Morgunblaðið - 01.04.2004, Qupperneq 10
Morgunblaðið/Golli
Bjarni Haukur Þórsson hjá 3 Sagas og Pálmi Kristinsson, framkvæmda-
stjóri Smáralindar. Þættirnir Á framabraut nutu mikilla vinsælda á árum
áður. Söngleikurinn FAME verður settur upp í Smáralind í sumar.
VETRARGARÐINUM í Smáralind
verður breytt í leikhús í sumar og
munu 750–800 manns geta sótt
hverja sýningu af söngleiknum
Fame sem taka á til sýninga um
miðjan júní.
Sýningin er samvinnuverkefni
Smáralindar, 3 Sagas og Norður-
ljósa. Smáralind útvegar húsnæðið,
en töluverðar breytingar þarf að
gera á Vetrargarðinum til að hægt
sé að halda uppi sýningum á söng-
leik, 3 Sagas sér um listræna og
faglega hlið uppsetningarinnar og
Norðurljós koma að markaðs- og
tæknimálum.
Í tilkynningu frá Smáralind segir
meðal annars að með þessum breyt-
ingum verði til húsnæði sem skapa
muni spennandi tækifæri til að
setja upp stórsýningar á borð við
Fame.
Að sögn Bjarna Hauks Þórs-
sonar, leikstjóra Fame og eins eig-
enda 3 Sagas, taka um 20 leikarar,
söngvarar og dansarar þátt í sýn-
ingunni, bæði þekkt og óþekkt and-
lit. Hann vill ekki gefa upp nöfn að-
alleikara en segir þau verða kynnt
innan fárra daga. Hann segir æf-
ingar ekki hafnar en að áætlað sé
að frumsýning á Fame verði á tíma-
bilinu 15.–25. júní. Stefnt sé að því
að sýna í júní, júlí, ágúst og sept-
ember.
Söngleikurinn Fame er byggður
á samnefndri óskarsverðlauna-
mynd frá áttunda áratugnum og
fjallar um líf nemenda í listaskóla. Í
kjölfar velgengni myndarinnar
fylgdu sjónvarpsþættir sem nutu
mikilla vinsælda og voru m.a. sýnd-
ir í Sjónvarpinu. Söngleikurinn
sjálfur var frumfluttur í Stokk-
hólmi árið 1992.
Eins og því er lýst af þeim sem
setja söngleikinn upp hérlendis
sýnir hann „væntingar, sigra og
vonbrigði, áhuga og hæfileika nem-
enda sem koma frá mismunandi
bakgrunni og menningarheimum,
sem sækja um skólann og vinna síð-
an hörðum höndum í fjögur ár þar
til þeir útskrifast. Ástarævintýri
eiga sér stað, vinátta verður til og
grunnskilaboð sögunnar um réttar
og rangar leiðir eiga erindi við
æsku nútímans.“
Söngleikurinn
Fame í Smáralind
Allt að 800 geta séð hverja sýningu
FRÉTTIR
10 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FIMM þingmenn Samfylkingarinn-
ar hafa lagt fram á Alþingi tillögu
til þingsályktunar um að Alþingi
skipi nefnd til að undirbúa löggjöf
sem tryggi nauðsynlegt gagnsæi og
ritstjórnarlegt sjálfstæði á fjöl-
miðlamarkaði á Íslandi. „Nefndin
athugi hvernig hægt sé að tryggja
almenningi hlutlægar grundvallar-
upplýsingar um eignarhald á fjöl-
miðlum og rekstur þeirra,“ segir í
tillögugreininni. „Hún taki afstöðu
til þess hvort gera eigi slíka upplýs-
ingagjöf að skilyrði við veitingu út-
varpsleyfis þannig að upplýsingarn-
ar séu uppfærðar reglulega og liggi
alltaf fyrir.“
Þá er lagt til að nefndin athugi
hvernig hægt sé að stuðla að sem
mestu sjálfstæði ritstjórnar gagn-
vart eigendum fjölmiðla. Hún skoði
jafnframt hvort siðareglur um sam-
skipti eigenda og ritstjórnar geti
komið að haldi og hvort heppilegt
væri að gera slíkar reglur að skil-
yrði útvarpsleyfis. „Nefndin taki
við þessa athugun mið af lögmætum
hagsmunum þeirra sem að fjölmiðli
standa og gæti jafnvægis milli
gagnsæis á fjölmiðlavettvangi ann-
ars vegar og hins vegar viðskipta-
frelsis og viðskiptaleyndar, per-
sónuverndar og verndar heimilda-
manna.“ Fyrsti flutningsmaður er
Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar.
