Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 35
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 35
Hús verkfræðideildar við Hjarð-
arhaga kl. 16.15–17.30 Í tilefni 90
ára afmælis Verkfræðingafélags Ís-
lands árið 2002 var gefið út sérstakt
rit af tilefninu.
Hákon Ólafsson,
verkfræðingur og
formaður rit-
nefndarinnar,
segir frá verkefn-
inu og kynnir
þær bækur sem
þegar eru út
komnar og eru í
undirbúningi,
ásamt þeim hug-
myndum sem eru uppi um síðari
bækur ritraðarinnar. Ritröðin mun
spanna 10 bækur um hin ýmsu svið
er varða verkfræðinga. Ljúka á riti
um 100 ára sögu félagsins árið 2012.
Umræður og hugmyndir um fram-
tíðarþróun verksins verða viðraðar.
Alþjóðahúsið kl. 17 Kvennakórinn
Vox feminae heldur Opna æfingu.
Stjórnandi kórsins er Margrét
Pálmadóttir. Kórinn syngur íslensk
þjóðlög og söng-
lög samin eða rit-
uð fyrir kvenna-
kóra. Einnig
syngur kórinn
verk af efnisskrá
af fyrirhuguðum
tónleikum Vox
Feminae í Saln-
um í Kópavogi 2.
maí nk. Tónleik-
arnir heita La
Carita (kær-
leikur). Þá syngur kórinn þulu
Theodóru Thoroddsen en hún er eitt
fjögurrra aldamótaskálda mánaðar-
ins í Þjóðmenningarhúsinu. Inga
Backman syngur með kórnum. Pí-
anóleikari er Arnhildur Valgarðs-
dóttir.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Hákon Ólafsson
Margrét
Pálmadóttir
SYSTKININ Kristjana og Gísli
Stefánsbörn ásamt undirleik-
urunum Agnari Má Magnússyni og
Guðjóni Halldóri Óskarssyni halda
tónleika til styrktar líknarsjóði
Lionsklúbbsins Emblu í Selfoss-
kirkju kl. 20.30 annað kvöld. Fé-
lagskonur hafa meðal annars notað
peninga úr þessum sjóði til styrktar
vinnustofunni við Gagnheiði, til
hjálparsjóðs Selfosskirkju og hjálp-
arsjóðs Lionshreyfingarinnar sem
var meðal annars notaður í sam-
bandi við snjóflóðin á Flateyri og
Súðavík. Félagskonur kosta eitt
barn í SOS-barnaþorpi, og hafa eft-
ir bestu getu reynt að styrkja góð
málefni í heimabyggð. Systkinin
munu gefa vinnu sína við þessa tón-
leika en þess má geta að móðir
þeirra, Elín Arnoldsdóttir, er einn
af stofnfélögum í Lionsklúbbnum
Emblu. Það er von Emblukvenna að
sem flestir notfæri sér þetta ein-
staka tækifæri til að njóta góðrar
tónlistar og styrkja gott málefni.
Miðar eru seldir við innganginn.
Styrktar-
tónleikar í
Selfoss-
kirkju
Selfossi. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Jim Smart
Kristjana Stefánsdóttir syngur í
Selfosskirkju annað kvöld.
TVÍHLIÐA tríóið heldur tónleika í Tíbráröð Sal-
arins, kl. 20 í kvöld. Tríóið er skipað Guðrúnu
Birgisdóttur sem leikur á flautu og barokkflautu,
Sigurði Halldórssyni sem leikur á selló og barokk-
selló, og Richard Simm sem leikur á píanó og
sembal. „Við í Tvíhliða tríóinu eigum það sameig-
inlegt að hafa lært á barokkhljóðfæri,“ segir Guð-
rún, „og grípum til þeirra þegar tækifæri til þess
hafa gefist þótt leikur og kennsla á nútíma-
hljóðfæri séu okkar aðalstarf.“
Í tvennum skilningi má segja að niður aldanna
sé þema á þessum tónleikum. „Fyrir hlé leikum
við verk frá barokki til rómantíkur og bregðum á
leik með eldri hljóðfæri þar sem það á við. Eftir
hlé verður flutt verkið Rödd hvalsins eftir Georg
Crumb, með verkinu kallar höfundur fram stærri
víddir en við eigum að venjast í klassískri tónlist.
