Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Bjarni Einarsson hefur kvatt þetta jarðlíf eftir langvarandi erfið veikindi. Við brottför hans kveðjum við sam- ferðamann sem í hug- um okkar skilur eftir hlýjar minningar um vináttu og fjölda samverustunda sem löngum kölluðu fram fjölbreytileg umhugs- unarefni. Um Bjarna mátti segja að lengi býr að fyrstu gerð. Hann fæddist og ólst upp á miklu menningarheimili foreldra sinna í Reykholti í Borgar- firði, prestshjónanna Önnu Bjarna- dóttur og séra Einars Guðnasonar. Þau hjónin voru um áratugaskeið burðarásar fræðslu og uppeldis ung- menna í Reykholtsskóla og hafa margir nemendur skólans þakkað veganestið sem þeir fluttu með sér frá þeim sögufræga stað. Þá hvöttu þau og studdu efnilega, fátæka nem- endur til að leita sér frekari mennt- unar og ýmsir hafa vottað að þetta hafi skipt sköpum um framtíð þeirra. Á heimili prófastshjónanna var lýðræði og jafnrétti í heiðri haft með sérstökum hætti. Séra Einar og Anna hlustuðu alltaf á börnin ekki síður en hina fullorðnu og ræddu jafnan við þau sem sjálfstætt hugs- andi einstaklinga og jafningja. Þau kölluðu eftir rökstuðningi og tóku skoðanir þeirra jafn alvarlega og fullorðinna. Þetta reyndist að sjálf- sögðu ómetanlegt veganesti og styrkur sjálfstæðri hugsun og sjálfs- ímynd barna á mótunarskeiði og að þessu bjó Bjarni alla tíð. Þegar Bjarni kom í Menntaskól- ann í Reykjavík, ári yngri en flestir aðrir, kom fljótt í ljós að hann var víðlesinn og margfróður um tækni- leg, söguleg og félagsleg efni. Hann kunni t.d. ótrúlega góð skil á sögu síðari heimsstyrjaldarinnar og hefur þó aðeins verið á sjötta ári þegar sá hildarleikur hófst. Hann gaf þá skýr- ingu að mikill áhugi foreldranna á gangi stríðsins hafi fljótt hrifið hann með enda vissu þau að þarna var mikið í húfi. Á menntaskólaárunum vann Bjarni fyrir sér á sumrin við vega- gerð og brúarsmíði í Borgarfirði og þegar hann hafði aldur til ók hann malarflutningabíl á þeim vettvangi. Á háskólaárunum urðu sumarstörfin fjölbreyttari, tollgæsla og fleira. Háskólaárin eru eftirminnileg og vistin á Gamla garði stendur upp úr flestum tímaskeiðum á lífsleiðinni. Á þeim árum myndaðist mjög sam- heldin „klíka“ níu manna, þar sem Bjarni varð fljótt mjög áberandi. Við virkuðum að hluta sem eins konar akademía þar sem fyrir voru tekin fjölbreytilegustu umfjöllunarefni úr fortíð, nútíð eða horft var hvasst inn í framtíðina. Kvöldin nægðu ekki allt- af til að kryfja málin eða komast að niðurstöðu og oft var farið að gráma fyrir nýjum degi þegar umfjöllun var hætt. Á þessu vísindaþingi var Bjarni svo sannarlega í essinu sínu og manna liðtækastur. Aðrir munu í eftirmælum fara yfir störf Bjarna sem embættismanns en hann gekk af kappi og áhuga að hverju því starfi sem honum var fal- ið. Einkennandi var fyrir hann að nálgast viðfangsefnin frá öðru sjón- arhorni en aðrir höfðu. Hann var óvenjulega frumlegur og sjálfstæður í hugsun og hafði alltaf kjark til að fylgja sannfæringu sinni í hverju máli. Á bæjarstjóraárum Bjarna á Akureyri var ýmsum stórverkefnum