Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ingólfur AgnarGissurarson fæddist í Reykjavík 7. ágúst 1923. Hann lést á Landspítala við Hringbraut 26. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gissur Sveinn Sveinsson, f. 14. september 1895, d. 27. febrúar 1969, og Guðrún Sæmunds- dóttir, f. 23. sept- ember 1899, d. 1. maí 1938. Systkini Ingólfs eru: 1) Sæ- mundur Kristinn, f. 5. september 1924, d. 4. nóvember 1974, 2) María, f. 17. september 1926, d. 16. apríl 1927, 3) Ísleifur, f. 22. ágúst 1928, d. 3. apríl 1993. 4) Sigríður, f. 2. júlí 1930, 5) Hróð- mar, f. 3. október 1931, og 6) Gunnar, f. 23. janúar 1934, d. 14. október 1956. Seinni kona Giss- urar var Guðrún Pálsdóttir, f. 1. apríl 1891, d. 10. júlí 1981. Fóst- Sigurborg. Kvæntur Sigþrúði Hilmarsdóttur. Börn þeirra eru Atli, Guðrún og Agnar. Sonur Sigþrúðar er Evert Ingjaldsson. 4) Auður, f. 3. nóvember 1958, gift Ólafi Sigurgeirssyni. Börn þeirra eru Gerður Björk, Ing- ólfur Agnar og Aðalsteinn. 5) Helga f. 15. maí 1966, gift Pétri S. Valtýssyni. Synir þeirra eru Olgeir Frits og Valtýr Ingi. 6) Arna, f. 4. september 1968, gift Páli Hreinssyni. Börn þeirra eru Guðrún, Hreinn og Anna. Ing- ólfur og Vilborg eiga sjö barna- barnabörn sem eru: Hafsteinn Fannar og Birkir Orri Ragnars- synir, Ólöf Eiríksdóttir, Rakel Jóna Ásbjörnsdóttir, Sædís Birta Stefánsdóttir, Óskar Andri og Tristan Dagur Kristjánssynir. Ingólfur lærði húsgagnabólstr- un og vann við iðn sína fram á síðustu ár. Ingólfur var virkur í starfi Kristniboðssambandsins og Gid- eonfélagsins og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir þau félög og var einn af umsjónarmönnum sunnudagaskóla Kristniboðssam- bandsins. Útför Ingólfs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. ursonur Guðrúnar Pálsdóttur var Páll Sigurðsson, f. 2. sept- ember 1919, d. 19. janúar 2004. Einnig ólu þau upp Þrúði Pálsdóttur, f. 31. mars 1941, og Gunn- rúnu Gunnarsdóttur, f. 23. mars 1957. Í júní 1946 kvænt- ist Ingólfur eftirlif- andi eiginkonu sinni Vilborgu Stefáns- dóttur, f. 21. mars 1928. Börn þeirra eru: 1) Guðrún, f. 14. mars 1948, gift Haraldi Hafsteini Jónssyni. Þeirra synir eru Ragn- ar og Ingólfur. 2) Gissur Sveinn, f. 20. ágúst 1950, kvæntist Sól- veigu Aradóttur, þau skildu. Börn þeirra eru Vilborg Arna og Sæmundur Kristinn. Sambýlis- kona er Lovísa Þorleifsdóttir. 3) Sæmundur Kristinn, f. 24. maí 1953, kvæntist Ólöfu Björnsdótt- ur, þau skildu. Þeirra dóttir er Ingólfur Agnar Gissurarson var fæddur á Laugaveginum í Reykja- vík 7. ágúst 1923, sonur hjónanna Gissurar Sveins Sveinssonar og Guðrúnar Sæmundsdóttur. Árið 1929 fluttist fjölskyldan að Fjöln- isvegi 6, í glæsilegt hús sem Gissur hafði reist, og varð aðsetur stór- fjölskyldunnar í hálfa öld. Þegar Ingólfur var á 15. ári lést móðir hans 38 ára gömul, frá stórum barnahópi, en þá voru börnin sex, Ingólfur elstur, þá Sæ- mundur, Ísleifur, Sigríður, Hróð- mar og Gunnar, en María, sem fæddist 1926, lést sex mánaða göm- ul. Eftir lát Guðrúnar kom inn á heimilið Guðrún Pálsdóttir, síðari eiginkona Gissurar, og annaðist fjölskylduna af einstökum mynd- arskap og hlýju. Ingólfur og eftirlifandi