Mikil umræða
Í greinargerð segir að miklar
umræður hafi orðið um þróunina á
íslenska fjölmiðlamarkaðnum að
undanförnu og að þar hafi einkum
borið á áhyggjum af einokun og fá-
keppni. Undir lok greinargerðar-
innar segir síðan. „Flutningsmenn
telja hins vegar ekki heppilegt að
setja sérstök lög um að takmarka
eignarhald á íslenskum fjölmiðlum,
umfram þau ákvæði samkeppnis-
laga sem eiga við um fjölmiðla rétt
eins og annan rekstur. Með tak-
mörkun á eignarhaldi væri þrengt
að fjölmiðlarekstri og starfsum-
hverfi í þeirri atvinnugrein settar
sérstakar skorður hvað varðar að-
gang að fjármagni.
Þetta er í samræmi við niður-
stöðu nefndar sem þáverandi
menntamálaráðherra, Björn
Bjarnason, skipaði um endurskoð-
un á útvarpslögum árið 1996 en í
nefndinni sátu Tómas Ingi Olrich,
formaður, Gunnlaugur Sævar
Gunnlaugsson, Páll Magnússon og
Ásdís Halla Bragadóttir.“ Að síð-
ustu segir að flutningsmenn telji að
með skýrum lagareglum um
gagnsæi og ritstjórnarlegt sjálf-
stæði megi ná betri árangri án þess
að skerða rekstrarskilyrði fjöl-
miðlafyrirtækjanna.
Óheppilegt að takmarka
eignarhald á fjölmiðlum
Morgunblaðið/Sverrir
JÓHANNA Sigurðardóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar,
sagði á Alþingi í gær að Per-
sónuvernd kannaðist ekki við að
hafa verið á móti tillögum rík-
islögreglustjóra þess efnis að í
fjarskiptalögum verði ákvæði
um lágmarks varðveislu gagna
um fjarskiptaumferð svo lög-
regla geti upplýst brot á Netinu.
Jóhanna vitnaði til fréttar
Stöðvar 2 kvöldinu áður og
sagði að Guðmundur Hallvarðs-
son, formaður samgöngunefnd-
ar Alþingis, hefði þar ranglega
sagt að ágreiningur hefði verið
milli lögreglu og Persónuvernd-
ar um vörslu slíkra gagna.
Guðmundur vísaði ásökunum
Jóhönnu um ósannsögli á bug
og ítrekaði að nefndin myndi
fara yfir tillögu ríkislögreglu-
stjóra í dag, fimmtudag.
Guðmundur sagði í gær að
bæði minnihluti og meirihluti
nefndarinnar hefðu á sínum
tíma skilað nefndaráliti þar sem
ekki hefðu verið gerðar athuga-
semdir við 42. gr. fjarskipta-
lagafrumvarpsins, en sú grein
gerir ráð fyrir því að gögnum
um fjarskiptaumferð notenda
skuli eytt eða gerð nafnlaus
þegar þeirra er ekki lengur
þörf.
Sakar þing-
mann um
ósannsögli
PÁLL Magnússon, aðstoðarmaður
viðskiptaráðherra, segir í pistli á
heimasíðu sinni að markaðsátak ís-
lensks lambakjöts í Bandaríkjunum
undir merkjum Áforms hafi mis-
heppnast. Samkvæmt tölum Hag-
stofunnar hafi einungis 56 tonn af
fersku lambakjöti verið flutt út til
Bandaríkjanna á síðasta ári, en
ekki 200 tonn eins og framkvæmda-
stjóri Áforma hefði haldið fram.
Páll gerir einnig að umtalsefni
nýlega skýrslu IMG Deloitte fyrir
Áform og segir að athygli veki að
tvær meginforsendur í skýrslunni
standist ekki. Annars vegar sé því
haldið fram að 90 tonn af lamba-
kjöti hafi verið flutt til Bandaríkj-
anna á síðasta ári, en samkvæmt
tölum Hagstofunnar hafi útflutn-
ingur til Bandaríkjanna á lamba-
kjöti numið 72 tonnum og þar af
séu 56 tonn ferskt lambakjöt, en
Áform selji eingöngu ferskt kjöt.
