Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 71 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert áræðin/n, dugleg/ur og heiðarleg/ur og átt auð- velt með að ávinna þér traust annarra. Það verða spennandi breytingar á lífi þínu á þessu ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Sólin er í merkinu þínu og því laðast fólk að þér. Þetta ætti einnig að snúa aðstæðum þér í vil. Reyndu að nýta tækifærið sem best. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þetta er góður dagur til að ræða við aðra. Þú þarft þó einnig að gefa þér tíma til ein- veru. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Sýndu vini þínum þolinmæði. Það er hætt við að þú lendir í deilum. Hafðu langtímamark- mið þín í fyrirrúmi og gættu þess að láta ekki smámuni spilla áætlunum þínum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þetta er góður dagur til að ræða við foreldra þína eða yf- irmenn. Velgengni felst ekki síst í því að velja rétta tímann og nú er einmitt rétti tíminn. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Tunglið er í merkinu þínu og það veitir þér svolítið forskot á önnur merki. Hikaðu ekki við að segja meiningu þína. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Hvers konar rannsóknarvinna liggur vel fyrir þér þessa dag- ana. Ef þú vinnur að einhvers konar rannsóknum ættirðu að geta náð miklum árangri. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ert óvenju kraftlítil/l þessa dagana. Sólin er eins langt frá merkinu þínu og hugsast get- ur og því er ekki við öðru að búast. Sýndu maka þínum sérstaka þolinmæði. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Við erum misjafnlega vel upp- lögð og eigum því stundum til að humma hlutina fram af okkur. Þar sem þú hefur mikla orku þessa dagana ætt- irðu að nota tækifærið og ráð- ast í hluti sem hafa setið á hakanum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Afstaða stjarnanna gerir þig sérlega jákvæða/n og létta/n í lund. Þú ert skapandi og stríð- in/n og það er ekkert út á það að setja. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Haltu áfram að láta fjölskyldu þína og heimili hafa forgang. Vertu opin/n fyrir breytingum sem tengjast börnunum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Lestur og skriftir skipa stóran sess í lífi þínu þessa dagana. Þú munt einnig eiga mik- ilvægar samræður við systkini þín. Þau geta hugsanlega hjálpað þér á heimilinu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Breytingar á heimilinu og óvenjumikil fjárútlát gera það að verkum að fjármálin eru þér ofarlega í huga þessa dag- ana. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. RÉTTARVATN Efst á Arnarvatnshæðum oft hef ég fáki beitt. Þar er allt þakið í vötnum, þar heitir Réttarvatn eitt. Og undir norðurásnum er ofurlítil tó, og lækur líður þar niður um lágan hvannamó. Á engum stað ég uni eins vel og þessum mér. Ískaldur Eiríksjökull veit allt, sem talað er hér. Jónas Hallgrímsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 60 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 1. apríl, er sextug Elínborg Þorsteinsdóttir, umboðs- maður Morgunblaðsins í Keflavík. Eiginmaður henn- ar er Sigurjón Skúlason. Þau eru að heiman í dag. 60 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 1. apríl, verður sextug Hlín Daníelsdóttir, kennari og lífskúnstner. Af því tilefni býður hún vinum, vanda- mönnum og samferðafólki til afmælisfagnaðar föstu- daginn 2. apríl á Granda- garði (gamla BÚR-húsinu við hliðina á Kaffivagninum á Granda). Skemmtidagskrá hefst kl. 8 stundvíslega. Gott væri að taka gömlu góðu tjúttskóna með í teitið. Það er fyrsti apríl í dag – rétti dagurinn til að „bregða sér í fúlið“. Kannski þarf slíkan dag til að hnekkja fjórum hjörtum suðurs: Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♠10962 ♥ÁK ♦Á764 ♣K72 Vestur Austur ♠Á4 ♠K8753 ♥97 ♥53 ♦KG1095 ♦832 ♣ÁG54 ♣D109 Suður ♠DG ♥DG108642 ♦D ♣863 Vestur Norður Austur Suður – – – 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Spilið er frá fyrstu um- ferð