Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 39
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 39 N ú berast þau tíðindi af vefmiðli Evening Standard að um- skipti hafi orðið í væntingum kvenna og karla til lífsins. Könnun sem gerð var í Bretlandi nýlega leiddi í ljós að konur njóta heldur betur til fulls þess frelsis sem þær hafa öðlast og hafa snúið baki við hjónabandi, því þær kjósa frem- ur sjálfstæði og ævintýri. Aftur á móti er þessu öfugt farið með karlana, þeir eru í aukn- um mæli orðnir óöryggir og kvíðnir vegna óuppfylltra drauma sinna um stabílt fjölskyldulíf. Þeir eru núna kynið sem kýs frekar að vera heima í öruggri höfn. „Karlmenn eru líklegri til að setja í forgang fast samband, hjónaband eða sambúð,“ segir Nicola Stuber sem stóð fyrir könnun þessari og bætir við að einhleypar konur virðist mun ævintýragjarnari en karlar í sömu stöðu. „Þær hafa meiri áhuga á að gefa sér tíma til ferðalaga og skoða sig um í heiminum. Eins eru þær mun ákafari í að bæta sjálfar sig á sem flestan hátt. Konur eru orðnar sjálfstæðari á sama tíma og karlarnir hafa vax- andi þörf fyrir einhvern til að treysta á í föstu sam- bandi.“ Tölfræðin er á þann veg að 39% einhleypra karla sögðu að það sem skipti mestu máli í lífinu væri að vera í föstu sambandi, en að- eins 26% einhleypra kvenna sögðu það sama. Og 21% karla sagði hjónabandið mikilvægt en einungis 15% kvenna töldu svo vera. Þær sögðu ferðalög og það að bæta sjálfar sig skipta meira máli. Prófessor nokkur að nafni Richard Scase, höfundur bók- arinnar „Britain in 2010, the Changing Business Landscape“, tekur heilshugar undir þessa breytingu og segir: „Núna eru fleiri konur ákveðnar og einbeitt- ar, sjálfsöruggar og mun andrík- ari en karlar, miklu tilbúnari til að taka áhættu og auk þess framtaks- samari og áræðnari en karlkynið.“  KYNIN|Konur sjálfstæðar og vilja ferðast í auknum mæli Morgunblaðið/RAX Mismunur: Konur eru orðnar sjálf- stæðari á sama tíma og karlarnir hafa vaxandi þörf fyrir einhvern til að treysta á í föstu sambandi. khk@mbl.is Karlarnir kjósa öryggið heima fiú gætir hitt á töfrastund flegar flú notar VISA og unni› fer› á Ólympíuleikana í AfiENU 2004 til fless a› hvetja Vonarstjörnur VISA. SIMPLY nýi ilmurinn frá Clinique Tær og ferskur ilmur, fullur af lífi , sem umlykur þig geislandi birtu, með dýpt sem kemur á óvart. SIMPLY 30 ml. kr. 3.389 SIMPLY 50 ml. kr. 5.149 SIMPLY Body lotion 150 ml. kr. 3.259 Fæst í snyrtivörudeildum Hagkaupa: Skeifunni, Smáralind, Kringlunni, Spöng og Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.