Afkomendur Halldórs Kiljan Laxness Undirbúa mál- sókn gegn Hannesi Hólmsteini RÍKISSAKSÓKNARI hefur gefið út ákæru á hendur fertugum karlmanni fyrir aðild hans að Skeljungsráninu í Lækjargötu árið 1995. Málið var þingfest fyrir héraðsdómi á mánudag og neitaði ákærði sök. Sakborningi er gefið að sök að hafa ásamt félaga sínum veist að tveimur starfskonum Skeljungs sem voru á leið í Íslandsbanka til að leggja inn fjármuni í eigu Skeljungs. Er ákærði sakaður um að hafa slegið aðra kon- una í höfuð með slökkvitæki þannig að hún féll í götuna, hrifsað af henni tösku sem í voru 6 milljónir króna og haft á brott. Félagarnir hurfu síðan á brott í bifreið sem þriðji félaginn ók. Allt að 16 ára fangelsi liggur við ránum sem skapa sérstaka hættu. Þá er lögð fram 5,7 milljóna króna bóta- krafa frá Sjóvá-Almennum trygging- um. Ákærður fyr- ir Skeljungs- ránið 1995
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.