hrundið í framkvæmd, sem bærinn mun lengi búa að. Hann gekk dyggi- lega fram í þeim verkum og var vin- sæll bæjarstjóri. Bjarni vann allan sinn starfsdag að byggðamálum: hjá Efnahags- BJARNI EINARSSON ✝ Bjarni Einarssonfæddist í Reyk- holti í Borgarfirði 14. apríl 1934. Hann lést á Landakotsspít- ala 24. mars síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Foss- vogskirkju 31. mars. stofnuninni, sem bæj- arstjóri á Akureyri, Framkvæmdastofnun ríkisins og síðar Byggðastofnun en þar lauk hann störfum sem aðstoðarforstjóri. Bjarni Einarsson var ákaflega vel á sig kom- inn andlega og sótti jafnan styrk í einlæga trú. Hann var glaðlynd- ur og jafnlyndur, fljót- huga án þess að rasa um ráð fram. Hann var ör og ódeigur til at- hafna og vildi sjá hugð- arefni sín, sem til bóta horfðu, kom- ast fljótt til framkvæmda og til allrar blessunar sá hann mörg þeirra kom- ast í höfn. Áberandi var hvað börn löðuðust að Bjarna en þau eru oft glögg á innri mann fullorðinna. Dæt- ur okkar, sem nutu samvista við Nínu og Bjarna og þeirra börn, áttu í honum hlýjan og skilningsríkan vin. Minningin um hann er þeim mikils virði. Bjarni var heill í öllum samskipt- um við sína samferðamenn, óáreitinn og hrekklaus með öllu. Þess vegna stóð hann berskjaldaðri en ella fyrir óheilindum annarra. Við hjónin þökkum samfylgdina, mágsemd og langa vináttu. Margir munu sakna Bjarna og minnast hans með hlýju, söknuði og virðingu. Við höfum þó í huga að dauðinn er fyrst og fremst eðlilegt framhald af lífinu og því hljótum við að una. Við vottum Nínu aðdáun okkar fyrir einstaka umhyggju hennar og forsjá í langvarandi veikindum eig- inmannsins. Við biðjum henni, börn- unum, tengdasonum, barnabörnum og öðrum ættingjum guðs blessunar. Hólmfríður og Hörður. Héraðsskólarnir voru merkilegar stofnanir. Þar lærðu nemendur, léku sér, mötuðust og sváfu, báru á borð fyrir skólasystkini sín, þvoðu skól- ann og herbergi sín og föt. Allir nem- endur þekktust eftir að fram kom á vetur, mismikið að vísu. Ég var í Reykholtsskóla 1947-1950 og kynnt- ist Dadda prestsins (Bjarna Einars- syni) en þau kynni áttu eftir að verða meiri síðar. Bjarni lauk landsprófi vorið 1949 og næsta vetur las hann þriðja bekk MR heima ásamt Svein- birni Blöndal en foreldrar Bjarna, Anna Bjarnadóttir og sr. Einar Guðnason, voru afbragðskennarar. Þeir settust síðan í fjórða bekk MR næsta haust og þá settust tveir Reykhyltingar í þriðja bekk skólans. Einhvern veginn fór svo að Reyk- hyltingarnir drógust að Bjarna eftir að suður kom og varð herbergi hans eins konar félagsheimili þeirra. Hann kunni því ætíð betur að vera veitandi en þiggjandi, var hrókur alls fagnaðar og kaus að vera í miðdepli umræðna og samskipta. Bjarni bjó hjá móðursystur sinni að Þingholts- stræti 14 og hafði þar kvistherbergi til umráða. Herbergið var lítið, gólf- flötur ef til vill um fimm fermetrar. Þar var dívan, skrifborð og körfu- stóll og oftast vænn stafli af Popular mechanics. Bjarni var tæknilega sinnaður og var einkum áhuga hans á bílum við brugðið. Mörg kvöld sátu fimm ungir