Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 51 Með láti Guðjóns Ingimundarsonar hef- ur verið brotið skarð í samheldna fjölskyldu. Andlát tæplega níræðs manns ætti ekki að koma á óvart en við erum samt aldrei tilbúin að kveðja þá sem okkur þykir vænt um. En dauðinn er hluti af lífinu og lög- málið fer sínu fram hvað sem gert er til að tefja framgang þess. Ef ég rifja upp mínar fyrstu minn- ingar af Guðjóni þá sé ég hann fyrir mér á tréklossum á sundlaugarbakk- GUÐJÓN INGIMUNDARSON ✝ Guðjón Ingi-mundarson kenn- ari fæddist á Svans- hóli í Kaldrana- neshreppi í Strandasýslu 12. jan- úar 1915. Hann lést á gjörgæsludeild Land- spítala - háskóla- sjúkrahúss í Fossvogi 15. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Sauðár- krókskirkju 27. mars. anum sýna sundtökin, hann var jákvæður og hvetjandi kennari. Síð- ar kynntist ég því betur hvaða mann hann hafði að geyma. Guðjón var iðjusamur, gegnheill, traustur og vandaður til orðs og æðis. Hann naut þess að eiga Boggu sem lífsförunaut í sextíu ár, ég hef oft dáðst að samheldni þeirra og þeirri virð- ingu sem þau báru hvort fyrir öðru. Fjöl- skylda Guðjóns er nú orðin hálft hundrað og var hann ætíð stoltur af hópnum sínum. Allt fram til dauðadags tók Guðjón fullan þátt í lífinu, hafði skoðanir á mönnum og málefnum og var virkur þátttakandi í þjóðfélagsumræðunni. Hann hefur skilað góðu ævistarfi og kvaddi sáttur við lífið. Með þakklæti kveð ég minn góða tengdaföður Steinunn Sigurþórsdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ODDRÚN INGA PÁLSDÓTTIR, Sogavegi 78, sem lést á líknardeild Landakotsspítala mánu- daginn 22. mars sl., verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 2. apríl kl. 10.30. Jarðsett verður að Skarði í Landsveit síðar sama dag. Ágúst Úlfar Sigurðsson, Erla Þórðar, Sunna Sigurðardóttir, Ólafur P. Jakobsson, Sigrún Sigurðardóttir, Jon G. Jørgensen, Páll R. Sigurðsson, Marjolein Roodbergen, Sigurður H. Sigurðsson, Elvíra Méndez Pinedo og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÓLAFSSON. Álfaskeiði 96 Hafnarfirði, sem lést á St. Jósefsspítala þriðjudaginn 30. mars, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 6. apríl kl. 15.00. Jónína Magnea Guðmundsdóttir, Ólafur Grétar Guðmundsson, Steinunn Aagot Kristjánsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Þórunn Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EYÞÓR BJARNASON, Skipholti 46, Reykjavík, sem andaðist fimmtudaginn 25. mars, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 2. apríl kl. 13.30. Helga Pétursdóttir og börn, Sveinn Eyþórsson, Hafdís Eggertsdóttir, Birgir Eyþórsson, Birna Stefánsdóttir, Gunnar Eyþórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BJARNI ÁRSÆLSSON bóndi í Bakkakoti á Rangárvöllum, lést á Landspítalanum mánudaginn 29. mars. Útför hins látna fer fram frá Akureyjarkirkju, Vestur-Landeyjum, laugardaginn 3. apríl kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Ólafsdóttir. Flest trúarbrögð heimsins boða að við mannfólkið séum and- legar verur í efnisleg- um heimi. Það er svo undir okkur sjálfum komið hvernig við ræktum andlega hlutann. Í Franziscu bjó gömul sál, full af visku, fróðleik, kærleika og umfram allt sterkri réttlætiskennd. Hún trúði því að það hefði eitthvað að segja hinumegin hvernig við lifðum lífinu á jörðinni og það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur, öll verk voru unnin af alúð og natni. Þegar hún fékk þann úrskurð að hún gengi með lífshættulegan sjúkdóm tók hún því með kjarki og æðruleysi. Að ná bata var eins og hvert annað verkefni sem þurfti að leysa og til þess notaði hún sínar eigin baráttuaðferðir sem ég er viss um að hefðu borið árangur ef hún hefði fengið aðeins lengri tíma. Það er sagt að Guð launi fyrir hrafninn, ef það er satt þá þarf Zisca mín