Morgunblaðið - 01.04.2004, Síða 28

Morgunblaðið - 01.04.2004, Síða 28
AKUREYRI 28 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Efnalaug og fataleiga Garðabæjar Garðatorgi 3 • 565 6680 • www.fataleiga.is Ný sending af brúðarkjólum til leigu og sölu Skólavörðustígur 8, 101 Reykjavík - Pöntunarsími 562 2772 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s ÁTT ÞÚ 3JA TIL 4RA HERBERGJA ÍBÚÐ Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU? Okkur hefur verið falið að leita fyrir leigufélag eftir fjórum íbúðum sem leigðar verða til félagsmanna. Íbúðirnar mega vera hvar sem er á höfuðborgarsvæðinu. Staðgreiðsla í boði. Rúmur afhendingartími. Frekari upplýsingar eru hjá sölufulltrúum XHÚSS: Bergur Þorkelsson - sími 860 9906 Valdimar Jóhannesson - sími 897 2514 Valdimar Tryggvason - sími 897 9929 STJÓRNARKJÖR Eining-Iðja auglýsir hér með eftir listum eða tillögum um menn í stjórnarsæti vegna kjörs stjórnar og trúnaðarráðs fyrir starfsárið 2004-2005 að viðhafðri allsherjaratkvæða- greiðslu. Ber samkvæmt því að skila lista skipuðum formanni, varaformanni og ritara ásamt 65 manns í trúnaðarráð, tveimur skoðunarmönnum reikninga og einum til vara eða tillögur um menn í eitthvert, einhver eða öll stjórnar- sætin, sem kjósa skal til. Hverjum framboðslista eða til- lögu skulu fylgja meðmæli minnst 80 fullgildra félags- manna. Listum eða tillögum ber að skila á skrifstofu félagsins á Skipagötu 14, Akureyri, eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi miðvikudaginn 14. apríl 2004. Akureyri, 29. mars 2004, stjórn Einingar-Iðju. SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kall- að að Samkomuhúsinu skömmu fyr- ir hádegi í gær, en brunakerfi húss- ins hafði farið í gang og boð borist til slökkviliðs. Liðið fór á staðinn og kom þá í ljós að reykvél hafði verið sett í gang og þar með hafði kerfið sent út eldboð, en að öðru leyti var allt í stakasta lagi. Leikritið Eldað með Elvis verður frumsýnt í húsinu annað kvöld, föstudagskvöld og höfðu gárungarnir á orði þegar slökkvibílar þustu að Samkomuhús- inu með sírenuvæli, að líkast til hefði eldamennskan farið eitthvað úr böndunum hjá Elvis og félögum. Elvis að elda? Morgunblaðið/Kristján Morgunblaðið/Kristján KÚABÚIÐ að Nesi í Höfðahverfi hlaut viðurkenningu Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar fyrir framúrskar- andi árangur í nautgriparækt á síð- astliðnu ári. Nes hefur um árabil verið í fremstu röð í héraði hvað afurðir varðar og reyndar þó litið sé til lands- ins alls. Á síðasta ári stóð það efst á svæði Búnaðarsambands Eyjafjarð- ar, bæði hvað varðar mjólkurmagn og magn verðefna og var í fimmta sæti á landsvísu. Í Nesi hefur nýlega farið fram gagnger endurnýjun á fjósinu, bæði með nýbyggingu og breytingu á því eldra og nýjasta tækni við mjaltir tekin í notkun. Geta má þess, að Nes er annálað snyrtibýli og hefur hlotið viðurkenningar þess vegna. Ábúendur í Nesi eru Sigur- laug Sigurðardóttir og Ari Laxdal og reka búið undir nafninu Helguhóll ehf. Einnig veitti Búnaðarsambandið árleg hvatningarverðlaun sem veitt eru fyrir sérstakt framtak í landbún- aði og/eða úrvinnslu landbúnaðaraf- urða. Að þessu sinnu hlutu skógar- bændurnir að Glæsibæ í Hörgárbyggð, þau Davíð Guðmunds- son og Sigríður Manasesdóttir hvatn- ingarverðlaun Búnaðarsambandsins. Davíð og Sigríður eru þátttakend- ur í Norðurlandsskógaverkefninu sem stofnað var árið 2000 en voru áður aðilar að nytjaskógrækt á bújörðum sem var verkefni á vegum Skógræktar ríkisins. Þau hjón hafa gróðursett á milli 40 og 50 þúsund plöntur árlega eða alls rúmlega hálfa miljón plantna á jörð sinni. Þetta er enn sem komið er langumfangsmesta skógrækt einstaklinga á Norður- landi. Þessi verðlaun eru skógarbændum á Norðurlandi kærkomin hvatning og sýnir að skógrækt er orðin alvöru bú- grein, enda eru um 120 bændur á Norðurlandi þátttakendur í Norður- landsskógaverkefninu. Búnaðarsamband Eyjafjarðar veitir viðurkenningu Framúrskarandi árangur í Nesi Skógarbændur hlutu hvatning- arverðlaun Góður árangur: Sigurlaug Sigurðardóttir og Ari Laxdal í Nesi og Sigríður Manasesdóttir og Davíð Guðmundsson í Glæsibæ hlutu viðurkenningar Búnaðarsambands Eyjafjarðar, þau fyrrnefndu fyrir framúrskarandi ár- angur í nautgriparækt og hin síðarnefndu fengu hvatningarverðlaun sam- bandsins. Síðuskóli | Fjórir aðilar sendu inn tilboð í búnað fyrir íþróttahús Síðu- skóla og voru öll fyrir utan millitjald og endanet við mörk. Þetta eru; Parket og gólf, Á. Óskarsson, P. Ólafsson og Metatrone. Stjórn Fast- eigna samþykkti að ganga til samn- inga við P. Ólafsson við kaup á; körf- um, handboltamörkum, áhorfenda- pöllum, köðlum og markatöflu. Við kaup á rimlum og áhöldum var geng- ið til samninga við Parket og gólf.    Marsmeistari| Sigurður Eiríksson bar sigur úr býtum eftir mjög jafna baráttu á marshraðskákmótinu sem Skákfélag Akureyrar hélt um liðna helgi. Sigurður hlaut 12½ vinning úr 18 skákum og komst á síðustu metr- unum fram fyrir Jón Björgvinsson sem varð annar með 11½ vinning. Þriðji varð svo Sveinbjörn Sigurðs- son með 10½ vinning eftir sigur í einvígi gegn Haka Jóhannessyni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.