Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 54
UMRÆÐAN 54 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í NÝBIRTUM bandarískum rannsóknarskýrslum er lagt til að gerðar verði róttækar breytingar á vísindalegum vinnubrögðum og reglugerðum um erfðabreyttar (eb-) matvæla- og lyfjaplöntur þar í landi. Skýrslur þessar birtast í kjöl- far alvarlegra um- hverfis- og heilbrigð- isvandamála sem rakin eru til rækt- unar á eb-plöntum. Við hljótum að vænta þess að niðurstöðum þessara rannsókna verði sérstakur gaumur gefinn hér á landi áður en tekin verður ákvörðun um leyfi til ræktunar á eb-lyfjaplöntum. Fræbirgðir meng- aðar af erfða- breytingum Í skýrslu bandarískra vísindasamtaka (Union of Concerned Scientists) er greint frá rannsókn á meng- un fræbirgða af völd- um eb-efna. Nið- urstöður voru þær að eftir aðeins átta ára ræktun eb-plantna í Bandaríkjunum séu 50% maís- og soya- fræja og 83% repjufræja menguð af erfðavísum úr eb-plöntum. Í skýrsl- unni segir að erfðamengun sé út- breidd um allt land – staðreynd sem líftæknifyrirtækin mótmæla ekki og segjast „ekki undrandi“ á niðurstöðunum. Sérstaklega vara skýrsluhöfundar við áhættu sem heilbrigði okkar sé búin af eb- lyfjaplöntum, komist lyfvirk efni eða iðnaðarefni úr þeim í matvæli eða fóður. Lagt er til að „landbún- aðarráðuneytið (USDA), Matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA), Umhverf- isstofnunin (EPA) og aðrar viðeig- andi alríkisstofnanir endurbæti reglugerðir um erfðabreyttar lyfja- og iðnaðarplöntur til að tryggja að fræbirgðir fóður- og matjurta mengist hvergi af lyfjum, bóluefn- um, plasti eða skyldum efnum.“ Erfðabreyttar plöntur dreifa sér út í umhverfið Í skýrslu sem Rannsóknaráð Vís- indaakedíunnar (National Academ- ies) vann fyrir landbún- aðarráðuneyti Bandaríkjanna er því lýst hvernig líftækni- fyrirtækjum og op- inberum eftirlitsaðilum hefur mistekist að „af- marka“ eb-plöntur. Jafnframt er bent á nýjar leiðir til að koma í veg fyrir að eb-efni dreifi sér út í umhverf- ið. Í fyrsta lagi segir að strax á fyrstu þróun- arstigum eb-lífvera og afurða þeirra verði að finna ráð til að afmarka þær. Öryggi verði að vera meginmarkmið hvers verkefnis. Til dæmis er afmörkun eb- plantna ekki tryggð eingöngu með því að fyrirbyggja frjókorna- dreifingu, því erfða- mengun geti stafað af frædreifingu, upp- skeruleifum og jarð- vegsörverum. Í öðru lagi segir í skýrslunni að við fram- leiðslu eb-afurða sem mega ekki blandast matvælum verði að nota tegundir sem ekki eru notaðar til matar. Hættulegar eb-afurðir á borð við lyfjaplöntur skapi ekki eins mikla heilsufarsáhættu, séu þær ræktaðar í tegundum sem ekki eru notaðar til manneldis og í rækt- unarkerfi sem fyrirbyggir mengun matvæla og fóðurs. Í þriðja lagi er lagt til að tekin verði upp ný aðferð, sn. „kerf- isbundin afmörkun“ byggð á áhættumati (þ.m.t. hættu á mann- legum mistökum). Meta þurfi líkur Rannsóknir staðfesta áhættu af völdum erfða- breyttra plantna Sandra B. Jónsdóttir skrifar um erfðabreytt matvæli Sandra B. Jónsdóttir ’Við hljótum aðvænta þess að niðurstöðum þessara rann- sókna verði sér- stakur gaumur gefinn hér á landi…‘ ÚLFAR Hauksson, formaður Rauða kross Íslands (RK), skrifar í Mbl. 25. mars sl. grein þar sem hann telur, að það sé bæði nauðsynlegt og eðlilegt að fram fari stöðug og vönd- uð umræða um spila- kassa og spilafíkn eins og margt annað mann- anna bölið og umræða þurfi þó að byggjast á rökum og rannsóknum og fara fram með skynsemi og háttvísi. Hann segir einnig að ég fari með