Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 18
ERLENT 18 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ MÆÐUR kínverskra stúlkna stunduðu það í eina tíð að reyra fætur dætra sinna til að tryggja að þær teldust vænlegt kvonfang. Nú gerist það á hinn bóginn æ algeng- ara að ungar konur panti sér tíma hjá lýtalækni og láti eiga við augn- lokin, til að augun sýnist kringlótt- ari en þau ella eru; nokkuð sem nú þykir mjög eftirsóknarvert hjá ungum konum í Kína. Þegar Tao Fenfang var ung stúlka þá spáði hún ekki mikið í út- litið. Það einfaldlega tíðkaðist ekki á þeim tíma í Kína, hugmynda- fræði kommúnismans réð ríkjum og það þótti til marks um úrkynjun og hégóma Vesturlandabúa hversu mjög þeir veltu fyrir sér útliti sínu. Nú er öldin önnur. Tvítug dóttir Tao, Chen Yingli, lýkur senn tækninámi og heldur út á vinnu- markaðinn, markað þar sem al- gengt er að menn velti mikið fyrir sér útliti fólks og ímynd. Í Kína nú- tímans – þar sem hagvöxtur fer vaxandi og millistéttin stækkar ört, sem aftur hefur í för með sér að æ fleiri spá mikið og spekúlera í tískuvörum og öðru þess háttar – gerist æ algengara að konur fari til lýtalækna. „Samfélagið er mun opnara en það var og útlit manns skiptir æ meira máli,“ segir Tao sem starfar sem öryggisvörður. Eiginmaður hennar vinnur í verksmiðju og saman hafa þau tekjur upp á um 175 þúsund ísl. krónur á ári. Þau hafa ákveðið að eyða átta þúsund krónum svo dóttir þeirra, Chen, geti undirgengist augnaðgerðina fyrrnefndu hjá lýtalækni í Shanghai. „Við teljum að þessi aðgerð sé góð fjárfesting fyrir dóttur okkar. Ef þú lítur vel út þá færðu betri meðferð,“ segir Tao. Nú er hægt að undirgangast meðferðina – sem felst í því að nokkur spor eru saumuð í augnlok kvenna – á um tíu þúsund stöðum í Kína, að því er fram kemur í op- inberum tölum. Tala lýtalækna- stöðva í Peking einni og sér hefur hoppað úr 57 um mitt síðasta ár í meira en 100 í dag. Flestar aðgerð- irnar eru framkvæmdar á Lýta- læknasjúkrahúsinu í Peking, stærstu stofnun sinnar tegundar í Kína, en þar framkvæma læknar dag- lega um fimm- tíu lýtaaðgerð- ir. Þetta eru um það bil tvö- falt fleiri að- gerðir en fyrir þremur árum og þrisvar sinnum fleiri aðgerðir en voru framkvæmdar árið 1999, að sögn Chens Huanran, læknis við spítalann. Andlitslyftingar, fitusog og augnaðgerðir; allt eru þetta al- gengar aðgerðir í dag. Fyrir fjörutíu árum, þegar lýta- lækningadeildin við sjúkrahúsið var tekin í notkun, einbeittu menn sér að því að laga útlit fólks sem lent hafði í bruna eða í slysum, hermanna sem barist höfðu í Kór- eustríðinu eða fólks sem fæddist með útlitsgalla. Þannig var það í gegnum alla menningarbyltinguna, það þótti smáborgaraháttur í Kína að hugsa mikið um útlitið. Núna eru sjúkrastofur spítalanna not- aðar til að koma silíkonígræðslum, innfluttum frá Bandaríkjunum, fyrir í brjóstum kvenna sem hafa ráð á því að eyða 175 þúsund ísl. krónum í að- gerðina. „Vestræn menning nýtur viðurkenningar hjá ungu fólki í dag,“ segir Cao Yilin, yfirmaður lýtalæknadeild- ar stórs spítala í Shanghai. „Það lítur á brjóst sem tákn fyrir kvenleika, brjóstalaus kona er ekki álitin kona að fullu og öllu leyti.