Íslandsmótsins síðast- liðinn föstudag. Á þeim tímapunkti í móti eru allir keppendur syndlausir og leggja sig í líma við að við- halda heilagleik sínum. Blekkingin kemur síðar. Víða valdi vestur að leggja niður spaðaás í byrj- un. Og austur kallaði, enda „rétt og satt“ með kónginn í litnum. Vestur spilaði spaða áfram, sem austur tók og hamraði enn á spaðanum. En sagnhafi átti krók á móti bragði. Hann stakk frá með trompdrottningu, tók trompin, henti laufi í spaða- tíu og spilaði loks laufi á kóng: Tíu slagir. Til að hnekkja spilinu þarf vestur að skipta yfir í lauf í öðrum slag. Sem er erfitt og gjörsamlega úti- lokað ef austur kallar í spaða. En ef austur blekkir makker og vísar spaðanum frá gæti vestur hitt á laufið. Er það langsótt vörn að vísa spaðanum frá? Miðað við niðurstöðuna úr spilinu er það líklega svo, því fjög- ur hjörtu unnust yfirleitt. En þegar grannt er skoðað er töluvert vit í því fyrir austur að frávísa spaðanum. Hann sér að suður á DG í spaða, sem gerir 109 blinds að mikilli ógn. Vissulega gæti makker átt Dx í trompi, en hitt er þó lík- legra til árangurs að sækja slag á lauf. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 dxc4 5. a4 Bf5 6. e3 Ra6 7. Bxc4 e6 8. De2 Rb4 9. 0–0 Be7 10. Re5 h6 11. e4 Bh7 12. Hd1 0–0 13. Ha3 a5 14. Hb3 Kh8 15. Df3 De8 16. Dh3 Hd8 17. Bf4 Bd6 18. Df3 De7 19. De2 Bb8 20. Hd2 Re8 21. Be3 Rd6 22. f3 f6 23. Rg4 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Miskolc í Ungverja- landi. Sigurvegari mótsins Zoltan Varga (2.564) hafði svart gegn Viktori Erdos (2468). 23. … Rxc4! 24. Dxc4 f5! 25. Re5 25. exf5 hefði ekki gengið upp vegna 25. … exf5 26. Re5 Bxe5 27. dxe5 Bg8 og svartur vinnur. 25. … f4 og hvítur gafst upp enda verður hann manni undir eftir 26. Bf2 Bxe5. Skákþing Íslands, lands- liðsflokkur, og Íslandsmót kvenna hefjast í höf- uðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur kl. 17.00 í dag. Allir áhorfendur eru vel- komnir. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Róaðu þig niður! Hvað hélstu að ég fengi fyrir tvö þúsund kall?!! MEÐ MORGUNKAFFINU 50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 1. apríl, er fimmtugur Kristján Kristjánsson, Löngubrekku 5, Kópavogi. Hann er að heiman í dag. 1928 VÖRUHÚS AUÐBREKKU 1 Kóp. Laugavegi 20b • Sími 552 2515 • OPIÐ 11:00-18:00 og Auðbrekku 1 • Sími 544 4480 • OPIÐ 13:00-18:00 Handmálað borð með 6 skúffum kr 3.950.- VIKUTILBOÐ Á SMÁBORÐUM Baumafarar takið eftir! Eftirfarandi eru viðverutímar í básum þeirra fyrirtækja er við höfum umboð fyrir. Ef þú átt ekki kost á að heimsækja þessi fyrirtæki á þessum tíma þá er bara að slá á þráðleysuna og mæla sér mót. Vonumst til að sjá sem flesta af þeim er leggja leið sína til Munchen þessa daga. Með bestu kveðju, Ragnar 00354 824 2050 / Ási 00354 824 2054 Doka Steypumót F10 1002/1 30. mars 13:00 2. apríl 13:00 Fyrirtæki Söluvara Dags. Tími Dags. TímiBás Comansa Kranar F11 1103/8 30. mars 15:00 2. apríl 15:00 Geda Efnis/mannlyftur F10 1004/1 30. mars 16:00 2. apríl 16:00 H-bau Steypuíhlutir A2 107 31. mars 15:00 3. apríl 15:00 Pfeifer Steypuíhlutir A2 107 31. mars 15:00 3. apríl 15:00 Plettac Vinnupallar A2 304 31. mars 17:00 3. apríl 17:00 Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Páskaferð Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga sem fara nú þangað í þús- undatali á hverju ári með Heimsferðum. Í apríl er vorið komið og fegursti tími ársins fer í hönd í Prag enda er þetta vinsælasti tími ferðamanna til að heimsækja borgina. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Góð hótel í hjarta Prag, frábærir veitinga- og skemmtistaðir. Þú bóka 2 sæti til Prag en greiðir bara fyrir 1, og getur valið um úrvals hótel í hjarta Prag. Munið Mastercard ferðaávísuninaVerð kr. 19.950 Flugsæti til Prag. 32.600.-/ 2 = 16.300 + 3.650.- Verð m.v. netbókun. Bókunargjald kr. 2.000.- Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.- Val um úrvalshótel í hjarta Prag. 2 fyrir 1 Prag 8. apríl frá kr. 19.950 SMS tónar og tákn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.