menntaskólanemar í kvistherberginu, húsráðandi, grein- arhöfundur, Lárus Jónsson, Svein- björn Blöndal og Óli J. Hjálmarsson. Hann hafði að vísu ekki verið í Reyk- holti en var bekkjarbróðir Bjarna í MR og var með honum í tilraunum. Þarna var rætt um landsins gagn og nauðsynjar en játa ber að stundum voru umræðuefnin fáfengilegri. Mælt er að þröngt megi sáttir sitja. Sjálfsagt hefur stundum gengið þarna talsvert á en húsráðendur leiddu slíkt hjá sér og hafi þeir þökk fyrir. Allir áttu fimmmenningarnir heima úti á landi og fóru heim í jóla- leyfum. Greinarhöfundur var undan- tekning hvað þetta snerti enda var oft ófært heim til hans að vetrarlagi fram á sjötta áratuginn. Bjarni sá aumur á mér að verða að hírast einn í Reykjavík um jólin og bauð mér tvisvar með sér upp í Reykholt um jólin. Það voru dýrðlegir dagar. Jafn- an var saltkjöt í jafningi á borðum daginn sem Bjarni kom upp eftir en það var uppáhaldsmatur hans. Síðan liðu dagarnir einn af öðrum. Oftast var komið fast að hádegi þegar risið var úr rekkju, eftir hádegismat var lesið, farið í sund og gufu og jafnvel í handbolta, eftir kvöldmat var oft safnast saman hjá einhverjum kenn- aranum eða niðri í deild og farið í leiki. Menn fóru í háttinn þegar þeim fannst tími til kominn en eftir það ræddum við Bjarni oft saman langt fram á nótt. Gesturinn varð strax einn af heimamönnum, hann fékk meira að segja jólagjöf. Samskiptin voru með svipuðu móti fyrri hluta háskólaáranna, menn söfnuðust saman hjá Bjarna á Gamla garði. Hópurinn stækkaði verulega, bræðurnir Árni og Unnar Stefáns- synir bættust í hann og einnig þeir Hörður Vilhjálmsson og Kristján Aðalbjörnsson. Þangað lögðu Matth- ías Frímannsson og fleiri leið sína. Síðar komu aðrir dagar, menn luku námi, stofnuðu heimili og lífsstarfið tók við. Varð þá nokkurt vik á milli vina en jafnan sótti í fyrra far þegar fornir félagar hittust. Og nú er Bjarni allur og langt fyrir aldur fram Hafi hann heila þökk fyrir áralanga vináttu og allt gott, gamalt og nýtt. Við Guðbjörg sendum Nínu og börn- um þeirra hjóna innilegar samúðar- kveðjur. Lýður Björnsson. Á sextánda aldursári fór ég ásamt þremur jafnöldrum mínum úr Ólafs- firði í Héraðsskólann Reykholt í Borgarfirði. Á þessum tíma gegndu héraðsskólarnir stórmerku hlutverki í skólakerfi landsins. Þeir voru góður kostur fyrir ungt fólk af landsbyggð- inni með lítil auraráð til þess að afla sér framhaldsmenntunar. Í Reyk- holti kynntist ég Bjarna Einarssyni. Við urðum miklir vinir æ síðan og stundum nánir samverkamenn, þótt við hefðum ólíkar flokkspólitískar skoðanir. Bjarni vinur minn hefur nú kvatt þetta jarðlíf eftir harða baráttu um árabil við sjúkdóminn Alzheimer og ég vil gjarnan minnast hans í örfá- um orðum. Bjarni var sonur heiðurshjónanna, Önnu Bjarnadóttur og sr. Einars Guðnasonar, en þau voru í hópi allra bestu kennara, sem ég hef notið leið- sagnar hjá um dagana. Frú Anna var jafnvíg á að kenna íslensku, dönsku og sérfag sitt ensku. Hún opnaði mér sýn á undraheim íslenskra bók- mennta, sér í lagi ljóðlistar. Fyrir það verð ég henni ævarandi