Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 68
68 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Smáfólk ROSALEGA ER ÉG SYFJAÐUR ÉG ER SVO SYFJAÐUR AÐ ÉG GÆTI SOFIÐ! ÞAÐ ER SVO GAMAN AÐ SJÁ ÞIG FÁ SVONA RÖKRÉTTAR HUGMYNDIR! TIL SKÓLA- STJÓRANS? HVAÐ GÆTI SKÓLASTJÓRINN VILJAÐ SEGJA VIÐ MIG? KANNSKI VILL HANN AÐ ÉG ÞJÁLFI SKÓLALIÐIÐ... EFAST UM ÞAÐ... AÐ FARA TIL SKÓLASTJÓRANS ER ALVEG HRÆÐILEGT... ÉG HELD AÐ ÞEIR SETJI HURÐARHÚNINN OF HÁTT TIL ÞESS AÐ MANNI LÍÐI VERR! JÁ HRÆÐI-LEGT! HVAÐ ER AÐ PATTA? ÞÚ ERT AÐ GRÁTA... EITT TÁR ER EKKI AÐ GRÁTA! © DARGAUD Bubbi og Billi VILTU VERA KYRR BILLI! HVAÐ ER AÐ? ÉG GET EKKI MÆLT BILLA! VOFF! ER HANN VEIKUR? ÞAÐ ER EINMITT MÁLIÐ. ÉG VEIT ÞAÐ EKKI! ÉG SKAL PRÓFA! HVAÐ MEÐ HITAMÆLINN? ÉG ÞARF HANN EKKI! KOMDU HINGAÐ GÓÐI BILLI, KOMDU JÆJA HANN ER Í GÓÐU FORMI HVERNIG VEISTU ÞAÐ? EINFALT! ÞEGAR HANN ER Í GÓÐU FORMI ÞÁ SÉ ÉG MIG Í NEBBANUM Á HONUM ÆI! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FÉLAG einstæðra foreldra mun standa fyrir sölu á Maíblómum þann 1. maí n.k. Þetta verður gert til styrktar fátækum börnum á Íslandi. Félag einstæðra foreldra hefur í hartnær 30 ár barist fyrir bættum kjörum einstæðra foreldra og barna þeirra og haldið uppi þjónustu af margvíslegu tagi í þeirra þágu. Við vitum að fjölskylda á Íslandi sem samanstendur af einstæðu for- eldri ásamt einu barni eða fleirum, (og þá erum við ekki að tala um þá foreldra sem skrá sig einstæða af þekktum ástæðum) hefur úr minna að moða en fjölskylda sem hefur fleiri vinnufærar manneskjur á heimilinu. Allir vilja vera sem mest með börn- um sínum. Ef t.a.m. einstæð móðir hyggur á nám, þarf hún undantekn- ingalaust að sækja um styrki eða lán til að stunda námið, því ekki getur hún unnið með náminu án þess að það bitni á nauðsynlegri samveru hennar við börn sín. Hún er samt eina fyr- irvinna heimilisins og þarf að sjá sjálfri sér og börnum sínum fyrir dag- legum nauðsynjum, vinna heimilis- störfin, koma börnunum í skóla eða leikskóla, fara sjálf í skólann (oftast með strætisvagni) og svona mætti lengi telja. Hver og einn getur reikn- að fyrir sig hversu langt þessi móðir kemst með að uppfylla veraldlegar þarfir barna sinna og verður ekki far- ið út í þær kúnstir hér. En við vitum að fátækt herjar ekki bara á einstæða foreldra. Við heyrum daglega af börnum sem ekki geta stundað sömu áhugamál eða íþróttir og jafnaldrar þeirra, vegna fátæktar. Börnum sem ekki geta farið í ferðalög með skólafélögunum vegna fátæktar og börnum sem bjóða ekki félögum sínum heim til sín vegna þess að þar er skortur af ýmsu tagi. Við heyrum líka af börnum sem eiga við sjúkdóma eða fötlun að stríða og bágur efna- hagur kemur í veg fyrir að þau fái not- ið sín eða fái þau úrræði og aðhlynn- ingu sem þau þurfa. Félag einstæðra foreldra hefur undanfarin 10 ár úthlutað náms- styrkjum til félagsmanna tvisvar á ári og er sú upphæð komin upp í 14 millj- ónir. Einnig úthlutar félagið styrkjum til sumarleikjanámskeiða einu sinni á ári. Auk þess er boðið upp á ókeypis ráðgjöf lögfræðings og félagsráð- gjafa. Þörfin á aðstoð er þó langt um- fram