ekki að kvíða afkomunni á himn- um. Ég efast um að nokkur annar hafi látið sér detta í hug að hita kjöt- sag í örbylgjunni handa hröfnunum þegar allt var frosið og kalt. Það var sama hvar hún bjó, á Dyngjuvegin- um, í Áslandinu eða Laufrimanum, smáfuglarnir rötuðu til hennar í þús- undatali og voru í föstu fæði alla vet- ur. Ég hef heldur ekki tölu á öllum kisunum sem birtust hjá henni á tröppunum og völdu sér hana sem eiganda og settust að í góðu yfirlæti. Fyrir Franziscu voru allir menn jafnir, það skipti hana engu máli hvort hún var að tala við öskukallinn eða forsætisráðherrann, hún talaði við þá alla í sama tón og sem jafn- ingja. Þeir voru ekki öfundsverðir sem henni fannst ekki vera góðir menn, þeir fengu að vita nákvæmlega hvað henni bjó í brjósti. Fals og und- irlægjuháttur var ekki til í hennar FRANZISCA GUNNARSDÓTTIR ✝ Franzisca Gunn-arsdóttir fædd- ist á Skriðuklaustri í Fljótsdal 9. júlí 1942. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 3. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 12. mars. fari, hún kom til dyr- anna eins og hún var klædd. Börnin kunnu að meta þennan eiginleika, hún var þeim góð, talaði við þau eins og fullorðn- ar manneskjur og lagði þeim lífsreglurnar ef svo bar undir. Þegar Zisca var orðin veik komu börnin til að fara út með Garp og sendu fallegar orðsendingar með óskum um góðan bata, gatan yrði ekki söm án hennar. Þegar börnunum mínum líkuðu ekki uppeldisaðferðirnar klöguðu þau í Ziscu og höfðu oftar en ekki er- indi sem erfiði. Engin veisla í minni fjöskyldu var fullkomnuð nema hún skreytti matinn með laufblöðum úr agúrkum og blómum úr tómötum eða laxi. Í aldarfjórðung hefur hvorug okk- ar brugðið sér af bæ án þess að láta hina vita hvert förinni væri heitið og látið vita þegar við erum komnar heilar heim. Það var löngu ákveðið að sú sem færi á undan í ferðina miklu léti vita af sér og nú bíð ég eftir ferða- sögunni. Mesta stolt Franziscu í lífinu var einkasonurinn Gunnar Björn, hans velferð skipti hana meira máli en allt annað. Sambandið þeirra í milli var einstakt og hann sýndi það og sann- aði að stoltið var ekki ástæðulaust. Hann var hennar stoð og stytta í veikindunum og bar hana á örmum sér í orðsins fyllstu merkingu síðasta spölinn. Elsku Gunnar Björn, Signý, Gunn- ar og Katrín, mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Elsku vinkona, sofðu rótt – við hitt- umst síðar. Björk. Tíminn sem við Franzisca vorum svona bestu vinkonur er einhver skemmtilegasti tími í lífi mínu. Mið langar með þessum orðum að þakka þér Franzisca mín fyrir hvað þú auðgaðir líf mitt mikið með því bara að vera til og vera eins og þú varst. Mamma sagði stundum að oflof væri háð, en það á ekki við þegar þú áttir í hlut, það er með ólíkindum hvað mikið af hæfileikum rúmaðist í einni og sömu persónu. Ég þakka þér fyrir hreinskilnina, heiðarleikann við sjálfa þig og aðra og ekki síst fyrir þinn óborganlega húmor, þú komst og sagðir eitthvað eða gerðir eitthvað og ég bara hló. Gagnrýni þín var alltaf uppbyggjandi og bætandi. Hæfileiki þinn til að sjá fleiri hliðar á sama máli og geta snúið jafnvel ómögulegustu sítuasjónum upp í óborganlega skemmtun var fyr- ir mig bara dásamlegt! Ég kynntist fyrir þinn atbeina bókmenntum sem höfðu afgerandi áhrif á líf mitt til hins betra. Þú fékkst mig til að skoða hlut- ina frá mörgum hliðum og að taka ekki viðgefnum „staðreyndum“ sem sjálfsögðum hlut. Við töluðum oft saman í síma þegar börnin voru kom- in í ró, og það sem þú varst ekki að gera og sinna var vægast sagt ekki margt, þú gast saumað hvað sem var, málað veggi, myndir, smíðað, ort og samið, svo fórst þú bara að sofa þegar þú varst þreytt, bara af því að klukk- an var eitthvað. Við fórum eina ævintýraferð til Ítalíu og væri það efni í heila bók allt sem við upplifðum