þakk- látur og sr. Einari tókst að gera mig forvitinn um sögu þjóðarinnar og raunar alls mannkyns. Hann var mikill sögumaður í orðsins fyllstu merkingu og við fengum hann oft í tímum til þess að segja sögur, sem hann vissi að kæmu til með að víkka sjónhring okkar og hvetja okkur til þess að kynna okkur merka lífsbar- áttu forfeðranna. Bæði lögðu þau presthjónin svo mikið af sjálfum sér í kennsluna, að það geislaði af þeim gleðin, þegar þau kenndu okkur. Líklega hefði þessu fyrirbrigði síðar verið líkt við útgeislun, en fyrir mér voru þau einfaldlega algjörir galdra- meistarar í að koma okkur ungum og fáfróðum nemendum til nokkurs þroska. Sonur þeirra, Bjarni, naut þess að hrærast í þessu mikla menningar- heimili, sem Presthúsið var, í hlaði hins fornfræga Reykholtsstaðar. Hann var rúmlega einu ári yngri en ég og bjó sig þá þegar undir að fara í Menntaskólann í Reykjavík með því að lesa þriðja bekk hans utan skóla og varð því súdent einu ári fyrr en við Lýður Björnsson, sem stunduð- um saman nám í Reykholti, en út- skrifuðumst síðar úr MR. Engu að síður áttum við mikla samleið á Reykholtsárunum, einnig í Mennta- skóla, þegar hann dvaldi hjá móður- systur sinni Kristínu Bjarnadóttur að Þingholtsstræti 14, og síðar á Óð- insgötu en við Lýður í næsta ná- grenni, Grundarstíg og Miðstræti. Saman stunduðum við svo líka nám við háskólann. Þar tókum við þátt í glaðværum og góðum félagsskap nokkurra skólabræðra, sem við nefndum einfaldlega „klíkuna“. Þetta voru auralitlir, en glaðir og góðir dagar, sem skilja eitthvað órætt eftir, sem aldrei fyrnist, þótt leiðir lægju mismikið saman síðar á ævi hvers og eins og vík stundum orðið milli vina. Fljótlega eftir útskrift úr háskóla störfuðum við Bjarni mikið saman á Akureyri. Hann var ráðinn bæjar- stjóri þar árið 1967 og því embætti gegndi hann til ársins 1976. Ör- skömmu eftir að Bjarni tók við starfi bæjarstjóra á Akureyri flutti ég með fjölskyldu frá Ólafsfirði til Akureyr- ar. Skemmst er frá því að segja að þar urðu Bjarni og Gíslína, eiginkona hans, afar vinsæl. Þau höfðu gott lag á að virkja menn til dáða og áttu mik- inn þátt í þeirri hröðu uppbyggingu og vexti, sem átti sér stað á Akureyri á þessum árum. Atvikin höguðu því svo, að ég var kosinn í bæjarstjórn Akureyrar árið 1970 og einnig Valur Arnþórsson, þáverandi kaupfélags- stjóri KEA, en við vorum allir þrír góðir vinir og studdum allir „Akur- eyrarflokkinn“ í bæjarmálum, þótt við værum ekki á eitt sáttir í lands- málapólitík. Meðal verkefna, sem við unnum saman var gerð aðalskipu- lags fyrir Akureyri, en slíkt skipulag hafði ekki verið gert í áratugi. Sú skipulagsvinna var miðuð við þarfir ört vaxandi bæjarfélags næstu tutt- ugu árin. Á sviði atvinnumála var mikil gróska. Þar má m.a. nefna iðn- aðardeild Sambands íslenskra sam- vinnufélaga undir forustu Hjartar Eiríkssonar og Slippstöðina, sem Gunnar Ragnars stýrði og var í mikl- um vexti. Bjarni var þar lengi í stjórninni og einnig í stjórn Útgerð- arfélags Akureyrar. Hugur hans stóð ekki síður til þess að taka öfl- ugan þátt í