það sem FEF getur veitt. Málefnið: „Börn hjálpa börnum“ er átak til að bæta kjör þeirra barna á Íslandi sem líða skort. Best væri að þjóðin svæfi áhyggjulaus vegna barna sinna, en fyrst svo er ekki ætlum við að nota baráttudaginn 1. maí til að selja blóm og safna fé til styrktar fá- tækum börnum á Íslandi og verður það gert árlega eða eins lengi og vandamálið er til staðar. F.h. Félags einstæðra foreldra, JÓHANN BRAGI BALDURSSON, varaformaður FEF. Maíblómið Frá Jóhanni Braga Baldurssyni: FJÖLMIÐLAR eru sýknt og heilagt að tíunda gróða banka og annarra fjármálastofnana, sem nemur yfir- leitt mörgum milljónum ef ekki nokkrum milljörðum. Mörgum fögr- um orðum er jafnan farið um útsjón- arsemi stjórnendanna, glöggskyggni þeirra og veraldarvisku, en þó eink- um og sér í lagi hvað þeir hafi gott nef fyrir réttum fjárfestingum á hárrétt- um stað og stundu. Sjaldan eða aldrei er hins vegar minnst einu orði á það hversu menn græða á því að eiga við- skipti við ofangreindar stofnanir og hver skyldi nú aðallega vera ástæðan fyrir því? Sennilegast sú að gróði við- skiptavinanna er svo hverfandi lítill eða óverulegur að fréttamönnum dagblaða og annarra miðla finnst hreinlega ekki taka því að gera hann að umræðuefni. Þeim verður enn- fremur tíðrætt um eigindaskipti á þessum stöðum sem virðast í fljótu bragði eiga sér álíka oft stað og nær- buxnaskipti hjá venjulegu fólki. Það er Pétur átti í gær á Páll á morgun og öfugt. Það er aldrei tíðindalaust á þessum virku, mér liggur við að segja ofvirku vígstöðvum. En aðgát skal höfð í nærveru við- skiptavina, sem eru ekki allir jafn- einfaldir og auðblekktir og banka- stjórnir hér á landi virðast stundum halda. Þessir slægvitru peninga- pótentátar ættu því að gæta sín betur og ganga ekki of langt í vaxtaálögum sínum, einkum dráttarvöxtum svo og þjónustugjöldum sem viðskiptavin- um er gert að greiða í ævaxandi mæli, af því að án þátttöku viðskipta- vinanna fá þessar stofnanir engan veginn þrifist svo einfalt er það. Dagur gömlu okraranna, sem höfðu á sér býsna misjafnt mannorð hér áður fyrr eru fyrir löngu taldir, enda hafa nýju bankarnir tekið að sér hlutverk þeirra ekki aðeins með glæsibrag heldur að því er virðist með glaðasta geði og nú er ekkert auðfengnara en bankalán til að fjár- festa t.a.m. í jeppa, sem maður hefur í flestum tilfellum ekkert með að gera eða þá til að reka fyrirtæki, sem oft á tíðum er stofnað á hæpnustu forsendum. Og hvaðan skyldi svo lánsféð koma, sem einlægt er verið að ota að almenningi nema auðvitað frá erlendum lánastofnunum að mestu leyti. Að lokum þetta. Við Íslendingar getum svei mér prísað okkur sæla að eiga svona óborganlega bjargvætti, sem láta sér svo einstaklega annt um hag og gróða viðskiptavina sinna eða hitt þó heldur. Er þetta ekki þegar öllu er á botninn hvolft raunsönn mynd að vísu dregin nokkuð skörp- um dráttum af núverandi ástandi í þessum efnum hér á landi eða hvað finnst ykkur, lesendur góðir? HALLDÓR ÞORSTEINSSON, Rauðalæk 7, Reykjavík. Gróði bankastofn- ana dásamaður Frá Halldóri Þorsteinssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.