Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 25
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 25 Hafnarfjörður | Lokahnykkurinn í stóru upplestrarhátíðinni, sem hefur nú verið haldin um land allt, fór fram á þriðjudag þegar krakkar úr 7. bekkjum úr Hafnarfirði og af Álfta- nesi kepptu í upplestri í Hafnarborg. Segja má að vagga keppninnar sé í Hafnarfirði, en þar fór fram fyrsta hátíðin af þessu tagi fyrir átta árum. Nú er keppnin haldin á 32 stöðum um allt land og krakkarnir hafa mik- inn áhuga á því að taka þátt í henni, segir Ingibjörg Einarsdóttir, skrif- stofustjóri skólaskrifstofu Hafn- bókarhluti, eitt af sex ljóðum og að lokum lesið eitt ljóð að eigin vali. Las ljóð eftir föður sinn Í fyrsta sæti var Helga Braga- dóttir, Engidalsskóla, sem las brot úr bókinni Hjalti kemur heim, ljóð eftir Þuríði Guðmundsdóttur og ljóð eftir föður sinn, sr. Braga J. Ingi- bergsson. Í öðru sæti var Marteinn Hörður Kristínarson, Hvaleyr- arskóla, og í því þriðja var Ragn- heiður Vernharðsdóttir í Álftanes- skóla. arfjarðar, sem stjórnaði hátíðinni. „Þetta gekk alveg frábærlega vel. Þetta var stórglæsileg hátíð með 240 manns í salnum og mjög fínum les- urum sem verða sífellt betri og betri,“ segir Ingibjörg. „Það hefur aukist metnaðurinn í skólunum, þekkingin á verkefninu, menntun kennara til að kenna þennan þátt móðurmálsins hefur aukist og við höldum stöðugt fleiri og fleiri fræðslufundi og námskeið.“ Upplestrarhátíðirnar fylgja ákveðnu mynstri þar sem lesinn er Morgunblaðið/Árni Sæberg Lásu upp: Alls tóku 16 krakkar úr 7. bekk grunnskóla í Hafnarfirði og Álftanesi þátt í upplestrarhátíðinni. Síðasta stóra upplestrarkeppnin Grafarvogur | Fjallað var um um- sókn um leyfi til veitinga léttvíns og bjórs á veitingahúsinu Sportbitan- um í Egilshöll í Grafarvogi á fundi borgarráðs á þriðjudag, og var mik- ill ágreiningur um umsóknina. Málið verður rætt í borgarstjórn í dag. Alls greiddu fjórir fulltrúar leyf- isveitingunni atkvæði sitt en þrír voru henni andvígir, og gengu at- kvæðin þvert á flokkalínur. Leyfið var veitt til eins árs með ákvæði um að það yrði endurskoðað ef sótt yrði um á ný. Rætt var um málið í tæpa klukkustund, og að lokum samþykkt tillaga um að leyfisveiting yrði heim- iluð. Einnig var samþykkt tillaga borgarstjóra um að fela íþrótta- og tómstundaráði og félagsmálaráði að meta hvort endurskoða þyrfti máls- meðferðarreglur borgarráðs með tilliti til áfengisveitinga í og við íþróttamannvirki. Tveir af fulltrúum R-listans, þau Árni Þór Sigurðsson og Björk Vil- helmsdóttir, greiddu atkvæði gegn leyfisveitingunni, og það gerði einn- ig Guðrún Ebba Ólafsdóttir Sjálf- stæðisflokki. Fylgjandi leyfisveit- ingunni voru Alfreð Þorsteinsson og Stefán Jón Hafstein, fulltrúar R-listans, og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson og Hanna Birna Krist- jánsdóttir Sjálfstæðisflokki. Íþróttir og áfengi ekki saman Ólafur F. Magnússon, áheyrnar- fulltrúi F-lista í borgarráði, segist algerlega andvígur leyfisveitingunni og að áfengisneysla fari ekki saman við íþrótta- og æskulýðsstarfsemi. Ólafur segir menn aðallega hafa ver- ið ósammála um hvort ákvarðanir um leyfisveitingar sem þessar væru samkvæmar sjálfum sér. Bent var á að sala áfengis væri