Hin miklu óviðráðanlegu öfl náttúrunnar og dulúð
sjávarins eru viðfangsefni hans, en jafnframt bera
kaflarnir jarðfærðiheiti aldanna frá upphafsöld til
nýaldar, „frá upphafi tímans til enda hans“,“ segir
Guðrún.
Fyrir hlé verða flutt verk eftir Johann Sebast-
ian Bach, Sónata í C-dúr BWV 1033. „Sónatan er
að ýmsu leyti sú sérkennilegasta í formi af són-
ötunum sex fyrir flautu og sembal sem honum eru
eignaðar. Einkum er fyrsti þátturinn óvenjulegur,
með rólegum inngangi sem lýkur í nokkurs konar
kadensu fyrir flautuna,“ segir hún.
Sónata í G-dúr kk 146 er eftir Domenico Scarl-
atti. „Hann var mikill virtúós á hljómborð og
skrifaði mörg hundruð sónötur fyrir sembal.
Þessar sónötur eru í raun stuttir einþáttungar líkt
og æfingar í hljómborðsleik. Andante í C-dúr K
315 eftir Wolfgang Amadeus Mozart er næst á
dagskrá. Sagan segir að flautuleikarinn De Jean,
hafi kvartað undan hæga þættinum í G-dúr flautu-
konsertinum, þótt hann of hægur eða þungur.
Þetta varð til þess að Mozart samdi nýjan rólegan
þátt, Andante í C-dúr, sem er léttari og einfaldari
tónsmíð og í dag jafnan flutt ein sér, og mikið eft-
irlætisverk flautuleikara. Næst kemur Tríó í g-
moll op. 63 eftir Carl Maria von Weber. Hann
samdi ekki mikið af kammertónlist en Flaututríó
hans er frá árinu 1819 og er eitt örfárra verka fyr-
ir þessa hljóðfæraskipan.“
Eftir hlé verður flutt verkið Vox Balaenae
(Rödd hvalsins) fyrir þrjá grímuklædda hljóð-
færaleikara. „Verkið var samið af bandaríska tón-
skáldinu Georg Crumb árið 1971. Tveimur árum
áður hafði hann heyrt á bandi söng hnúfubaksins.
Höfundur kveður á um það að hljóðfæraleik-
ararnir skuli bera grímur við flutning verksins til
að „afmanngerast“ og leggur til að notað sé blátt
sviðsljós til að styðja við dramatískt innhald tón-
listarinnar. Með verkinu kallar höfundur fram
stærri víddir en við eigum að venjast í klassískri
tónlist.“
Eiga að leika með grímur
Morgunblaðið/Jim Smart
Guðrún Birgisdóttir, Richard Simm og Sigurður
Halldórsson skipa Tvíhliða tríóið.
EFNISSKRÁIN á tónleikum
Hörpu Harðardóttur sópransöng-
konu í Langholtskirkju 21. mars var
helguð lögum eftir píanóleikarann og
söngleikjahöfundinn George Gers-
hwin (1898–1937). Þótt Gershwin
hafi ekki orðið langlífur var hann af-
kastamikið tónskáld, sérstaklega á
söngleikjasviðinu, en hann samdi
einnig óperur og sönglög, hljóm-
sveitarverk og prelúdíur fyrir píanó
sem flestöll hafa notið mikilla vin-
sælda. Þessi tegund tónlistar virðist
liggja mjög vel fyrir Hörpu og það
sama á við um Kristin Örn Kristins-
son píanóleikara, sem einnig naut sín
til fulls við flygilinn, og áttu þau
framúrskarandi gott samstarf.
Úr óperunni Porgy and Bess
(1933) söng Harpa hið sívinsæla
Summertime. Lög sem samin eru
fyrir söngleiki voru átta. Úr tveimur
útfærslum af söngleiknum Georg
white’s scandals söng Harpa lögin
I’ll build a stairway to Paradise
(1922) og Somebody loves me (1924).
Someone to watch over me úr Oh,
Kay (1926). The man I love og Fasc-
inating rhythm úr Lady, be good
(1924), úr Tip-toes (1925) var lagið
That certain feeling og úr Girl crazy
(1930) lögin I got rhythm og
Embraceable you. Einnig söng
Harpa Nice work if you can get it úr
myndinni A Damsel in distress
(1937) og lagið They can’t take that
away from me úr myndinni Shall we
dance (1937).