órök- studdar fullyrðingar um vammlausa ein- staklinga sem eiga þar hins vegar ekkert er- indi. Veistu það, Úlfar, að þessar órökstuddu fullyrðingar, eins og þú segir, eru því miður sannleikur og þykir mér það mjög leitt að þið skulið ekki átta ykkur á þeirri staðreynd. Mig lang- ar hins vegar að benda þér á þegar við hjá Samtökum áhugafólks um spilafíkn fórum af stað með þessa umræðu þá var það langur vegur að við ætluðum sérstaklega að beina spjótum okkar að söfnunarkössum Íslandsspila. Það er staðreynd að fólk almennt hefur áhyggjur af þessum spilakössum (sem þið kallið happadrætti og skemmtilega leiki!) og hefur sjálft stýrt umræðunni inn á þessa braut. Það er umhugsunar efni að almenningur í landinu skuli hafa af þessu slíkar áhyggjur. Mér finnst hlutverk þeirra sem standa að spilakössunum ekki vera öfunds- vert. Ég satt að segja vildi ekki taka það að mér að verja tilvist þeirra. Það er ekki markmið okkar að láta banna söfnunarkassa Íslandsspila. Við viljum að þeir verði teknir úr opnu rými og settir í afmarkað hús- næði, ekki vegna þess að það sé ein- hver allsherjar lausn, heldur vegna þess að okkur ber skylda að gera allt sem við getum til að minnka að- gengi barna og unglinga að þeim. Um ábyrga spilamennsku Engar rannsóknir eru til á Íslandi um fjárhættuspil. Enginn veit hversu útbreitt og algengt það er að spila í fjárhættuspili. Þær kannanir sem ég vísa til eru spurningalisti sem er lagður símleiðis fyrir fólk, spurningar framreiddar af rekstr- araðilum spilakassanna. Mér þykir það hlægileg rök, að nota þessa spurningalista til að sannfæra sjálf- an sig og almenning um réttmæti spilakassanna. Pétur Tyrfingsson sálfræðingur segir á vefnum per- sona.is að allar umræður um spila- fíkn séu háðar alvar- legum takmörkunum vegna skorts á gögn- um. Hann segir líka að allar heimildir skuli skoða með opnum huga og meta með gagnrýnu hugafari. Er ekki nóg að heyra reynslusögur einstaklinga sem segja frá hörmungum sínum þegar þeir hafa misst alla stjórn á spila- mennsku sinni (oftast í spilakössum). Hvers vegna þarf að verja og réttlæta að það þurfi að taka á þess- um málum? Við vissum vel að ykkur stæði ógn af okkar samtökum, fynd- ist vegið að ykkur og ykkar þægi- legu tekjulind. Þegar við sem sam- félag ákveðum að leyfa eitthvað okkur til skemmtunar, sem síðan reynist hluta okkar samfélags skað- legt, eigum við þá ekki að taka ábyrgð á því? Tökum t.d. dæmi með áfengi við vitum ef við drekkum of mikið þá getur það valdið okkur skaða. Hvernig er lögum háttað með áfengi, það er selt í afmörkuðu hús- næði sem börn og unglingar hafa ekki aðgang að, og þetta finnst öll- um sjálfsagt, meira að segja þeim sem markaðssetja þessar vörur. Hvað er þá til fyrirstöðu að setja spilakassa Íslandsspila í afmarkað húsnæði undir eftirliti þannig að börn og unglingar hafi ekki aðgang að þeim, er það ekki líka sjálfsagður hlutur? Spilafíkn er dauðans alvara, það er á hreinu, við búum í sam- félagi þar sem samtryggingin er höfð að leiðarljósi og ef einhver okk- ar vilja gera eitthvað sér til skemmtunar sem gæti skaðað sum okkar, þá er skylda okkar sú að taka tillit til þeirra sem þetta bitnar verst á. Allt annað er siðleysi. Hér er ég ekki að tala um að banna fjár- hættuspil, heldur er ég að ræða þetta almennt og fá fólk til að opna augun fyrir hættunni af fjár- hættuspili. Það er því vandræðalegt að heyra forystufólk hjálp- arsamtaka verja fjárhættuspil á Ís- landi. Ég á stundum bágt með að trúa því sem ég heyri og les. Þeir í Kanada hafa gert stórt