Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 1
SYNOPTIK, stærsta gler- augnaverslanasamsteypan í Dan- mörku, krafðist þess í gær, að Jyl- lands-Posten stöðvaði birt- ingu greina um gífurlega álagningu í gleraugna- verslunum en þær munu birt- ast í næsta ein- taki af neytendatímaritinu Der- hjemme, fylgiriti blaðsins. Lögmaður samsteypunnar fór fram á það fyrir rétti í Árósum, að greinarnar um álagninguna yrðu bannaðar þar sem þær snertu viðskiptaleyndarmál og myndu því skaða hagsmuni Syn- optik. Á það var ekki fallist. Sagði frá þessu á fréttavef Jyllands- Posten. Leyndarmálið, sem Derhjemme segir frá, er það, að gler í gler- augu kosti 300 kr. danskar, 3.555 ísl. kr., út úr búð og er þá ísetning ekki innifalin. Innkaupsverðið er hins vegar aðeins 16 d. kr., tæp- lega 190 ísl. kr., eða 18 sinnum minna. Hefur niðurstöðunni þegar ver- ið fagnað sem sigri fyrir tjáning- arfrelsið og neytendur en Peter Scheuer Jensen, framkvæmda- stjóri Synoptik, segir, að ekki hafi verið reynt að hindra tjáningar- frelsið, bara verja viðskiptaleynd- armál og sambandið við birgja. Leyndar- málið var álagningin STOFNAÐ 1913 91. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Safnar aðal- hlutverkum Íslenskur aðalbassi óperuhússins í Regensburg vekur athygli | Listir 34 Viðskipti | Pharmaco verði leiðandi á heimsvísu  Skiptar skoðanir á aðalfundi SVÞ  Tilboðsmarkaður með stofnfé SPRON Úr verinu | Borðum um 0,2% af þorskaflanum Lækkandi skilaverði mætt Viðskipti og Úr verinu í dag VERÐMÆTI þess afla sem frystur var úti á sjó á síðasta ári var um 20,5 milljarðar króna. Það er um 15% samdráttur frá árinu 2002, samkvæmt tölu Hagstofu Íslands. Verðmæti sjófrysts þorsks var um 5,5 milljarðar í fyrra sem er 24% minna verð- mæti en árið 2002. Þá nam verðmæti sjó- frystrar ýsu um 1,6 milljörðum króna og dróst saman um nærri þriðjung. Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, segir að lægra aflaverðmæti þýði samsvarandi lækkun í launum sjómanna. „Afkoma sjó- manna er undir þessu komin. Það á sér- staklega við um sjófrystinguna, því þar eru laun sjómanna beintengd markaðsverði af- urðanna. Fyrir þessu hafa sjómenn barist og eru þannig tilbúnir til að taka á sig lækk- un í tekjum þegar markaðsaðstæðum hagar þannig. Þeir njóta þess síðan þegar vel gengur. Þetta er hlutur sem menn verða að sætta sig við ætli þeir að vera sjómenn á Ís- landi,“ segir Árni.  Verðmæti/C1 Lægri laun sjómanna ÍRASKIR vegfarendur sýna fagnaðarlæti er þeir fylgjast með jeppa brenna á götu í bænum Fallujah í gær. Í bílnum og öðrum til voru fjórir bandarískir verktakar sem týndu lífi er árás var gerð á þá úr launsátri. Mannfjölda dreif að og eftir að hafa horft á lík hinna myrtu brenna drógu viðstaddir tvö þeirra eftir götunum, sigri hrósandi, misþyrmdu þeim og hengdu upp í nærliggjandi brú. „Þetta eru hryllileg- ar árásir, framdar af mönnum sem eru að reyna að hindra framgang lýðræðisins,“ sagði Scott McClell- an, talsmaður Hvíta hússins, er hann fordæmdi fyrir hönd Bandaríkjastjórnar árásina og aðra árás nærri Bagdad í gærmorgun sem kostaði fimm bandaríska hermenn lífið. /14 Reuters Mannskæðar árásir í Írak DÍSILOLÍAN verður um fjórum krónum ódýrari en 95 oktana bensín- ið þegar þungaskattskerfið hefur verið lagt niður og olíugjald tekið upp í staðinn, eins og gert er ráð fyr- ir í frumvarpi fjármálaráðherra. Lík- legt er talið að dísilbílum muni fjölga á kostnað bensínbíla verði frumvarp- ið að lögum en Geir H. Haarde fjár- málaráðherra segir þungaskatts- kerfið hamla gegn framförum í bifreiðanotkun og hvetja til óhag- sendur eigi við. Fjármálaráðherra segir áformað að frumvarpið verði lögfest í vor og að lögin taki gildi um áramótin. „Þetta er þjóðþrifamál sem getur ekki beðið lengur. Við erum með meingallað þungaskattskerfi sem að hluta til hefur verið úrskurðað ólög- mætt af samkeppnisyfirvöldum,“ segir Geir. þegnir olíugjaldinu og verður dísil- olía til þeirra lituð og þannig aðgreind frá gjaldskyldri olíu. Ráð- herra segist telja að frumvarpið muni ekki leiða til hækkunar á flutn- ingskostnaði, a.m.k. ekki umtals- verðrar. Að mati fjármálaráðuneytisins verða dísilknúnar fólksbifreiðar nú álitlegri fyrir einstaklinga og skatt- lagning dísil- og bensínbíla sam- ræmd þannig að sömu rekstrarfor- kvæmni í eldsneytisnotkun. „Nýja kerfið er þannig hugsað að það hvetji fólk til að nota sparneytnari bíla og dísilbíla sem þar að auki eyða minna og ódýrara eldsneyti. Það er auðvit- að þjóðhagslega hagkvæmt,“ segir Geir. