Morgunblaðið - 01.04.2004, Síða 28
AKUREYRI
28 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Efnalaug og fataleiga Garðabæjar
Garðatorgi 3 • 565 6680 • www.fataleiga.is
Ný sending af
brúðarkjólum
til leigu og sölu
Skólavörðustígur 8, 101 Reykjavík - Pöntunarsími 562 2772
1 4 4 4
w w w. g u l a l i n a n . i s
ÁTT ÞÚ 3JA TIL 4RA HERBERGJA ÍBÚÐ
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU?
Okkur hefur verið falið að leita fyrir leigufélag eftir fjórum íbúðum
sem leigðar verða til félagsmanna. Íbúðirnar mega vera hvar sem er á
höfuðborgarsvæðinu. Staðgreiðsla í boði. Rúmur afhendingartími.
Frekari upplýsingar eru hjá sölufulltrúum XHÚSS:
Bergur Þorkelsson - sími 860 9906
Valdimar Jóhannesson - sími 897 2514
Valdimar Tryggvason - sími 897 9929
STJÓRNARKJÖR
Eining-Iðja auglýsir hér með eftir listum eða tillögum um
menn í stjórnarsæti vegna kjörs stjórnar og trúnaðarráðs
fyrir starfsárið 2004-2005 að viðhafðri allsherjaratkvæða-
greiðslu.
Ber samkvæmt því að skila lista skipuðum formanni,
varaformanni og ritara ásamt 65 manns í trúnaðarráð,
tveimur skoðunarmönnum reikninga og einum til vara
eða tillögur um menn í eitthvert, einhver eða öll stjórnar-
sætin, sem kjósa skal til. Hverjum framboðslista eða til-
lögu skulu fylgja meðmæli minnst 80 fullgildra félags-
manna.
Listum eða tillögum ber að skila á skrifstofu félagsins á
Skipagötu 14, Akureyri, eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi
miðvikudaginn 14. apríl 2004.
Akureyri, 29. mars 2004,
stjórn Einingar-Iðju.
SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kall-
að að Samkomuhúsinu skömmu fyr-
ir hádegi í gær, en brunakerfi húss-
ins hafði farið í gang og boð borist
til slökkviliðs. Liðið fór á staðinn og
kom þá í ljós að reykvél hafði verið
sett í gang og þar með hafði kerfið
sent út eldboð, en að öðru leyti var
allt í stakasta lagi. Leikritið Eldað
með Elvis verður frumsýnt í húsinu
annað kvöld, föstudagskvöld og
höfðu gárungarnir á orði þegar
slökkvibílar þustu að Samkomuhús-
inu með sírenuvæli, að líkast til
hefði eldamennskan farið eitthvað
úr böndunum hjá Elvis og félögum.
Elvis að
elda?
Morgunblaðið/Kristján Morgunblaðið/Kristján
KÚABÚIÐ að Nesi í Höfðahverfi
hlaut viðurkenningu Búnaðarsam-
bands Eyjafjarðar fyrir framúrskar-
andi árangur í nautgriparækt á síð-
astliðnu ári.
Nes hefur um árabil verið í
fremstu röð í héraði hvað afurðir
varðar og reyndar þó litið sé til lands-
ins alls. Á síðasta ári stóð það efst á
svæði Búnaðarsambands Eyjafjarð-
ar, bæði hvað varðar mjólkurmagn
og magn verðefna og var í fimmta
sæti á landsvísu. Í Nesi hefur nýlega
farið fram gagnger endurnýjun á
fjósinu, bæði með nýbyggingu og
breytingu á því eldra og nýjasta
tækni við mjaltir tekin í notkun. Geta
má þess, að Nes er annálað snyrtibýli
og hefur hlotið viðurkenningar þess
vegna. Ábúendur í Nesi eru Sigur-
laug Sigurðardóttir og Ari Laxdal og
reka búið undir nafninu Helguhóll
ehf.
Einnig veitti Búnaðarsambandið
árleg hvatningarverðlaun sem veitt
eru fyrir sérstakt framtak í landbún-
aði og/eða úrvinnslu landbúnaðaraf-
urða. Að þessu sinnu hlutu skógar-
bændurnir að Glæsibæ í
Hörgárbyggð, þau Davíð Guðmunds-
son og Sigríður Manasesdóttir hvatn-
ingarverðlaun Búnaðarsambandsins.
Davíð og Sigríður eru þátttakend-
ur í Norðurlandsskógaverkefninu
sem stofnað var árið 2000 en voru
áður aðilar að nytjaskógrækt á
bújörðum sem var verkefni á vegum
Skógræktar ríkisins. Þau hjón hafa
gróðursett á milli 40 og 50 þúsund
plöntur árlega eða alls rúmlega hálfa
miljón plantna á jörð sinni. Þetta er
enn sem komið er langumfangsmesta
skógrækt einstaklinga á Norður-
landi.
Þessi verðlaun eru skógarbændum
á Norðurlandi kærkomin hvatning og
sýnir að skógrækt er orðin alvöru bú-
grein, enda eru um 120 bændur á
Norðurlandi þátttakendur í Norður-
landsskógaverkefninu.
Búnaðarsamband Eyjafjarðar veitir viðurkenningu
Framúrskarandi
árangur í Nesi
Skógarbændur
hlutu hvatning-
arverðlaun
Góður árangur: Sigurlaug Sigurðardóttir og Ari Laxdal í Nesi og Sigríður
Manasesdóttir og Davíð Guðmundsson í Glæsibæ hlutu viðurkenningar
Búnaðarsambands Eyjafjarðar, þau fyrrnefndu fyrir framúrskarandi ár-
angur í nautgriparækt og hin síðarnefndu fengu hvatningarverðlaun sam-
bandsins.
Síðuskóli | Fjórir aðilar sendu inn
tilboð í búnað fyrir íþróttahús Síðu-
skóla og voru öll fyrir utan millitjald
og endanet við mörk. Þetta eru;
Parket og gólf, Á. Óskarsson, P.
Ólafsson og Metatrone. Stjórn Fast-
eigna samþykkti að ganga til samn-
inga við P. Ólafsson við kaup á; körf-
um, handboltamörkum, áhorfenda-
pöllum, köðlum og markatöflu. Við
kaup á rimlum og áhöldum var geng-
ið til samninga við Parket og gólf.
Marsmeistari| Sigurður Eiríksson
bar sigur úr býtum eftir mjög jafna
baráttu á marshraðskákmótinu sem
Skákfélag Akureyrar hélt um liðna
helgi. Sigurður hlaut 12½ vinning úr
18 skákum og komst á síðustu metr-
unum fram fyrir Jón Björgvinsson
sem varð annar með 11½ vinning.
Þriðji varð svo Sveinbjörn Sigurðs-
son með 10½ vinning eftir sigur í
einvígi gegn Haka Jóhannessyni.