Efnisskráin var öll mjög vel flutt,
framburðurinn hjá Hörpu var mjög
skýr og flutningurinn lifandi með
góðri leikrænni tjáningu. Þar sem öll
efnisskráin var mjög vel flutt er erf-
itt að gera upp á milli en kannski má
nefna sérstaklega lögin The man I
love, That certain feeling þar sem
Aðalheiður Halldórsdóttir dansaði
með flutningi Hörpu og Kristins. Í
lögunum Fascinating rhythm og I
got rhythm fóru þau Harpa og Krist-
inn hreint á kostum við flutninginn.
Einnig Summertime þar sem Aðal-
heiður dansaði með og síðasta lagið á
efnisskránni, They can’t take that
away from me, sem var hugljúft og
fallegt. Dans Aðalheiðar var látlaus
og lifandi og féll vel að flutningi tón-
listarinnar.
Fallegir kirkjutónleikar
Kór Bústaðakirkju hóf tónleika
sína fimmtudaginn 25. mars á boð-
unardegi Maríu á tveimur passíu-
sálmum eftir Hallgrím Pétursson við
gömlu lögin svokölluðu í raddsetn-
ingum eftir Smára Ólason. Fyrri
sálmurinn voru vers úr 11. sálmi,
Krossferli að fylgja þínum, við lagið
Dagur í austri öllum sem við þekkj-
um betur við sálminn Allt eins og
blómstrið eina. Seinni sálmurinn
voru vers úr 48. sálmi, Gegnum Jesú
helgast hjarta, með gamla laginu við
sálminn Tunga mín af hjarta hljóði.
Raddsetning beggja sálmanna er
mjög góð og látlaus og hæfir inni-
haldinu. Sálmarnir hljómuðu mjög
vel, skýrt og hreint, en hefðu kanski
mátt syngjast með aðeins meiri til-
finningu fyrir innihaldinu. Felix
Mendelssohn-Bartholdy (1805–1847)
samdi hymnann Hear my Prayer
fyrir sópran, kór og orgel 1844 fyrir
Bartholomew’s-tónleika í Crosby-
Hall í London þar sem hann var
frumfluttur 1845. Hanna Björk Guð-
jónsdóttir söng fallega og skýrt ein-
sönginn á móti kórnum. Síðast á efn-
isskránni var Requiem eða
sálumessa eftir Gabriel Fauré
(1845–1924). Fauré samdi sálumess-
una í áföngum og fullbúin inniheldur
hún tónsetningu á sjö þáttum venju-
legrar útfararmessu eða sálumessu.
Á tónleikunum í Bústaðakirkju voru
allir kaflarnir fluttir nema Offertori-
um eða fórnarsöngur sem er erf-
iðasti og viðkvæmasti kaflinn fyrir
kórinn og jafnframt einn sá falleg-
asti. Messan var í heild mjög vel
flutt, vantaði þó dálitla hlýju í flutn-
inginn og stundum meiri dýnamík,
sérstaklega í fyrrihlutann. Sanctus-
kaflinn var fallegur þar sem sópr-
aninn söng sig virkilega vel saman
og góð snerpa í Osanna. Alda Ingi-
bergsdóttir söng fallega bænina Pie
Jesu. Tenórinn átti eitthvað erfitt
með háu tónana í Agnus Dei og náði
ekki að halda sama blæ á öllum tón-
skalanum en annars gott. Í Libera
me-kaflanum söng Ásgeir Páll
Ágústsson einsönginn. Kaflinn er
skrifaður fyrir baritón og fer best á
að vera sunginn af mjúkum og fyllt-
um baritón. Þessi kafli hentaði rödd
Ásgeirs alls ekki, en hann söng með
miklum tenórblæ á röddinni og náði
ekki að skila kaflanum heilsteyptum
en söng að öðru leyti þokkalega,
þáttur kórsins var góður. Lokakafl-
inn In paradisum er geysilega við-
kvæmur kafli og erfiður fyrir sópr-
aninn, sem söng sig aðeins í sundur í
upphafi en náði síðan saman aftur.
Það var mjög góður hljómur í kórn-
um en ekki mikil fylling, bassinn var
fullhógvær í sálumessunni og hvarf á
köflum en góður í fyrri verkunum.