þar, guð hvað það var gaman! Ég heyri þig nú segja bak við öxlina á mér: Unnur mín, hvað er nú þetta, svona skrifar maður bara um elskendur sína. Við vorum auðvit- að báðar stórar og stæðilegar, svona norrænar valkyrjur, og Ítalarnir trítluðu á eftir okkur rangeygir af hrifningu og við létum þá svo sann- arlega dekra svolítið við okkur, þang- að til við lentum í miklum vandræð- um, þekktum ekki ítalskan bóðhita og þurftum að yfirgefa Róm um miðja nótt til þess hreinlega að verða ekki myrtar eða eitthvað þaðan af verra! Maðurinn í móttökunni sem var á móti herbergi okkar varð svo ást- fanginn af Franziscu að hann fór yf- irum þegar hún vildi ekki þýðast hann og fór að sturta í sig áfengi og endaði með því að hann lá uppi í rúmi hennar drukkinn og grátandi, þegar við komum upp á hótel. Ég sakna þín kæra vinkona og ég sakna þess líka að hafa ekki ræktað betur vináttu okkar síðastliðin ár og gefið þér meira af tíma mínum, það fær mig til að hugsa hvað lífið er í raun stutt og hvað vinátta er dýrmæt. Þú eignaðist einn son og ég veit að hann er af sama sterka kjarna og þú og er og verður þér til sóma alla tíð. Hvar í veröldinni sem þú ert nú veit ég bara að það hlýtur að vera miklu skemmtilegra þar síðan þú komst. Kannski fæ ég að hitta þig þar síðar. Hafðu kæra þökk fyrir allt. Unnur Halldórsdóttir. Það eru margar minningar sem koma upp í huga minn á þessari stundu, þú varst stóri bróðir minn sem ég dáði og elskaði. Það er erfitt að setjast niður núna og kveðja þig með fáeinum orðum því það er svo margt sem ég vildi segja þér, en sá tími kem- ur seinna en ég lofa þér því að ég mun hugsa vel um dætur þínar sem eiga um sárt að binda núna og einnig litlu afastrákana sem fá ekki að kynnast þér eins og börnin mín fengu þegar þau voru lítil, sérstaklega dóttir mín sem var í miklu uppáhaldi hjá þér. Elsku stóri bróðir, þakka þér fyrir þau góðu ár sem ég átti með þér. Þú varst svaramaður minn í brúðkaupi mínu og stóðst þig vel þó að þú væri orðinn veikur og gerðir daginn ógleymanlegan fyrir okkur. Í veislunni hélst þú uppi miklu stuði með því að leiða hóp- JÓN STEFNIR HILMARSSON ✝ Jón Stefnir Hilm-arsson hár- greiðslumeistari fæddist á Blönduósi 15. maí 1949. Hann lést á heimili dóttur sinnar 2. mars síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Foss- vogskirkju 11. mars. dans en dans var þér alltaf svo mikils virði og það eru fáir sem geta dansað eins vel og þú gerðir. Því mið- ur fékkst þú ekki tækifæri til þess að dansa í gegnum lífið. Farðu í friði, elsku stóri bróðir. Þín litla systir, Ragnhildur. Mig setti hljóða þegar hringt var í mig kl. 7 að morgni hinn 2. mars sl. og mér tjáð að vinur minn Jón Stefnir hefði látist um nóttina. Um hug- ann runnu margar myndir og minningar. Ég hafði átt langt sam- tal við hann tíu dögum áður þar sem við bæði grétum og hlógum, hann var að fara inn á Vog til þess að taka á sínum málum og vorum við sannfærð um að það myndi takast. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa átt Jón að vini allar götur síðan 1975, að við kynntumst á rakara- stofunni í Eimskipafélagshúsinu, og hélst okkar vinskapur síðan þá. Mig langar bara að minnast góðu stundanna í okkar lífi og Berg- lindar, þáverandi eiginkonu hans og besta vinar, og dætra hans. Það var svo oft gaman þá. Mig langar að segja svo margt en læt duga að vitna í dægurlagatexta sem er svona: Mér varð á og þungan dóm ég hlaut, ég villtist af réttri braut. Því segi ég það, ef þú átt vin í raun fyrir þína hönd, guði sé laun. (Jóhann G. Jóhannsson.) Megir þú hvíla í friði, við eigum eftir að hittast síðar. Ég votta dætrum, barnabörnum, systkinum og öllum hinum mína dýpstu sam- úð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Kveðja, þinn vinur Agnes Jónsdóttir. MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.