eiginkona hans Vilborg Stefánsdóttir giftu sig 29. júní 1946. Elsta dóttirin Guðrún fæddist 1948 og bjó fjölskyldan fyrstu árin á Fjölnisveginum og þar fæddust Gissur og Sæmundur. Þau byggðu sér glæsilega íbúð á Bugðulæk 13, þar sem þau bjuggu í nokkur ár og þar bættist Auður í hópinn. Þaðan fluttu þau í Melgerði 5 og þar bættust yngstu dæturnar Helga og Arna í barnahópinn. Síð- ustu árin hafa þau búið á Klepps- vegi 34. Ingólfur og Vilborg voru ákaf- lega samhent hjón, sýndu hvort öðru ást og virðingu og bjuggu börnum sínum fallegt heimili. Gest- risni var þeim báðum í blóð borin og oft mikill gestagangur á heimili þeirra, ég minnist þess að þegar við, hópur af ungu fólki, komum að sækja Guðrúnu dóttur þeirra að kvöldi fermingardags Sæma var öllum hópnum boðið inn í veisluna. Það voru ekki bara þau hjón sem voru samhent heldur hefur þessi stóra fjölskylda alla tíð verið ein- staklega samhent. Þegar tvö af „börnunum“ fluttu út á land hittist öll fjölskyldan og hélt útihátíðir norður í landi og þegar mikið hefur staðið til í verklegum framkvæmd- um hafa margar hendur unnið létt verk. Hinn 1. september 1939 hóf Ing- ólfur nám í húsgagnabólstrun hjá Erlingi Jónssyni og lauk hann sveinsprófi 1944, með hæstu ein- kunn sem gefin hafði verið í faginu. Hann vann á ýmsum húsgagna- verkstæðum framan af, m.a. hjá Ragnari Björnssyni, en lengst af rak hann eigið verkstæði fyrst í Bergstaðastræti en síðan á ýmsum stöðum í bænum. Í mörg ár voru þau hjón með húsgagnaverslunina Bólstrun Ingólfs, sérverslun með rókókóhúsgögn og tengda hluti, fyrst á Hverfisgötunni en síðan í Austurstræti og Aðalstræti. Margir þekktir fagurkerar leituðu til hans með endurbyggingu á fágætum húsgögnum og voru slíkar endur- byggingar oft hrein listaverk. Ingólfur greindist með krabba- mein fyrir þrettán árum en náði aftur góðri heilsu en greindist síð- an aftur með krabbamein fyrir tveimur árum en var við allgóða heilsu framan af og gekk til vinnu, en í lok síðasta árs fór þrekið að dvína uns hann fékk hægt andlát að morgni 26. mars. Það er mikil gæfa í lífinu að fá að kynnast manni eins og Ingólfi Gissurarsyni. Við fyrstu kynni sá maður hinn glettna og lífsglaða mann en við nánari kynni kynntist maður einnig hinum trúaða manni, hann átti sanna trú en í trú sinni var hann hógvær og lítillátur. Hann var virkur félagi í Kristni- boðssambandinu og Gideonfélaginu og var m.a. einn af umsjónarmönn- um sunnudagaskóla Kristniboðs- sambandsins. Ég kveð með söknuði og virð- ingu ástkæran tengdaföður minn. Það var ekki hans lífsstíll að pred- ika yfir öðrum, en með því hvernig hann lifði lífi sínu í kristilegum anda, hógvær og lítillátur, var hann okkur öllum sönn fyrirmynd. Haraldur H. Jónsson. Elsku afi. Nú kveð ég þig eftir stutta en snarpa baráttu við illvígan sjúk- dóm. Ég minnist þess þegar ég sem polli kom og fékk að gista hjá ömmu og afa í Reykjavík. Þá var oft glatt á hjalla og þá sérstaklega þegar farið var í skottabílnum í sunnudagaskólann. Öllum var hrúgað í bílinn og svo var ekið af stað og sungið hástöfum. Eins þeg- ar við fórum til berja og í okkar frægu útilegur. Ég minnist þess sérstaklega þegar þú varðst sjötug- ur og