Bjarni Jónatansson sá um hljóð-
færaleikinn og stóð vel fyrir sínu að
vanda og Guðmundur Sigurðsson,
organisti Bústaðakirkju, leiddi hóp-
inn sinn eins og herforingi í gegnum
tónleikana, sem voru flytjendum og
Bústaðakirkju til mikils sóma.
Gershwin-sveifla og
fallegur kórsöngur
TÓNLIST
Langholtskirkja
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Harpa Harðardóttir sópran, Kristinn Örn
Kristinsson píanóleikari og Aðalheiður
Halldórsdóttir dansari. Lög eftir George
Gershwin. Sunnudagurinn 21. mars kl.
16.
Bústaðakirkja
KÓRTÓNLEIKAR
Kór Bústaðakirkju. Hanna Björk Guðjóns-
dóttir sópran, Alda Ingibergsdóttir sópr-
an og Ásgeir Páll Ágústsson baritón.
Bjarni Jónatansson píanóleikari. Stjórn-
andi Guðmundur Sigurðsson. Flutt pass-
íusálmalög í raddsetningu Smára Ólason-
ar ásamt verkum eftir F. Mendelssohn og
G. Fauré. Fimmtudagurinn 25. mars kl.
20.
Morgunblaðið/ÁsdísKristinn Örn Kristinsson og Harpa Harðardóttir.
Jón Ólafur Sigurðsson
DAN Brown, Paul Auster,
Niccolò Ammaniti, Eiríkur
Guðmundsson og Oddný Eir
Ævarsdóttir eru meðal þeirra
höfunda sem taka þátt í vor-
bókaflóði Bjarts sem nú er að
hefjast, annað árið í röð. Alls
koma út sjö bækur í ódýrum
kiljum en eitt af markmiðum
útgáfunnar er að hvetja fólk til
að gefa sjálfu sér og öðrum
bókagjöf á öllum tímum ársins.
Ný frumsamin verk
Í fyrra hleypti Bjartur af
stokkunum ritröðinni Svörtu
línunni en hún er vettvangur
fyrir verk á mörkum ólíkra
bókmenntagreina. Tveir ungir
íslenskir rithöfundar senda frá
sér bækur í Svörtu línunni í
apríl. Oddný Eir Ævarsdóttir,
sem búsett er í París, hefur
skrifað bókina Opnun krypp-
unnar sem er sambland af
sjálfsævisögu og heimspekirit-
gerð og varpar m.a. ljósi á líf og
martraðir íslensks námsmanns
í útlöndum. Bók Eiríks Guð-
mundssonar útvarpsmanns, 39
þrep á leið til glötunar, er hins
vegar gagnrýnin og skáldleg
úttekt á íslenskum samtíma-
veruleika; úttekt sem skýrir
vonandi hvers vegna söguhetj-
an dúsir í fangaklefa í Mexíkó í
stað þess að njóta hamingjunn-
ar í Perlunni og Smáranum.
Auk þessara bóka eru komn-
ar út í Svörtu línunni tvær
þýddar bækur, Mynd af ósýni-
legum manni eftir bandaríska
rithöfundinn Paul Auster og
Syndirnar sjö eftir finnska guð-
fræðinginn Jaakko Heinimäki.
Bjartur gefur árlega út
fjölda bóka í neon-flokknum
sem helgaður er nýjum og ný-
legum þýddum skáldverkum
sem vakið hafa athygli erlendis.
Tvær neonbækur eru í vor-
bókaflóðinu, skáldsögurnar
Fimm mílur frá Ytri-Von eftir
Nicolu Barker og Ég er ekki
hræddur eftir Niccolò Amm-
aniti. Verk Barker fjallar með
groddalegum hætti um unga
risavaxna stúlku á gelgjuskeiði.
Skáldsaga Ammanitis, sem hef-
ur verið efst á metsölulistum á
Ítalíu undanfarin þrjú ár, segir
hins vegar frá hópi barna í
þorpi á Suður-Ítalíu sem finna
dreng lokaðan ofan í holu. Von-
ir standa til að Ammaniti heim-
sæki Ísland í tilefni af Viku
bókarinnar.
Vorbóka-
flóð Bjarts
brostið á