átak í þess- um málum. Þeir hafa hrundið af stað átaki sem miðar að breyttu hug- arfari varðandi fjárhættuspil, af öll- um toga hjá landsmönnum. Þeir kalla það: Ábyrga spilamennsku (Responsible gambling). Hér er um að ræða hugarfarsbreytingu um ábyrgð á spilamennsku og umgang- ast hana eins og allt annað sem við viðurkennum sem mögulega hættu og er skaðlegt, að fara að líta á fjár- hættuspil sem eitthvað sem hver og einn getur skaðast af. Líkt og ef þú færð þér sígarettu þá setur þú þig í hættu. Þegar þú spilar fjárhættuspil og telur þér trú um að þú sért að styrkja gott málefni, þá seturðu þig í hættu, þú gætir tapað ÖLLU sem þú átt. LÍFINU LÍKA. Því ætti að standa á hverjum einasta spila- kassa: Varúð: Að spila á fjárhættuspilakassa gæti kostað þig lífið. Þeir sem ánetjast fjárhættuspila- kassa glata mannorði sínu og æru áður en þeir svipta sig lífi. Það sorglega við þessar aðvaranir er að þær eru engar ýkjur, ekki frekar en að tóbaksreykingar valda lungnakrabbameini. Ábyrg spila- mennska segir okkur að horfast í augu við staðreyndir. Að sum okkar muni deyja vegna spilafíknar. Sam- tök áhugafólks um spilafíkn eru komin til að vera, við munum vera til staðar fyrir alla sem telja sig eiga í vandræðum hvort sem það er spilasjúkur einstaklingur eða að- standandi, hvort það sé í dag eða á morgun eftir viku eða mánuð eða ár jafnvel eftir tíu ár þá verðum við til staðar. Við erum í Dugguvogi 17–19 og síminn er 568-6666 og 897-6629, netfang okkar er spilafikn@simnet- .is hafið samband eða sendið okkur línu. Við munum svara öllum bréfum og fyrirspurnum eftir bestu getu. Að horfast ekki í augu við staðreyndir Júlíus Þór Júlíusson skrifar um spilakassa og spilafíkn ’Það er því vandræða-legt að heyra forystu- fólk hjálparsamtaka verja fjárhættuspil á Ís- landi.‘ Júlíus Þór Júlíusson Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. MIKIÐ hefur verið rætt um er- lendar lántökur og kemur flestum saman um að lán í erlendum mynt- um sé hagkvæmari kostur en lán- taka í íslenskum krónum, jafnframt þó að gengisáhættan sé til staðar. Sú gengisáhætta sem einkennir erlend- ar lántökur birtist með tvenns konar hætti ef gengi krón- unnar fellur. Annars vegar hækkar höf- uðstóll lánsins og hins vegar hækkar afborg- unarbyrði hefðbund- ins afborgunarláns. En eru erlend lán hagstæður kostur? Í grein Arnars Jónssonar og Ísaks Haukssonar sem var birt í Morg- unblaðinu júlí 2002 kemur fram að ef skoðaðar eru rannsóknir á er- lendu lánsfé kemur í ljós að erlend lántaka til lengri tíma hefur yf- irburði yfir íslenska lántöku sem nemur 1-3% á ári. Þá er tekið tillit til vaxta, verðbólgu og gengis- munar. Ef til hagvaxtar kæmi, myndi verðbólga aukast og þar af leiðandi myndu vextir fylgja á eftir og gæti vaxtastig hér á landi orðið hátt um tíma meðan verðbólgan hjaðnar. Því eru röksemdirnar þær að á meðan vaxtamunurinn er meiri en lækkun krónunnar til langs tíma, er hagstæðara að taka erlend lán. Hver er gengis- áhættan? Við áhættumat á geng- isáhættu er ágætt að horfa á ákveðin örygg- ismörk sem sýnir hver mesta hækkun geng- isvísitölunnar gæti orð- ið í 95% tilvika. Sam- kvæmt því verður gengishækkun á er- lendu láni í samsetn- ingu gengisvísitölu (GVT) ekki hærri en 11,5% á einu ári. Hér er þó ekki tekið tillit til hagstærðar s.s. raungengis á hverj- um tíma. Í umræðunni um gengisáhættu erlendra lána vill oft gleymast að breytingar á gengi krónunnar koma fram í verðlagi. Í því samhengi er oft talað um að sú þumalputtaregla gildi að 40% af veikingu krónunnar