einni af hinum frægu veislum fjölskyldunnar var slegið upp á Kópaskeri, ég gat því miður ekki verið með í veislunni, en þar sem ég var staddur á Kópaskeri daginn fyrir veisluna tók ég að mér að skreyta kökuna. Margir skemmtu sér yfir þessari abstrakt skreyt- ingu, þar sem elsta barnabarnið sem þá var 21 árs skrifaði stórum og klunnalegum stöfum AFI 70 ÁRA. Þó alltaf væri stutt í brosið og góðmennskan skini af þér var líka gott að leita til þín ef eitthvað bját- aði á. Ekki leiddist þér að taka í spil, og það hef ég erft frá þér, þó svo spilaáhugi minn komist ekki í hálfkvisti við þinn. Við vorum báðir miklir áhuga- menn um ljóð, og vil ég kveðja þig í hinsta sinn með 1. erindi ljóðsins „Og svona lauk þessu ljóði“ eftir Tómas Guðmundsson, úr bók sem þú gafst mér á stórri stund í lífi mínu: Og svona lauk þessu ljóði – það leið út í þögulan bláinn sem söngur úr skógi, sem blærinn ber með blómilmi út yfir sjáinn. Við sungum það eina sumarnótt. Við syngjum það aftur við djúpið rótt, þegar dagurinn hinzti er dáinn. Góða nótt og Guð geymi þig elsku afi minn. Þinn Ragnar Hinn 26. mars sl. lést í Landspít- alanum Ingólfur A. Gissurarson bólstrari. Mig langar til að minnast þessa góða vinar míns nokkrum orðum. Okkar kynni voru búin að standa í rúmlega 42 ár, allt frá því að við gerðumst félagar í Kristni- boðsfélagi karla. Kynnin við Ingólf voru alla tíð bæði ljúf og góð, enda hann einstakt ljúfmenni og góður drengur. Við heyrðum kall Guðs til afturhvarfs á sömu stundu á tjald- samkomu á Skólavörðuholtinu árið 1961. Ingólfur svaraði kalli Guðs á róttækan hátt í fullri einlægni, enda bar vitnisburður hans og öll framkoma vott um það. Vitnisburð- ur hans um trú hans á Jesú Krist var svo einlægur að maður fann að hún risti djúpt í alla vitund hans. Ingólfur átti trúaða móður og hann vitnaði oft um það hversu djúp áhrif hún hafði á líf hans á upp- vaxtarárunum. Ingólfur var kall- aður til ábyrgðarstarfa hjá Sam- bandi ísl. kristniboðsfélaga og sat í stjórn þess í mörg ár, lengst af sem ritari. Hann var einnig vara- formaður í Kristniboðsfélagi karla í mörg ár og formaður þess í þrjú ár. Hann starfaði við Sunnudaga- skóla Kristniboðsfélaganna í mörg ár. Hann var einn af þeim sem hóf starf á vegum Kristniboðssam- bandsins í Keflavík 1961. Einnig tók hann þátt í Tjaldsamkomum þeim sem Kristniboðssambandið hélt í Reykjavík um 10 ára skeið. Ingólfur var virkur félagi í Gideon- félaginu í mörg ár og tók þátt í út- hlutun á Nýjatestamentum til skólabarna á vegum þess. Öllum þessum störfum gegndi hann af mikilli trúmennsku og af þeirri natni sem honum var eðlilegt. Ing- ólfur var mikill bænamaður og bar fjölda einstaklinga á bænarörmum fram fyrir Guð. Hann bar einnig fyrir brjósti það samfélag sem hann tilheyrði, því að auk kristni- boðshreyfingarinnar var hann fé- lagi í KFUM, en í það félag gekk hann ungur og naut þess að sitja við fótskör þeirra góðu manna sem þar störfuðu. Dvalar í sumarbúðum félagsins í Vatnaskógi naut hann vel og taldi þær stundir meðal bestu stunda ævi sinnar. Ingólfur var kvæntur Vilborgu Stefánsdótt- ur og eignuðust þau fjórar dætur og tvo syni. Ingólfur naut sín vel í faðmi