uppbyggingu atvinnulífs- ins þótt áherslan væri á að haga mál- um þannig af hálfu stjórnar bæjarins að hlúa að þeim hornsteini í vaxandi sveitarfélagi, sem atvinnulífið er. Á eitt vil ég minna, sem einkenndi þessi gróskuár á Akureyri, en það er gestrisni og höfðingsskapur þeirra bæjarstjórahjóna. Mikið var um heimsóknir fyrirmanna til Akureyr- ar og þau hjón voru afar samhent í að gera þessar heimsóknir að hátíð fyr- ir gestina og þá, sem tóku þátt í að taka á móti þeim. Móttökuathafnir fyrir Margréti Þórhildi Danadrottn- ingu og Ólaf konung Noregs, svo dæmi séu tekin, voru í senn alþýðleg- ar og stórbrotnar undir forustu þeirra bæjarstjórahjóna, Gíslínu og Bjarna. Síðar á ævinni unnum við Bjarni töluvert saman í stefnumótun um þróun byggðar í landinu. Þá var hann aðstoðarforstjóri Byggðastofnunar en ég kom að þeirri vinnu úr pólitík- inni, sem formaður ýmissa nefnda. Í þessari vinnu fann ég glöggt, hve Bjarna var það mikið hjartans mál, að byggð á Íslandi þróaðist þann veg, að hagkvæmt væri fyrir samfélagið. Hann var sannfærður um, að því markmiði yrði ekki náð með því, að öll fólksfjölgun í landinu yrði á höf- uðborgarsvæðinu og í næsta ná- grenni. Á Íslandi ætti að þróast þjóð- ríki en ekki einungis borgríki. Með þeim hætti einum yrði mannlíf ríkt og fjölbreytt í landinu og þróun byggðar hagkvæm þjóðarheildinni og öruggari fyrir alla landsmenn. Síðari ár fækkaði samfundum okk- ar Bjarna of mikið. Við hittumst þó alloft í Rótarýklubbnum okkar og við hjónin skemmtum okkur stundum saman með góðum félögum úr þeim klúbbi. Það var alltaf gott að hitta Bjarna og njóta hugmyndaauðgi hans, bjartsýni og kynnast skýrum skoðunum hans á mönnum og mál- efnum. Það voru þung örlög þegar hann fékk þann sjúkdóm, sem dró hann síðan til dauða. Ég minnist þess hvernig hann sagði mér frá fyrstu einkennum Alzheimersjúkdómsins. Hann sagði, að hann hefði alltaf get- að staðið upp á fundum og haldið tölu, jafnt á ensku, einhverju nor- rænu máli eða íslensku. Nú treysti hann sér ekki til þess vegna þess, að hann gæti jafnvel gleymt því, sem hann hefði ætlað að koma á framfæri um leið og hann væri staðinn upp. Hann sagði þetta í léttum tón með glampa í augum eins og honum var lagið. Þetta er ólýsanlega erfiður sjúkdómur, jafnt fyrir þann, sem verður fyrir honum og ekki síður þá, sem næst standa. Nú er Bjarni hins vegar frjáls úr fjötrum þessa þung- bæra sjúkdóms. Megi það vera huggun okkar allra, sem þótti vænt um hann. Við Rúna sendum Gíslínu, börnum þeirra Bjarna, systkinum hans og öllum aðstandendum inni- legustu samúðarkveðjur okkar. Við biðjum Guð að blessa okkur öllum minningu Bjarna Einarssonar. Lárus Jónsson. Bjarni Einarsson var fæddur í Reykholti í Borgarfirði árið 1934, fyrsta barn prestshjónanna þar, séra Einars Guðnasonar og Önnu Bjarna- dóttur og var skírður í höfuðið á móð- urafa sínum, Bjarna Sæmundssyni fiskifræðingi. Í Reykholti var um þessar mundir stundaður búskapur, þar var endastöð sérleyfisbifreiða, póstafgreiðsla og síðast en ekki síst öflugur héraðsskóli. Þangað kom því margt fólk til