“ Og eiginlega má segja að brjóstaígræðslur séu orðnar stöðu- tákn, sönnun þess að viðkomandi hafi efni á að veita sér ýmsan mun- að í lífinu. „Í dag fordæmir enginn þetta sem kapítalisma,“ segir Cao. „Það er þannig í Kína í dag að sá sem á peninga er talinn hafa ástæðu til að vera stoltur.“ Kínverskur sósíalismi í andlitslyftingu The Washington Post/Peter S. Goodman Chen Yingli, ásamt móður sinni, Tao Fenfang, nýkomin úr augnaðgerð á lýtalækningaspítalanum í Shanghai. ’Við teljum að þessiaðgerð sé góð fjárfest- ing fyrir dóttur okkar. Ef þú lítur vel út þá færðu betri meðferð.‘ Shanghai. The Washington Post. Vestræn útlits- dýrkun hefur skotið rótum TÍU blökkumenn í Bandaríkjunum, afkomendur þræla frá Afríku, ætla að höfða skaðabótamál á hendur breska tryggingafélaginu Lloyd’s og tveimur bandarískum fyrirtækjum fyrir að hafa hagnast á þrælasölunni. Afkomendur þrælanna hafa ráðið þekktan lögfræðing í Bandaríkjun- um, Edward Fagan, til að höfða skaðabótamálið. Fagan knúði sviss- neska banka til að greiða gyðingum skaðabætur að andvirði 90 milljarða króna vegna fjármuna sem nasistar stálu af fórnarlömbum sínum. Fagan segir að þrælahaldið valdi afkomendum þrælanna enn þjáning- um. Þeir hafa lagt fram niðurstöður DNA-rannsókna sem þeir segja sanna að þeir séu afkomendur þræla er fluttir voru með skipum frá Afríku til Bandaríkjanna. Einn þeirra kveðst hafa undir höndum skjal sem sýni að skipið, sem flutti forfeður hans, hafi verið tryggt hjá Lloyd’s. Auk tryggingafélagsins ætla af- komendur þrælanna að höfða mál gegn bandaríska fyrirtækinu Fleet- Boston Financial Corp., sem sakað er um að hafa hagnast á þrælaversl- uninni, og tóbaksfyrirtækinu RJ Reynolds, sem þeir segja að hafi keypt þræla til að vinna á tóbaks- ekrum. Þeir krefjast a.m.k. tveggja milljarða dollara í skaðabætur. $ .  '    !!"!#$%"& '(!) *"+* $! + ,!  * ,"!   , ,  +,   ,  = +& ,"! ! / 0 1   &0,(  0 C ! 10, C% 0 !(, (0 ,0 (  % D0 , -3&E( -, ( 00= 0< -3&!& C 3, (-3 F& , $   ( 4 - * GG  0,0< 0, 0) D 0 -(   ,-6   0! ,:  ;  0! ,   , 4( ,  , +, D( ! 1   + "@9 "@9B "@ "@A@ "@8 "@8 "@8> "@@@ <&  ''3 #-&!23  HI    !1  (5'5)(, J / )0 &,<' ! ,! % ' K'  % (1 # 0# 4 ', ? /  +) 2& # !6#) ? / 6& )/# 0-? / )( &'&!! ! "5="B56 "@56 ">56      40 '6?0  0- '&!! )( &' .' +&' . @5!">5  '!!+ 3 '6' +& &--# ">56$!!+ L/! #& +3 = '6.">560' ? /  ,%0'# 0.!! *  ! # '!!+          ,"!  1,1,' .' +&!$0 !& %0- !2 0M!.!! )& 5 K' 899- ,, ) ?  # - , ! #,I!  I-#!'& 5  1 2& &- '<  '2 & *  #  & #&10#)0                 !""" # "$   %$ ! &%!    !"" '      !    ()*+,-. Afkomendur þræla höfða mál gegn fyrirtækjum New York. AFP. FRÁFARANDI forstjóra Hita- veitu Middelfart á Fjóni og fyrr- verandi stjórnarformanni þess fyrirtækis hefur verið stefnt fyrir rétt vegna meintrar misnotkunar á fjármunum þess, en það er í eigu sveitarfélagsins. Snýst kæran fyrst og fremst um Íslandsferð mannanna tveggja, Knuds Warn- ecke og Troels Jacobsen, og eig- inkvenna þeirra, sem kvað hafa kostað 91.000 danskar krónur, andvirði rúmlega einnar milljónar ísl. kr. Var greint frá þessu í dag- blaðinu Fyens Stiftstidende. Útgjöldin vegna ferðarinnar munu hafa verið greidd til baka eftir að þau komust í hámæli, en það breytir engu um brotið, sem nú hefur verið kært. Það var óbreyttur viðskiptavinur hitaveit- unnar sem kom málarekstri gegn stjórnendunum tveimur af stað er hann kvartaði opinberlega yfir því hve þeir eyddu miklu í innkaup á áfengi fyrir risnufé hitaveitunnar. Stefnt vegna Íslandsferðar STARFSFÓLK skandinavíska flug- félagsins SAS, sem í síðustu viku sættist á launalækkun og afnám fjölmargra fríðinda og lagði þannig sitt af mörkum til að forða félaginu frá gjaldþroti, lét í gær í ljós megna óánægju með að forstjóri félagsins, Jörgen Lindegaard, skyldi hafa fengið 25% launahækkun á síðasta ári. Áður en SAS komst að samkomu- lagi við starfsfólkið 24. mars sl. stað- hæfði Lindegaard að starfsmenn ættu einskis úrkosti, ef þeir vildu ekki að félagið færi á hausinn. Þeir yrðu að sætta sig við lækkun launa og minni fríðindi. Þannig sam- þykktu til dæmis danskar flugfreyj- ur hjá félaginu að laun þeirra lækk- uðu að meðaltali um 12% og vinnuskylda þeirra ykist um 30%, og flugmenn gengust inn á sex pró- senta launalækkun, frystingu kaup- aukagreiðslna og lægri risnu. Bent var á, þegar samkomulagið náðist, að Lindegaard og aðrir stjórnarmenn hefðu gengið á undan með góðu fordæmi og lækkað eigin laun um tíu prósent frá og með síð- ustu áramótum. En sænska dag- blaðið Dagens Nyheter upplýsti aft- ur á móti í gær, að á síðasta ári hefði Lindegaard fengið 10,4 milljónir sænskra króna í laun, eða sem svar- ar 98,8 milljónum íslenskra króna, sem væri 25% meira en hann fékk árið þar á undan. „SAS sagði að forstjórinn hefði lækkað í launum um tíu prósent og gengið þannig á undan með góðu fordæmi. En nú kemur í ljós, að hann sýndi ekki gott fordæmi vegna þess að í rauninni hækkaði hann í launum. Þetta er óréttlætanlegt og ekki stórmannlegt,“ sagði Nicolas Fischer, fulltrúi dönsku flugliða- samtakanna, í samtali við Dagens Nyheter. Stjórn flugfélagsins fullyrðir aft- ur á móti að ekkert sé við málið að athuga. „Yfirstjórn okkar ákvað að lækka laun sín um 10% frá og með 1. janúar 2004. Hafi Lindegaard fengið launahækkun, og ég get ekki staðfest að svo hafi verið, þá var það 2003, og forsendurnar voru ákveðnar 2002. Þetta á sér langa sögu,“ sagði talsmaður SAS, Bertil Ternert, við fréttastofuna AFP. Stéttarfélag sænskra hlaðmanna, sem er eina stéttarfélagið sem ekki hefur enn samið við SAS, sagði að það væri svívirðilegt ef laun stjórn- enda félagsins hækkuðu á sama tíma og þeir krefðust lækkunar launa almennra starfsmanna. „Ef þetta er satt þá er það algert hneyksli,“ sagði talsmaður stéttar- félagsins, Per Winberg, við AFP. Starfsfólk SAS ósátt við launahækkun yfirmanns Reuters Stokkhólmi. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.