fjölskyldunnar og naut hún ómældrar umhyggju hans. Með Ingólfi er horfinn á braut traustur vinur og heimilisfaðir og traustur samfélagsþegn hins kristna sam- félags á okkar landi. Honum eru af hjarta þökkuð öll störf hans í sam- félaginu og fjölskyldu hans vottuð einlæg samúð og þeim beðið Guðs blessunar. Baldvin Steindórsson. Það syrtir að er sumir kveðja. (D. St.) Vinur minn Ingólfur Gissurarson er ekki lengur á meðal okkar. Ég veit að hann er á himnum þar sem Jesú frelsari hans hefur tekið á móti honum. Vinátta okkar Inga hófst í Vatnaskógi, þar sem unaðsstundir unglingsáranna liðu undir hand- leiðslu sr. Friðriks Friðrikssonar og sr. Magnúsar Runólfssonar. Við Ingólfur urðum fljótt góðir vinir og hélst sú vinátta alla tíð, án þess að skuggi félli á. Minningar koma og líða hjá. Tjaldfélagar í skóginum þar sem maríuerla villtist inn í tjaldið eina nóttina. Knattspyrnuleikir þar sem Ingi bar af öðrum, eggjaleit. Ganga á Skarðsheiði sem hófst um mið- nætti er ógleymanleg undir far- arstjórn vinar okkar allra Þórðar Möller læknis, bátsferðir o.þ.m. veiðiferðir og svo það sem mestu máli skipti uppfræðsla í Guðs orði, sem hafði varanleg áhrif á líf okk- ar, eins og svo margra annarra. Ég á Ingólfi margt að þakka, þó mest af öllu fyrir símtal, sem varð mér til ómetanlegrar og varanlegr- ar blessunar. Þegar hann benti mér á að KFUM væri að undirbúa námskeið, sem bæri yfirskriftina „Grundvöllurinn er Kristur“. Lokakvöldið tók ég á móti Jesú Kristi, sem frelsara mínum og þá eignaðist ég nýtt líf. Ég bið Drottin að styrkja Boggu konu Ingólfs, börn þeirra, fjöl- skyldur og einnig þá aðra sem sorgin hefur snert vegna fráfalls hans. „Því svo elskaði Guð heiminn að Hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver, sem á Hann trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“ Blessuð sé minning Ingólfs Giss- urarsonar. Jóhann Guðmundsson. Elsku afi, núna ertu kominn á bjartan og fallegan stað með hinum englunum hans Guðs, í hvítum kyrtli með skjannahvítt hárið og geislandi brosið. Þú varst fallegur yst sem innst, trúfastur og traust- ur maður. Við sátum saman fyrir stuttu og rifjuðum upp gamlar minningar saman frá því að ég var lítil stelpa því að við brölluðum margt skemmtilegt saman. Við rifjuðum upp þegar ég var eitt gamlárskvöld á Njallanum hjá ykkur ömmu og við sprengdum upp flugelda og höfðum það gott. Það var svo ávallt hápunktur sumarsins þegar þú komst eld- snemma á laugardagsmorgni og sóttir mig og leiðin lá upp í Vatna- skóg á kristniboðsmótin þar sem var mikið sungið og hlustað á orð Guðs, hlegið og grátið. Stundum fórum við að sigla á vatninu eða í göngutúr upp að kapellunni. Skemmtilegast var þegar við gist- um í gamla skálanum og ferðirnar á milli voru einstaklega skemmti- legar því þá fræddirðu mig um allskyns hluti og bentir mér á Staupastein. Oft þegar ég kom að heimsækja þig spjölluðum við saman á verk- stæðinu og þú útskýrðir fyrir mér hvað þú varst að gera, svo fórum við upp að snæða og spiluðum gjarnan. Ég mun ávallt verða þakklát fyrir tímann með þér, þú kenndir mér margt. Ég veit að þú passar hana ömmu vel því þið áttuð svo fallegt samband. Ég ætla að kveðja