Hins vegar komi fram að kostnaður
við söluna sé 9,5 milljónir kr. og sé
beinn kostnaður Áforma vegna út-
flutningsins um 17% af skilaverði
til afurðastöðvar. Í samtölum við
viðmælendur hafi komið fram að
þetta hlutfall sé mjög hátt. Síðan
segir Páll: „Í reynd er þetta hlutfall
mun hærra því í ljós hefur komið að
launakostnaður framkvæmdastjóra
Áforma er ekki reiknaður til kostn-
aðar við markaðssetninguna. Að-
eins beinn útlagður kostnaður. Þá
virðist ekki lagt mat á annan stuðn-
ing við verkefnið sem nemur
nokkrum milljónum á króna á
hverju ári. Upp úr stendur að tvær
meginforsendur skýrslunnar
standast ekki. Sölutölur eru taldar
hærri en raun ber vitni og kostn-
aður lægri en eðlilegt getur talist.“
Páll segir einnig að alls hafi verið
flutt út 2.253 tonn af lambakjöti á
síðasta ári og aðeins 72 tonn hafi
farið til Bandaríkjanna. „Það ætti
því að vera nokkuð ljóst, eftir
margra ára markaðsstarf sem kost-
að hefur ríkissjóð um 200 milljónir
króna, að þetta séu misheppnuð
áform. Til Færeyja voru flutt út
443 tonn af lambakjöti á síðasta ári
eða sex sinnum meira magn en til
Bandaríkjanna. Það ætti nú að gefa
mönnum ákveðnar vísbendingar.
Hvað aðferðarfræðina varðar má
einnig hafa verulegar efasemdir
um að rétt sé að verki staðið. Frá
árinu 1997 hefur verið einblínt á
einn kaupanda í Bandaríkjunum,
Whole Foods matvælakeðjuna. Í
dag er það í raun eini kaupandinn í
Bandaríkjunum,“ segir ennfremur.
Aðstoðarmaður viðskiptaráðherra um sölu lambakjöts
Misheppnað átak
INGVAR Gíslason, útflutningsstjóri
Norðlenska, segir að fyrirtækið hafi
flutt út 80 tonn af fersku unnu lamba-
kjöti á síðasta ári til Bandaríkjanna
og einhver mistök hafi átt sér stað
varðandi skráningu útflutningsins
hjá Hagstofunni. Hann sagði einnig
að 184 tonn af óunnu dilkakjöti hafi
þurft til þess að framleiða þessi 80
tonn af unnu kjöti, þegar gagnrýni
Páls Magnússonar var borin undir
hann.
Ingvar sagði að í fyrsta lagi seldi
Áform ekkert lambakjöt. Norðlenska
seldi lambakjöt og væri í tengslum
við þennan kaupanda í Bandaríkjun-
um. Áform væri átaksverkefni um
sölu á lambakjöti og væri á fjárlögum
hjá ríkinu og sinnti fleiri verkefnum
en bara sölu á lambakjöti. Varðandi
tölur um útflutning á lambakjöti væri
alveg ljóst að samkvæmt sölutölum
og tollskýrslum sem þeir hefðu í
höndunum hefðu áttatíu tonn verið
flutt út til Ameríku á síðasta ári af
fersku unnu lambakjöti frá Norð-
lenska.
Hann væri búinn að vera í sam-
bandi við Hagstofuna vegna þessa
þar sem tölurnar stemmdu ekki og
það væri alveg ljóst að einhvers stað-
ar í ferlinu hefðu mistök átt sér stað.
Ingvar sagði einnig að í þessari
umræðu væri gjarnan talað um ígild-
istonn. Þannig hefði þurft 184 tonn af
dilkakjöti til þess að framleiða þessi
80 tonn af unnu lambakjöti, þar sem
varan væri mikið unnin, úrbeinuð og
fleira til þess að flytja sem verðmæt-
asta afurð á markað í Bandaríkjun-
um. Útflutningurinn hefði aukist ár
frá ári og áætlanir væru um að flytja
út 110-120 tonn af unninni vöru í ár.
Brúttótölur í skýrslunni
Gunnar Jóhannesson, rekstrarráð-
gjafi hjá IMG Deloitte, sem vann
skýrsluna fyrir Áform, sagði að-
spurður um gagnrýni Páls að skýr-
ingin á að tölum um útflutning bæri
ekki saman væri að hluta til sú að ein
sending Norðlenska hefði verið rangt
skráð sem frosið kjöt. Einnig hefði
komið í ljós að allar útflutnings-
skýrslur Norðlenska hefðu ekki skil-
að sér til Hagstofunnar. Loks væru
þær tölur sem þeir væru með í
skýrslunni brúttótölur með umbúð-
um og öðru slíku, en auðvitað hefði
verið réttara að vera með nettótölur
sem væru rúm 80 tonn.
Spurður um þá gagnrýni að launa-
kostnaður framkvæmdastjóra
Áforms hefði ekki verið tekinn með í
útreikningi á kostnaði við útflutning-
inn, sagði Gunnar, að þeir hefðu sleg-
ið á hver sú hlutdeild væri samkvæmt
þeim verkefnum sem hann væri að
vinna. Segja mætti að þau væru þrí-
þætt, útflutningur til Bandaríkjanna,
sambærilegur útflutningur til Dan-
merkur og þróunarverkefni hvað
varðaði lífræna ræktun. Hugsanlega
mætti bæta fimm milljónum króna
við kostnaðinn á ári.
Fluttu út 80 tonn af
fersku lambakjöti