leyfð í golfskál- um og í nýju laugunum í Reykjavík. „Jafnvel þó það sé hægt að finna einhverskonar hliðstæðu þá vil ég ekki slaka á með þessa hluti. Mér finnst þróunin frekar vera sú að það fari vaxandi að það sé ölvun í tengslum við íþróttaleiki. Þess vegna ber frekar að sporna við því, og það að leyfa áfengisveitingar í Egilshöll, þar sem klárlega fer fram heilmikið æskulýðs- og íþróttastarf, finnst mér einfaldlega ekki í lagi,“ segir Ólafur. Tillögu borgarstjóra, um að metið verði hvort endurskoða þurfi reglur borgarinnar, segir Ólafur jákvæða. Hann segir nauðsynlegt að hafa samræmi í leyfisveitingum. Hann vill þó ekki ganga svo langt á þessu stigi málsins að leggja til að golf- skálum verði bannað að veita áfengi. Sú ákvörðun verði að bíða þar til niðurstöður úr endurskoðun regln- anna verða komnar. Hann leggur áherslu á að við endurskoðun reglna verði gerður skýr greinarmunur á æskulýðs- og íþróttastarfi íþrótta- félaga annars vegar og áfengisveit- ingum hins vegar. Greinir á um vínveitingar N O N N I O G M A N N I I Y D D A • n m 1 1 8 2 5 / sia .is f. 10–12 Frönsk súkkulaðikaka 150 g fínn strásykur (og sykur til að strá í formið) 275 g súkkulaði með 70% kakóinnihaldi, brytjað 175 g ósaltað smjör, skorið í bita 10 ml vanilludropar 5 egg, rauður og hvítur aðskildar 40 g hveiti, sigtað ögn af salti flórsykur til skreytingar þeyttur rjómi Forhitið ofninn í 170°C (gas 3). Smyrjið vel klemmuform (24 sm)og stráið að innan með sykri, bæði botn og hliðar. Bræðið súkkulaðið, smjörið og sykurinn (geymið 3 msk. / 45 ml)í potti við lágan hita. Takið pottinn af, hrærið vanillu- dropunum saman við og látið blönduna kólna lítillega. Þeytið eggjarauðurnar saman við súkkulaðiblönduna, þeytið hverja rauðu vel. Hrærið hveitið síðan saman við. Þeytið eggjahvíturnar hægt með rafmagnsþeytara í skál þar til þær eru froðukenndar. Aukið hraðann, bætið við saltinu og þeytið þar til mjúkir toppar myndast. Stráið yfir afganginum af sykrinum og stífþeytið. Þeytið einn þriðja af hvítunum saman við súkkulaðiblönduna; blandið síðan afganginum gætilega saman við. Hellið blöndunni varlega í formið og bankið létt í það til að hleypa út loftbólum. Bakið kökuna í u.þ.b. 35-45 mín. þar til hún er vel hefuð og rís aftur ef létt er snert við yfirborðinu með fingur- gómi. Hvolfið kökunni á grind, fjarlægið hliðar formsins og látið hana kólna alveg. Fjarlægið botn formsins. Sáldrið flórsykri yfir kökuna og setjið hana á disk. Berið fram með þeyttum rjóma. Virðulegt og fallegt steinhús í hjarta borgarinnar. Húsið var allt endurnýjað fyrir nokkrum árum á vandaðan og smekklegan hátt og skiptist í þrjár hæðir og kjallara, samtals um 500 fm. 1. og 2. hæð eru 140 fm hvor, 3. hæðin 100 fm og kjallari er 140 fm. Þrjár íbúðir eru í húsinu og sérinngangur í hverja þeirra. Rósettur og gifslistar í loftum. Svalir út af efstu hæð, fallegt útsýni yfir borgina. Nýjar lagnir og nýtt hitakerfi. 6 sér bílastæði fylgja eigninni. Bílskúrsréttur. Húsið hentar t.d. fyrir stórfjölskyldu eða margs konar fyrirtæki, t.d. tannlækna, lögfræðinga eða gistiheimili. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Ingólfsstræti 12 Eign sem býður upp á ýmsa möguleika. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.