þig með orð- unum sem þú kvaddir mig alltaf. Guð geymi þig, elsku afi, og hvíldu í friði. Vilborg Arna. Síðla dags föstudaginn 26. mars sl. hringdi dóttir góðs vinar míns til mín og tilkynnti mér að faðir sinn, Ingólfur A. Gissurarson, væri látinn. Daginn áður hafði ég setið við rúm hans á spítalanum og sá þá hversu sjúkur hann var, enda náði ég ekki sambandi við hann. Ég hélt í hönd hans og þakklæti kom upp í huga minn til Guðs fyrir að hafa átt Ingólf að vin um áratuga skeið. Nú var hann að kveðja þetta jarð- neska líf og ég veit að Guð var að taka á móti honum í ríki sitt. Við Ingólfur tengdumst vina- böndum á unglingsárum okkar. Við sóttum báðir fundi í KFUM og nut- um þess að kynnast séra Friðriki Friðrikssyni. Það voru forréttindi okkar að fá að hlusta á séra Frið- rik predika um gildi þess að eign- ast Jesú Krist sem leiðtoga lífs okkar. Ég minnist einnig margra ánægjulegra stunda þegar við dvöldum í Vatnaskógi á unglings- árum okkar og nutum þess að spila knattspyrnu á gamla vellinum. Ing- ólfur var frábærlega lipur í þeirri íþrótt, fljótur og markviss og naut þess að spila með knöttinn. Ingólfur fór í iðnnám í hús- gagnabólstrun hjá Erlingi Jónssyni sem var frábær kennari. Ingólfur rak síðan eigið verkstæði nánast allan sinn starfsaldur. Hann var handlaginn og vand- virkur í öllum störfum sínum og eftirsóttur af viðskiptavinum. Hann var afar nákvæmur og skylduræk- inn og lét aldrei frá sér húsgagn til viðskiptavina nema því aðeins að það væri óaðfinnanlega unnið. Eiginkona Ingólfs er Vilborg Stefánsdóttir. Hjónaband þeirra var afar farsælt og stóð Vilborg við hlið manns sins í blíðu og stríðu. Þeim varð sex barna auðið. Ingólfur starfaði um áratuga skeið með KFUM. Einnig átti kristniboðsstarfið hér heima og er- lendis hug hans allan og var hann mikill bænamaður fyrir því starfi. Ingólfur var hlédrægur í allri framkomu. Hann hélt sér fremur til hlés og var lítillátur. Hann átti marga eiginleika sem nutu sín ekki alltaf vegna hlédrægni hans. Það var ánægjulegt að tala við hann um guðfræðina og hann var fróður í Biblíunni. Við áttum margar góðar stundir saman þar sem við rædd- um um gildi trúarinnar og mik- ilvægi þess að lesa Guðs orð og taka þátt í hinu kristilega starfi. Nú þegar komið er að leiðarlok- um, koma orð séra Friðriks upp í huga mér: Til kross þíns, kæri Jesús, ég kom og hlaut þar frið, því aldrei ég í huga hef það hæli að skiljast við. Og hvað sem býður heimur mér, ég hismi met og tál, en ég hrósa mér af krossi Krists, þar Guðs kærleik vann mín sál. (Friðrik Friðriksson.) Við hjónin vottum fjölskyldu Ingólfs okkar dýpstu samúð. Hvíl þú, vinur, í friði Guðs. Helgi Elíasson. INGÓLFUR AGNAR GISSURARSON Elsku langafi. Við kveðjum þig núna eftir góðar samverustundir. Það var alltaf gott að hitta þig, og finna stóru hendurnar strjúka litla kolla, og segja sögur eða fara með ljóð. Við kveðjum þig með „litlu bæninni“ eins og við köllum hana. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Góða nótt og Guð geymi þig. Hafsteinn Fannar og Birkir Orri. HINSTA KVEÐJA  Fleiri minningargreinar um Ingólf Agnar Gissurarson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.