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir sérstöku kílómetragjaldi á ökutæki sem eru yfir tíu tonn að ásþyngd. Þeir sem til þessa hafa verið und- anþegnir þungaskatti verða undan- Dísilbílar álitlegri kostur  Líklegt að dísilknúnum/42 MARSMÁNUÐUR sem leið var sá hlýjasti síðan 1964, en meðalhitinn í Reykjavík var rétt tæp fjögur stig á Celsius, sem er yfir meðallagi venjulegs aprílmánaðar. Með- alhiti venjulegs marsmánaðar er að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings í kring- um frostmark. Trausti segir marsmánuð sem leið vera tuttugasta og fjórða mánuðinn í röð með hita yfir meðallagi. Hann segir þessi hlý- indi mögulega bera því vitni að Íslend- ingar njóti nú góðs af almennt hlýnandi veðurfari í heiminum. Reyndar var snjór á suðvesturhorninu síðasta dag mánaðarins og kunnu krakkarnir í Breiðholtsskóla að meta það. Morgunblaðið/Heiðar Þór Hlýjasti mars síðan 1964 RÁÐHERRAR olíuframleiðslu- ríkjanna í OPEC komu sér í gær saman um að draga úr framleiðslu um eina milljón fata á dag og skelltu þar með skollaeyrum við áskorun- um, ekki sízt frá Bandaríkjamönn- um, um að fresta ákvörðuninni, en slík frestun hefði verkað gegn þeirri hækkun olíuverðs sem vart hefur orðið að undanförnu. Olíumálaráðherrar OPEC- ríkjanna 11 ákváðu á fundi í höf- uðstöðvum samtakanna í Vínarborg að halda fast við ákvörðun tekna í Alsír 10. febrúar sl., um að minnka daglegt framleiðsluhámark niður í 23,5 milljónir fata frá og með 1. apr- íl. Skorað hafði verið á ráðherrana að fresta þessari ákvörðun þar sem olíuverð hefur ekki verið hærra í 13 ár. En ráðamenn OPEC-ríkjanna óttast að eftirspurn á norðurhveli jarðar fari hríðlækkandi með vorinu og þeir verði að grípa til ráðstafana nú til að hamla gegn verðfalli. George W. Bush Bandaríkjafor- seti lýsti vonbrigðum með ákvörð- unina í gær. OPEC-rík- in draga úr framleiðslu Olíuverð helzt hátt Vínarborg. AFP. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lagði í gær- kvöld fram endanlega áætlun sína um sameiningu Kýpur, er lokafrest- ur rann út sem fulltrúum þjóðar- brotanna tveggja á Kýpur hafði verið gefinn til að koma sér saman um slíka áætlun. Sagði Annan að SÞ-áætlunin yrði borin undir þjóð- aratkvæði á báðum hlutum eyjar- innar hinn 24. apríl, viku áður en Kýpur fær formlega aðild að Evr- ópusambandinu, ESB. „Tíma samningaumleitana er reynzt unnt að koma inn í áætlunina tryggingum fyrir brottflutningi tyrknesks herliðs og ákvæðum um að allir Kýpur-Grikkir, sem þving- aðir voru til flótta frá heimilum sín- um á svæðinu sem Tyrkir hertóku fyrir 30 árum, gætu snúið aftur. Annan sagðist gera sér grein fyr- ir að áætlunin kæmi ekki til móts við öll sjónarmið. En hann tryði því að hún væri viðunandi málamiðlun. Hafni annað hvort þjóðarbrotið áætluninni mun aðeins gríski hlut- inn ganga í ESB 1. maí. lokið. Tími er kominn fyrir ákvarð- anir og efndir,“ sagði Annan í sviss- neska orlofsbænum Bürgenstock, þar sem lokaviðræðulotan fór fram. Kýpur-Tyrkir sáttari Fulltrúar tyrkneska minnihlut- ans voru fljótir til að lýsa stuðningi við áætlunina og staðfestu að þeir myndu sjá til þess að atkvæða- greiðslan færi fram meðal Kýpur- Tyrkja. Fulltrúar Grikklands og Kýpur-Grikkja höfðu áður lýst von- brigðum yfir því að ekki hefði Kosið um Kýpur- áætlun SÞ 24. apríl Fuerigen í Sviss. AP. ♦♦♦ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.