náms og starfa. Meðal þess, Halldóra Þorvaldsdóttir, sem kom ung að árum í Reykholt m.a. til að verða barnfóstra Bjarna Einars- sonar, en ílentist og hefur verið þar staðarprýði fram á þennan dag. Í því fjölmenni, sem var í Reykholti á upp- vaxtarárum Bjarna Einarssonar þróaðist með honum sá léttleiki í að umgangast fólk, sem einkenndi hann alla tíð. Hann hafði lag á því að láta rödd sína heyrast og var tilbúinn að verja sjónarmið sín við öll tækifæri. Bjarni Einarsson var alinn upp á heimili, þar sem bókaskápar voru í hverju herbergi og síðan var skóli í næsta húsi. Það var því ekki að undra, þó að hann færi snemma að liggja í bókum, en hann sýndi líka áhuga á ýmsum verklegum efnum, ekki síst þeim sem tengdust hreyf- anlegum tækjum af öllum gerðum. Þá átti hann tíðar ferðir í smíðahúsið í Reykholti, þar sem hann fékk efni, sem hann tálgaði til í ýmis leikföng. Raunar hafði hann til fyrirmyndar fugla úr ýsubeini, sem Bjarni afi hans hafði tálgað og gefið honum. Að afloknu landsprófi í Reykholti og prófi í námsefni þriðja bekkjar Menntaskólans í Reykjavík, sem Bjarni las heima, settist hann í fjórða bekk Menntaskólans og lauk stúd- entsprófi 1953. Á menntaskólaárun- um bjó hann hjá móðursystur sinni, Kristínu Bjarnadóttur og fjölskyldu hennar í Þingholtsstræti 14. Eftir menntaskólanámið beindist áhugi Bjarna að því að afla sér menntunar, sem gæti nýst honum til þess að starfa að atvinnu- og efnahagsmál- um. Hann valdi sér því viðskipta- fræði sem námsgrein í Háskóla Ís- lands og lauk prófi í þeirri grein 1958. Á háskólaárunum fór Bjarni að skipta sér af stjórnmálum og varð forystumaður í Félagi frjálslyndra stúdenta, en það var á þeim árum fé- lag framsóknarmanna í háskólanum. Raunar hafði hann frá æskuárum ekki komist hjá því að fylgjast með umræðum um stjórnmál bæði inn- lend og erlend, því að mjög var um þau rætt á æskuheimili hans. Þar var mikið hlustað á útvarp og ekki síður á erlendar stöðvar en Útvarp Reykjavík. Bjarni Einarsson var fimm ára, þegar síðari heimsstyrj- öldin hófst og ellefu, þegar henni lauk. Hún leitaði því mjög á hug hans sem barns og hann hélt auðvitað með Bandamönnum. Eftir að kalda stríð- ið brast á, varð hann áhugamaður um vestræna samvinnu.og sá áhugi hans kom best fram í því, að hann var einn af forgöngumönnum þess, að efnt var til undirskriftasöfnunar Varins lands 1974. Fyrstu störf Bjarna Einarssonar að námi loknu voru hjá Fram- kvæmdabanka Íslands, sem þá var undir stjórn Benjamíns H. Eiríks- sonar, og hafði það starfssvið að fjár- magna atvinnuframkvæmdir á Ís- landi. Hér vann Bjarni að ýmiss konar áætlanagerð og hann ákvað að afla sér frekari menntunar á því sviði, sem hann gerði í Haag í Hol- landi. Þangað fóru þau ung hjón, Bjarni og Nína, og undu sér vel vetr- arlangt 1961–62. Eftir dvölina í Hol- landi tók við starf hjá Efnahags- stofnuninni sem svo var kölluð. Sjálfsagt var það vegna góðs álits forystumanna Akureyringa á störf- um Bjarna hjá þeirri stofnun, sem þeir buðu honum að styðja hann við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.