komi fram í verðlaginu. Ástæður eru að innfluttar vörur telja nálægt 40% í mælingu Hagstofunnar á vísi- tölu neysluverðs. Gengisáhættan er því á lengri tíma litið ekki mikil og fylgir sú breyting að miklu leyti verðbreytingum hér innanlands. Hægt er að verjast gengisáhættu og má gera það á marga vegu, t.d. með ýmiskonar varnarsamningum. Líta má á þá sem tryggingu gegn veikingu krónunnar. Gallinn við slíka varnarsamninga er sá að þeir kosta ákveðna upphæð og hún dregur úr hagræði erlendu lántök- unnar. Hvernig væri hægt að útbúa erlent lán og eyða allri gengisáhættu? Í skýrslu sem ég vann að síðastliðið sumar ásamt samnemanda mínum við Viðskiptaháskólann á Bifröst, reyndum við að finna leiðir til þess að eyða allri gengisáhættu án þess þó að það komi niður á hagræðingu þess að vera með erlent lán. Nið- urstöður sýndu að ómögulegt er að koma í veg fyrir eða draga úr áhættu á að höfuðstóll erlendra lána hækki vegna gengis en þar sem skýrsla okkar var unnin með það í huga að höfða til þarfa ein- staklinga reyndum við að draga sem mest úr áhrifum gengisbreyt- inga á mánaðarlega afborg- unarbyrði lántakanda. Ein- staklingur hefur ákveðið greiðsluhæfi og er stærsti galli við erlendar lántökur í dag að ef gengi krónunnar fellur er hættan á því að lántakandi hafi ekki bolmagn í það að greiða þær afborganir af láninu sem honum ber að greiða. Í skýrslu okkar, sem hægt er að nálgast á vefslóðinni http:// campus.bifrost.is/bif1304, koma fram nokkrar tillögur að veðlánum sem hugsaðar eru lengri tíma. Þær tillögur sýna að það er mögulegt að draga úr áhrifum gengis á mán- aðarlegar afborganir með ýmsum leiðum. Ein af hugmyndum okkar að er- lendu lánsformi fyrir einstaklinga og smærri rekstraraðila eru láns- form sem við köllum Jafngreiðslu- gjaldeyrislán. Hugmyndin bak við það lánsform er að láta mán- aðarlegar afborganir af láninu fylgja þeim breytingum sem verða á neysluverðsvísitölu. Hugmyndin er sú að lántaki greiði niður lánið í jöfnum afborgunum miðað við ís- lenska krónu auk viðbótar við hækkun neysluverðsvísitölu. Láns- tíminn myndi svo styttast eða lengj- ast eftir því hver gengisþróunin hefur verið. Lántaki er þá kominn með lán með mánaðarlegum greiðslum sem taka mið af breyt- ingum neysluverðsvísitölunnar líkt og innlend lán gera. Sá helsti ókost- ur við þessa útfærslu er sú að láns- tími er óviss, hugmyndin tekur tillit til þess að greiðsluhæfi lántakanda verði jafnt og að hann geti greitt af erlenda láninu þar til skuldin er að fullu uppgreidd. Er til markaður fyrir erlend lán? Þrátt fyrir óvissuþætti með geng- isþróun má búast við að ein- staklingar og smærri rekstraraðilar vilji nýta sér þann vaxtamun sem er á milli erlendra og innlendra lána. Nú fer í hönd uppgangur í þjóð- félaginu og vænta má að stýrivextir Seðlabanka Íslands verði hækkaðir til að stemma stigu við þenslu og vaxtamunur milli Íslands og helstu viðskiptalanda fari vaxandi á kom- andi misserum. Því er við að búast að einstaklingar og smærri fyr- irtæki muni í æ ríkari mæli leita í erlenda lántöku. Nauðsynlegt er fyrir fjármálafyrirtæki að vera viðbúin að mæta þessari þörf með hagkvæmum lánsformum og upp- lýsingaefni til viðskiptavina um hagræði og áhættu erlendra lána. Erlend lán til einstaklinga Jónas Heiðar Birgisson skrifar um erlendar lántökur ’Hægt er að verjastgengisáhættu og má gera það á marga vegu, t.d. með ýmiskonar varnarsamningum.‘ Jónas Heiðar Birgisson Höfundur er nemi við Viðskiptahá- skólann á Bifröst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.